Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 6
Eins og
vítamínsprauta
Rœft við hjónin Sigríði Þorvaldsdóttur leikkonu og Lórus Sveinsson trompetleikara um
Grikklandsdvöl þeirra síðastliðið ór
Fyrir réttu ári síðan sögðum
við frá því hér í Sunnudags-
blaðinu að hjónin Sigríður
Þorvaldsdóttir leikkona og
Lárus Sveinsson trompet-
leikari hygðust flytja til Grikk-
lands og dvelja þar í ár ásamt
þremurdætrum sínum, þareð
Lárusi var boðin staða við tón-
listarskóla í borginni Þessal-
oniki. Þau eru nú komin aftur
til íslands og nýlega heimsótti
blm. þau á heimili þeirra í
Mosfellssveitinni og bað þau
að segjafrá þessari reynslu
og kynnum þeirra af Grikk-
landiog íbúumþess.
2300 ára
gömul borg
Við setjumst út í garð, sólin
.skín og út um stofugluggann
ómar grísk tónlist af segulbandi.
Til að hafa stemmninguna sem
grískasta bjóða þau að auki upp á
grískt kaffi, sem við hér heima
höfum þó vanist að kalla tyrk-
neskt kaffi. „En það má ekki
heyra á það minnst við Grikki,“
segir Lárus og hlær. „Tyrkir réðu
yfir þeim í 400 ár og þeim er frem-
ur illa við þá.“ Fjölskyldan fór út
þann 1. september og fór með
lest yfir Júgóslavíu. Borgin sem
þau bjuggu í er næststærsta borg
landsins og heitir Saloniki. „Hún
er nefnd af miklum hershöfðingja
sem lagði ástir á Saloniki, systur
Alexanders mikla,“ segir Lárus.
„Og þegar ég var að segja frá því
úti að ég væri að fara heim og
myndi taka þátt í hátíðahöldum
vegna afmælis Reykjavíkurborg-
ar þá hlógu Grikkirnir þegar ég
sagði þeim að hún yrði 200 ára.
Saloniki-búar héldu nefnilega
upp á 2300 ára afmæli sinnar
borgar í fyrra. Og þarna er há-
menning við lýði á meðan Róm-
verjar voru bara villimenn.
Grikkir reistu sín leikhús fyrir
leiklistina en þegar Rómverjarnir
koma þá eru þau tekin undir alls
kyns villimennsku, Gladiatorum
att þar saman og þessu breytt í
blóðvelli. Þarna er mikið um
fornleifauppgröft og við heyrð-
um Grikkina tala um það að ekki
mætti stinga niður skóflu nokkurs
staðar því þá kæmu þeir niður a
einhvern fornan og merkilegan
hlut. Það olli því að svæðið var
friðlýst í stóran radíus og ekki
mátti snerta á neinu. Það má
segja að þeir séu alveg að kikna
undan fornri frægð!.“
Leitaði að gröfinni
í hálfa öld
Sigríður heldur áfram: „Við
heyrðum ansi skemmtilega sögu
hjá kunningja okkar sem er lækn-
ir, af fornleifafræðingi einum sem
eyddi 50 árum í að leita að gröf
Filippusar Makedóníukonungs í
borginni Philippi. Og loks þegar
blessaður gamli maðurinn kom
niður á gröfina þá ofkeyrði hanr
sig á greftrinum og endaði með
því að fá lungnabólgu. Hann
leitaði þá til þessa læknis, sem ég
nefndi áðan, og sá var að lýsa
fyrir okkur þessari löngu leit og
þessum mikla fundi með svo
miklum tilþrifum að maður
hreifst með. Og sönnunin fyrir
því að þetta var gröf Filippusar
var legghlífin af öðrum fætinum,
hún var minni en hin og það staf-
aði af því að Filippus var haltur
og með misstóra fætur." Og Lár-
us bætir við: „Við heimsóttum
þessa borg eitt sinn þegar tón-
listarskólinn sem ég kenndi við
hélt þar námskeið og þá voru
okkur sýndar merkar rústir og
meðal annars athyglisverður
ræðupallur. Fyrir framan þennan
pall voru höggnir út hringir og
reitir og þar gátu menn spilað á-
kveðinn grískan leik sem er spil-
aður enn þann dag í dag þó ekki
sé á stein. Og ef mönnum
leiddust ræðuhöldin eða voru ós-
ammála ræðumanni þá hófu þeir
spilið. Þar með vissi ræðumaður
að enginn hlustaði lengur og
þagnaði því fljótlega! Á þessum
sögfræga stað skrifaði Páll postuli
bréf sín og þarna eru rústir af kir-
kjum frumsafnaðanna.“
Grikkir kunna
að njóta lífsins
En burt frá fornleifunum og að
fólkinu, hvernig komu Grikkirnir
fslendingunum fyrir sjónir? Það
er Sigríður sem hefur orðið: „Þeir
kunna sko að njóta lífsins, Grikk-
irnir. Þeir eru nægjusamir og ef
þeir fá gott að borða, fá sína „sí-
estu“ og geta farið á „tavernu“ að
rífast um pólitíkina þá eru þeir
ánægðir. Þar sem þeir hafa notið
lýðræðis í svo stuttan tíma eru
þeir enn að njóta þess að geta
sagt sína skoðun og það gera þeir
án þess að hika. Það er svolítið
líkt með fslendingum og Grikkj-
um að þeir hafa heilmikið vit á
Hér er Lárus (annar frá hægri) ásamt fremstu trompetleikurum Frakklands og er myndin tekin þegar Les Solistes de
Marseilles kom til Þessaloniki til að halda þar tónleika og bauð félagsskapurinn tveimur trompetleikurum frá Aþenu auk
Lárusar, til liðs við sig á þessum tónleikum.
öllu sem er að gerast í þjóðfé-
laginu og geta alltaf sagt frá því
hvernig hlutirnir ættu að vera og
það er auðvitað ekki einsog þeir
eru! Það fýkur fljótt í þá út af
smámunum en þegar um stærri
mál er að ræða þá taka þeir hlut-
unum með ró og uppáhalds setn-
ingar þeirra eru „ekkert mál“,
„engar áhyggjur" og svo fram-
vegis.
Ég man eftir því að skömmu
eftir að Dísella, yngsta dóttir
okkar sem er 8 ára, byrjaði í skóla
úti þá kom hún til mín og spurði
mig: „Mamma, veistu hvað
„býttar ekki máli“ þýðir á grísku?
Það er ten birase!" Og það segja
þeir oft á dag. Við erum mjög
ánægð yfir því hve Dísellu var vel
tekið í skólanum. Krakkarnir
struku yfir ljósa hárið hennar og
buðu henni strax að koma í gríska
leiki. Hún lærði stafrófið fljót-
lega með þeim, því þau voru ári
yngri og voru að byrja að læra að
lesa. Hún neitaði alveg að fá
nokkurt frí frá skólanum, svo
gaman þótti henni. Pabbi hennar
skildi- ekkert í því, það hlyti að
vera góður skóli sem börnin Vildu
ekki fá frí úr einhvern tímann!
Sjálf var ég í grískunámi ásamt
þeirri elstu sem heitir Ingibjörg
og er 16 ára. Við vorum í háskól-
anum í um 4 tíma á dag við grísku-
nám fyrir útlendinga mestallan
tímann og kynntumst þar „allra
þjóða kvikindum“, sem var mjög
ánægjulegt. Málfræðin er hræði-
lega erfið en við virtumst eiga
fremur auðvelt með fram-
burðinn.“ Og nú skýtur Lárus inn
í: „Og það skipti miklu máli að
hafa hann réttan því orðin gefa
mismunandi merkingu eftir því
hvar áherslan er lögð á þau! Það
gat stundum ollið misskilningi.
En vinir og kunningjar voru dug-
legir við að leiðrétta okkur og
lagfæra framburðinn hjá okkur
enda báðum við þá um það.“
Grikkir eru
skrúðgönguglaðir
með ólíkindum
„Nágranni okkar kenndi mér
líka að matreiða á grísa vísu,“
segir Sigríður. „Það var mikil list
og skemmtileg. Grikkir grilla
mikið kjöt og olía er í flestum
mat. En þeir elda yfirleitt ekki
kvöldmat, aðeins miðdegismat.
Fljótlega eftir komuna buðu ná-
grannarnir okkur út að borða og
23s IX0AIK0 lYrKPOTHMA
31!-111SAHM0TIKA IX0AEIA
5MS-91! NHniAmrEIA
ÖHMOTtKHI EKnAiaEVIHI 0EIIAAONIKHI
Fyrsti dagurinn í skólanum. Hjördís Elín þurfti einsog aðrir í fjölskyldunni að
læra bæði nýtt mál og nýtt letur og hefur nú náð góðum tökum á málinu enda
tungumálahæfilekar bestir á þessum aldri.
6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júlí 1986