Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 17
Hljóðfœrasmíð og -leikur
- í Norrœna húsinu
í dag, sunnudag, klukkan þrjú
verðaþau Astrid Pullarog
Rickard Náslin frá Svíþjóð,
með opið hús í Norræna hús-
inu í Reykjavík. Auk þess eru
þau með litla sýningu í and-
dyri hússinserstendurtil 13.
ágúst. Við spurðum þau hvað
þaðværi sem þau væru að
kynna:
„Fyrst og fremst hljóðfæra-
smíð“, svarar Astrid, „en einnig
sænska alþýðutónlist. Þannig er
að fyrir fjórum árum síðan, árið
1982, var hafin kennsla í hljóð-
færasmíð í lýðháskólanum í Leks-
and í Svíþjóð og mun þetta vera í
fyrsta sinn sem þetta fag er kennt
á norðurlöndunum. Enda eru
alltof fáir hljóðfærasmiðir og þá
ekki síður viðgerðarmenn til á
norðurlöndunum. Þetta nám tók
fjögur ár og vorum við tólf í
hópnum. Nú í haust verður svo
tekinn inn nýr hópur og getur
fólk frá öllum norðurlöndunum
sótt um. Frá fslandi hefur þó eng-
inn sótt um og mætti þó að ósekju
fjölga viðgerðarmönnum hér því
þeir eru aðeins tveir, eftir því sem
við komumst næst. Því erum við
hingað komin til að kynna þetta
fag íslendingum."
„En jafnframt til að kynna
sænska alþýðutónlist," bætir
Rickard við, „og komast í kynni
við íslensk alþýðutónskáld og
tónlistarmenn. Á opna húsinu
munum við leika sænska alþýðu-
tónlist jafnframt því sem við
kynnum hljóðfærasmíð og við-
gerðir. Sýningin afturámóti,
snýst aðallega um hljóðfærasmíð-
ina.“
En af hverju hljóðfærasmíð?
„Ég leik á hljóðfæri, auk þess
sem ég hef alltaf haft áhuga á
handverki og list því tengdu,“
svarar Astrid að bragði.
Við kynninguna ætla þau að
notast við litskyggnur auk fyrir-
lestra, til að sýna betur mismun-
andi stig og tegundir við viðgerðir
og smíðar.
-H.hjv.
Astrid og Rickard með tvær fiðlur sem hún smíðaði í náminu. Mynd: Sig.
Nafn vikunnar
48 tíma
vinna á
/
Birgir Edvardsson framkvœmdastjóri
N‘Art‘86
Hvernig stóð á því að þú fórst
að vinna að þessari hátíð?
„Það er gamall draumur að
ægja saman alls konar listafólki
frá norðurlöndunum til að fara
saman í góða ferð um landið og
og fá innblástur frá íslenskri nátt-
úru. Og mér finnst að maður
verði að láta eitthvað koma út úr
svoleiðis ferð. T.d. að halda sýn-
ingu að ferðinni lokinni. Sú stað-
reynd að Reykjavík verður 200
ára í sumar hvatti mig til að koma
þessu í framkvæmd. Eg fór á fund
borgarstjóra og bar undir hann
hugmyndina. Maður getur ekki
boðið hingað hundruðum útlend-
inga án þess að minnast á það við
hann. Davíð leyst vel á þetta. Svo
lét ég boð út ganga um öll norður-
löndin um að fyrirhugað væri að
fara í svona ferð hingað til lands.
Til þáttöku tilkynntu sig yfir
lOOmanns í ferðirnar um landið.
Svo með þeim skemmtikröftum
og listamönnum sem formlega
var boðið að koma fram á hátíð-
inni eru þetta alls á þriðja hundr-
að.“
Hvernig er þetta fjármagnað?
„Við fengum styrk frá Nor-
ræna menningarsjóðnum og sfð-
an frá öllum Norrænu höfuðborg-
unum. Það var nokkurs konar af-
mælisgjöf þeirra til Reykjavíkur-
borgar. Einnig fengum við styrk
frá menntamálaráðuneytum í
Svíðþjóð, Noregi, Danmörku og
Finnlandi.
Ef við hefðum ekki fengið
þessa styrki hefði þetta bara orð-
ið ferðalag listamanna um ísland.
Reykjavíkurborg hefur hjálpað
okkur líka heilmikið t.d. með raf-
magn og svefnaðstöðu fyrir allt
fólkið.
Vandamálið við að skipuleggja
svona listahátíðir eru alltaf pen-
ingar. Peningar ákvarða stærð-
ina. En það var aldrei hugmyndin
að græða á þessu, heldur var
þetta bara góð og fögur hug-
mynd. Það var oft erfitt að skipu-
leggja þetta en með góða hug-
mynd að leiðarljósi er allt hægt“.
í hverju var starf þitt helst fólg-
ið?
„Starf mitt var aðalega fólgið í
því að halda utan um þetta allt
saman. Það þarf að gera samn-
inga, útvega tæki og skipuleggja
ferðir út um allt land. Það má
segja að þetta hafi verið 48 tíma
vinna á sólarhring. En mjög gam-
an.“
Hvernig finnst þér hafa tekist
til?
„Þetta hefur að mínu mati tek-
I
soarnring |
Það hefur ekki farið fram hjá Reykvíkingum að undanfarið hefur staðið yfir heimsókn norrænna listamanna og
skemmtikrafta. Að sjálfsögðu er átt við N'Art ‘86. Að koma á fót svona hátíð kostar óhemju mikla vinnu og skipulagningu.
Því er nafn vikunnar að þessu sinni Birgir Edvardsson framkvæmdastjóri og frumkvöðull að N'Art '86.
Birgir Edvardsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans eru Ásta Lára Jónsdóttir og Edvard Frímansson
sem nú er látinn.
Aðspurður segist Birgir vera „ voðalega lítið menntaður. “ Hann flutti til Danmerkur fyrir 10 árum og stundaði nám I
grunntækni kvikmyndagerðar. Síðan fór Birgir til Svíþjóðar og vann í Film laboratorium um tíma en fórsíðan útí leiklistina.
Hann var einn af 7 stofnendum leikhópsins Teater Sargasso sem enn starfar í Stokkhólmi. En Birgir hættií leikhópnum í
fyrra og fór að vinna að undirbúningi N'Art ‘86.
ist mjög vel upp allt saman á allan
hátt. Þetta hefur verið nokkuð
vel sótt. En auðvitað eru ýmis
vandamál sem koma upp. Maður
setur ekki saman svona hátíð á
hverjum degi. Annars kom það
mér mjög á óvart hve fólk er ragt
við að sækja erlendar leiksýning-
ar. Mætingin á þær hefði mátt
vera betri.“
Hvað ertu ánœgðastur með á
þessari hátíð?
„Ég er tvímælalaust mest
ánægður með Borgarskálann yf-
irleitt. Þetta var tómt pakkhús
sem við fengum að nota og það er
svo gaman að sjá hvernig hægt er
að breyta svona lókali í stóra
samsýningu með fjölda lista-
manna úr öllum áttum.“
Heldurðu að það verði fram-
hald á N'Artinu?
„Það er aldrei að vita. Það væri
gaman að ferðast um í finnsku
skógunum og setja síðan Helsingi
á annan endann.“
Gœtir þú hugsað þér að skipu-
leggja svona aftur?
„Ég gæti vel hugsað mér að
vera til aðstoðar einhverjum að
skipuleggja N'Art aftur. Én fyrst
ætla ég að fara í gott frí. Ég tek
einn hlut fyrir í einu.“
-SA
I
[____________________LEIÐARI_________________
Magnið tryggir ekki fjölbreytni
Nú fer að líða að því að nýjar útvarps- og sjón-
varpsstöðvar hefji útsendingar á höfuðborgarsvæð-
inu. Sú holskefla sem búist var við í kjölfar nýrra
útvarpslaga hefur látið á sér standa og þróunin orðið
mun hægari en spáð var. Af málflutningi þeirra að
dæma, sem mest þrýstu á um nýju útvarpslögin,
virtist hálf þjóðin vera í viðbragðsstöðu við að fá að
framleiða og miðla útvarps- og sjónvarpsefni. Þegar
útvarpslögin höfðu verið samþykkt koðnaði sá áhugi
skyndilega niður.
Tveir aðilar hafa þó unnið stíft að því að koma
útvarps- og sjónvarpsstöð á laggirnar. Annarsvegar
[slenska útvarpsfélagið, sem stefnir að því að hefja
útsendingar í lok ágúst og hinsvegar (slenska sjón-
varpsfélagið sem fer á stað mánuði seinna.
Höfuð röksemd þeirra sem hvað ákafast hrópuðu
um meira frelsi í útvarpsmálum, var sú að það myndi
auka fjölbreytnina. Enn er of snemmt að segja neitt
um dagskrá þeirra stöðva sem eru að fara af stað, en
af orðum forsvarsmanna þessara stöðva í Þjóðvilj-
anum í dag að dæma, virðist ekki ætlunin að brydda
upp á mörgum nýjungum.
