Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 9
MENNING
Ljóðlist
Dagbók
Lasarusar
Ný ljóðabók eftir Kjartan Árnason
Kjartan Árnason, 27 ára háskólanemi, Ijóðari og forleggjari.
Nýlega kom út Ijóðabók eftir
Kjartan Árnason og ber heitið
Dagbók Lasarusar. Hún er gefín
út af nýju forlagi - Örlaginu - sem
ætlar sér auk útgáfu að sinna þýð-
ingum, textagerð og hvers kyns
fjölmiðlavinnslu.
Nafn bókarinnar ætti ekki að
koma biblíufróðum í opna
skjöldu. Öll ljóð bókarinnar eru
lögð í munn þeim Lasarusi sem
Kristur reisti forðum frá
dauðum. Bókin skiptist í ellefu
kafla og er tæpar hundrað síður
að lengd.
Kjartan Árnason hefur áður
birt ijóð í tímaritum en „Dagbók
Lasarusar“ er hans fyrsta bók.
Við birtum hér sem sýnishorn
fyrsta ljóð bókarinnar, úr kaflan-
um „Lasarus við sjálfan sig“:
Vinur,
Það má vera
að þú hafir þegar
verið sveipaður
hvítu línu
og liggir bara.
En þegar hinn krossfesti
kemur til þín
og segir:
Tak sæng þína og gakk
þá gerir þú það.
Og ekkert múður með það neitt.
Vittu að gröf þín
er opin
í báða enda.
Dagbók Lasarusar fæst hjá
höfundi og Bókabúðum Máls og
menningar, Eymundssyni og í
Laxdalshúsi á Ákureyri.
Heimsókn
Suhotra
Svami
Indverskur jógi fer með
vísdómsorð
Indverski jóginn Suhotra
Svami er kominn til landsins í
þcim tilgangi að ljúka upp fyrir
Islendingum hinni fornu visku
indversku VEDA-ritanna.
Þetta mun hann gera að
Tryggvagötu 18 á laugardaginn
klukkan sjö og sunnudag klukk-
an fjögur. Þar verður ennfremur
kynnt hugleiðslutónlist með
Gauranga Bhajam og sýnd kvik-
mynd hvers titill er töfraorðið frá
68 - Hare Krishna, og mun hún
fjalla um það síkvika fyrirbæri.
í LANDSBANKANUM FÆRÐU
DOLLARA, PUND, MÖRK,
FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR,
ESCUDOS OG LÍRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM
mmmmm g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta
ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda
okkar vísum.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.