Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 6
FRÉTTIR
Rípurhreppur
Hreppsnefnd hefur í hótunum
Magnaðar innansveitardeilur milli hreppsnefndarmanna og íbúa sveitarinnar.
Deilt um rétt hreppsnefndar til að skipcmönnum í nefndir.
Hóta að mismuna mönnum efþeir vilja ekki starfafyrir hreppsnefndina
Hýkjörin hreppsnefnd Rípur-
hrepps í Skagafírði hefur nú
óskað eftir viðræðum við bæjar-
stjórn Sauðárkróks vegna sam-
þykktar fyrri hreppsnefndar um
að byggð verði sorpbrennsluþró í
landi Hellulands í Rípurhreppi á
vegum Sauðárkróksbæjar. Að
sögn Snorra Björns Sigurðssonar
bæjarstjóra á Sauðárkróki var
málið að fullu frágengið við síð-
ustu hreppsnefnd og samþykki
hafði verið fengið frá öllum aðil-
um, þar á meðal landbúnaðar-
ráðuneyti, fyrir byggingu sorp-
brennslunnar.
„Þeir telja að þetta fari
eitthvað á milli mála en við vitum
ekki hvað það er sem hrepps-
nefndin er að velta fyrir sér í
þessu máli,“ sagði Snorri Björn í
samtali við Þjóðviljann. „Við
megum varla við því að leita að
nýjum stað fyrir sorpbrennsluna
og ég vona að þetta mál leysist
farsællega."
Samkvæmt heimildum Þjóð-
Fullt hús
matar
Nýsvínalæri 245 kr. kg.
Nýrsvínabógur 247 kr. kg.
Svínakótelettur 490 kr. kg.
Ódýru
lambaskrokkarnir
rúllupylsurfylgjameð 182 kr. kg.
Lambahryggir 253 kr. kg.
Lambalæri 258 kr. kg.
Nautagullasch 460 kr. kg.
Nautabuff 550 kr. kg.
Nautahakk 10 kg.pk. 250 kr. kg.
Ódýra
hangikjötið læri 348 kr. kg.
Ódýrir
hangiframpartar 225 kr. kg.
opið laugardaga
kl. 7-16
Verið velkomin.
Laugalæk 2 — S: 686511
viljans er þó varla von á því í
næstu framtíð. Þetta mál mun
tengjast innansveitardeilum í
Rípurhreppi sem eiga sér nokk-
urn aðdraganda. Deilur vegna
hreppsnefndarkosninga hafa ris-
ið vegna þess að sú hreppsnefnd
sem nú situr er af lista sem lagður
var fram á síðustu stundu en rætt
hafði verið um í sveitinni að kosn-
ingar yrðu óhlutbundndar. Þegar
hreppsnefndin tók til starfa var
síðan eitt af hennar fyrstu verk-
um að skipa menn í nefndir fyrir
hreppinn. Skipunarbréf þessi
bárust mönnum án þess að þeir
væru inntir álits á því hvort þeir
vildu starfa eða ekki.
Viðbrögð þeirra voru því þau
að undirrita sameiginlegt bréf til
hreppsnefndar þar sem þeir báð-
ust undan því að taka sæti í nefnd-
um.
Um er að ræða 10-12 menn frá
6 bæjum í Rípurhreppi. Skömmu
seinna barst þeim öllum bréf frá
hreppsnefndinni þar sem hún
segist líta svo á og hafa fyrir því
orð sýslumanns og framkvæmda-
stjóra Sambands íslenskra
sveitarfélaga að það sé borgara-
leg skylda hvers og eins að taka
kjöri og starfa í nefndum. Orð-
rétt segir í bréfi þessu:
„Annars er það álit okkar að
þið, aðstandendur þessa furðu-
lega plaggs að þið gerið ykkur
harla litla grein fyrir því hvaða
afleiðingar þetta frumhlaup ykk-
ar kann að hafa í framtíð. Það er
margt óvíst. Ósjaldan hefur kom-
ið upp sú staða að fólk hefur þurft
ísbrot
Norðan-
vindurinn
í heimsókn
ísbrjótur frá bandarísku land-
helgisgæslunni, Northwind, mun
koma til birgðatöku í Reykjavík í
næstu viku á yfirreið sinni um
Norðurhöf. Sem stendur er
Norðanvindurinn við Austur-
Grænland. Hér dvelur það í átta
daga og 13. til 15. ágúst frá klukk-
an 16 til 17.45 og frá 16. til 18.
