Þjóðviljinn - 09.08.1986, Síða 3
FRÉTTIR
Tannlœknar
Ragnhildur
segir 5%
Tannlæknar hœkkuðu gjaldskrá sína
uml3%, ráðherra lœkkar niðrí5.
Skyldaðir til að skila sundurliðuðum
reikningum. Dýrari en annarsstaðar á
Norðurlöndum
Ragnhildur Helgadóttir heil-
brigðis- og tryggingaráðherra
gaf i gær út nýja gjaldskrá fyrir
tanniæknaþjónustu sem Trygg-
ingastofnun endurgreiðir og eru
gjaldskrárliðir hækkaðir um
5,5%. Tannlæknar hækkuðu
sjálfir gjaldskrá sína um 13%
hinn 1. ágúst. Islenskir tannlækn-
ar virðast taka mun mcira fyrir
störf sín en starfsbræður þeirra
annarsstaðar á Norðuriöndum.
Samningaviðræöur við tann-
lækna hafa staðið yfir um nokk-
urt skeið þar sem gj aldskrá þeirra
féll úr gildi í desember síð-
astliðinn. Að sögn Helga V.
Jónssonar, formanns samninga-
nefndar Tryggingastofnunar
ríkisins við tannlækna, slitnaði
upp úr samningaviðræðum 24.
júlí vegna þess að stjórnvöld
vildu fá frest til að athuga gögn
sem þeim höfðu borist, þar sem
kom í ljós að tannlæknar á íslandi
virðast setja upp hærra gjald en
tannlæknar á öðrum Norður-
löndum. Kostnaður hins opin-
bera af tannviðgerðum virðist
vera meiri hér á landi.
Tannlæknar vildu ekki veita
þennan frest og því slitnaði upp
úr viðræðunum.
Helgi sagði í samtali við blaðið
að upphaflega hefðu tannlæknar
viljað hækka gjaldskrá sína tölu-
vert. Þeir vildu í byrjun hækka
hana um 13%, og meira í áföng-
um. Þetta fengu þeir ekki sam-
þykkt. 1. ágúst hækkuðu þeir
gjaldskrá sína um 13%, en Trygg-
ingastofnun neitaði að endur-
greiða samkvæmt þessum taxa
þar sem hann bryti í bága við lög.
Helgi sagði að ekki væri vitað
hvort margir hefðu greitt sam-
kvæmt taxtanum en að minnsta
kosti hefur enginn fengið endur-
greitt eftir honumv
Helgi sagði að ákveðið hefði
verið að nú verði tannlæknar að
gera reikningsskil í sundurliðuðu
formi, þannig að sjúkrasamlagið
og neytendur viti fyrir hvað þeir
eru að borga.
SA.
Gluggað í skattskrána
Taimlæknar með
misjöfn laun
Tekjur 11 tannlœkna sem við skoðuðum voru
á bilinu 500 þúsund til 5 miljónir í fyrra
Þau eru ákaflega misskipt
mannanna gæðin. Það kemur
glögglega í Ijós þegar álagningar-
seðlar, glaðningur ágústmánaðar
frá stjórnvöldum, eru skoðaðir.
Meira að segja tannlæknar, sem
allir sem einn hafa það orð á sér
að þeir séu öðrum mönnum
fremri í að afla sér lífsviðurværis,
eru engin undantekning.
Þetta kom í Ijós þegar við
glugguðum í skattskrá Reykja-
víkur sem nú liggur frammi. Við
athugun á skattskrá nokkurra
tannlækna, sem valdir voru af
handahófi kom í ljós að þeim er
gert að greiða til samneyslunnar
upphæðir á bilinu 150.000 kr. til
allt að 2.6 miljónum króna.
Auðvitað eru skýringar margvís-
legar á þessum mismun; menn-
irnir hafa eflaust misjafnlega
mikið að gera og svo kann að hafa
verið áætlað á einhverja þeirra.
Þessir 11 tannlæknar sem við
skoðuðum virðast hafa verið með
tekjur á bilinu 500.000 til 5 milj-
ónir króna á síðasta ári. Eigna-
staða þeirra er allgóð og allir virt-
ust þeir eiga mannsæmandi hús-
næði nema einn, ef það er metið
eftir eignaskattinum.
Við látum þennan inngang
nægja í bili en vísum á meðfylgj-
andi töflu. Á næstu dögum mun-
um við glugga í skattskrá og birta
tölur yfir það sem þekktir menn
og óþekktir í þjóðlífinu eiga að
greiða til samneyslunnar á þessu
ári. -v.
