Þjóðviljinn - 09.08.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.08.1986, Síða 8
MENNING Myndlist Mála einfaldar myndir segir Pétur Magnússon sem rekur ásamt öðrum verslun með myndir í Amsterdam Pétur Magnússon sýnir nú í Ný- listasafninu málverk sín og tekur einnig þátt í sýningu á efri hæö- um safnsins, þarsem Boekie Woekie hóþurinn sýnirteikning- ar. Auk Péturs eru í hópnum Rúna Þorkelsdottir, Jan Voss, Hettie van Egten, Saskia de Vri- endt og Kees Visser. Pétur var heimsóttur í Nýlistasafnið viö Vatnsstíg: - Hvernig skilgreinir þú þín málverk, Pétur? „Það er nú alltaf erfitt við eigin verk. Ég mála yfirleitt einfaldar myndir. Þessi sýning gengur útá að blanda saman afstrakt og ákveðnum mótífum, að setja saman einfalda hluti og afstrakt stíl. Þetta er svona ákveðið skeið í minni myndlist. Ég mála ekki með neinn boðskap í huga, held- ur má segja að ég sé að gera rann- sókn á því hvernig hægt er að búa til myndir. Síðan gengur maður í gegnum ýmis skeið í þeirri rann- sókn, þessi sýning vottar um eitt þeirra.“ - Þú hefur verið lengi í Am- sterdam? „Ég hef verið undanfarin þrjú Pótur Magnússon heldur hér á einni mynda sinna sem hann sýnir nú um helgina í síðasta sinn í Nýlistasafninu. (Ljósm. Ari) ár í Amsterdam, er í grafíkdeild í ágætum myndlistarskóla. Þar áður var ég eitt ár á Ítalíu í málar- adeild, en lauk áður þremur árum í Myndlista- og handíðask- ólanum hér heima, var þar í Stjörnugjöf: ★ ★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg IHVORUGKYNI ★ ★ Óvinanáman (Enemy Mine). BíóhöUin. Bandarísk. 1985. Leikstjóri: Wolfgang Petersen, Hand- rit: Edward Khmara (eftir sögu Barry Longyear), Framleiöandi: Stephen Friedman, Kvikmyndataka: Toni Imi, Tónlist: Maurice Jarre. Helstu leikarar: Dennis Quaid og Lou- is Gossett, Jr. Þá er hún komin á stóra tjaldið í Mjóddinni kvikmyndin sem hætt var við að taka hér á landi, eftir að Tuttugustu aldar refirnir, sem stóðu fyrir framleiðslunni, höfðu gert sér grein fyrir því hversu kostnaðarsamt það er að gera út alvöru tökulið á söndum Suðurlands og í helstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum. Eitthvað mun þáverandi leik- stjóri, Frakkinn Richard Loncraine, hafa ausið hraustlega úr sjóðum Refanna, því hann var gerður ábyrgur fyrir útþenslu fjárhagsáætlunarinnar og leystur frá störfum með lítilli sæmd. Gár- ungar töldu jafnvel að listrænn metnaður hefði orðið honum að falli, ekki skal lagður dómur á það hér, en mikið askoti voru þeir annars tilkomumiklir trjá- bolimir sem Loncraine og menn hans komu fyrir á Skógasandi. ísland hefur yfírleitt verið er- lendum kvikmyndagerðar- mönnum óþægur ljár í þúfu. Óvinanáman er ekki fyrsta er- lenda kvikmyndin sem er „næst- umþví“ tekin á íslandi. Restum er eflaust í fersku minni hvar „Leitinni að eldinum“ lauk. Hann fannst m.a. á hrjóstrugum skoskum heiðum. Aðstandendur Óvinanámunnar komu sér hins- vegar vel fyrir á Kanarí, og í stærsta og fullkomnasta kvik- myndaveri Evrópu, Bavaríu í Mtinchen. „Leitin að eldinum“ vakti verðskuldaða athygli, en Óvinanáman hefur alls ekki feng- ið þær viðtökur sem menn áttu von á. Ástæðan er einföld: Myndin er ekki nógu góð, miðað við allt tilstandið. Sagan gerist á seinni hluta 21. aldar. Á jörðu niðri hefur ríkt friður um nokkurt skeið. í stað þess að berja hver á öðrum er nú barið á vitibornum íbúum plánet- unnar Drakon. Drakar, en svo nefnast umræddar verur, gætu eftir útlitinu að dæma átt ættir sínar að rekja til samruna hins geðþekka E.T. og óþekktrar blökkukonu. Þar gæti og verið komin skýringin á kynleysi þeirra. Þeir eru nefnilega allir saman hvorugkyns (og þá vænt- anlega hvorugkynshneigðir) og þ.a.l. eingetnir lið af lið. Davidge orustuflugmaður er í könnunarflugi (hvað annað?) er flugfar hans er skotið niður af hersveitum Draka. Honum tekst að brotlenda á óbyggðri stjörnu og þar kemst hann í kynni við Draka sem eins er ástatt fyrir. Með Davidge og Jeriba Shig- an, en svo nefnist Drakinn, tekst eins konar fjandvinátta og gengur á ýmsu í sameiginlegri lífsbaráttu þeirra. Þó gerist fátt markvert utan það sem plöntudýr af ætt Auðar annarrar í Hryllings- búðinni gerir þeim hvern óskund- ann á fætur öðrum. Svo er það einn daginn að Jeri- ba tekur léttasótt og Zammis litli/ litla kemur í heiminn með aðstoð ljósföðurins Davidge. Fæðingin ríður Jeriba að fullu og er hann/ það hér með úr sögunni. Það má segja að sagan sé tví- skipt og að hér ljúki fýrri hluta hennar. Seinni hlutinn gengur svo útá raunir Davidge í föður- hlutverkinu, sem er ekki ósvipað sambærilegu hlutverki Andrésar Andar, að því leyti að hann lætur Zammis kalla sig frænda. Þeir „frændur" búa saman í sátt og samlyndi uns Zammis litli/litla óhlýðnast skipunum Davidge og kemst fyrir forvitni sakir í hend- urnar á vondum mönnum. Davi- dge kemst hins vegar í hendur sinna líka, þ.e. góðra manna, og hann er ekki í rónni á meðan hann veit af ungviðinu hjá vondu fólki. Sagan er í eðli sínu sáraeinföld og boðskapur hennar skýr: Þú skalt elska bræður þína, hálf- bræður, frændur og fjarskylda, og ekki setja fyrir þig lit, haus né hala. Framsetningin er auðskilin, jafnvel hinum allra yngstu, en samt vill svo illa til að hér er það fyrst og fremst sagan sem veldur vonbrigðum. í viðleitni sinni til að segja okkur einfalda dæmi- sögu hefur Edward Khmara ann- að hvort gengið of langt, eða ekki haft úr meiru að moða, því hand- ritið er líkast nokkrum ótraustum uppistöðum sem allt vantar á milli. Og afraksturinn verður þ.a.l. eins og Drakarnir, í hvor- ugkyni. Wolfgang Petersen hefur stundum verið nefndur Spielberg þeirra þýsku. Sérgreinar hans eru tæknivæddar ævintýramyndir (Die unendliche Geschichte eða Sagan endalausa) og dýrar og íburðarmiklar spennumyndir (Das Boot eða Kafbáturinn). Þeir Petersen og Spielberg eiga það einnig sameiginlegt að hafa í upphafi ferils síns glímt við dram- atískar spennumyndir þar sem tæknibrellur máttu sín lítils. Sumir hafa geng'ð svo langt að telja þessi „bernskubrek" til bestu verka þeirra og ég á ekki erfitt með að skilja þau sjónarm- ið. En Petesen er hundraðpró- sent fagmaður, um það efast eng- inn. Þó honum takist ekki að gæða söguna raunverulegu lífi, þá leynir kunnáttan sér ekki. Tæknibrellur eru stórkostlegar (fyrir þá sem hafa áhuga á slíku) og leikmyndin er glæsileg (þrátt fyrir einhæfni), en mér er ljúft að játa það, að gígarnir jöfnuðust engan veginn á við Eldfellið þeirra í Eyjum. Ekki þóttu mér Drakagervin tilkomumikil. Engu líkara var en að hrjúfum hreisturpokum hefði verið smokrað á negrahöfuð og síðan skorið út fyrir munn og augu, enda var Louis Gossett, Jr. sem túlkaði Jeriba, líkari sjálfum sér en E.T. (sem sagt meira í móð- urætt). Tónlist Jarre, sem er heimsþekktur fyrir vönduð vinn- ubrögð, hljómaði tignarlega í góðum hljómtækjum Bíóhallar- innar og sá til þess