Þjóðviljinn - 09.08.1986, Síða 5
Hávaxta stefnan
að hrynja
Lífeyrissjóðirnir sœtta sig ekki við lakari ávöxtun en ríkissjóður býður
á almennum markaði. Þorsteini stillt upp við vegg. Hundruð miljóna í
vaxtamismunagreiðslur
Deila lífeyrissjóðanna við
Húsnæðisstofnun eða réttara sagt
fjármálaráðuneyti og fjármála-
ráðherra um ávöxtunarkjör á
sk'uldabréfakaupum sjóðanna
fyrir húsnæðiskerfið getur orðið
afdrifarík fyrir fjárhagsstöðu rík-
issjóðs og þá ekki síst vegna
þeirrar hávaxtastefnu sem Þor-
steinn Pálsson fjármálaráðherra
hefur rekið. Óhætt er að fullyrða
að ríkissjóður mun þurfa þegar á
næsta ári að greiða fleiri hundruð
miljónir til viðbótar þeim stór-
fjárhæðum sem þegar eru
greiddar í vaxtamismun í hús-
næðislánakerfinu.
Forráðamenn lífeyrissjóðanna
segjast ekki geta sætt sig við
minni ávöxtun á skuldabréfa-
kaupum sínum af Húsnæðisstofn-
un en ríkissjóður býður með al-
mennum skuldabréfum, eða allt
að 8% raunvexti, á sama tíma og
útlánakjör húsnæðislána eru hæst
3.5% raunvextir. Vaxtamismun-
urinn sem mun stóraukast við
aukin skuldabréfakaup lífeyris-
sjóðanna verður að koma úr rík-
issjóði en á sl. ári er talið að 600
miljón króna framlag ríkissjóðs
til húsnæðismála hafi rétt dugað
fyrir vaxtamismunagreiðslum. Sá
reikningur hefur hins vegar ekki
enn verið gerður upp samkvæmt
heimildum Þjóðviljans en ljóst er
að hann mun stórhækka á næstu
árum ef fer sem horfir.
Allt komið
í eindaga
Á miðvikudaginn funduðu for-
ráðamenn lífeyrissjóðanna og
stjórn Húsnæðisstofnunar um
ávöxtunarkjörin á skuldabréfun-
um. Nýju húsnæðislögin eiga að
taka gildi 1. september n.k. eða
eftir 3 vikur og eftir rétta viku á
að vera búið að ganga frá fyrstu
skuldabréfakaupum lífeyrissjóð-
anna samkvæmt nýja kerfinu svo
hægt sé að byrja að borga út lán í
september. Náist hins vegar ekki
samkomulag á næstu dögum um
ávöxtunarkjörin er sýnt að bið
verður á því að byrjað verði að
lána út eftir nýju lögunum.
„Ég hafði bundið miklar vonir
við þennan fund á miðvikudaginn
en það kom ekkert fram á honum
og ég varð fyrir miklum von-
brigðum. Þetta er allt ennþá ó-
klárt og fólk fær enn engin skýr
svör því það hefur ekkert verið
gert í sumar til að koma þessum
málum á hreint þrátt fyrir að við
höfum margýtt á eftir því,“ segir
Pétur H. Blöndal framkvæmda-
stjóri Landssambands lífeyris-
sjóða. Eina niðurstaðan sem
fékkst í vikunni var að stjórn
Húsnæðismálastofnunar sam-
þykkti að vísa vandamálinu til
fjármálaráðherra og fél-
agsmálaráðherra og að þeir leggi
fram tilboð um vaxtakjör til líf-
eyrissjóðanna en nokkrum
dögum áður hafði fjármálaráð-
herra lýst því yfir í fjölmiðlum að
þetta væri ekki í sínum verka-
hring.
Það er rétt að samkvæmt nýju
húsnæðislöggjöfinni á Húsnæðis-
stofnun sjálf að ákveða vaxta-
kjörin en hér er um slíkar fjár-
hæðir að ræða að það hljómar
meira en undarlega að fjármála-
ráðherra virðist hvergi vilja koma
þar nálægt.
