Þjóðviljinn - 02.08.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 02.08.1986, Page 6
IÞROniR Golflandsmótið Ragnar og Úlfar efstir eftir 45 holur Ásgerður efst ímeistaraflokki kvenna. Hörð keppni í 1. flokki karla. Mótinu lýkur ídag Eftir 45 holur hefur Úlfar Jóns- son GK náð Ragnari Ólafssyni í meistaraflokki karla. Aðrir eru ekki langt undan. Þegar biáöið fór í prentun var meistaraflokkur ekki kominn í hús og því höfum við ekki tölur úr þeim flokki. í meistaraflokki kvenna komst Ásgerður Sverrisdóttir í efsta sætið og Steinunn Sæmundsdóttir féll í þriðja sætið. Staðan í meistaraflokki kvenna eftir þriðja dag: 1. Ásgerður Sverrisd. GR 256 2. Jóhanna Ingólfsd. GR 260 3. Steinunn Sæmundsd. GR 263 4. Ragnhildur Sigurðard. GR 267 5. Karen Sævarsd. GS 269 1. flokkur í 1. flokki karla er hörkuspenn- andi keppni. Þar munar aðeins 5 höggum á fyrsta og áttunda manni. Staðan í fyrsta flokki karla eftir þriðja dag: 1. Jóhann R. Kjerbo GR 240 2. Gunnlaugur Jóhanns. NK 241 3. Guðmundur Bragas. GG 241 4. Þorsteinn Geirharðss. GS 243 5. Guðmundur Aras. GR 244 5. Karl H. Karlss. GK 244 Jafnir í 7. sæti eru þeir Sigurþór Sævarsson GS og Stefán Sæmundsson GR. Það er því ljóst að það verður ekkert gefið eftir í keppninni í dag og hvergi nærri útséð um úrslit. í 2. flokki kvenna er Alda Sig- urðardóttir GK nær örugg um sigur og þyrfti að leika hroðalega af sér í dag til að missa af sigri. Staðan í fyrsta flokki kvenna eftir þriðja dag: 1. Alda Siguðard. GK 255 2. Ágústa Guðmundsd. GR 285 3. Aðalheiður Jörgensen GR 287 Mótinu lýkur í dag, en þá verða leiknar 18 ítolur í meistara- og 1. flokki. Keppni hefst kl. 8.00. - Ibe. Úlfar Jónsson GK lék mjög vel í gær og var jafn Ragnari Ólafssyni eftir 9 Ragnar Ólafsson GR hafði þriggja högga forskot er keppni hófst, en eftir níu holur var Úlfar búinn að ná honum. holur. Mynd: E.Ól. Ragnar mun örugglega ekkert gefa eftir í dag. Mynd: E.ÓI. SKAK Eitt jafnteflið enn Heimsmeistaraeinvíginu var fram haldið í gær og að þessu sinni stýrði Karpoff hvítu mönn- unum en Kasparoff hafði svart. í fréttaskeytum segir að Kasparoff hafi virst dálítið spenntur þegar hann tók sér sæti en Karpoff hins vegar yfirvegaður og einbeittur. Útlit manna segir hins vegar ekki alltaf mikið um það hvernig þeir muni tefla. Þeir tefldu byrjunina hratt og upp kom einhvers konar blendingur af Grúnfelds vörn og Slavneskri vörn en á þann hátt hafa þeir ekki teflt fyrir í einvígj- um sínum. í 19. leik skiptist upp á drottn- ingum og enn eitt endataflið hófst. Hvítur stóð eilítið betur framan af en svartur tók hraust- lega á móti. Með nákvæmum varnarleikjum tókst svarti að jafna taflið, sérstaklega riddari hans öflugur. varð Hvítt: Karpoff Svart: Kasparoff 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rf3 - Bg7 Með þessari leikaðferð kemur hvítur í veg fyrir að svartur komist í svokallað uppskiptaafbrigði af Grúnfelds vörn. Nú fellur byrjunin í rólegan farveg. 4. g3 - c6 5. Bg2 - d5 6. cxd5 - cxd5 7. Rc3 - 0-0 8. Re5 - e6 Ekki er gott að leika drottningarbisk- upnum út því þá verður drottningar- armur svarts berskjaldaður (8. ... Bf5 9. Db3 og hvítur vinnurpeð). Biskup- inn verður nú fangi peða sinna og get- ur orðið að því nokkurt óhagræði. 9. 0-0 - Rf-d7 10. Rf3 - Rc6 11. Bf4 - Rf6 12. Re5 - Bd7 13. Dd2 - Rxe5 14. Bxe5 - Bc6 15. Hf-dl - Rd7 Síðustu leikir hafa ekki verið ýkja sviptingasamir en taflið hefur verið meira og minna þvingað. Svartur verður að leika riddaranum frá f6 fyrr eða síðar og lætur verða af því nú. Hvítur hefur öllu betri stöðu. Bisk- upinn á c6 er hálfvegis lokaður inni og svartur á ekki neina gegnumbrots- möguleika. Hvítur getur hins vegar stefnt að peðaframrás drottningar- megin eða undirbúið e2-e4 við hent- ugleika. Framhaldið er þó engan veg- inn gefið. 16. Bxg7 - Kxg7 17. Ha-cl - Rf6 18. Df4 - Db8 i w m I iff 11 ■iNri i. 1 4§ff ífj|f A ■ m m A AA A Sfl <á? Endataflið sent nú kemur upp er ör- lítið hagstæðara á hvítt vegna þess að hvíti biskupinn er betri en sá svarti. f næstu leikjum koma þeir mönnum sínum á framfæri. 19. Dxb8 - Haxb8 23. Hd2 - Rd6 20. f3 - Hf-d8 24. Hd-c2 - Kf8 21. Kf2 - Hb-c8 25. Bfl - Ke7 22. e3 - Re8 26. Bd3 - f5 Svartur leikur peðum sínum á kóngs- væng djarflega fram en það er þó lík- lega nauðsynlegt því ella fer hvítur í peðasókn þar. Riddari svarts er stór- kostlega góður. 27. h4 - h6 28. b3 - g5 29. Re2 - Bd7 30. Hc5 - b6 31. Hc7 - Hxc7 32. Hxc7 - Ha8 33. Rgl - Rc8 34. Hcf - Hc8 35. Hxc8 Hér var samiö um jafntefli. Liðsaflinn er jafn og hvorugur getur brotist í gegn sér að gagni. Skáksérfræðingar í London segja að Karpoff þurfi að fara að taka sér tak ef hann eigi að geta náð einhverju frumkvæði með hvítu mönnunum. Næsta skák verður tefld á mánudaginn. Þá hefur Kasparoff hvítt og er þess að vænta að hann reyni að hrifsa til sín forystuna þá. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.