Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 12

Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 12
DÆGURMÁL 200 árin Afmælis- rokk á Arnarhóli Atta eða níu hljómsveitir spila frá kvöld- matarleyti og fram yfir miðnætti Það verður rokkað í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Einar átta hljómsveitir, ogjafnvel níu, munu troða upp á sviðsbákni við Arnarhól. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Stuðmenn, MX 21, Greifarnir, Vunderfoolz, Tik Tak, PrófessorX, Rauðir fletir og Bylur, og kannske Skriðjöklar. Ólafur Jónsson forstöðumaður í Tónabæ sér um hljómleika þessa og fékk 5 manna nefnd sér til liðs að velja flytjendur. Munu þeir koma fram í öfugri röð við þá sem lesa má hér í innganginum. Til stendur að sjónvarpa frá Af- mælisrokkinu frá kl. 21, þarna að kvöldi hins 19. ágúst. Djass- hljómleikar verða svo haldnir þann 20. Kíkjum aðeins nánar á afmæl- isrokkarana: Stuðmenn er óþarft að kynna, MX 21 er hin nýja hljómsveit Bubba Morthens og Greifana frá Húsavík þekkja flestir landsmenn eftir Útihátíð- arbraginn, og þeir unnu líka Mús- íktilraunir Tónabæjar og Rásar 2 á honum í ár. Vunderfoolz er skipuð söngparinu Mikka Poll- ock og Jóhönnu Hjálmtýsdóttur og Diddúarsystur, sem var í Dái eins og Hlynur bassaleikari, en Gunnar trommari og Eyjólfur gítarleikari voru í Tappa tíkar- rassi áður fyrr. Tik Tak frá Akra- nesi er með nýjan söngvara og í plötuhugleiðingum um þessar mundir... var á bresku nútíma- rokklínunni síðast þegar fréttist. Prófessor X er fjögurra manna sveit sem hefur æft af áhuga undanfarna mánuði: Óskar Þór- isson (Taugadeildin, Mogo Homo), syngur og spilar á sax, Pétur Hallgrímsson (Cosa No- stra) gítar, Ragnar Óskarsson bassa og einhver Eyjólfur á trommur - létt gítarrokk segja þeir. Það gera Rauðir fletir líka, en þeir eru Davíð Traustason sem syngur og spilar á gítar, var áður í Röddinni, Kolbeinn Ein- arsson á gítar og Ingólfur Sig- urðsson á trommur. Loks er það Bylur, sem er vel leikandi band, sleppir söngnum; nánar til tekið: instrúmental rokk-fjúsjón tón- list. Við segjum frá Afmælisdjass- inum síðar. A Jóhanna Hjálmtýsdóttir söngkona Vunderfoolz. Bubbi Morthens skírði nýju hljómsveitina sína í höf- uðið á bandarískum eldflaugum, MX 21. Greifarnir frá Húsavík leggja Reykvíkingum lið i af- mælisveislunni. Hljómplötur Alíslenskt þjóðráð og bresk/íslenskt bítl Ragnhildur og Valgeir stuðmenna fólk á þjóðhátíð í Eyjum. Ljósm. Ari. Ægisborg Fóstrur og starfsfólk óskast frá 1. september. Nánari upplýsingar gefur forstööumaöur í síma 14810. Fóstru vantar Okkur vantar hressa fóstru á skóladag- heimilið Hagakot sem fyrst. Upplýsingar í síma 29270. Málun - málun Samband íslenskra samvinnufélaga óskar eftir tilboðum í utanhúsamálun húseignanna Sölvhólsgötu 4 og Lindargötu 9 A. Útboösgögn eru afhent hjá Verkfræöistof- unni Línuhönnun hf., Ármúla 11, Reykjavík. Kíkt á tvær íslenskar breiðskífur, fimm og fjögurra laga Húsvíkingurinn Sveinn Hauksson sendi snemma sumars frá sér ALÍSLENSKT ÞJÓÐRÁÐ, sem er 5 laga hæggeng breiðskífa...hæggeng í tvennum skilningi; 33 Vá snúninga á mínútu og svo er rólyndis blær yfir lögunum, semeru eftirSvein, nemaeitt sem hann á í samvinnu við Cesar Karlsson. Textarnir eru eftirK.K., Jóhannes Sigurjónsson og Guðberg Aðalsteinsson, svona allt í lagi;Guðbergurí gamansamari kantinum og yrkir um Adam og Evu og guiklædda borgarstarfsmenn. Varla geri ég ráð fyrir að plötu þessari hafi verið ætlaðir stórir hlutir á landsmælikvarða, en hún gæti fallið ágætlega í kramið á heimaslóðum forsprakka, þrátt fyrir viðvaningsleg vinnubrögð. Það er eitthvað einlægt við hana. Síst er „Flamengo", sem fáir spænskrar ættar myndu viður- kenna sem slíkt, enda þótt trom- petsóló Ásgeirs Steingrímssonar sé gott (fyrsta gítarsóló í sama lagi er reyndar í algjörri andstöðu við það). Tveir þekktir spilarar úr sunn- lensku popplífi koma við sögu þessa Alíslenska þjóðráðs, Rafn Grafíkurtrommari og Bítlavinur og Ásgeir Óskarsson Stuðmanna- og Þursatrymbill; eru þarna sem hljóðversverka- menn (session-spilarar). Bítlavina- félagið Þetta eru vinsælir strákar, enda búnir að vera iðnir við að spila sígilda bítlasöngva sjöunda ára- tugarins á samkomum víða um land, og ná upp viðeigandi stemmningu. Hitt er svo aftur annað mál hvort slík öldurhúsa- stemmning kemst til skila á hljómplötu...eða réttara sagt hvort eyru manna eru ekki gagn- rýnni á flutninginn heima í stofu - edrú, vel að merkja - heldur en á krá troðfullri af misfullu fólki. Og sú er líklega raunin með flesta. Mér finnst til dæmis hvimleiður herptur söngur Eyjólfs Kristjáns- sonar í Stand by me og Twist and shout - og ekki er síður ámælis- vert að menn skuli ekki geta flutt rétta texta (sem flestir Bítlavinir kunna), sem þeir eru að gera sér að atvinnu að syngja fyrir múg og margmenni. Hins vegar standa þeir sig vel á hljóðfærin, sérstak- lega Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og gítarleikarinn Stefán Hjörleifsson, sem hefur stúderað vel bítlasándið. Stúdíólögin tvö á hlið eitt, Þri- svar í viku og Alveg orðlaus, eru ágætt léttmeti í anda bítlatímans, vel gert, og hefði mér fundist betra að hafa meira af slíku í stað þess að vera að setja á skífu æsing líðandi stundar, nema flutningur- inn væri pottþéttari en hér er, enda þótt framlag þeirra félaga hafi reynst skothelt á skemmti- stöðum. Plötuhulstrið er gott grín, og eftirlíking þess sem var utan um plötur Bítlanna bresku og sam- tíðarmanna þeirra á 7. áratugn- um. A ] LAUSAR STÖÐUR HJÁ y REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa: Tveir starfsmenn óskast í Tómstundaheimili Ár- sels frá og meö 25. ágúst nk. Um er aö ræöa rúmlega hálf störf eöa frá 8.45-13.00. Tómstundaheimilið er starfrækt alla virka daga frá 9.00-17.00 og er ætlað börnum á aldrinum 7-11 ára. Kennara-, uppeldisfræði- eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður eða aðstoðarforstöðumaður í síma 78944 kl. 9-17 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.