Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 11
leikskaldum a heimaslóðum Skólabræður hittast eftir 24 ár. Stefán Baldursson og Nicholas Hormann voru saman í 5. bekk í MR, þegar Nick var skiptinemi á íslandi, en hann er nú þekktur leikari vestra (lék m.a. í Kramer vs. Kramer, Dallas ofl.). Vicki Hunter, sýningarstjóri á The Instant Theater, sem reyndist íslenska hópnum ómetanleg hjálparhella (og fékk að launum íslenska lopapeysu) Nick Hormann, Stefán Baldursson, Þórunn S. Þorgrímsdóttir, leikmyndateiknari, Tom Aberger (leikstjóri „A Walk in the Woods“) og fremstur Michael Feingold, gagnrýnandi, spjalla saman og samræma æfingar á sviðinu. með óaðfinnanlegum rússneskum hreim (hann sagðist eiga „Rússana á lager“ en lék m.a. rússneska sendiherrann í sjónvarpsseríunni um Kennedy, sem sýnd hefur verið um öll Bandaríkin). Bandaríkjamann- inn lék Nicholas Hormann, sem leikið hefur mikið á Broadway undanfarin ár og í fjöldamörgum kvikmyndum. Hann vakti nokkra athygli íslendinganna strax fyrsta daginn, þegar hann var að sniglast í kringum þá, uns hann bauð „góðan daginn“ á ágætri íslensku. í ljós kom að hann var skiptinemi á íslandi fyrir 24 árum síðan og kunni enn- þá talsvert í íslenskunni, þótt hann hefði ekki talað hana allan þennan tíma. Þegar leikstjóri ís- lenska hópsins, Stefán Baldurs- son, leit á hlutverkalistann, fannst honum nafnið kunnuglegt því hann minntist feimins Banda- ríkjamanns í 5. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík með þessu nafni. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar þeir kom- ust að því að þeir höfðu setið saman í bekk í MR fyrir 24 árum, löngu áður en nokkurn grunaði að þeir ættu báðir eftir að leggja fyrir sig leiklist. íslenskur fiskur Á milli þess sem skoðaðar voru æfingar og sýningar hjá hinum hópunum, var æft stíft fyrir sýn- ingarnar á „Brúðarmyndinni“. Haldnir voru sérstakir fundir með íslendingunum þar sem þeir voru spurðir um ísland, menn- ingu þess og leikhús. Fundirnir fóru gjarnan út í almennt spjall um íslenskt þjóðfélag, sem Bandaríkjamenn, jafnt þátttak- endur ráðstefnunnar sem blaða- menn og gagnrýnendur, vissu sáralítið um. Tekin voru viðtöl við Guðmund og fleiri úr hópn- um fyrir ýmsa fjölmiðla og al- mennt má segja að ísland hafi verið í brennidepli á meðan hóp- urinn dvaldist í Waterford. Til dæmis sendu fyrirtækin Coldwat- er og Iceland Waters fisk og lag- meti til Waterford, sem framreitt var fyrir þátttakendur og gesti á ráðstefnunni og vakti mikla at- hygli, ekki síst hjá bandarísku fréttamönnunum sem þarna voru staddir. Margir þeirra höfðu t.d. aldrei bragðað „hvítan fisk“ eins og þeir sögðu, og þóttu hann mikið lostæti, að ekki sé talað um Þingvallamurtuna, sem boðið var upp á eftir frumsýninguna. Þótti þetta allt hin besta auglýsing fyrir Sagt frá ferð íslenska leikhópsins með verk Guðmundar Steinssonar „Brúðarmyndina“ til Bandaríkjanna Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Toni Motter og William Atli Kendall, en þau tvö síðarnefndu fluttu íslenska textann á ensku í þartilgerðum tækjum á sýningunum. land og þjóð, enda hækkaði verð á íslenskum fiski í Bandaríkjun- um verulega viku síðar! Að sjálfsögðu fylgdust íslend- ingarnir vel með veðurspánni fyrir frumsýninguna, hafandi vonda reynslu af útileikhúsi í rigningu uppi á íslandi. En