ágúst frá klukkan 14 til 17.45
verður skipið opið Reykvíking-
um til sýnis, og munu leiðsögu-
menn fylgja gestum um það.
Skipið er mjög þekkt af fyrri
afrekum, meðal annars sló það
mikil met í ísbroti fyrir norðan
heimskautsbaug á sínum tíma.
Frá Brekkubæjarskóla
Akranesi
Kennara vantar að skólanum til að kenna eftir-
taldar greinar:
1. Líffræði, eðlis- og efnafræði í 7.-9. bekk.
2. Dönsku í efri bekkjum grunnskóia.
3. Aimenna bekkjarkennslu í 1 .-6. bekk.
4. Sérkennslu.
Einnig vantar kennara eða þroskaþjálfa til
starfa við deild fjölfatlaðra.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Viktor A. Guð-
laugsson, í síma 93-2820,93-3313 eða 93-1388.
Einnig formaður skólanefndar, Elísabet Jó-
hannsdóttir, í síma 93-2304.
Skólastjóri
að leita til hreppsnefndar varð-
andi ýmsa fyrirgreiðslu og aðstoð
á einhvern máta sem er þó engan
veginn sjálfgefin. Varla getið þið
reiknað með að hreppsnefnd
verði venju fremur samvinnuþýð
eftir að hafa fengið slíkt plagg í
hendur.“ (leturbr. Þjv.)
Þetta bréf er undirritað af allri
hreppsnefndinni og telja menn
sig þarna hafa skýringu á hvers
vegna hreppsnefndin vill hætta
við bygginguna í Hellulandi en
ábúendur þar eru einmitt á meðal
þeirra er báðust undan því að
vera skipaðir í nefndir. „Ástæðan
er augljós," sagði heimildamaður
blaðsins í Rípurhreppi. „Við vilj-
um auðvitað sætta menn en nú
keyrir um þverbak í þessum
deilum sem hafa staðið lengi.“
Leifur Þórarinsson, annar
maður á lista þeim sem var sjálf-
kjörinn í hreppsnefnd kveður á-
stæðuna þó aðra. „Þetta mál var
lagt fyrir síðustu hreppsnefnd,
sem ég sat í líka, með þeim skil-
málum að við áskildum okkur
rétt til þess að loka þessari
brennslu ef óánægja yrði með
hana eftir að hún væri komin í
gagnið. Mér finnst ekki æskilegt
að fá sorphauga í mína sveit og
reykurinn myndi standa á marga
bæi. En þegar ég sá fundargerð-
ina eftir þessa samþykkt þá
stendur ekkert um þessa skil-
mála, aðeins að gæta verði fyllsta
hreinlætis. Ég samþykki þetta
ekki svona. Þess vegna viljum við
ræða við Sauðárkróksbæ, því það
er augljóst að menn fara ekki út í
miljóna framkvæmdir ef þeir geta
átt von á því að þessu verði lok-
að.“
Varðandi bréfaskipti hrepps-
nefndar og þeirra manna sem
neituðu að starfa fyrir hana hafði
Leifur þetta að segja: „Það er
ekki vani að spyrja menn hvort
þeir vilji sitja í nefndum, það er
þeirra skylda og þetta tíðkast
víða án þess að að því sé fundið.
Þeir gera sig sjálfir réttindalausa
og ef þeir vilja ekki vinna fyrir
hreppsnefndina þá er það engan
veginn sjálfgefið að þeir fái alla
fyrirgreiðslu. Við vildum með
þessu vekja menn til umhugsun-
ar. Þeir valda sem upphafinu
valda.“ Svo mörg voru þau orð.
-vd.
Sigríður Dúna: Hef áhyggjur af áróðri
Grænfriðunga vestra og afleiðingum
hans.
Kjartan: Tel málið úr sögunni.
Guðrún: Skólabókardæmi um ó-
merkilegheit íslenskra stjórnmála-
manna.
Hvalveiðideilan
Er málinu lokið?
Flestir hafa það á tilfínningunni
að hvalaveiðideiiu íslendinga
og Bandaríkjamanna sé ekki lok-
ið þrátt fyrir þetta samkomulag
sem gert var á dögunum. Það sé
aðeins hlé á undan stormi. Mjög
margt í fréttum frá Bandaríkjun-
um og Japan bendir til að málinu
sé alls ekki lokið, ef til vill sé það
rétt að byrja. Við spurðum
nokkra stjórnarandstæðinga
þessarar spurningar:
- Er málinu lokið?
