Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 15
ÍÞRÓTT1R
Pýskaland
Atli fyrstur
Atli Eðvaldsson, sem leikur
með Bayer Uerdingen, skoraði í
gær fyrsta mark Bundesligunar,
en hún hófst í gær.
Þetta er í annað sinn sem Atli
skorar fyrsta markið, hann skor-
aði einnig fyrsta markið 1982.
Uerdingaen vann Homburg á
útivelli 2-1. Stuttgat tapaði hins-
vegar fyrir Mannheim á útivelli,
2-3.
-ibe
Stórsigur
Pétur Pétursson skorar hér sitt fyrsta mark í íslensku 1. deildinni í átta ár. Mynd: E. ÓL.
Hafnarfjörður
Skagamenn sterkari á Kaplakrika
-unnuFHstórt. Péturskoraðisittfyrstamarkííslenskudeildinniíátta ár. Valgeir með tvö
Skagamenn áttu ekki í miklum
vandræðum með slaka FH-inga á
Kaplakrikanum í gær. Leiknum
lauk með sigri ÍA 1-4, en staðan í
hálfleik var 0-2.
Skagamenn hófu leikinn af
krafti og á 15. mínútu uppskáru
þeir mark. Pétur Pétursson
skoraði þá eftir sendingu frá
Sveinbirni Hákonarsyni. Þetta er
fyrsta deildarmark Péturs eftir að
hann kom heim og voru liðin átta
ár frá því hann skoraði síðast.
Fjórum mínútum síðar komst
Valgeir Barðason í dauðafæri, en
skot hans fór í stöng. Boltinn
hrökk út aftur, en skalli Valgeirs
fór framhjá.
Á 27. mínútu fengu Skaga-
menn svo víti. Valgeir skaut þá í
hönd Hennings Henningssonar
og Guðjón Þórðarson skoraði ör-
ugglega úr vítaspyrnunni.
Stuttu síðar fékk Ólafur Pórð-
arson gullið tækifæri til að bæta
við. Hann komst einn innfyrir,
lék á Halldór, en rann og Halldór
náði boltanum. Rétt fyrir leikhlé
átti Guðbjörn Tryggvason skalla
rétt framhjá FH-markinu.
Strax í byrjun síðari hálfleiks
átti Pálmi gott skot að marki ÍA,
en Birkir varði vel. Stutt síðar
skoraði Pétur fyrir Skagamenn,
en markið var dæmt af vegna
rangstöðu.
Um miðjan síðari hálfleik átti
Pétur lúmskt skot af löngu færi en
Halldór náði að slá boltann yfir.
Pað var svo á 35. mínútu sem
þriðja markið kom. Pétur átti þá
skot sem Halldór varði, en hann
missti boltann frá sér og Valgeir
Barðason fylgdi vel á eftir og
skoraði af stuttu færi.
Á 38. mínútu náðu FH-ingar
að minnka muninn. Boltinn barst
fyrir mark Skagamanna, Pálmi
Garður
Stórsigur Víðismanna
Jónsson skallaði að marki, Birkir
varði en hélt ekki boltanum og
Pálmi fylgdi vel á eftir og skoraði.
Stuttu síðar átti Pálmi svo gott
skot sem Birkir varði.
Tveimur mínútum fyrir leiks-
lok bættu Skagamenn fjórða
markinu við. Valgeir Barðason
skoraði af stuttu færi eftir send-
ingu frá Guðbirni Tryggvasyni.
Skagamenn voru mun sterkari
í þessum leik. Miðjan var góð og
þeir Pétur og Valgeir skæðir í
sókninni.
FH-ingar voru frekar slakir og
það voru helst þeir Pálmi Jónsson
og Guðmundur Hilmarsson sem
stóðu uppúr.
Eftir þetta tap er FH í bullandi
fallhættu, en Skagamenn eru í
fjórða sæti. _ibe.
Víðismenn fóru illa með
Breiðablik Garðinum í gær. 5-0
voru lokatölurnar í þessum leik,
sem fór fram við hinar verstu að-
stæður, hávaðarok og rigningu.
Víðismenn léku með vindi í
fyrri hálfleik og áttu fyrsta tæki-
færið. Grétar Einarsson átti þá
hörkuskot að marki Breiðabliks,
en Örn Bjarnason varði.
