Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.07.1986, Blaðsíða 14
nska út'/arpSfélaniA . h°lunum 09 lslBnska s&nvarpsiéiagia Þá fer aö styttast í þaö að fyrstu „frjálsu" útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar á íslandi ryðjist inn á Ijósvakann. Þegar líða tekur að hausti munu ís- lenska útvarpsfélagið og ís- lenska sjónvarpsfélagið hefja útsendingar á höfuðborgar- svæðinu. Ekki sú gullnáma sem haldið var Einsog menn rekur minni til var mikill þrýstingur á að löggjöf um frelsi í útvarpsmálum næði í gegnum Alþingi á síðasta hausti. Virtist á blaðaskrifum þá að út- varpsútgerð yrði stóratvinnuveg- ur á borð við fiskirækt eða líf- tækni. Var fólk farið að óa við því ástandi sem myndi skapast er lög- gjöf þessi yrði að veruleika. Reyndin hefur hinsvegar orðið að áhugi manna virtist mjög dvína um leið og löggjöfin hafði verið keyrð í gegn með mesta of- forsi. Þá var sem menn áttuðu sig á því að kannski væri útvarps- rekstur ekki sú gullnáma sem tal- ið hafði verið. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins er formaður Útvarpsréttar- nefndar, sem fær allar umsóknir inn á borð hjá sér og eftir að hafa skoðað þær og leitað álits hjá ýmsum aðilum sem málið er skylt, einsog t.d. Pósti og síma, tekur nefndin ákvörðun um hvort veita skuli leyfi eða ekki. Kjartan sagði að nú lægju nokkrar umsóknir hjá nefndinni og flestar væru þær um grenndar- útvörp og kapalkerfi úti á landi. Nefndin hefur þegar afgreitt nokkrar umsóknir, sem voru um útvarpsrekstur í stuttan tíma, einsog fyrir kosningarnar að Kratarnir voru með útvarp á höf- uðborgarsvæðinu og svo hafa framhaldsskólarnir verið með út- varpssendingar tímabundið. Einu umsóknirnar sem af- greiddar hafa verið til lengri tíma eru umsóknir íslenska útvarps- félagsins og íslenska sjónvarps- félagsins. íslenska Útvarpsfélagið íslenska Útvarpsfélagið stefnir að því að hefja útsendingar seinni hluta ágústmánaðar. „Einsog málin horfa við í dag virðumst við ætla að halda áætl- un,“ sagði Einar Sigurðsson, út- varpsstjóri. „Við erum langt komnir með ráðningu mann- skapar og tækin eru á leið til landsins með skipi. Þá er verið að innrétta húsnæði útvarpsstöðvar- innar að Snorrabraut 54, en þar verða tvö stúdíó, eitt fyrir upp- töku og annað fyrir útsendingu. Annars vinnum við að þessu á dags grundvelli, gerum áætlun fyrir einn dag í einu og skoðum dæmið stöðugt, því þannig getum við best haldið utan um þetta og fylgst náið með.“ Islenska útvarpsfélagið mun senda út á FM-bylgju 98,9 MHz og mun útsendingin nást frá Akranesi til byggðarlaganna á Reykjanesi auk þess sem hún mun heyrast á ýmsum stöðum fyrir austan fjall. Sagðist Einar búast við að um 65% landsmanna gætu hlustað á útsendingar frá þeim. Útsendingar hefjast snemma á morgnanna og þeim lýkur seint á kvöldin. Pegar liggja fyrir drög að dagskrá og að sögn Einars byggir hún upp á fréttum, upplýs- ingum og léttara efni einsog tón- list. Fréttir af höfuðborgarsvœð- inu Á fréttastofunni munu vinna sex manns og verður einkum leitast við að vera með fréttir af höfuðborgarsvæðinu, en þó verða landsmálunum einnig gerð skil því flestar opinberar stofnan- ir eru staðsettar á þessu svæði. Hvað einstaka dagskrárliði varð- ar þá verður fólk lausráðið við dagskrárgerð, eða svipað fyrir- komulag og hjá rás tvö. Þegar blaðamaður ræddi við Einar vildi hann ekki gefa upp hvaða fólk mun starfa við stöðina en bjóst þó við að það yrði upplýst áður en langt um liði. Nokkur nöfn hafa þó heyrst m.a. Stefán Snævarr, frá DV og Sigurður G. Tómas- son. Alls verða tíu manns fast- ráðnir hjá íslenska útvarpsfé- laginu. Útvarpsstöðin verður ein- göngu fjármögnuð með auglýs- ingum og verður tvennslags form á þeim, annarsvegar tilkynning- alestur einsog á rás eitt og hins- vegar leiknar auglýsingar einsog á rás tvö. Óhemju dýrf Einar sagðist búast við því að auglýsingamarkaðurinn stækkaði eitthvað við tilkomu nýrrar út- varpsstöðvar, en auk þess myndi stöðin taka eitthvað af auglýsing- um frá Ríkisútvarpinu og blaða- heiminum. Að sögn Einars er þetta óhemju dýr fjárfesting, en hann vildi ekki nefna neinar tölur í því dæmi. Stofnkostnaðurinn kemur til með að skipta nokkrum milljónum og rekstur svona út- varpsstöðvar er mjög dýr enda þarf óhemju mikið dagskrárefni til að geta fyllt dagskrána frá morgni til kvölds. Þrátt