Þjóðviljinn - 09.08.1986, Síða 13

Þjóðviljinn - 09.08.1986, Síða 13
Þorskastríð er í uppsiglingu milli Norð- manna og Spánverja útaf veiðum við Svalbarða. Norð- menn hafa lýst einhliða yfir að erlend skip megi ekki veiða meira en 18.600 tonn af þorski innan efnahagslögsögu kring- um Svalbarða, en Spánverjar halda því fram að þarna sé um alþjóðlegt svæði að ræða. Gengið hefur á með orðsend- ingum milli Osló og Madrid, og eru viðræður í gangi. Kvótinn er fullur og hafa Spánverjar enn ekki reynt að veiða meira, en átta spænskir togarar voru í gær innan markanna og fjórir á leiðinni. Þrjú gæsluskip norsk fylgjast með, og ástandinu lýst sem spenntu. Þá hafa Græn- lendingar og Danir mótmælt norskum umráðarétti kringum Svalbarða, og er talið líklegt að málið verði tekið upp á fundi norrænna sjávarútvegsráð- herra í Reykjavík 18.-20. ágúst. Reagan Bandaríkjaforseti fer í næstu viku í rannsókn þar sem kann- að verður hvort hann neyti eiturlyfja að staðaldri. Enginn sérstakur grunur leikur á um að Reagan sé eiturlyfjasjúk- lingur, en forsetinn ætlar með þessu að gefa gott fordæmi í herferð gegn eiturneyslu sem nú stendur yfir í Bandaríkjun- um. Prins frá Saudi-Arabíu var í fyrradag dæmdur í 150 þúsund dollara sekt (um 6 miljónir ísl. kr.) fyrir að stela sjaldgæfum fálkum í Bandaríkjunum. Prinsinn mun hafa skipulagt fálkaránsferðir þrisvar sinnum árin ’83 og ’84. Sektarféð rennur til náttúru- verndarsamtaka. Vesturþýsku stjórnarflokkarnir eru komnir í hár saman útaf utanríkismál- um. Joseph Strauss íhalds- leiðtogi í Bæjaralandi hefur gagnrýnt utanríkisráðherrann Genscher úr Frjálslynda flokknum harðlega fyrir stefnu sína sem Strauss þykir ekki nógu hægrisinnuð, og hefur hann krafist þess að Genscher láti af embætti eftir kosning- arnar í janúar. Genscher mót- mælir gagnrýni Strauss og segir utanríkisstefnu sína mót- aða í fullu samráði við Kohl kanslara. Kohl og Strauss sátu á leynifundi síðustu helgi um málið. Tönn fannst um daginn í Jerúsalem. Mannfræðingurinn Patricia Smith sem starfar við há- skólann þar í borg hefur nú rannsakað tönnina og komist að því að tönnin er hér um bil 2700 ára gömul. Patricia hefur einnig rannsakað um tvöþús- und tennur úr nútímagyðing- um, og telur sig hafa fundiö á- kveðin ættareinkenni sem einnig koma í Ijós á fyrrnefndri tönn, en hún lá í jörðu við ræt- ur fjallsins Síon. Telur mann- fræðingurinn að hé sé komið fyrsta sönnunargagn um tengsl nútímagyðinga við þá áa sína sem um er ritað í Gamla testamentinu. Hitler kallinn var í vikunni sviptur þeirri sæmd að eiga sér blett á landakortinu. Þorpsbúar í Norg í Hollandi ákváðu nebbla að breyta nafni á rjóðri í nálæg- um skógi, og heitir það nú Westerween (Vesturmýri) en hét áður Hitlershringur. Upp- haflegir nafngjafar voru þýskir hermenn sem ruddu skóginn I innrásinni í Holland 1940 og notuðu það sem flugvöll. Allar götur síðan hefur rjóðrið heitið eftir Hitler og verið merkt svo á landakortum, en nú er sumsé fokið í öll skjól. HEIMURINN Ixtapa-fundurinn Ríkin sex reiðubúin að taka að sér efdriit með tilrauninni Ólafur Ragnar: Ixtapa-fundur leiðtoganna sex gekk mjög vel. Nýjar tillögur um öruggt eftirlit með kjarnorkubanni. Nœsti leiðtogafundur í Stokkhólmi að ári. Carlsson verðugur arftaki Palme Pessi fundur hér í Ixtapa gekk mjög vel, sagði Ólafur Ragnar Grímsson við Þjóðviljann í gær í samtali frá Mexíkó, en í fyrradag iauk þar fundi sex þjóðarleiðtoga um nýtt frumkvæði í afvopnun- armálum. „Þær tiliögur sem höfðu verið undirbúnar voru samþykktar og gætir hér tals- verðrar bjartsýni um að þær verði til þess að forystumenn stór- veldanna komi sér saman um skref frammávið í afvopnunar- málum,“ sagði Ólafur. Á fundinum í Ixtapa í Mexíkó