sem betur fer var þurrt og gott veður bæði kvöldin sem leikið var og sýningunni feikivel tekið. Troð- fullt var á báðar sýningarnar og meðal áhorfenda allmargir ís- lendingar, sem gerðu sér far til Waterford, auk fyrrverandi send- iherra Bandaríkjamanna á ís- landi, Marshall Brement og konu hans Pamelu, sem voru heiðursgestir forsetans White. Þau stóðu einnig fyrir glæsilegu boði til Rhode Island, þar sem Íiau búa, þar sem var tekið á móti slendingunum eins og sönnum þjóðhöfðingjum með veisluhöld- um, skoðunarferðum og skemmtisiglingu. Daginn eftir seinni sýninguna var ítarleg umfjöllun um verkið og er óhætt að segja að Guð- mundur hafi hlotið mikið lof fyrir „Brúðarmyndina'* og mjög ják- væða gagnrýni. Þótti mikill feng- ur að verki hans og var öllum hópnum þakkað fyrir „að flytja nýjan andblæ frá fjarlægu heimshorni, sem jafnframt ; reyndist vera í miðju heimsmenn- ingarinnar" eins og einn gagnrýnandi orðaði það. Þorsteinr Kristbjör.g Kjeld og Gunnarsson á æfingu, en auk þeirr sem nefndir eru hér á mynd- unum léku þeir Guðmundur Páls- son og Valgeir Skagfjörð. 16 manna leikhópur frá íslandi vestur um haf af þessu tilefni. Leikhópurinn, sem samsettur var úr leikurum frá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu og víðar, fór utan þann 27. júní. Var verkið flutt einu sinni í New York áður en haldið var upp til Waterford. Leikið var í Samuel Becket leikhúsinu á 42. stræti Off-Broadway og var sýn- ingin fyrst og fremst fyrir íslend- inga í New York og aðila sem höfðu styrkt ferð leikhópsins vestur. Að lokinni sýningunni, sem tókst í alla staði mjög vel, var haldin veisla og stóð Islending- afélagið fyrir henni. Hörður Helgason, sendiherra, ávarpaði gesti og síðan var Hörður útnefn- dur heiðursfélagi íslendingafé- lagsins, en hann var þá á förum frá Bandaríkjunum til að taka við sendiherrastöðu í Kaupmanna- höfn. Höfundurinn í forgrunni Hópurinn kom til Waterford sama dag og ráðstefnan var sett og þegar í stað var hafist handa við undirbúning sýninganna tveggja, sem áttu að vera þann 10. og 11. júlí. Mjög nákvæmar vinnureglur eru um alla tilhögun og undirbúning til að tryggja að í rúm tuttugu ár hefur „The Eugene O'Neill Memorial TheaterCenter" í Waterford í Connecticut veriö ein helsta leiklistarmiöstöð Bandaríkj- anna og þar fer f ram um- fangsmikil starfsemi allt árið umkring. „The National Theater Instit- ute“ hefur þar aðsetur, kennslu- miðstöð fyrir listkennslu í banda- rískum menntaskólum stendur fyrir ráðstefnum og kennslufund- um yfir veturinn, bandaríska brúðuleikhússtofnunin hefur að- setur innan veggja leiklistarmið- stöðvarinnar, óperuleikstjórar og stjórnendur halda 2ja til 5 vikna ráðstefnu þar árlega auk þess sem gagnrýnendur og blaða- menn taka virkan þátt í starfse- minni. Þekktust er þessi leiklist- armiðstöð þó fyrir „The National Playwrights Conference" sem er árlegur viðburður og stendur yfir í mánuð á sumrin, en þá eru 12-14 leikrit fyrir svið og 2-4 fyrir sjón- varp valin til vinnslu og flutnings á stórri ráðstefnu leikhússfólks frá öllum Bandaríkjunum. Á seinni árum hefur nokkrum er- lendum höfundum verið boðið að taka þátt í ráðstefnunni með eigin leikhóp. í ár var leikrit Guð- mundar Steinssonar, „Brúðar- myndiri* valið til flutnings og fór Á tröppum æskuheimilis O’Neill, þar sem „Dagleiðin