Þjóðviljinn - 09.08.1986, Síða 2
FRETTIR
Grundarfjörður
Sýning á afmælisári
Það eru fleiri en Reykvíkingar
sem nú í ár geta minnst 200 ára
afmælis kaupstaðarréttinda
heimabyggðar sinnar. Meðal
þeirra eru Grundfirðingar.
Að sögn Ragnars Elbergs-
sonar, verkstjóra í Grundarfirði,
var undirbúningur afmælisins
hafinn fyrir tveimur árum með
því að ráða Ásgeir Guðmunds-
son, sagnfræðing til þess að skrá
sögu Eyrarsveitar. Mun hún
verða í tveimur bindum. Upphaf-
lega var að því stefnt, að fyrra
bindið kæmi út nú á afmælisár-
inu. En er á hólminn var komið
varð ljóst, að verkið væri viða-
meira og tímafrekara en svo, að
sú áætlun stæðist. Dregst því út-
koman fram á næsta ár en er þó í
tengslum við afmælið og í tilefni
af því, engu að síður.
Laugardaginn 16. þessa mán-
aðar munu Grundfirðingar opna
sögusýningu í Iðnskólanum, þar
sem saga byggðarinnar verður
rakin í máli og myndum. Verður
hún opin í viku. Er sýningin sett
upp í samvinnu við Ásgeir Guð-
mundsson.
Þá er og hugmyndin, að í tilefni
af afmælinu, fari íslandsmótið í
skák fram í Grundarfirði dagana
1.-15. sept. nk.
Ýmislegt fleira er í athugun og
undirbúningi en ekki orðið það
jarðfast ennþá að rétt sé að slá
neinu föstu að svo komnu.
Grundfirðingar halda uppá 200 ára afmæli. íslandsmótið í skák og
fleira á döfinni
-mhg Ragnar Elbergsson í Grundarfirði (til vinstri): Undirbúningur afmælisársins hófst fyrir tveimur árum.
sís
Helga Ólafs
fær styrk
Blindrafélagið hlaut nýlega eitt
hundrað þúsund króna styrk frá
Menningarsjóði SÍS. Styrkurinn
verður notaður til að styðja
Helgu Ólafsdóttur, bókasafns-
fræðing, til náms í bókasafns-
fræðum í Bandaríkjunum. En
Helga dvelur þar nú við fram-
haldsnám með sérstakri áherslu í
bóka- og upplýsingaþjónustu við
fatlaða. Þetta er í fyrsta sinn sem
íslendingur leggur fyrir sig þessa
sérgrein og hún mun væntanlega
koma sér vel fyrir Blindrabóka-
safn íslands sem nú er í frum-
bernsku.
ÞEIR SEM NOTA 2 BRAUÐ Á
DAG, FÁ NÚ GULLIÐ TÆKIFÆRI
TIL AÐ SPARA 18.068 KR. Á
ÁRI. ÞAÐ EINA SEM ÞARF AÐ
GERA, ER AÐ KAUPA BRAUÐIN
HJÁ OKKUR, MILLI KL. 17-18
ALLA VIRKA DAGA.
DÆMI:_____________________
1 STK. VISITÖLUBRAUO KR. 37.
1 STK. GRÓFT BRAUÐ KR. 62.
SAMTALS: KR. 99.
______________x 365 DAGAR
KR. 36.135.
____________AFSLÁTTUR 50%
KR. 18.068.
OPIÐ MÁNUD. - FÖSTUD. KL. 8-18
OG LAUGARD. - SUNNUD. KL. 9-16
BAKARÍIÐ
KRINGLAN
DALSHRAUNI 13. HAFNARFIRÐI
SÍMI53744
Magni Kristjánsson
Ánægjulegur
viðburður
10 ár frá lokum þorskastríðs
Tilgangur þessarar heimsóknar
er að efla tengslin milli íslands
og Humber-svæðisins, ekki síst
Neskaupstaðar og Grimsby,
sagði Magni Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri heimsóknar hinna
erlendu gesta, en Magni er skip-
stjóri á Berki frá Neskaupstað.
Magni sagði að þeir hjá
Grimsby-Town vildu með þessari
íslandsför hvfla sig og efla liðs-
andann fyrir komandi keppnis-
tímabil. Fyrir Þrótt í Neskaup-
stað væri þetta mjög kærkomin
heimsókn og gott tækifæri til að
komast í samband við breskt at-
vinnumannalið. Við erum með
ungt og efnilegt lið, sagði Magni,
lið sem ætlar sér að gera góða
hluti. Ég held að samskiptin við
Grimsby-Town geti orðið til að
efla keppnisandann.
Magni sagði að fisksala okkar
til Grimsby hefði aukist gífurlega
á síðustu árum. Menn eru farnir
að átta sig á því, sagði Magni, að
ferskur fiskur er ekki síður góð
söluvara á erlendum mörkuðum
en frosinn fiskur og hertur. Ég
held að það sé meginástæðan
fyrir þessari auknu sölu. Ferskur
fiskur er einfaldlega orðinn meira
gildandi en áður var.
Magni Kristjánsson sagði að
það hefði verið sameiginleg
skoðun sín og Jóns Olgeirssonar
ræðismanns í Grimsby að heim-
sókn af því tagi sem hér um ræðir
gæti eflt tengslin milli Grimsby og
Neskaupstaðar. Þá hefði það
ekki dregið úr áhuga manna að
nú í sumar eru 10 ár liðin frá lok-
um síðasta þorskastríðs. Magni
kvaðst nýlega hafa lesið úttekt á
þorskastríðsárunum í bresku
blaði og hefði sú umfjöllun verið
mjög vingjarnleg í okkar garð,
þótt vissulega hefðu málin verið
túlkuð frá þeirra sjónarhóli. Þessi
skrif hefðu haft mikil áhrif á sig,
enda hefði hann sem íslenskur
sjómaður í áratugi verið aðili að
þessum þorskastríðum. Sagði
hann að þessi breyttu viðhorf
hefðu ráðið miklu um að hann
ákvað að leggja sig allan fram um
heimsókn Englendinganna og í
sínum huga væri hún mjög
ánægjulegur viðburður.
G.Sv.
Akureyri
Slysalaus
bflvelta
Slysalaus bflvelta varð í gær á
mótum Hrafnagilsstrætis og Þór-
unnarstrætis. Bfll sem kom neðan
Hrafnagilsstrætið ók inn í hlið
annars sem kom sunnan Þórunn-
arstrætis, með þeim afleiðingum
að sá valt. Tvennt var í hvorum,
allir sluppu án meiðsla.
YK/Akureyri
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN