Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 13
hélt ég áfram: „Þú skilur hvað ég er að fara: þegar allir eru sammála verðuru ekki var við frelsið, það er ekki einusinni til staðar, skilurðu, frelsið byrjar með skoðanaskipt- unum, skilurðu það?“ Hann skildi mig ekki. Senni- lega hugsar þessi maður aldrei um fréttirnar sem hann hefur heyrt yfir daginn - ekki heima að lokinni vinnu eða áður en hann sofnar á kvöldin - einsog menn frá ómunatíð ætíð hafa gert í Bækeimi. Því er hann alltaf jafn forstokkaður þegar við hittumst. „Þú ert ekki einusinni meðlim- ur í Rithöfundasambandinu eða á skrá hjá Launasjóði rithöfunda," sagði hann einusinni við mig, „semsagt þú ert ekki rithöfund- ur.“ „Jæja, hver er þá rithöfund- ur?“ hugsaði ég í ró minni. En það verður að mæla á einföldu og rökréttu máli við mann sem greinilega heldur að rithöfundar séu aldir upp einsog kálfar í ríkis- reknu fjósi eða lögregluþjónar á fagskólum sem þeim eru ætlaðir. „Hasek var ekki heldur í Rit- höfundasambandinu," sagði ég við hann. „En Hasek skrifaði á móti Austurríki," svaraði Svejk. „En þú, þú skrifar tvíræðan texta og stundum meira að segja á milli línanna." Þetta varð til þess að ég reiddist og því ákvað ég að gera honum erfitt fyrir með eftirfar- andi svari: „Því margræðara sem bók- menntaverk er þess áhugaverð- ara er það og eftir því sem túlkun- armöguleikar þess eru fleiri því lengur kemur það til með að lifa. “ Hann velti þessu fyrir sér stundarkorn, teygði höndina að öskubakkanum og sló öskuna af sígarettunni. „Við leyfum alls ekki,“ sagði hann einfaldlega einsog hann hefði gefist upp við að útskýra andveröld sína fyrir mér, „neitt sem skaðar góðan orðstí lýðveld- isins.“ Svo mælti Svejk sem í þessu landi eitrar loftið, vatnið, fólkið, vinnuna, kjötið, tígulsteinana (ég sit og skrifa og í gegnum gluggann sé ég þak beint á móti, sem var klætt fýrir ári og nú er þakrennan aftur full af tígulflögum, sem hafa hrunið niður vegna eigin þyngd- ar) og í heildina tekið allt annað í iandinu. Þegar kamínan byrjaði að sóta í herberginu hjá Svejk hans Has- eks, bað Svejk frú Mulleróvu að hreinsa hana. Ætíð þegar kom að hinum frumstæðustu tilvistar- spurningum þekkti þessi bjálfi réttu svörin. Hinum fullskrifa Svejk nútímans er allt örðu vísi farið: Þegar barrskógarnir í landinu eru að deyja vegna mengunar loftsins, reiknar hann út hversu mikið timbur er hægt að gera úr skógunum og hvað Austurríki er tilbúið að greiða fyrir það, og í staðinn fyrir greni- tré ákveður hann að gróðursetja birki. Þegar landsvæði hefur ver- ið gert að friðlýstum fólkvangi vill svo hörmulega til að einhver asninn finnur kol einmitt á þessu svæði, þó svo að hann þekki vel til stjórnmálaviðhorfanna, og einmitt þegar friðlýsingin á að taka gildi opnar Svejk námu á svæðinu. Svo þegar sjúkdómar og arfgengar bæklanir koma í ljós vegna þess að lífheimurinn hefur verið skaðaður, mengaður af eitruðum úrgangi og geislavirkni, bannar Svejk að það sé skrifað um það og undireins finnst hon- um hann heilbrigðari. Uppáþrengda viðtalinu er nú loksins að ljúka og ég er í þann mund að hverfa á braut þegar hann stoppar mig á þröskuldin- um með enn einni spurningu: „Hvenær hittirðu vini þína frá Bratislava seinast?" Af ráðnum hug svara ég: „Fyrir tveim árum.