Þjóðviljinn - 02.08.1986, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 02.08.1986, Qupperneq 15
Ég get ekki kvartað, því okkur hefur satt að segja gengið ótrú- lega vel með regnbogasilunginn í flotkvíunum hér í Hvammsvík. Hann hefur tvöfaidað þyngd sína á einum mánuði, úr 80 grömmum í 160 grömm. Fóðurnýtingin hef- ur líka verið frábær, því fyrir hvert eitt kfló af fóðri sem kostar 26 krónur höfum við fengið eitt kfló af físki. Þetta sagði fiskeldismaðurinn Ólafur Skúlason (Ólafssonar frá Laxalóni), þegar Þjóðviljinn hafði tal af honum þar sem hann var að störfum við flotkvíar sínar í Hvammsvík í Hvalfirði. En auk Hvammsvíkur rekur Ólafur Lax- alón ofan við Reykjavík og Fiska- lón í Ölfusi. í Hvammsvík kvaðst Ólafur vera með átta flotkvíar, og regn- bogasilung í þeim öllum. „Við setjum hann út um 80 grömm, og byrjum að slátra í september, þegar meðalþyngdin ætti að losa 300 grömm. Svo slátrum við hon- um frameftir vetri, allt upp í 600 gramma meðalstærð. Alls von- umst við til að setja 150 tonn á markað.“ Regnbogasilungurinn sem alinn er í sjó er yfirleitt mun betri en sá sem kemur úr ferskvatni, og Ólafur kvað lítinn vanda að koma silungnum út. „Hluta seljum við innanlands sjálfir, en Norður- stjarnan tekur einnig nokkuð og sýður niður. Þeir fengu tíu tonna tilraunaskammt árið 1984 og það gekk vel. Árið eftir urðum við því miður að selja fiskinn sem seiði til Noregs því okkur skorti fé, og gátum því ekki séð Norðurstjörn- Morten Ottesen, starfsmaöur öllum. Mynd SigMar. fiskeldisstöövarinnar aö Hvammsvík í Hvalfirði úti á einni flotkvínni. Alls eru átta slíkar í víkinni, og regnbogasilungsseiöi i Regnbogasilungur Tvöfaldaði þyngdina á mánuði Ólafur Skúlason, fiskeldismaður: Regnbogasilungurinn hentar íslenskum aðstæðum. Má slátra við 200 gramma stærð. Hægtaðalaíöllum íslenskum fjörðum aðsumarlagi. unni fyrir silung. En við gerum það sem sagt þetta árið.“ ungseldi mætti stunda um allt land með litlum tilkostnaði. Það Meiri áherslu á regnbogasilunginn „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að silungseldi hentaði íslenskum aðstæðum mjög vel. er markaður fyrir regnbogasil- unginn í Evrópu, þar sem nú eru framleidd um 130 þúsund tonn. Við gætum líka haft sterka stöðu á Bandaríkjamarkaði því þangað er öðrum Evrópumönnum óheimilt að flytja regnbogasilung ÖSSUR ^4 SKARPHÉÐINSSON Silungurinn er seldur allt niður í 200 gramma stærð til neyslu. út af sérstakri bakteríusýkingu, sem fylgir oft jarðtjörnunum sem svokallaður „portiond“fiskur. Þetta þýðir að fiskinn má ala að sumarlagi í næstum því hvaða firði sem er á landinu. Fjárfesting í flotkvíum er lítil, þannig að sil- yfirleitt eru notaðar í Evrópu. Undantekning er þó Noregur, þar sem silungurinn er ræktaður í flotkvíum, einsog við gerum hér í Hvammsvíkinni“. i FISI (ELDI Sílagöngur bæta fóðurnýtinguna Sjórinn í Hvalfirði hefur verið ákjósanlegur fyrir regnbogasil- ungseldið í sumar eða um 11 til 12 gráður. Auk fóðursins sem Ólafur og starfsmenn hans gefa silungnum nýtur hann góðs af miklum sandsíla- og trönusíla- göngum sem flýta mjög vexti og bæta að sjálfsögðu fóðurnýting- una! í dag er Ólafur og félagar hans eina stöðin sem selur regnboga- silungsseiði innanlands. „Ég fellst fúslega á að þau eru ekki ódýr. Við miðum við norska markaðsverðið. Sé gert ráð fyrir slátrun við 300 gramma stærð borgar sig ekki að kaupa 80 gram- ma seiði, enda miðast norska verðið við slátrun í tveggja kílóa stærð. Mörgum finnst þetta dýrt hjá okkur, en fjandinn hafi það, við erum búnir að ala þennan regnbogasilung í þrjátíu ár og alltaf keyrt hann beint í gúanó. Svo við erum ekkert að gefa hann“. -ÖS Fiskeldisfréttir Gífurlegur áhugi er nú á fisk- eldi í Kína. Árið 1985 voru fram- leidd þar alls sjö miljón tonn af físki og skeldýrum. Sérstök fímm ára áætlun var sama ár gangsett, og samkvæmt henni mun árleg framleiðsla aukast um 400 þús- und tonn á ári. Kringum 1990 verður því ársframleiðslan orðin nær níu miljón tonn. Sérstakt átak verður gert í framleiðslu á vatnarækjum. Kín- verjar hyggjast leggja 33 þúsund hektara undir tjarnir, sem eiga að verða uppeldisstöðvar fyrir eldis- rækjuna. Þeir vonast til að geta innan tíðar flutt árlega út 100 þús- und tonn af henni. Danskurregnbogi í stórkvíum Bridgestone stórkvíarnar ryðja sér nú víða til rúms. f Danmörku voru tvær fyrstu kvíarnar settar í sjó við eyna Sejerö í maíbyrjun. Kvíarnar eru í sameign Færey- inga og eyjarskeggja, og ætlunin er að framleiða árlega um 200 tonn af regnbogasilungi í þeim. Gangi framleiðslan vel fyrstu árin, er fyrirhugað að kaupa tvær aðra kvíar og auka eldið upp í 4-500 tonn á ári. Dönsk hrogn Danir standa sig vel í fram- leiðslu á regnbogasilungi. Nýlega hafa þeir einnig byrjað sölu á hrognum um allan heim. Mark- aðurinn er góður, því yfirleitt er hrygningartíminn í sérhverju landi nokkuð stuttur, en hins veg- ar yfirleitt á mismunandi árstíma. Með því að flytja inn hrogn frá örum löndum geta eldismenn því jafnað framleiðslu sína betur yfir árið. Danir selja nú árlega yfir 50 miljón hrogn til margra landa, og salan er í öðrum vexti. Hrognin eru tekin úr stórum, fimm ára klakfiskum. Þeim fylgir vottorð dýralæknis um heilbrigði. Ennþá eru lausar nokkrar kennarastöður við Grunnskólann á ísa- firði. Kennslugreinar m.a. myndmennt, íþróttir, tónmennt, enska og almenn bekkjarkennsla. Á ísafjörð geturðu komið þér að kostnaðarlausu því við greiðum flutninginn og þess utan færðu ódýrt leiguhúsnæði. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri Jón Baldvin Hannesson s. 94-4294 og 94-3031. || Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboð- um í lóðarlögun við brú á Bústaðavegi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 13. ágúst nk. kl. 11. _______ INNKAUPASTOFNUN REYK JAVIKURBOROAR F11k11 kjuvt'Cji 3 Smn 25800 Laugardagur 2. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍOA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.