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
Ég á ekki von á því að þessu
máli sé Iokið. Enn er svo margt
óljóst í því. Það er til að mynda
alveg eftir að skilgreina ýmislegt
svo sem hvernig flokkun afurð-
anna verður, hvernig þær koma
til með að skiptast og við höfum
enga vissu fyrir því að Banda-
ríkjamenn verði sammála okkar
skilningi í því máli.
Þá er heldur ekki ljóst hvort
Japanir kaupa af okkur hvalkjöt
og ýmislegt sem bendir til að svo
verði ekki. Þá er komin upp alveg
ný staða, sem kemur til með að
flækja málið enn.
Nú, svo eru Grænfriðungar
farnir af stað vestra og ég hef
áhyggjur af þeirra áróðri og
hvaða afleiðingar hann getur haft
á sölu fiskafurða okkar í Banda-
ríkjunum.
Loks tel ég ekki ósennilegt að
Bandaríkjamenn þrýsti á Japani
um að kaupa ekki af okkur hval-
afurðir og þeir munu áreiðanlega
ekki leggja fiskveiðiréttindi sín
innan bandarískrar lögsögu í
hættu með því að kaupa af okkur
hvalkjöt. Þannig að ljóst er að
málinu er hvergi lokið, sagði Sig-
ríður Dúna að lokum.
-S.dór
Kjartan
Jóhannsson
Ég vona að þessu máli sé lokið.
Ég tel að við höfum uppfyllt
skilning Bandaríkjamanna á al-
þjóðasamþykktum sem við erum
aðilar að, en áætlanir þeirra um
að ákæra okkur hafa byggst á
þessu. Ég tel því að það sé úr
sögunni.
Við skulum aftur á móti ekki
halda að samtök eins og Græn-
friðungar hafi gefist upp og því
verðum við að halda á lofti okkar
hagsmunum og okkar sjónarmið-
um.
Ég tel ekki líkur á því að
Bandaríkjamenn muni þrýsta á
Japani hvað varðar kaup á hval-
kjöti frá íslandi.
Varðandi samskipti íslands og
Bandaríkjanna í framtíðinni tel
ég að margir hafi orðið fyrir von-
brigðum með framkomu Banda-
ríkjamanna gagnvart okkur í
þessu máli. En hvort menn erfa
það lengi, það er önnur saga,
sagði Kjartan Jóhannsson.
-S.dór
Guðrún Helgadóttir
Þessu máli er auðvitað ekki
lokið. Þetta mál er skólabókar-
dæmi um fáfræði, heimsku og
ómerkilegheit íslenskra stjórn-
málamanna. Hér er ekki um að
ræða átök á milli Bandaríkjanna
og íslendinga. Bandaríkjamenn
eru að framfylgja sjálfsögðum
ákvæðum í bandarískum lögum
sem varða alþjóðlega samninga
um verndun dýrastofna í lífríki
sjávarins.
Vísindaveiðar íslendinga voru
dregnar í efa í vísindanefnd al-
þjóða hvalveiðiráðsins og vís-
indamenn um allan heim draga
rannsóknargildi þessara vísinda-
rannsókna stórlega í efa, og telja
á engan hátt þörf á að drepa öll
þessi dýr sem áætlun gerir ráð
fyrir. Nesjamennska íslendinga í
þessu máli lýsir sér í því að ofar
öllu er það markmið sett að halda
fyrirtæki Kristjáns Loftssonar
gangandi. Það lá ljóst fyrir í nóv-
ember í fyrra að Bandaríkjamenn
yrðu neyddir til þess að mótmæla
þessum veiðum og jafnframt að
Japanir myndu ekki kaupa afur-
ðirnar.
Kristján Loftsson hf. gerði
samning við ríkisstjórnina um að
öll fjárhagsleg áhætta lægi á
hendi fyrirtækisins. Það er því
hneyskli að sjávarútvegsráðherra
skuli minnast á þann möguleika
að ríkið hlaupi nú undir bagga.
Því hlýtur öll íslenska þjóðin að
mótmæla. Þegar um er að ræða
dýrastofna sem kunna að vera í
hættu þá er ábyrgð stjórnmála-
manna og vísindamanna jöfn.
Stjórnmálamenn ákváðu að
banna hvalveiðar frá 1986-1990
af ótta við útrýmingu. Við þann
sáttmála ber að standa. Ég hlýt
því að lýsa ábyrgð á hendur vís-
indamanna sem nú taka þátt í
pólitískum leik gegn betri vitund.
-vd.