Að sögn Einars Sigurðssonar hjá Útvarpsfélaginu
er ætlunin að leggja fyrst og fremst áherslu á frétta-
flutning af höfuðborgarsvæðinu, en þó munu lands-
málin einnig fá sína umfjöllun, enda höfuðborgin
miðstöð stjórnsýslunnar í landinu. Það verður nú að
segjast einsog er að höfuðborgarsvæðið er einnig
miðpunktur fréttaflutnings Ríkisútvarpsins, enda býr
meirihluti landsmanna á þessu svæði. Að fréttum
undanskildum mun dagskráin byggjast upp á upp-
lýsingum og léttara efni einsog tónlist. íslenska út-
varpsfélagið virðist því ætla að nota í meginatriðum
þá formúlu sem gefist hefur vel hjá rás tvö.
Sjónvarpsfélagið ætlar einnig að leggja höfuðá-
herslu á léttara efni, þó ekki hafi Jón Óttar Ragnars-
son, sjónvarpsstjóri, viljað tilgreina ákveðna dag-
skrárliði. Verður að líkindum höfuð áhersla lögð á
framhaldsmyndaþætti, kvikmyndir, skonrokk og
annað dagskrárefni sem talið er að almenningur hafi
mestan áhuga á.
Fréttir Sjónvarpsfélaasins verða markvissari en
hjá RÚV að sögn Jóns Ottars. „Ætlunin er að losna
við þessar endalausu leiðindafréttir, sem eru að
tröllríða öllu, fréttir frá Suður-Afríku og Líbanon t.d.,“
segir hann svo orðrétt. Burt með allar leiðindafréttir,
heimurinn skal skoðaður í gegnum skyggð gler, sem
hleypa bara því jákvæða í gegn. Við höfum heyrt
talað um slíkan fréttaflutning fyrir austan járntjald og í
einræðisríkjum, en hingað til hefur stefnan í fréttafl-
utningi hér á landi verið í þá átt að reyna að gefa
raunsannari mynd af veruleikanum en áður.
Jón Óttar er þarna að tala um erlendar fréttir, en
hvað með innlendu fréttirnar, verður lagður mæli-
kvarðinn skemmtilegur eða leiðinlegur á þær? Frétt
af því að 25% þjóðarinnar lifi undir fátæktarmörkum
telst vart skemmtileg og varla er hægt að segja að
Hafskipsmálið sé skemmtilegt. Þessi afstaða sjón-
varpsstjórans til frétta lýsir furðu miklu ábyrgðarleysi
og er vonandi að hann endurskoði hana, eða að þeir
fréttamenn sem ráðast að stöðinni sýni meiri skyn-
semi en sjónvarpsstjórinn með þessari fullyrðingu
sinni.
Hörðustu talsmenn einkastöðvanna hafa kvartað
undan slæmri samkeppnisaðstöðu við Ríkisútvarpið
og tekur Jón Óttar undir það. Talar hann um að
Ríkisútvarpið geti innheimt afnotagjöld í krafti laga
þegar Útvarpsfélagið verði að vera alfarið upp á náð
auglýsenda og áskrifenda komið. Aðrir
gagnrýnendur hafa farið fram á að Ríkisútvarpið
verði selt einstaklingum til að jafna samkeppnisað-
stöðuna, m.a. pylsusalinn Ásgeir Hannes Eiríksson í
DV sl. þriðjudag. Hann telur vonlaust að keppa við
Ríkisútvarpið, ekki vegna afnotagjaldanna, heldur
vegna þess að gæði þess eru svo mikil.
Er ekki sama hvaðan gott kemur?
Stærsta meinsemdin við frjálshyggjugaurana er
að þeir virðast aldrei hugsa heila hugsun til enda,
einsog margur hófsamari íhaldsmaðurinn hefur bent
á. Hlutverk Ríkisútvarpsins er það margþætt að
stöðvar í einkaeigu gætu aldrei þjónað því hlutverki
öryggis, fræðslu og ýmissa annarra þátta, sem
Ríkisútvarpinu ber lögum samkvæmt.
Einkastöðvarnar eru orðnar að staðreynd og eng-
in ástæða til að amast við því. Við skulum hinsvegar
vonast til að þær auki fjölbreytnina þó ekkert bendi
enn til þess. Grenndarútvörp í nágrannalöndunum
hafa opnað stóra möguleika fyrir smærri byggðar-
lög, félagasamtök og ýmsa sérhópa. Stjórnvöldum
ber að styðja slíka starfsemi t.d. með því að koma
upp upptöku- og útsendingarstúdíóum og leigja hóp-
um og félagasamtökum tíma, þannig að útvarps-
frelsið svokallaða verði ekki eingöngu frelsi gróða-
hyggjunnar.
-Sáf
Sunnudagur 27. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17