50 ár
Svifiö yfir Sandskeiði
Svifflugfélag íslands er einsog
Þjóðviljinn hálfrar aldar gamalt
og gengst í því tilefni fyrir svif-
flugdegi á Sandskeiði á sunnu-
daginn.
Allar svifflugur félagsins verða
þar til sýnis, og flogið listflug á
svif- og vélflugum, sýnd mynd-
bönd og spjallað um sögu og
Eigendur fegursta garðs í Kópavogi, Harry Sampsted og Anna Alfonsdóttir, taka á móti viðurkenningu úr höndum forseta
bæjarstjórnar, Rannveigar Guðmundsdóttur. (Mynd: Ari)
Kópavogur
Fegursti garðurinn valinn
Valþór Hlöðversson formaður Umhverfisráðs: Fjölmargir
fallegir garðar í Kópavogi en atvinnusvœðin víða til hábor-
innar skammar
Fegursti garðurinn í Kópavogi
í ár er að mati Umhverfisráðs
Kópavogs við Starhólma 16.
Þetta kom fram á fundi í Kópa-
vogi í gær, en þá voru veitt verð-
laun fyrir framlag til almennrar
fegrunar bæjarins.
Þrír aðrir garðar í Kópavogi
fengu sérstök verðlaun einnig, en
þeir eru við Grænatún 14, Skjól-
braut 12 og Kastalagerði 9. Þá
veitti Umhverfisráð nemendum
og starfsliði Vinnuskóla Kópa-
vogs sérstaka viðurkenningu fyrir
þátt þeirra í fegrun Kópavogs.
Valþór Hlöðversson formaður
Umhverfisverndarráðs sagði í
samtali við Þjóðviljann að með
þessum viðurkenningum vildu
ráðamenn vekja athygli Kópa-
vogsbúa á því sem vel væri gert og
hvetja þá til að fylgja í fótspor
eigenda fyrirmyndargarðanna.
„Okkur er hins vegar fullljóst að
betur má ef duga skal og sérstak-
lega er ástæða til að bæta um-
gengni á atvinnusvæðum. í Þjóð-
viljanum í gær var einmitt vakin
athygli á slæmri umgengni kring-
um atvinnusvæðin á Kársnesi og
við erum staðráðin í því að krefj-
ast þar úrbóta,“ sagði Valþór
ennfremur. _jg.
Tannlæknar: \ Tekjusk. Eignask. Útsvar Aðst.gj. Önnur gj. Frádr. Samtals
Ásta B. Thoroddsen Stapaseli 10 87.031 69.567 57.320 23.080 7.162 17.850 226.310
Björgvin Jónsson Kjalarlandi 5 337.322 34.632 118.070 30.420 11.557 25.500 506.501
Bragi Ásgeirsson Flúðaseli 44 155.160 1.938 87.420 9.250 18.627 0 272.395
Elín Guömundsdótir Vesturbrún 12 128.752 31.713 69.000 6.530 11.406 0 247.401
Guðmundur Lárusson Háagerði 14 247.153 7,313 124.840 23.570 45.345 25.500 422.721
Guðrún Ólafsdóttir Kaldaseli 11 1.873.216 26.417 509.780 56.170 149.063 17.850 2.596.796
Sigurður Jónsson Búlandi 38 133.385 16.809 74.090 8.250 11.737 0 244.271
Gunnar Helgason Haðalandi 24 235.470 34.683 99.680 24.680 27.966 12.750 422.479
Ríkharður Pálsson Háaleitisbraut 65 36.741 28.025 50.350 18.800 14.792 0 148.708
Loftur Ólafsson Bergst.str. 72 89.565 3.482 66.030 19.120 14.818 5.100 187.915
Kristján Ingólfsson Hvassaleiti 157 73.538 0 52.920 14.570 8.015 0 149.043
tækni þessarar fluggreinar.
Um 50 þúsund svifflug hafa
verið flogin síðan félagið var
stofnað og flýgur einn stofnend-
anna, Sigurður H. Ólafsson, enn
af fullum krafti. Dagskráin á
Sandskeiði hefst klukkan tvö á
sunnudaginn.
Heilsugæslustöðin
Fossvogi
Breytt símanúmer
Frá og með mánudeginum 11. ágúst verður símanúmer stöðvarinnar
69 67 80
Reykjavík 7. ágúst 1986.
Borgarspítalinn
Laugardagur 9. ágúst 1986' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3