fyrir það kvaðst Einar bjartsýnn á framtíð útvarpsins enda hefði ekki verið ráðist í þetta annars. En heldur nýi útvarpsstjórinn að það sé svigrúm fyrir fleiri út- varpsstöðvar á svæðinu? „Ég vil ekkert fullyrða um það, en mér sýnist að þessi bekkur fari að verða þétt setinn." íslenska sjónvarpsfélagið „Við förum af stað í lok sept- ember einsog við höfum alltaf stefnt að,“ sagði Jón Óttar Ragn- arsson, sjónvarpsstjóri íslenska sjónvarpsfélagsins. Að sögn Jóns geta um 96% íbúa á Faxaflóanum náð útsend- ingunni en jafnframt er ætlunin að fara af stað með stöðvar á Ak- ureyri og Ólafsfirði um svipað leyti. Frá klukkan 18-21 verður send út ótrufluð dagskrá og verður auglýsingum blandað inn í hana. Frá 21-01 verður útsendingin svo brengluð og geta eingöngu þeir sem hafa svokallaðan afréttara notið hennar. Á laugardags- og sunnudagsmorgnum verður svo sent út barnaefni, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort það verður sent út brenglað eða fjármagnað með auglýsingum. Þó bjóst Jón frekar við því að sú útsending yrði ótrufluð. Afréttari á viðráðanlegu verði Jón sagði enn óljóst hvað af- réttarinn myndi kosta en að hann yrði allavega á viðráðanlegu verði. Munu áskrifendur greiða ákveðið stofngjald og síðan greiða mánaðarlega afnot af hon- um. „Eini tilgangurinn með því að senda út brenglaða dagskrá er að geta innheimt afnotagjöld. RUV innheimtar sín afnotagjöld í krafti laga, en við getum slíkt ekki og því er gripið til þessa ráðs, enda þurfa þá ekki aðrir að greiða afnot en þeir sem vilja.“ Jón var bjartsýnn á að íslenska sjónvarpsfélagið ætti eftir að fá góðan hljómgrunn. „Ég býst við að aðal vandamálið verði að anna eftirspurn eftir afrétturum því hér er um nýja tegund af þessum tækjum að ræða, sem við erum fyrstir með.“ Stöðluð dagskrá Ekki vildi Jón tilgreina á- kveðna dagskrárliði sjónvarpsins en sagði hinsvegar að þeir yrðu með staðlaða dagskrá, sem skipt- ist í fréttir, barnaefni, íþróttir, af- þreyingu og menningu og væru þessir dagskrárliðir á ákveðnum tímum þannig að fólk ætti að vita á hverju það á von þegar það kveikir á stöðinni. Af innlendri dagskrárgerð verða fréttir í fyrsta sæti en enn er óráðið hversu margir munu starfa á fréttastofunni. „Við verðum með vandaðan fréttatíma sem mun ekkert gefa fréttum RÚV eftir, en við munum taka þær öðr- um tökum. Ætlunin er að reyna að losna við þessar endalausu leiðindafréttir, sem eru að tröllríða öllu, fréttir frá Suður- Afríku og Líbanon t.d. Fréttirnar verða markvissari og ætlunin er að kafa dýpra í ákveðin mál en RÚV gerir. Þá erum við í samn- ingaviðræðum við erlenda frétta- stofu um erlendar fréttir.“ Ætlunin að fara í innlenda dag- skrárgerð þó höfuð áherslan verði lögð á fréttirnar til að byrja með. íslenska sjónvarpsfélagið hefur tekið á leigu 1400 fermetra húsnæði að Krókhálsi 6, og þar er verið að innrétta að sögn Jóns stærsta upptökustúdíó á landinu auk þess sem annað fréttastúdíó verður sett þar upp. „En við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og það fer allt eftir fjár- ráðum hversu mikla áherslu við getum lagt á innlenda dagskrár- gerð. Hún verður þó hikstalaust sífellt vaxandi þáttur í dag- skránni." Jón sagði að sjónvarpsstöðin myndi leggja mikla áherslu á textun og þýðingar og að stór hluti starfseminnar myndi beinast að þeim lið. „Það er dýrt, en þeim fjármunum er vel varið.“ Stofnkostnaður 25 mllljónir En hvað kostar að koma upp svona sjónvarpsstöð? „Það er dýrt og er stofnkostnaður ekki undir 25 milljónum króna.“ Rekstrar- kostnaðurinn verður einnig mik- ill en þrátt fyrir það kvaðst Jón bjartsýnn. Sagðist hann búast við að áskrifendur yrðu ekki undir 20.000 og að með tíð og tíma næðu útsendingarnar til 80% landsmanna. Jón var spurður að því hvernig auglýsingum yrði háttað og sagði hann að hjá þeim yrðu sömu vinnureglur og hjá RÚV, sér- stakir auglýsingatímar en auglýs- ingar ekki látnar slíta í sundur dagskrárliði. Þá sagði Jón að ætl- unin væri að leggja sig í fram- króka við að fá efni frá sem flest- um menningarsvæðum en ekki einangra sig við engilsaxneska svæðið. „Þetta verður erfitt en við erum mjög bjartsýn á að þetta dæmi gangi upp. Ég á t.d. von á því að stöð 2 nái mun meiri vinsældum en íslenska ríkisútvar- apið,“ sagði Jón Ragnar að lok- 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.