Þjóðviljinn - 16.08.1986, Síða 12
NÁMSKEIÐ
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
IÐNAÐARINS
auglýsir:
VÖKVAKERFI
Námskeið um vökvakerfi, 60 stundir, verður
haldið dagana 22.-30. ágúst, kl. 9.00-16.00 alla
dagana, reynist þátttaka næg.
Námskeiðsstaður: Borgartún 6, 4. hæð.
Verð kr. 12.000.-. Innifalin vönduð hand- og
kennslubók, léttur hádegisverður og kaffi.
Upplýsingar og innritun í símum 687440 og
687000.
Ræktun íslenska
melrakkans
Refahús eða annað hentugt húsnæði á Suðvest-
urlandi óskast á leigu vegna ræktunar íslenska
melrakkans. Æskileg stærð a.m.k. 400 fermetr-
ar.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 91-82230.
RANNSÓKNASTOFNUN
LANDBÚNAÐARINS
KELDNAHOLTI
5AMVINNU
TRYGGINGAR
Sölumaður
Óskum eftir sölumanni í bifreiöadeild. Sam-
vinnuskólapróf eöa hliðstæð menntun
æskileg, ásamt hæfileikum í mannlegum
samskiptum.
Allar frekari upplýsingar hjá starfsmanna-
haldi Ármúla 3, sími 681411.
Samvinnutryggingar g.t.
lAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa:
Staða félagsráðgjafa við fjölskyldudeild fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar er laus til
umsóknar.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í
síma 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást
fyrir föstudaginn 5. september 1986.
ísafjarðarkaupstaður
vill ráða fóstrur til eftirtalinna starfa nú þegar, eða
eftir nánara samkomulagi. Laun skv. kjarasamn-
ingi B.S.R.B. og FOS. Vest. Húsnæði í boði.
1. Staða forstöðumanns við Bakkaskjól v/
Bakkaveg.
2. Staða forstöðumanns við Hlíðarskjól v/
Hlíðarveg.
3. Fóstrustöður við eftirtalin heimili:
Dagh. og leiksk. Eyrarskjól v/Eyrargötu.
Leikskólann Bakkaskjól v/Bakkaveg.
Leikskólann Hlíðarskjól v/Hlíðarveg.
Upplýsingar veita forstöðumenn í símum 94-
3685 og 94-3185, einnig félagsmálastjóri og
dagvistarfulltrúi t síma 94-3722.
Félagsmálastjóri.
Brandarakarlar
Hér segir af þrem smábreið-
skífum íslenskum, sem allar
eiga það sameiginlegt að inni-
halds einhverskonar húmor,
hvort sem fólk er nú sammála
um ágæti hans eða endingu.
En látum oss byrja, og við
tökum þær náttúrulega fyrir í
stafrófsröð:
Typpafaraldur ...
Faraldur er genginn yfir og
fyrir ætternisstapann, en með
fjögurra laga afleiðingu, eða
eiginlega bara þriggja, þar sem
eitt lagið er í tveim útgáfum, á
smábreiðskífu þessarar sumar-
hljómsveitar. Það er besta lag,
eða a.m.k. skemmtilegasta lag
plötunnar, sungið og samið af
Eggert Þorleifssyni, um lítil typpi
sem lengjast mest. Eggert hefur
þarna með Heilræðavísum Stan-
leys tekist að gera það sem fáum
poppurum íslenskum hefur tek-
ist, að búa til neðanmittisbrand-
ara án þess að vera karlalega
klúr. Þetta er sætt typpalag, og
skemmtilega flutt hjá Eggert,
ekki síður í lengri (6,08 mín.) en
skemmri útgáfunni (3,37).
Annars er töluverð fljótaskrift
á Faraldri, sem, einkennilegt
nokk, kemur fram í því að bless-
að fólkið hefur gert allt of mikið á
þeim stutta tíma sem til verksins
gafst-ofhlaðið lögin. Helst kem-
ur þetta fram í útsetningu lag-
anna, og þá mætti hljóðblöndun
vera betri. Hinsvegar eru hér
góðir hljóðfæraleikarar á ferð og
vil ég fyrsta telja gítarleikarann
Þorstein Magnússon (nú með
Bubba í MX 21) og svo Jens
Hansson saxófónleikara. Aðrir
og góðir fagmenn eru Pétur
Hjaltested á hljómborð, Sigurð-
ur Reynisson trommari, Gunn-
laugur Briem trommari og Eyþór
Gunnarsson hljómborðsleikari,
báðir í því ágæta lagi en ofhlaðna,
Draugar á ferð, og Tryggvi Hú-
bner sem spilar á gítar í Fiskí-
landinu, sem mér finnst sísta
lagið á plötunni, svona klisjur-
okk. Bæði lögin eru eftir Magnús
Eiríksson. Pálmi Gunnarsson
spilar á bassa, og syngur ásamt
Eiríki Haukssyni og Eggert sem
áður er getið. Þeir Pálmi og
Eiríkur eru góðir söngvarar, en
megá báðir fara að passa sig á því,
og þótt fyrr hefði verið, að syngja
ekki eins og eftir pöntun, jafnvei
þótt þeir séu að því.
Umslag Björgvins Ólafssonar
er með því besta sem hérlendis
gerist, þótt einfalt virðist.
... óstéttvísi
Sumarið ’86 hefur verið upp-
gripatími fyrir Greifana reykhús-
víksku. Verk þeirra um Útihátfð
ber þar hæst, sem margur hefur
skemmt sér við illa drukkinn hvar
sem er. Þrjú lög til viðbótar fljóta
með á Bláu blóði Greifanna, í
sama létta stílnum, og enda þótt
textarnir teljist ekki til stórtíð-
inda, eru meira að segja á
bulllínunni, þá falla þeir vel að
lögunum og eru eðlilegir í munni.