voru de la Madrid forseti Mex- íkó, Julius Nyerere fyrrverandi forseti Tansaníu, Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar, Ra- jiv Gandhi forsætisráðherra Ind- lands, Raúl Alfonsin forseti Arg- entínu og Andreas Papandreou forsætisráðherra Grikklands, en leiðtogar þessarar ríkja hófu skipulega samvinnu í friðarmál- um með sameiginlegri yfirlýsingu árið 1984, - og eftirmenn þeirra tveggja sem síðan hafa fallið í val- inn, báðir fyrir hendi vígamanna, hafa haldið á lofti merki fyrir- rennara sinna, Rajiv Gandhi tekið við af móður sinni Indiru, og Ingvar Carlsson komið í stað Olof Palme. - Hér var samþykkt yfirlýsing þar sem meginviðhorf leiðtog- anna um afvopnunarmál koma fram, sagði Ólafur í gær, - og einnig mjög ítarlegar tillögur um eftirlitskerfi sem leiðtogarnir og ríkin sex bjóðast til að setja upp innan Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna til að fylgjast með því að hugsanlegt bann við tilraunum með kjarnorkuvopn verði haldið. í þessum tillögum bjóðast ríkin til að starfrækja eftirlitsstöðvar sem með öruggum hætti gætu tryggt þetta. - Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðir sem ekki eru kjarnorku- veldi eru reiðubúnar að styðja af- vopnunarstefnu sína með því að ieggja fram fjármagn, mannafla og tæki til að hrinda henni í fram- kvæmd. Tillögurnar fela í sér að sett verði upp mælingartæki á mörgum stöðum í Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum, sérþjálf- aðir vísindamenn og tæknimenn frá þessum sex þjóðum starf- ræktu þessar eftirlitsstöðvar og ynnu úr þeim gögnum sem þar fengjusf. - Leiðtogarnir sex hafa þegar skrifað þeim Reagan og Gorbat- sjoff bréf þar sem þeir leggja til að sérfræðingar frá Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum hittist ásamt sérfræðingum þjóðanna sex á fundum til að ræða fram- kvæmdamál kringum þetta óháða eftirlitskerfi. - Jafnframt hafa borist hingað upplýsingar um það að Sovétrík- in kunni að framlengja tíma- bundna stöðvun á tilraunum með kjarnorkuvopn, en sá tími rann út nú 6. ágúst eftir heilt ár, og þetta mundu þeir gera með tilvís- un til tillagna héðan frá fundin- um. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með því nú á næstu dögum hvort fundurinn hér í Ixtapa verður óbeint til þess að Sovét- menn framlengja þennan stöðvunartíma. Afstaða Bandaríkjamanna Hingað hafa borist þœr fréttir að einu viðbrögð Bandaríkja- Gandhi ásamt forystumönnum alþjóðlegu þingmannasamtakanna PGA, (á ensku: Parliamentarians Global Action). Ólafur Ragnar er formaður framkvaemdanefndar samtakanna, sem höfðu úrslitaáhrif á að leiðtogarnir sex hófu samstarf. I samtökunum eru rúmlega 600 þingmenn frá 36 ríkjum. Ingvar Carlsson forsætisráðherra Julius Nyerere fyrrverandi forseti Miquel de la Madrid forseti Mexíkó. Svíþjóðar. Tansaníu. Andreas Papandreou forsætisráð- herra Grikklands. stjórnar ennþá komi frá embœttis- manni sem fyrir nokkrum dögum sagði að Bandaríkin þyrftu ekki á hjálp að halda í afvopnunarvið- rœðum við Sovétríkin. Hvað halda menn um afstöðu Washington-stjórnarinnar í þess- um efnum? - Það er alveg Ijóst að í Banda- ríkjunum er núna verulegur á- greiningur um það hvað eigi að gera. Ákveðin öfl tengd varn- armálaráðuneytinu vilja halda áfram tilraunum með kjarnorku- vopn hvað sem tautar og raular, en aðrir, meðal annars í utan- ríkisráðuneytinu, vilja athuga mjög gaumgæfilega þær eftirlits- tillögur sem fram hafa komið. Innan þingsins hefur núna á síð- ustu dögum vaxið mjög stuðning- ur við að Bandaríkin hætti til- raunum með kjarnorkuvopn. Formaður herníálanefndar þingsins, Les Aspin, hefur núna lagt fram tillögu í þinginu sem fel- ur í sér að árið 1987 verði engu fé varið til tilrauna með