Þorsteinn
í vanda
Skýringin er að sjálfsögðu sú
að Þorsteinn Pálsson gerir sér
mætavel grein fyrir því að það
verður ekki gengið fram hjá
kröfu lífeyrissjóðanna um þau
hæstu vaxtakjör sem hann sjálfur
er að bjóða á almennum skulda-
bréfamarkaði fyrir hönd ríkis-
sjóðs. „Það er alveg Ijóst að líf-
eyrissjóðirnir verða að ávaxta sitt
fé á hagkvæmasta máta og það
var samið um það í febrúarsamn-
ingunum að við fengjum þau al-
mennu kjör á okkar lán sem ríkis-
sjóður býður. Við viljum að sjálf-
sögðu fá þau bestu almennu kjör
sem í boði eru,“ segir Benedikt
Davíðsson stjórnarformaður
Sambands almennra lífeyrissjóða
og Pétur H. Blöndal hjá Lands-
sambandi lífeyrissjóða bendir á
að deilan snúist einfaldlega um
það hvort að sjóðirnir eigi að lána
ríkinu með lægri vöxtum en þeir
geta fengið hjá ríkinu sjálfu á al-
mennum markaði og hvað þá
heldur þegar hægt sé að fá enn
betri ávöxtun annars staðar.„Ég
veit ekki hvað er að gerast, hvort
að ráðuneytinu dettur í hug að
það geti samið við lífeyrissjóðina
um eitthvað lægri vexti. Ég vona
bara að þeir séu ekki að láta sér
detta það í hug,“ segir Pétur.
Ýtt undir
vaxtaokrið
Þó að stærstu lífeyrissjóða-
samböndin í landinu, almennu
sjóðirnir og landssambandssjóð-
irnir hafi lýst fullum vilja sínum
til að taka þátt í fjármögnum
húsnæðiskerfisins fái þeir viðun-
andi kjör á lánum sinum, hafa
sjóðirnir leitað á nokkuð ólík mið
við að ávaxta fé sitt á síðustu
árum. Nokkrir sjóðir innan
Landssambands lífeyrissjóða
hafa verslað með skuldabréf á al-
mennum fjármagnsmarkaði, eða
á „gráa svæðinu" svokallaða, og
fengið allt að 12% raunvexti á
meðan aðrir sjóðir hafa verslað
við opinbera sjóði fyrir minni
ávöxtun. Þessir háu raunvextir á
„gráa svæðinu" eru að sjálfsögðu
afsprengi hávaxtastefnu fjár-
málaráðherra sem bauð hæst í
fyrra allt að 9% raunvexti á ríkis-
skuldabréfum. Það er einmitt
þessi vaxtastefna sem lífeyris-
sjóðirnir taka mið af og er að
koma fjármálaráðherra í slæma
klípu. Hann sjálfur hefur lagt út
viðmiðunina og haldið til streitu í
hávaxtastefnuna sem nú er að
koma ríkisbúskapnum á vonar-
völ. Það eitt að öll framlög ríkis-
ins til húsnæðismála á sl. ári hafi
eingöngu farið í að greiða vaxta-
mismun og að þessar vaxtamis-
munagreiðslur munu stórhækka
á næstu misserum, segir hvert
stefnir í þessum efnum.
Svo tekin séu klár dæmi um
þessar vaxtamismunagreiðslur
sem ríkissjóður er nú að öllum
líkindum dæmdur til að borga, þá
er reiknað með að heildarkaup
lífeyrissjóðanna af Húsnæðis-
stofnun á næsta ári verði um 4
miljarðar. Sé miðað við um 5
prósentustiga vaxtamun útlán-
akjara Húsnæðisstofnunar og
kaupkjara á skuldabréfum líf-
eyrissjóða er eingöngu á þeim
pósti um að ræða 200 miljónir í
mismunagreiðslur. Yfirfært á
einstök útlán þá má reikna með
því að ríkissjóður þurfi að greiða
um 100 þús. kr. á hverju ári í
vaxtamismun með hverju einu og
einasta 2ja miljón kr. nýbygging-
arláni sem veitt er með 3.5% vöx-
tum og ekki minna en 140 - 150
þús. kr. með hverju láni til verka- .
mannabústaða sem veitt er með
1% vöxtum.