Um spilamennskuna er hins veg-
ar það að segja að þótt hún sé
ekki vond, þá þyrftu þeir drengir
meira aðhald í þeim efnum, bæði
utan frá og að innan. Festuna
vantar, þetta er dálítið kæru-
leysislegt... þeirmættu takaeigið
nafn og plötunnar hátíðlegar.
og fleiri og
stærri typpi
Pétur poppari og Bjartmar
Sumarliða leiða saman reiðhesta
sfna á smábreiðskífunni Þá sjald-
an maður lyftir sér upp, og mikið
óttalega fannst mér þetta
eitthvað smástrákalegt uppátæki
en þó karlalegt fyrst þegar ég fór
að heyra ávæning af þessu í radjó-
inu. Reyndarfinnstmérþeirbáð-
ir tveir hafa sjarmerandi söng-
raddir, en það er mórallinn í text-
unum, sem fer fyrir brjóstið á
mér... þeir eru eitthvað svo
karlpungslegir, þótt þeir séu
ágætlega saman settir hjá
Bjartmari.
Hitt verður að segjast að þetta
er vel spilað og útsett, sem sagt
vel unnið músiklega séð á íslensk-
an mælikvarða: Mezzoforte-
mennirnir Jóhann Ásmundsson
bassaleikari, Gunnlaugur Briem
ásláttumaður og Eyþór Gunnars-
son hljómbyrðill sjá um undir-
leikinn ásamt Kristjáni Edel-
stein, sem leikur á hljómborð,
bakraddir og hvaðbest á gítarinn;
Sigurður Bjóla hljómblandaði
ágæta vel. A.
Roxzý
Astralskt
rokk
á leidinni
íslenskir rokkunnendur eiga
von á óvæntri stórgjöf þann
21. ágúst en þá mun ástralski
kvintettinn Crime & the City
Solution halda hljómleika f
veitingastaðnum Rosxy.
Crime & the City Solution kom
fram á sjónvarsviðið í upþhafi
síðasta árs en forsaga
sveitarinnar nær þó allt aftur
tilársins 1976og einnarvirt-
ustu rokksveitarsem andfæt-
lingar okkar hafa alið: Birth-
day Party. Hún gaf gaf út
plötur sínar á fyrri hluta þessa
áratugar, tónlist sem á köflum
var undir áhrifum frá Iggy
Pop, Captain Beefheartog
Pere Ubu; hafði til að bera
áræði og frumleika, sem orðið
hefur fyrirmynd seinni tíma
hljómsveita.
Birthday Party lagði upp laupa
árið 1984 en tveir fyrrum meðlim-
ir stofnuðu síðar hljómsveitina
Crime & the City Solution. Þetta
voru Mick Harvey, gítar og
hljómborðsleikari, og Roland S.
Howard sem þykir í hópi bestu
gítarleikara heims. Roland fékk
Harry bróður sinn til að leika á
bassa og Simon Bonney var ráð-
inn söngpípa, en sumir segja að
hann hafi haft veruleg áhrif á
Crime and the City Solution sem treður upp í Roxzý á fimmtudag ásamt
íslenskum rokkurum, t.d. Svart/hvítum draumi.
hinn sérstæða söngvara Birthday
Party; Nick Cave, þegar þeir
voru að stíga sín fyrstu skref á
tónlistarsviðinu í Melbourne um
miðjan áratuginn.
Vorið 1985 sendu Crime & the
City Solution frá sér fyrstu smá-
skífuna, The Dangling Man, og
vakti hún þegar athygli manna í
Bretlandi á hljómsveitinni.
Hljómleikaferðir um Bretland og
Evrópu fylgdu í kjölfarið og síðan
bættist sveitinni góður liðsauki
með fyrrum trymbli ensku hljóm-
sveitarinnar Swell Maps Epic So-
undtrack. Þannig skipuð gaf
Crime & the City Solution svo út
smábreiðskífuna Just south of
Heaven í september síðastliðnum
og fékk hún mjög lofsamlegar
umsagnir í bresu popppressunni,
auk þess sem poppgagnrýnandi
New York Times valdi hana sjö-
undu bestu af slíkum skífum árs-
ins 1985.
Platan inniheldur 6 lög við til-
finningaþrungna texta Bonneys
og er tónlistin blúsað, seiðmagn-
að rokk með djúpri undiröldu og
öflugum ryþma sem verkar gríð-
arlega sterkt á hlustandann.
Söngur Bonneys minnir um
margt á stíl Jims Morrison enda
hefur sveitinni ósjaldan verið líkt
við Doors og verður það seint tal-
inn ónýtur vitnisburður um gæði
hennar.
Nýjasta afurð Crime & the
City Solution er svo þriggja laga
12” plata sem gefin var út í júní-
mánuði síðastliðnum. Advent-
ure, It takes two to burn og The
Kentucky Click eru allt fyrsta
flokks lagasmíðar og af þeim má
draga að Crime & the City Soluti-
on er orðin hljómsveit sem hefur
alla burði til að tryggja sér varan-
legan sess í rokksögunni sem
skapandi afl.
Það er því mikið lán fyrir ís-
lenska rokkunnendur að kynnast
segulmögnuðu aðdráttarafli
Crime & the City Solution af
eigin raun og á þeim tíma er
sveitin virðist líkleg til stór-
afreka.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1986