kjarnorku- vopn, - þær verði stöðvaðar með því að skrúfa fyrir fjármagnið. Um þetta verður kosið í þinginu í næstu viku. í þessari tillögu Asp- ins er vísað til tilboða annarra ríkja um eftirlit með tilrauna- banni. Þessi fundur hér í Mexíkó og tillögur leiðtoganna sex hafa átt mjög ríkan þátt í að efla þenn- an vaxandi áhuga innan Banda- ríkjaþings nú síðustu vikurnar, og menn bíða nú úrslita atkvæð- agreiðslunnar í næstu viku með eftirvæntingu. Hvað um Mexíkó, hvaða at- hygli hefur þessi fundur vakið þar? - Þessi fundur hér hefur vakið gífurlega athygli. í rúma viku má segja að fjölmiðlar hér hafi verið undirlagðir. Þetta byrjaði með því að þremur dögum fyrir sjálfan Rajiv Gandhi forsætisráðherra Ind- lands. leiðtogafundinn komu hingað um það bil 40 kunnir áhrifamenn í listum, vísindum, menningu og stjórnmálum og tóku þátt í opn- um umræðufundum sem haldnir voru í háskólanum og þjóðminja- safninu í Mexíkóborg. í þessum hópi voru meðal annars John Kenneth Galbraith hagfræðingur, Carl Sagan, einn kunnasti stjörnufræðingur okkar tíma, Bernard Lawn formaður lækna- samtakanna gegn kjarnorkuvá, Weisner sem var vísindaráðgjafi Bandaríkjaforsetanna Kennedys og Johnsons, ýmsir fyrrverandi forsetar Suður-Ameríkuríkja, til dæmis frá Venesúela, Panama og Costa Rica, Gabriel Garcia Marquez Nóbelshöfundur og fjöldi annarra. Þessir fundir voru mjög vel sóttir, sjónvarpað beint frá þeim og mikið skrifað um þá í blöð. - Setningardag leiðtogafund- arins fluttu þeir ræður, Sagan, Galbraith og Marquez, og skiluðu til leiðtoganna þeim sjón- armiðum og viðhorfum sem fram höfðu komið á umræðufundun- um. Ég var síðan fundarstjóri á umræðufundi þessara manna með þeim leiðtogum sem hingað voru komnir á þriðjudag, óform- legum vinnufundi þarsem farið var yfir ýmsar þær hugmyndir sem komið höfðu fram á fundun- um. - Hér hefur verið mikill fjöldi fréttamanna og óhætt að segja að fundurinn hefur vakið athygli, - og hér í Mexíkó hefur í rauninni lítið annað verið á dagskrá þá viku sem fundirnir hafa staðið. Næst í Stokkholmi - Það fór mjög vel á með þeim sexmenningunum og þeir eru staðráðnir í að halda samstarfi Raúl Alfonsin forseti Argentínu. sínu áfram. Það var ákveðið að hafa næsta leiðtogafund í Stokk- hólmi, voreðahaust 1987. Skipu- lagsnefnd leiðtogafrumkvæðis- ins, sem hefur starfað nú í tvö ár, eykur mjög starf sitt, og næsti fundur hennar verður í Grikk- Iandi að fjórum vikum liðnum. Þá var ákveðið að leita eftir sam- starfi við vísindamenn um enn þróaðra alþjóðlegt eftirlitskerfi, sem næði ekki eingöngu til Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. - Það kom fram hér að áætlað- ur árlegur kostnaður við það eft- irlitskerfi sem ríkin sex bjóðast til að setja upp innan Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna er 10 milj- ónir dollaia, um 407 miljónir ís- lenskra króna, - og þennan kostnað ætla ríkin sex að taka á sig. Ingvar Carlsson var nú í fyrsta sinn í þessum leiðtogahópi. Hvernig þótti mönnum Carlsson standa sig? - Menn biðu eðlilega með nokkurri eftirvæntingu eftir því hvernig hinn nýi forsætisráðherra Svíþjóðar kæmi hér fram, - ekki síst vegna þess að Olof Palme fyrirrennari hans var einn helsti hvatamaður að þessu frumkvæði. Ingvar Carlsson gaf það hér tví- mælalaust til kynna að Svíar eiga sér ennþá sterkan leiðtoga. Menn voru sammála um að hann hefði komið hér fram af skörungsskap. Hann var persónulega hlýr og op- inn, en einnig ákveðinn og flutti mál sitt mjög vel. Þótt auðvitað komi enginn í stað Olofs Palme var það samdóma álit þeirra sem hér voru, leiðtoganna og ann- arra, að Palme ætti sér verðugan eftirmann í Ingvari Carlsson. -m Laugardagur 9. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.