Innlendu lánin
duga varla
Hér að framan höfum við ein-
göngu tíundað þær vaxta-
greiðslur sem fjármálaráðherra
stendur frammi fyrir gagnvart
nýja húsnæðiskerfinu og eru þá
ónefndar allar vaxtagreiðslur af
innlendum skuldabréfum sem
ráðherrann er nú að keppast við
að selja með allt að 8% raunvöxt-
um m.a. til að fylla upp í fjárlaga-
gatið, sem verður þó ekki nema
að litlu leyti samanber síðustu yf-
irlýsingarráðherrans. Samkvæmt
upplýsingum frá Fjárlaga- og
hagsýslustofnun stefnir fjármála-
ráðherra að því að taka rúmlega
3.5 miljarða að láni innanlands
með skuldabréfaútgáfu. Heildar-
vaxtagreiðslur ríkissjóðs á þessu
ári af innlendum og erlendum
skuldum og þá erum við ekki að
tala um vaxtagreiðslur af fram-
lögum lífeyrissjóða til húsnæðis-
kerfisins, nemur nær nákvæm-
lega sömu upphæð eða rúmlega
3.5 miljörðum. Með öðrum orð-
um, innlend lánsfjáröflun ríkis-
sjóðs í ár mun ekki duga til ann-
ars en að greiða vexti, eingöngu
vexti, af innlendum og erlendum
lánum ríkissjóðs.
Hækka
útlánsvextirnir?
Það er ekki nema von að marg-
ir sem hafa verið að velta þessum
málum fyrir sér undanfarnar vik-
ur spyrji sjálfa sig hvort ríkis-
stjórnin ætli að einhverju leyti að
reyna að skera sig niður úr vaxta-
snörunni hvað snertir húsnæðis-
kerfið með því að hækka útláns-
vexti af verðtryggðum lánum.
í milliþinganefndinni sem vann
að húsnæðismálunum í vetur og
vor var meirihluti fyrir því að láta
binda hámarksútlánsvexti við
3.5% eins og þeir eru í dag. Ríkis-
stjórnarflokkarnir lögðust hins
vegar gegn því að slíkt ákvæði
yrði fest niður en gáfu jafnframt
út yfirlýsingu um að vextirnir
yrðu ekki hækkaðir á þessu kjör-
tímabili. Af þessu má ráða að
stjórnarflokkarnir treysta sér
ekki núna skömmu fyrir kosning-
ar að hrófla við útlánsvöxtunum
en halda hins vegar opnu fyrir
þann möguleika að geta hækkað
vextina, jafnvel strax að loknum
næstu þingkosningum fái þeir
áfram meirihlutafylgi.
En það er ekki síður spurning,
hversu lengi þessi hávaxtastefna
ríkisstjórnarinnar og fjármála-
ráðherra getur gengið. Éndalaus
hallarekstur á ríkissjóði og yfir-
gengileg skuldasöfnun á hæstu
raunvöxtun getur ekki gengið til
eilífðar. Menn hljóta fyrr en síðar
að rekast á hærri skuldaveggi en
yfir verður komist.
Kerfið er
að springa
í greinargerð með nýjum
lögum Húsnæðisstofnunar er því
hreint og klárt lýst yfir að verði
vaxtamunur á inn- og útlánum
stofnunarinnar meiri en 2 - 3% þá
fái húsnæðiskerfið ekki staðist til
lengdar. Þetta hafa menn vitað
alla tíð en horft framhjá, því
vaxtakapphlaupið virðist hafa
hlaupið með fjármálaráðherrann
í gönur. Hann hefur átt fullt í
fangi með að reyna að fylla í stóra
gatið með nýjum sköttum og
stórauknum skattaálögum en
dugir lítið því það sem kemur inn
fer jafnhraðan út í vaxta-
greiðslur.
Það er alveg ljóst að það fær
ekkert efnahagskerfi staðist 8 -
9% raunvexti á opinberum
skuldabréfum sem ýta undir enn
hærri raunvexti á almennum
fjármagnsmarkaði. Hitt er líka
ljóst að á meðan ríkissjóður er
rekinn á hvolfi og sækir á sama
tíma stíft á skuldabréfamarkað-
inn og reynir að yfirbjóða bank-
akerfið þá lækka vextir ekki,
heldur hækka, ekki síst á meðan
sparifé þjóðarinnar er beint á
bflaútsölur.
Lúðvík Geirsson
Laugardagur 9. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5