Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 4
Máliíiu érekki lokið Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra ber sig borginmannlega í fjölmiðlum og telur bersýnilega aö með undanlátssamningnum við Bandaríkjamenn hafi hann bjargað fiskmörkuð- um íslendinga í Bandaríkjunum. Það er rangt hjá sjávarútvegsráðherra. Hið eina sem honum hefur tekist var að ná út úr stjórnvöldum vestra yfirlýsingu um að þau muni ekki beita íslending- um neinum viðskiptaþvingunum. En margt bendir til að það sé alls ekki nóg. Frá fyrstu tíð var það aldrei ætlan Bandaríkja- manna að beita íslendinga beinum þvingunum. Þess í stað hugðust þeir láta Japani taka af sér ómakið, - láta þá neita kaupum á hvalkjöti frá okkur. Þetta kom meðal annars fram í samtali milli starfsmanna viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna og eins af sendinefndarmönnum íslend- inga. Þarmeð hefðu Bandaríkjamenn getað skotið sér undan að beita íslendinga, „vinaþjóð- ina“, beinum þvingunum. En til verndar fisk- veiðihagsmunum sínum í bandarískri lögsögu hafa Japanir undirgengist að kaupa ekkert'hval- kjöt í trássi við Bandaríkjamenn. Þessi krókaleið til að hefta hvalveiðar íslend- inga er hins vegar enn opin Bandaríkjamönn- um, þrátt fyrir undanlátssamningana. Þeir geta enn beitt Japönum fyrir sig, en þvegið sínar eigin hendur af þvingunum í ásýnd okkar. Og margt bendir til þess að sá kunni að verða endir hvalsögu. Það verða nefnilega kosningar í Bandaríkjun- um í haust. Einsog kaupin gerast á hinni banda- rísku eyri er næsta víst, að margur frambjóð- andinn sem hyggur á kjör mun verða veikur mjög fyrir áróðri og þrýstingi friðunarhópa, sökum almennrar samúðar með málstað þeirra. Almenningsálit og þrýstingur þing- manna mun því að öllum líkindum magnast mjög þegar líður á árið, og við bætist sú stað- reynd, að bandarískir embættismenn eru hval- veiðunum augljóslega mótdrægir. í ofanálag hefur Baldridge viðskiptaráðherra tjáð friðunar- samtökum í Bandaríkjunum að frá því hafi verið gengið munnlega við Japani að þeir flytji ekki inn hvalkjöt, að sögn framkvæmdastjóra friðu- narhópsins Monitor, sem ersamtök 14 náttúru- verndarhópa. i Flest bendir því til að bandarísk stjórnvöld muni sæta vaxandi þrýstingi um að hefta hval- veiðar íslendinga. Þeim verður þá í lófa lagið að gera það í gegnum Japani, án þess að ganga á þann samning sem jDau hafa nú gert við íslend- inga og Halldór Asgrímsson hampar hæst þessa dagana. _ös Merkur fundur í Mexíkó í vikunni var haldinn merkur fundur í bænum Ixtapa í Mexíkó. Þar komu saman leiðtogar sex ríkja, Indlands, Tansaníu, Mexíkó, Grikklands, Argentínu og Svíþjóðar, og ræddu um leiðir til afvopnunar. Samstarf leiðtoga þessara ríkja var um frumkvæði til friðar hefur staðið í rúm tvö ár, og frá fundinum nú koma ítarlegar tillögur um eftirlit til að tryggja að risaveldin tvö haldi hugs- anlegan samning sín á milli um bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn. í fyrsta sinn í sögu atómaldar bjóðast ríki án kjarnorkuvopna til að annast slíkt eftirlit og kosta það. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, og reynir nú á raunverulegan vilja stjórnanna í Washington og Moskvu til að stíga þetta skref í átt til afvopnun- ar, til þeirrar „frystingar'* í kjarnorkuvopnabúr- um sem flestir telja brýnast verka í friðarmálum. Það er einnig ánægjulegt að þjóðarleiðtog- arnir sex hafa gefið öðrum leiðtogum og öðrum þjóðum fordæmi. Þjóðirnar sem að Mexíkó- frumkvæðinu standa eru flestar meðalþjóðir eða smáþjóðir á alþjóðamælikvarða, en sú staða fælir þær ekki frá því að segja skoðun sína og standa við hana með virkri þátttöku. Af þessu getum við frónbúar ýmislegt lært. Það er síðan sérstök ánægja að einn úr ís- lenskum hópi skuli vera meðal forystumanna að þessu alþjóðlega frumkvæði, og við skulum vara okkur á að láta innlend stjórnmálaátök villa okkur sýn um að Ólafur Ragnar Grímsson hefur hér staðið vel að verki. -m Mynd: ARI LJÖSÖPIÐ DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur- dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófartcalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljóamyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utllt8telknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín.Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Ðílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Ðára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Laugardagur 9. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.