að maður hrykki í kút, þar sem við átti. Þeir félagar Louis Gossett, Jr. og Dennis Quaid gera það sem ætlast er til af þeim í hlutverkum Drakans og Davidge. Það vekur athygli hversu Quaid er líkur Harrison Ford, og ég skal éta hattinn minn ef það er tilviljun Ps. Mig minnir endilega að ég hafí séð það einhvers staðar á prenti, að í heiti myndarinnar fælist ákveðin tvímerking. „Enemy mine“ mætti sem sagt einnig útleggja sem „óvinur minn“, skv. einhverri fornensk- unni, eða bara skv. Draka-ensku. H.O. nýlista- og skúlptúrdeild. Það er gott að vera í Hollandi. Þar get- urðu lifað mun ódýrar en hér og þar er miklu meira að sjá í mynd- list. Þannig að ég er ekkert á heimieið. Svo erum við byrjuð með þessa verslun og maður hleypur ekki frá því.“ Myndir sem mjólk - Verslun? „Já, Boekie Woekie hópurinn stofnsetti verslun í Amsterdam, hugmyndin var að kanna hvort ekki væri hægt að selja myndverk í búð rétt eins og mjólkina. Þarna seljum við aðallega grafík og bækur eftir okkur. Þetta hefur nú ekkert gengið neitt rosalega vel enda nýbyrjað, það var engin sprenging þótt við opnuðum. En þetta er gaman og við erum mjög þolinmóð. Það er líka varla hægt að tapa á þessu, húsaleigan er lág og við erum sex. Við höldum líka svona minni sýningar, skiptumst á að bjóða fólki að sýna í búðinni hjá okkur. Síðan var okkur boðið um daginn að sýna í Utrecht, sem við gerð- um. Þannig að þetta getur undið upp á sig.“ - Hafandi verið lengi erlendis, hvernig fínnst þér íslensk mynd- list, til dæmis í samanburði við aðrar þjóðir? „íslensk myndlist er mjög góð, ég er ánægður með hana. Hún er dálítið öðruvísi en til dæmis hol- lensk myndlist. íslensk myndlist er djarfari og kómískari, finnst mér. íslendingar tefla djarft á meðan Hollendingar fara var- legar og eru kerfisbundnari." - Hvers vegna sækja mynd- listarmenn svo mjög til Hollands? „Fyrst og fremst er það vegna þess að það eru mjög góðir skólar í Hollandi í myndlist. Og íslend- ingar hafa verið vinsælir inná skóla þarna, hafa komist inn þótt ekki sé hlaupið að því. Þá eru Hollendingar mjög þægilegir í umgengni og gott hjá þeim að vera. Það er heldur ekki langt til Hollands.“ Styrkir til myndlistar Hollendingar hafa lengi haft sérstakt styrkjakerfi í myndlist? „Það er nú verið að gera miklar breytingar á því. Kerfið var þann- ig að það var fjöldi manns á iaunum og þegar þú varst einu sinni kominn inn á slíkan styrk, þá var víst erfítt að komast af honum. Þessir styrkir hafa nú verið lagðir niður og teknir upp tímabundnir styrkir, háir árs- styrkir eða til skemmri tíma. Ríki og borg kaupa meira af verkum. Þeir hafa svokallaða innkaupaviku þar sem allir myndlistarmenn geta sent inn verk og svo velur nefnd úr verk- unum.“ - Aðstaða myndlistarmanna hérlendis? „Þar háir nú aðallega skortur á alvöru galleríum. Hér er fólk sjálft að stússast í öllu, leigja sal og sjá um allt í kringum sýning- una, en erlendis sjá gallerí um slíkt. Þar eru galleríin rekin með svipuðu sniði og Gallerí Borg hér heima. Það er líka erfitt að fá gott sýningarpláss. Annars er ég ekk- ert að kvarta. Nýlistasafnið er eitt fallegasta gallerí sem sem ég hef séð, það er sérlega gott að sýna hérna,“ sagði Pétur, en nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi á sýn- ingu hans og Boekie Woekie hópsins í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. -pv 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.