Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 16
MðOVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA _ Naumur meirihluti Sérkjarasamningur samþykktur. Verkfallsréttur afnuminn. 55% sögðu já. Einar Bjarnason: Slœmt að hafa svo nauman meirihluta að bakiþessari ákvörðun r Eg býst við að stór hluti iög- reglumanna muni nú draga uppsagnir sínar til baka, en það er óiíklegt að allir muni gera það, sagði Einar Bjarnason formaður Landssambands lögregiumanna þegar úrslit atkvæðagreiðslu um sérkjarasamning lágu fyrir í gær. Sérkjarasamningur lögreglu- manna var samþykktur með 55% greiddra atkvæða. Meðmæltir samningnum voru 244 en mót- fallnir 192, eða 43% þeirra sem atkvæðisréttar neyttu. Auðir seðlar voru 7. Alls greiddu 443 lögreglumenn atkvæði eða 78% þeirra 568 sem á kjörskrá voru. Einar Bjarnason kvaðst í gær óáægður með að úrslitin skyldu ekki hafa orðið afdráttarlausari. Ég var að vona, sagði Einar, að úrslitin yrðu ótvíræðari, að samn- ingurinn yrði samþykktur eða felldur með miklum meirihluta. Með afnámi verkfallsréttar sagði Einar að tekin væri ákvörð- un sem slæmt væri að hafa ein- ungis nauman meirihluta á bak við. Hins vegar kvaðst hann sjálf- ur hafa verið fylgjandi þessum samningi, enda talið að ekki yrði meira að hafa á þeim tíma sem til stefnu var þar til fjöldauppsagnir tækju gildi. G.Sv. Veiðarfœratilraunir Hægt að verjast rifrildi Neðansjávartilraunir með kvikmyndavél. Guðni Þorsteinsson fiskifrœðingur: Þessi tilraun með trollin og neðansjávarmyndavélina skilaði athyglisverðum árangri hefðu menn séð hvernig komast mætti hjá rifrildi (að rífa trollið) þegar togað var á vondum botni. I>á sást hvar möskvar opnuðust og hvar ekki á trollinu og margt fleira. Guðni sagði að kvikmynd- aupptakan næmi um 40 klukku- stundum og nú ætti eftir að fara vel yfir hana og skoða þetta allt betur. Neðansj ávarkvikmyndavélin var tekin á leigu á ísafirði og stóð veiðarfæradeild Hampiðjunnar hf. straum af þeim kostnaði. Mun ætlunin að breyta vörpunum með tilliti til þess sem kom í ljós við tilraunirnar. Ekki taldi Guðni að um stórvægilegar breytingar yrði að ræða en þó ýmislegt sem betur mætti fara og í ljós kom í tilraun- unum. -S.dór Nýlokið er rannsóknaleiðangri á Bjarna Sæmundssyni, þar sem athugað var með tvær gerðir af venjulegu trolli og notuð neðansjávarkvikmyndavél við til- raunirnar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem svona tilraun er gerð með venjuleg troll. Guðni Þorsteinsson fiskifræð- ingur var leiðangursstjóri og sagði hann margt athyglisvert hafa komið í ljós. Til að mynda Ixtapa-fundurinn Ríkin bjóða eftirlit Pjóðarleiðtogarnir sex sem bundist hafa samtökum um frumkvæði í afvopnunarmálum hafa lokið fundi sínum í bænum Ixtapa í Mexíkó og lagt fram ítar- legar tillögur um eftirlitskerfi til að tryggja að hugsanlegt bann við tilraunum með kjarnorkuvopn verði haldið. Bjóðast ríkin sex, Indland, Sví- þjóð, Mexíkó, Argentína, Tans- anía og Grikkland, til að kosta og manna eftirlitsstöðvar innan Iandamæra Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Ólafur Ragnar Grímsson var í Mexíkó sem formaður fram- kvæmdanefndar alþjóðasamtaka þingmanna sem hafa undirbúið leiðtogafrumkvæðið ásamt emb- ættismönnum ríkjanna. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann að menn væru bjartsýnir eftir Mex- íkófundinn, og væri nú beðið við- bragða frá risaveldunum. Sjá viðtal síðu 13 Heitt en rigning fyrir sunnan og vestan Horfur eru á sunnan og suð- austan átt á Iaugardag. Fremur hlýtt verður í veðri um land allt. Veðurstofan spáir rigningu víða, einkum um sunnan og vestanvert land. Hiti verður á bilinu 12-14 stig sunnan lands. En allt að 20 stig á norðurlandi. Búist er við fremur hægri suð- lægri átt á sunnudag og mánudag. Hiti verður á bilinu 10-16 stig. Skúrir verða einkum um sunnan og vestanvert land. En það mun birta til fyrir norðan. SA. Kópavogur Auglýst eftir bömum Félagsmálastofnun Kópavogs vantar börn á Kópasel Það hefur verið þannig undan- farin ár að í Kópaseli hafa alltaf verið einhver pláss laus og því auglýsum við nú eftir börn- um, sagði Sigurlína Konráðsdóttir á Félagsmálastofnun Kópavogs í samtali við blaðið í gær. Biðlistar eru eftir plássum á dagvistarstofnunum bæjarins, nema Kópaseli. Kópasel er leik- skóli en þó frábrugðinn öðrum að því leyti að hann er ekki í alfara- leið og börnin eru vistuð þar í sjö og hálfan tíma í stað fimm, eins og venja er á leikskólum. Börnin fá hádegismat og er ætlast til að þau séu sótt um hálf þrjú. Vistin þar er að sögn Sigurlínu dýrari en á t.d. leikskólum. Fyrir vistun, ferðir og máltíð þarf að greiða 4780 krónur, en fyrir fimm tíma vistun á leikskóla borgar maður 2510 krónur. Ekki er ótrú- legt að þessi verðmunur sé hluti af skýringu þess að nú vantar börn á Kópasel, öfugt við það sem annars staðar tíðkast. -gg Skák Kasparoff frestar Sjöttu skákinni í heimsmeist- araeinvíginu í London var í gær frestað til mánudags að beiðni heimsmeistarans Garí Kaspa- roffs. Staðan í einvíginu er 2Vi-2Vi, eftir þrjú jafntefíi, sigur Kaspa- roffs í fjórðu skákinni og Karp- offs í hinni fimmtu á miðvikudag- inn. Tefldar verða 24 skákir hið mesta, tólf í London og afgangur- inn í Leningrad. Einvígið vinnst með 12 Vi vinningi eða sex skákum unnum. Heimsmeistar- inn vinnur á jöfnu að öllum skákum tefldum. Þeir félagar geta hvor um sig frestað þrisvar. -m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.