Fimm mínútum síðar lá boltinn
í neti Breiðabliks. Guðmundur
Knútsson komst innfyrir og
renndi boltanum á Grétar sem
skoraði örugglega. Um miðjan
síðari hálfleik fékk Jón Þórir
Jónsson gullið tækifæri til að
jafna er hann komst einn
innfyrir, en Gísli Heiðarsson
varði vel.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks
Víðir-UBK 5-0 (1-0) * * *
Garðsvöllur 8. ágúst
Dómari: Friðgeir Hallgeirs. * *
Áhorfendur 200
1-0 Grétar Einarsson (20.), 2-0
Vilberg Þorvaldsson (62.), 3-0
Guðmundur Knútsson (63.), 4-0
Daníel Einarsson (69.), Guðjón
Guðmundsson (74.)
Stjörnur Víðis:
Guðjón Guðmundsson * * *
Grétar Einarsson * *
Gísli Heiðarsson *
Daníel Einarsson *
Stjörnur UBK:
Ólafur Björnsson *
Jón Þórir Jónsson *
Heiðar Heiðarsson *
komst Guðjón Guðmundsson í
dauðafæri, en Ólafur Björnsson
bjargaði á línu.
Þegar tíu mínútur voru liðnar
af síðari hálfleik fékk Breiðablik
gott færi, en þrumuskot Jóns Þór-
is fór rétt framhjá.
Þegar hér var komið við sögu
tóku Víðismenn leikinn í sínar
hendur og skoruðu fjögur mörk á
12 mínútum.
Á 62. mínútu tók Grétar auka-
spyrnu. Gaf á Guðjón sem skall-
aði til Vilbergs Þorvaldssonar
sem skoraði af stuttu færi.
Mínútu síðar skoraði Guð-
mundur Knútsson af stuttu færi,
eftir sendingu frá Guðjóni.
Á 69. mínútu var brotið á
Guðjóni ínní vítateig Breiða-
bliks. Daníel Einarsson tók vítið
og skoraði af öryggi.
Fimm mínútum síðar kom
fimmta markið. Guðjón Guð-
mundsson fékk þá sendingu frá
Daníel og skoraði örugglega af
stuttu færi.
Víðismenn léku mjög vel.
Guðjón Guðmundsson átti frá-
bæran leik og var allt í öllu. Þá
voru þeir Grétar Einarsson og
Daníel Einarsson báðir góðir og
Gísli Heiðrsson öruggur í mark-
inu.
Þrátt fyrir þetta stóra tap léku
Blikarnir ekki illa. Þeim gekk þó
illa að skapa sér tækifæri og vörn-
in var ekki nógu sterk. Bestir í liði
Breiðabliks voru þeir Ólafur
Björnsson og Heiðar Heiðars-
son, þá átti Jón Þórir Jónsson
ágæta spretti í sókninni.
Við þennan sigur koma Víðis-
menn sér af mesta hættusvæðinu,
lyfta sér upp í 7. sæti með 16 stig
og fá þrjú í viðbót vinni þeir kær-
una gegn ÍBK.
Blikarnir standa hinsvegar
mjög illa. Þeir eru í næst neðsta
sæti, tveimur stigum á eftir FH.
SÓM/Suðurnesjum
FH-IA 1-4 (0-2) * *
Kaplakrikavöllur 8. ágúst
Dómari Eysteinn Guömundsson * »
Áiiortendur: 250
0-1 Pétur Pétursson (15.), 0-2 Guö -
jón Þórðarson (27.), 0-3 Valgeir
Baröasm (35 ), 1-3 Pálmi Jónsson
(38 ), 1-4 Valgeir Baröason (43 ).
Stjarna FH:
Guðmundur Hilmarsson »
Stjörnur ÍA:
Guðbjörn Tryggvason »
Pétur Pétursson •
Valgeir Baröason *
Sveinbjörn Hákonarson *
Skagastúlkurnar voru heldur
betur á skotskónum er þær léku
gegn Þór á Akranesi í hávaðaroki
og rigningu í gærkvöldi.
