Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 12
Ludvik Vaculik: Svejk spígsporar enn þann dag í dag um götur Prag.
í dag sem fyrr spígsporar fólk
um í Prag og þeirra á meðal
meira að segja Svejk.
Ég var um tvítugt, sem er mjög
heppilegur aldur, þegar ég las
„Góða dátann Svejk“ og
skemmti mér vel. Þá vissi ég ekk-
ert um heimsfrægð skáldverksins
og mér datt heldur ekki í hug að
leita að boðskap í bókinni. Að
mínum dómi var þetta saga
manns, sem var þannig af náttúr-
unni gerður að hann steig ekki í
vitið, en þrátt fyrir það gerði
hann sér grein fyrir að hægt var
að notfæra sér eigin heimsku ef
rétt var að farið, og það gerði
hann ekki í sakleysi sínu. Mín
vegna geta bókmenntafræðingar
haldið áfram að karpa um hvern-
ig slægðin og heimskan sameinast
í sköpunarverki Jaroslav Haseks,
en rannsóknir þeirra munu aldrei
sýna meiri skarpskyggni en
lautínant Lúkas sýndi þegar hann
spurði Svejk, sem gerður hafði
verið að skósveini hans:
„Heyrðu mig Svejk, ertu virki-
lega svona djöfull vitlaus?“
Þegar ég seinna uppgötvaði að
það er til einhverskonar Svejk-
lógía, varð ég mjög hissa og mér
er meinilla við þegar útlendingar
leggja út af Svejk sem einhvers-
konar tékkneskum þjóðarkar-
akter, eða að þjóðareinkenni
tékka séu einhverskonar Svejk.
Kæru vinir, þið afhjúpuðuð ykk-
ur algjörlega þegar þið reynduð
að fullskrifa Svejk með hjálp
Brechts. Svejk verður aldrei
fullskrifaður. Hann er einsog út-
skurður á þakskeggi gömlu Evr-
ópu. Og til að upplifa einföld
heimskuprik Svejks förum við á
safnið undir beru lofti þar sem
hann hefur verið verið til sýnis
lengi.
Frá fyrra heimsstríði hafa þrjár
kynslóðir, hér heima hjá okkur
og úti í heimi, skemmt sér yfir
uppátækjum Svejks. í sínu borg-
aralega lífi þræddi Svejk krárnar í
Prag einsog hlýðnum borgara
sæmir, fór í íhlaupavinnu og seldi
hunda. í hernum hlýddi hann
skipunum, og Iagði sig fram við
drykkju og át og varaðist að
verða viðriðinn allt það sem
óþægilegt taldist eða lyktaði af
svikum. Svo lengi sem mögulegt
var sniðgekk hann allan ribbalda-
skap og aldrei var hann sjálfur
viðriðinn slíkt. Þökk sé þessari
sjaldgæfu afstöðu á hann samúð
okkar, en við skulum vera ærleg:
hann var frumstæður og við
myndum aldrei vilja eða geta
lifað í nálægð hans!
En þegar við glottum sjálfsör-
ugg að þessum manni vitum við
aldrei hvað eiginlega gerist, þeg-
ar „þessi bölvaði heimskingi“
hverfur eitthvað um stundarsakir
til að skjóta aftur upp kollinum
sem lautinant. Áhugaverð hug-
mynd - hvernig er hægt að ljúka
við að skrifa Svejk, er það ekki
einmitt þetta sem?... Og hér
heima höfum við einmitt fórnað
ótrúlega miklum tíma í þetta vit-
Iausa uppátæki og gefið því alltof
mikið pláss...
f áraraðir hef ég verið fastag-
estur - ekki að eigin ósk - á lítt
þekktum stað í Prag og það gegn
minni betri vitund. Þar er ég van-
ur að sitja meðal karla en útlit
þeirra minnir mig á þá mynd af
Svejk, sem Josef Lada teiknaði af
honum og bókstaflega þvingaði
upp á okkur sem einkennismynd
ákveðinnar líkamsbyggingar.
Andlit, sem aldrei hefur hrukkast
af einni djarfri hugsun, augu sem
ég mæti af og til og aldrei eru
grandvör eða vingjarnleg að ekki
sé talað um skilníngsrflca með-
aumkun. Ég tala yfirvegað,
jafnvel þó ég hafi stundum fyllstu
ástæðu til að þruma, ég reyni að
skýla mér bak við óhagganlega
grímu þegar þeir hlæja að mér og
ég segi „ég veit það ekki“ þegar
ég ætti að geta sagt „ég veit það“.