langa" gerist. Stefán, Guðrún, Unnur Ösp (10 ára), Sigríður Hagalín, Þórunn (11 ára) og Kristbjörg Kjeld. Róbert Arnfinnsson og Guðmundur Steinsson í pásu í umræðum og umfjöllun sem væri í senn menntandi og skemmtileg. Vinnuaðstaða bandarískra leikara er oft mjög erfið og mikið lagt upp úr hröðum vinnubrögðum og harðri sölumennsku. Þótti þeim mikill kostur að fá að vinna með sama fólkinu í öryggi og næði og sögðust líta á starfið þarna sem eins konar framhaldsmenntun. Ákveðið var að íslenski hópur- inn skyldi leika á „The Instant Theater“ sem er útisvið undir geysistóru „Copper Birch" tré (beykitegund með dökkrauðu laufi). Á undan ~ hvert verk fái sem ítarlegastan undirbúning. Höfuðáhersla er lögð á að höfundarnir sjálfir og verk þeirra standi í forgrunni. Þannig er það t.d. skylda að leikararnir haldi á handritum þegar þeir flytja verkin, jafnvel þótt þeir kunni hlutverk sín utan- bókar. Einnig eru reglur um það hversu mikið af leikmunum, bún- ingum og leikmynd megi nota, því ekkert má verða til þess að draga athyglina frá verkunum sjálfum, kostum þeirra og göllum. Eins og nafnið gefur til kynna er O’Neill stofnunin tileinkuð helsta skáldjöfri Bandaríkja- manna á sviði leiklistar. Eugene O’Neill, sem bjó á þessum slóð- um megnið af ævi sinni. Hug- myndin að stofnun þessarar leiklistarmiðstöðvar kom þegar átti að nota húseignirnar, sem nú hýsa ráðstefnuna, til brunaæfing- ar. I stað þess að brenna öll hús- in, voru þau endurbyggð fyrir forgöngu George C. White, sem enn er forseti leiklistarmiðstöðv- arinnar. Komið var upp þremur kallast „vagga bandarískrar leiklistar“. Bandaríski leikstjór- inn Lloyd Richards er listrænn stjórnandi „National Playwrights Conference“. Leikritin sem valin voru til flutnings í ár voru valin úr um 2000 handritum, sem sérstök nefnd hefur fjallað um mánuðum saman. Meðal höfunda sem að þessu sinni áttu verk á ráðstefn- unni voru þeir Lee Blessing, August Wilson og John Patrick Shanley, en þeir eru meðal mest leiknu núlifandi höfunda Banda- ríkjanna. Leikararnir, sem ráðnir eru til að flytja verkin, eru sömu- leiðis valdir úr miklum fjölda leikara og er mikil ásókn í að fá vinnu sem leikari á ráðstefnunni. Sögðu bandarísku leikararnir kollegum sínum frá íslandi, að þetta væri óvenjulegt tækifæri til að vinna við nýsköpun með fyrsta flokks leikhússfólki, og taka þátt ,Brúðarmynd- inni“ var ein sýning á dagskránni á þessu sviði, verk Lee Blessing „A Walk in the Woods“. íslenski hópurinn hafði tækifæri til að fylgjast nokkuð með æfingum á þessu ágæta verki, sem vakti mikla athygli. Verkið fjallaði um tvo samninganefndarmenn á friðarfundi stórveldanna í Genf, Rússa og Bandaríkjamanna. Þeir voru leiknir af tveimur þekktum bandarískum leikurum, Marwin Goldsmith, sem lék Rússann Guðrún Gísladóttir (leikur kvikmyndaleikstjórann í verkinu) og Sigrún Edda á æfingu. Hópur bandaríska háskólakennara og blaðamanna fylgist með. +*£&■** Russel Davis Cindy Lou Johnson Theodore Herstand Lee Blessing Barbara Davenport Richard Dresser Laura Maria Censabella Kathleen Clark Nancy Grome Wendi MacLeod Christopher Moore August Wilson Stephen Davis Parks Guðmundur Steinsson John Patrick Shanley Susan Rivers 10 StoA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júlí 1986 Sunnudagur 27. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.