Skagastúlkurnar voru á móti
vindi í fyrri hálfleik og gekk þeim
erfiðlega að koma knettinum
áleiðis fyrstu mínúturnar, en það
var fyrirliðinn Karitas Jónsdóttir
sem skoraði fyrsta mark leiksins á
15. mínútu. Þórsstúlkurnar náðu
að jafna undir lok fyrri hálfleiks
með marki Láru Eymundsdóttur.
Steinn Helgason þjálfari Skaga-
stúlknanna hafði heldur betur
lesið yfir leikmönnum sínum í
hálfleik því þær komu tvíefldar til
leiks eftir hlé og bættu við einum
6 mörkum, voru þar að verki
Karitas með 3, Sæunn, Ásta Ben.
og Halldóra Gylfadóttir með eitt
mark hver.
Þórsliðið hafði aðeins við ÍA-
liðinu í fyrri hálfleik, en svo ekki
söguna meir. Skagaliðið spilaði
ágæta knattspyrnu þrátt fyrir
vonskuveður.
-MM
Staðan
í 1. dcildarkcppninni í knatt-
spyrnu:
Fram.......13 9 3 1 28-8 30
Valur......13 8 2 3 23-5 26
ÍBK........13 8 1 4 16-15 25
ÍA.........14 6 3 5 23-15 21
KR.........14 4 7 3 15-9 19
Þór........14 5 4 5 17-22 19
Víðir......14 4 4 6 15-17 16
FH.........14 4 2 8 18-29 14
Breiðablik....14 3 3 8 11-29 12
ÍBV........13 1 3 9 19-29 6
Markahæstir:
Guðmundur Torfason, Fram... 14
ValgeirBarðason, ÍA......8
GuðmundurSteinsson, Fram ...6
Ingi B. Albertsson, FH...6
Sigurjón Kristjánsson, Val.6
14. umferð lýkur með leikjum
IB V og ÍBK í dag og Fram og Vals
á morgun.
Reykjavík
Rokleikur í Laugardal
Það var ekki áferðarfalleg
knattspyrna sem lcikmenn KR og
Þórs sýndu á Laugardalsvcllinum
í gærkvöld. Lokatölurnar 0-0
segja allt sem þarf um leikinn, en
rok og rigning settu svip sinn á
hann.
Lítið var um spil framan af og
gekk leikmönnum illa að hemja
boltann, þó voru KR-ingar held-
ur skárri.
Um miðjan síðari hálfleik
meiddist Ásbjörn Björnsson illa
og var fluttur í sjúkrabíl. Þetta
bitnaði nokkuð á leik KR-liðsins
og Þórsarar komust meira inn í
leikinn.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks
fengu KR-ingar sitt besta færi.
Björn Rafnsson komst einn
innfyrir vörn Þórs en Baldvin
bægði hættunni frá með góðu
úthlaupi.
Síðari hálfleikurinn var aðeins
skárri en sá fyrri.
Á 51. mínútu komst Halldór
Áskelsson í gott færi, en gekk illa
KR-Þór 0-0 (0-0) * *
Laugardalsvöllur 8. ágúst
Dómari: Þorvarður Björnss. * *
Áhorfendur: 176
Stjarna KR:
Gunnar Skúlason *
Stjörnur Þórs:
Siguróli Kristjánsson *
Jónas Róbertsson *
Júlíus Tryggvason *
að hemja boltann og Jósteinn
Einarsson komst fyrir skot hans.
Tveimur mínútum síðar fengu
Þórsarar sitt besta færi. Kristján
Kristjánsson gaf þá snilldarsend-
ingu innfyrir vörn KR á Hlyn
Birgisson. Hann var á markteig,
en Stefán varði skot hans. Rétt
fyrir leikslok átti svo Gunnar
Skúlason skot hárfínt framhjá
Þórsmarkinu.
í lið KR vantaði nokkra fasta-
menn. Ágúst Már og Willum
voru í leikbanni og Hálfdán lék
ekki með. Þá meiddist Ásbjörn í
fyrri hálfleik eins og áður sagði.
Hjá Þór bar mest á miðju-
mönnunum Siguróla og Jónasi
sem unnu vel og drifu liðið áfram
með baráttuvilja sínum -v.stef.
Kvenna
boltinn
Laugardagur 9. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15