„Herra Vaculík, gerðu grein
fyrir,“ sagði einn þeirra sem að
stríðslokum hefur lært að láta Iit
jakkans vera í stíl við skyrtuna og
bindið og að nota karlmannlegt
ilmvatn, og til að fá sekúndu for-
skot leiði ég hjá mér hálf sagðar
spurningar hans um hvippinn og
hvappinn: - hvað ég geri allan
daginn þar sem ég hafi enga fasta
stöðu? á hverju ég lifi þegar ég fæ
ekkert gefið út eftir mig? hvaða
sambönd ég hafi við þá sem hafa
flust burt? hvernig ég komi
handritum mínum á framfæri er-
lendis? - „Hvað veist þú um
undirbúning handbókar tékkn-
eskra rithöfunda sem á að gefa út
af flóttamannaforlagi í Tor-
onto?“
„Hér er um að ræða yísinda-
lega vinnu," svara ég vel undirbú-
inn, „sem hefur upplýsingar um
nöfn og staðreyndir, sem eiga á
hættu að falla í gleymsku eða
verða þurrkuð út, en hér er ekki
um refsivert athæfi að ræða og því
neita ég að ræða það nánar.“
„Jæja en svona svararðu næst-
um alítaf spurningum okkar, en
fyrst hér er ekki um refsivert at-
hæfi að ræða, hversvegna viltu þá
ekki gera grein fyrir því?“ sagði
maðurinn með rökfærslu sem var
álíka hnöttótt og stífrakaður
skalli.
Ég reyni, sennilega í
fimmtugasta skiptið, að útskýra
fyrir honum hversvegna ég álíti
hann ekki nógu vel að sér, hæfan
eða kunnugan þessu máli.
Er það kannski hugsanlega að
á tímum Svejks í Bækeinú hafi
lögregluþjónar og slökkviliðs-
menn verið sérfræðingar á list-
ræna og vísindalega iðju?
Þegar Svejk Haseks er ímynd
líffræðilegrar heimsku, birtist í
Svejk okkar tíma vanhæfni kerf-
isins og lögleidd lesblinda. Mað-
ur myndi ætla að kennarar upp-
fræddu börn í lestri og að foreldr-
arnir kenni þeim almenna
Þannig
mælti
mannasiði og að sá sem í æsku
hafði snefil af hugsun ein-
hverntíman komist að þeim
mörkum þar sem hann gerir sér
grein fyrir hinum ótakmarkaða
andlega heimi. Þessi mörk eru
ekki þau sömu hjá tveim mann-
eskjum og viska mannsins er ekki
mæld á kvarðann hversu langt er í
þessi mörk eða hversu langt mað-
ur hefur náð án þess að bera virð-
ingu fyrir því takmarkalausa eða
óþekkta, eða fyrir því dularfulla
eða einfaldlega fyrir hinu, og satt
að segja hefur þetta ekkert með
skólann að gera heldur hversu
heiðarlega maður hefur hugsað
um eigin stöðu og tilganginn með
lífinu, eða hversu djúpar tilfinn-
ingar manns eru og jafnvel þján-
ingar manns. En hjá sumum er
slíkt ekki fyrir hendi. Maðurinn
andspænis okkur var auðvitað
ekki heimskur frá byrjun, en
hann villtist af braut eðlilegs,
manneskjulegs lífs og féllst á að
leika hlutverk sem krefst þess að
hann bregðist við og komi fyrir
einmitt á þennan máta. Og í sam-
skiptum við svona mann er ætíð
erfitt að greina milli tveggja
grunndrátta hans og skilgreina þá
hvorn fyrir sig. Það er að segja
mannlega náttúru hans og and-
mannlega eða kannski er réttara
að tala um utangarðsmanninn í
honum. í þeim tungumálum sem
fólk tjáir sig á í dag er falin þróun
mannlegrar þekkingar og í skoð-
unum fólksins eru viðbrögð þess
og venjur fólksins renna rudda
braut til annarra manna. Þetta
fólk hagar sér og tjáir sig hinsveg-
ar einsog það hafi verið einang-
rað frá þróuninni og einsog hið
liðna hafi ekki fært þeim neitt og
einsog þeir séu þeir fyrstu sem
hafi haft vald til að taka ákvarð-
anir og stjórna. f eðlisfræðinni er
andefnið móthverfa efnisins.
Maðurinn gegnt mér við borðið
veit t.d. ekki hvernig ég hef
sannfærst um að manneskjan sé
ríkinu æðri og að ríkið er bara
tilbúningur, og hann mismun-
andi, mannanna og að mennirnir
ættu því að eigin frumkvæði að
reyna að betrumbæta ríkið. Ein-
usinni sagði ég eftirfarandi setn-
ingu við einn þeirra:
„Mælistikan á frelsi borgarans
er alveg óháð því hvernig ríkið
kemur fram við milljónir manna
sem segja já, heldur hvernig það
kemur fram við þá tíu sem ekki
segja já við öllu.“
Hann horfði á mig. Ég var ekki
viss um að hann skildi mig og því
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júli 1986