“ Hann glottir, hann veit að það Ludvik Vaculik sextugur Ámorgun, 27. júlí, er tékkneski rithöfundurinn Ludvik Vaculik sextugur. Það vartil hansað Jóhannes úr Kötlum sendi árið 1968 kvæði sitt sem heitir „Skeyti til Prag“ - þar kvaðst hann í heimi, sem er skiptmillitveggja risavaxinna fingálkna, blygðastsínfyrir aumingjaskap sinn - meðan Vaculik stendur teinréttur gegnofbeldinu. Vaculikerfæddurí smábæ á Mæri. Hann vann ungur í Bataskóverksmiðj- unum. Að loknu námi í Prag gerðist hann blaðamaður, m.a. við bókmenntablaðið Literarní noviny. Hann var feiknavirkuríþeirri umbótahreyfingu sem kennd var við vorið í Prag og samdi eitt þeirra plagga sem varð stefnuskrá „sósíalisma með manneskjulegu yf irbragði “, - en það heitir „Tvö þúsundorð". Eftir innrásina var Vaculik rekinnúrKommún- istaflokknum og settur í ritbann. Hann hefursamt skrifað skáldsögur sem komið hafa út meðal útlaga ogmilli mannaí Tékkóslóvakíu ganga hugleiðingar eftir hann um daginn og veginn, pólitíkina og frelsið, sem hafa náð miklum vinsældum. Hann hefur og verið einn helsti talsmaður mannréttinda- hreyfingarinnar Charta 77. Hérferáeftireinnaf pistlum Vaculiks. Þessi fjallar um Svejk samtíðarinnar, sem er því miðurekki neinn „góður dáti“ lengur.... var í síðasta mánuði, hann veit það vegna símahlerana. „Jæja, já, hafðu það gott,“ segir hann uppörvandi, réttir mér hægri hramminn og „skrifaðu nú eitthvað fallegt handa okkur þó ekki sé nema einusinni, árin þjóta hjá, hversu miklu meira heldurðu eiginlega að þú fáir áorkað?“ Hefðuð þið verið í mín- um sporum hefðu þið sagt að þetta væri vingjarnlega sagt hjá honum. En Svejk hinnar Or- wellsku æru vildi bara að ég vissi að hann vissi að í ritvélinni minni heima hefur verið órituð örk í margar vikur. Ég sagði honum einusinni að bókmenntir í sinni tærustu mynd settu sig ofar allri stjórn og að þær gætu ekki beygt sig undir skoðan- ir ríkisstjórna, tækifærissinnaðar hugmyndir og tískustýrðar hag- vaxtarsveiflur. Sagan hefur kennt okkur að það koma endalaust nýir tímar. Minnumst bara Havl- ícek. Augnablik hugsaði hann sig um og sagði svo: „Má vel vera. Svo eiginlega ertu óheppinn, herra Vaculík." En ég, ég skil þetta. Þar sem þeir finna Svejk, þar verða þeir líka að fá að njóta hans. (1983) Þýðing Sáf Sunnudagur 27. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Sólheimar í Grímsnesi Starfsmaður óskast til starfa í mötuneyti heimilisins frá 7. ágúst nk. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 99-6430. Borgarneshreppur Borgarneshreppur auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Starf verkstjóraviðáhaldahús, iðnmenntun áskil- in. Tvö störf fóstra við leikskóla. Umsjón með félagsstarfi aldraðra, hlutastarf. Upplýsingar á skrifstofu Borgarenshrepps, sími 7224. Umsóknir sendist Borgarneshreppi, Borgarbraut 11, 310 Borgarnes. Sveitarstjóri Kennarar - kennarar Kennara vantar að Grunnskólanum Stokkseyri. Æskilegar kennslugreinar íslenska, danska, líf- fræði, samfélagsgreinar og leikfimi. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6300 og formanni skóla- nefndar í síma 99-3266. Skrifstofustörf Starfsfólk óskast til fjölbreyttra skrifstofustarfa og tölvuskráningar. Umsækjendur þurfa að hafa góða vélritunar- kunnáttu og nokkra bókhaldsþekkingu. Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til „Lífeyrissjóður" Pósthólf 1745 121 Reykjavík Útboð - Eldvarnartjöld Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í 10 eldvarnartjöld, alls um 300 fermetrar að stærð, fyrir verslanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík. (Kringluna). Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík. Tilboðum skal skilatil Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 2. sept- ember 1986 en þá verða þau opnuð þar að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. HAGKAUP H.F., Lækjargötu 4, Reykjavík. Garðabær Skipulagsnefnd Garðabæjar boðar til almenns borgarafundar um aðalskipulag Garðabæjar þriðjudaginn 29. júlí 1986 kl. 20.30 í Garðalundi. Frummælendur verða Árni Ólafur Lárusson og Pálmar Ólason skipulagsarkitekt. Á eftir framsöguræðum verða frjálsar umræður. Bæjarstjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.