Þjóðviljinn - 10.09.1986, Síða 3
FRETTIR
Það logaði glatt í Mörkinni, en að sögn lögreglu voru nærliggjandi hús aldrei í hættu. Eitt sinn var þetta hús með reisulegri húsum á Skaganum. Mynd Árni
Árnason.
Húsbruni
Ikveikja á Akranesi
Svanur Geirdalyfirlögregluþjónn: Húsið brann til kaldra
kola. Grunur um íkveikju. Málið í rannsókn
Húsið brann til grunna og er
þar með úr sögunni. Við höfum
grun um að um íkveikju hafi ver-
ið að ræða, cn málið er í rann-
sókn og ekkert hægt að segja um
það enn scm koniið er, sagði
Svanur Geirdal yfirlögrcgluþjónn
á Akranesi í samtali við Þjóðvilj-
ann, en laust fyrir hádegi í gær
kom upp cldur í gömlu Mörkinni
á Akranesi.
Mörkin var eitt sinn með
reisulegustu húsum bæjarins, en
hefur nú um langt skeið verið í
algjörri niðurníðslu og óíbúðar-
hæf. Síðustu mánuöi hefur húsið
verið stórháskaleg slysagildra og
algengt að börn væru þar að leik.
Að sögn Svans bendir allt til
íkveikju. Húsið brann til kaldra
kola á skömmum tíma og standa
nú aðeins veggstúfar upp af
grunninum. Mörkin var úr timbri
og eldinum því auðveld bráð.
Nærliggjandi hús voru aldrei í
hættu af völdum brunans enda
veður með besta móti.
-gg
Tillögu um að bæta úr ófremd-
arástandinu á barnaheimilunum í
Reykjavík var vísað frá í Stjórn
dagvistar barna í fyrradag. I til-
lögunni kemur fram að nú í
vetrarbyrjun vantar milli 10 og 20
prósent starfsliðs á heimilin.
Kristín Á. Ólafsdóttir flutti til-
löguna sem meirihluti Sjálfstæð-
isflokks vísaði frá gegn at-
kvæðum fulltrúa Alþýðubanda-
lags og Framsóknar. I þessari til-
lögu segir meðal annars að í sept-
emberbyrjun hafi vantað fólk í
10% stöðugilda dagheimila, 17%
á leikskóla, tæp 10% á blönduðu
heimilin (dagheimili/leikskóla)
og 15% stöðugilda á
skóladagheimili. Þannig sé stað-
an þrátt fyrir síendurteknar
auglýsingar eftir starfsfólki.
í tillögunni segir enn fremur:
„Þessar tölur um ómannaðar
stöður segja þó ekki alla vand-
ræðasöguna. Hlutfall fóstra fer
minnkandi meðal starfsfólks á
dagvistarheimilum. Þeim fjölgar
meðal ófaglærða fólksins sem
dvelja tiltölulega stutt í starfi.
Þetta hefur valdið miklu vjnnu-
álagi á fóstrur og annað starfsfólk
sem stöðugt þarf að setja nýtt
fólk inn í störfin. Það alvarlegasta
við þessi tíðu mannaskipti er þó
öryggisleysið sem af hlýst fyrir
börnin.
í tillögunni segir að þetta
ástand skapist vegna ósæmandi
launa sem starfsfólki dagvistar-
heimila er boðið upp á. Fram
kemur að fóstrur fá ekki nenta
27.600 krónur í mánaðarlaun og
ófaglært fólk á byrjunarlaunum
fær 23-24 þúsund. Því var lagt til
að Stjórn dagvistar beini þeim til-
mælum til borgarráðs að nú þegar
verði gripið til ráðstafana svo
sinna megi uppeldisstarfi á dag-
vistarheimilum borgarinnar með
eðlilegum hætti, sem erfitt er
með óbreyttum launagreiðslum.
SA
Húsnœðisstofnun
Aldrei staðið
á okkur
Sigurður E. Guðmundsson segir
framkvœmdahraðann ónógan hjá
Verkamannabústöðum
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar hefur beðið fyrir þessa
athugasemd vegna Þjóðviljafrétt-
ar um verkamannabústaði:
„f Þjóðviljanum hinn 5. sept-
ember sl. er birt viðtal við Pál R.
Magnússon, formann Stjórnar
verkamannabústaða í Reykjavík.
Fyrirsögn þess er Kerfið í fjár-
svelti.
Síðan segir m.a.: „okkar vandi
(liggur) fyrst og fremst í því, að
ekki er veitt nœgilega miklu fjár-
Hrafnhildur
ráðin
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur hefur verið
ráðin forstöðumaður á Drop-
laugarstöðum. Félagsmálaráð
tók Hrafnhildi fram yfir tvo aðra
umsækjendur á fundi sínum í síð-
ustu viku og var ráðning Hrafn-
hildar staðfest í borgarráði í gær.
-gg
magni í þetta kerfi". Af þessu til-
efni er nauðsynlegt að taka eftir-
farandi fram:
Á síðasta ári og til þessa hefur
Stjórn verkamannabústaða í
Reykjavík fengið umsamin fram-
kvæmdalán úr Byggingarsjóði
verkamanna greidd í hendur í
fullu samræmi við framkvæmda-
hraða. Á þessu tímabili hefur
aldrei staðið á slíkum fjármagns-
greiðslum frá Húsnæðisstofnun-
inni. Hún hefur því til fulls staðið
við fyrirliggjandi framkvæmda-
lánssamninga vegna fjármagns úr
Byggingarsjóði verkamanna og
mun halda því áfram í fullu sam-
ræmi við verkhraða. Mikið vant-
ar hins vegar á, að framkvæmd-
um hafi miðað jafn vel og ráðgert
var. Hefur það leitt til þess, að
milljónatugir króna liggja óaf-
greiddar í stofnuninni, sem ella
væri búið að framkvæma fyrir.
Sama ástand er víðar fyrir hendi
hjá stjórnum verkamannabú-
staða í landinu. Þetta þykir stofn-
uninni miður en hefur ekkert
fengið að gert“.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Eggið
fær peninga
Eggleikhúsið hyggur á ferðalag
út um lönd og í gær samþykkti
borgarráð að styrkja leikhúsið
með 50 þúsund króna fjárfram-
lagi. Menntamálaráðuneytið hef-
ur þegar lagt fram fjárstyrk til að
standa straum af ferðakostnaði.
-gg
~ r
DJOÐWUINN
Kæri blaðberi! __
í tilefni 50 ára afmælis Þjóðviljans hefur verið ákveðið að hafa sérstaka
bamahátíð
þann 13. september.
Hátíðin verður haldin í Sóknarsalnum Skipholti 50a og hefst kl. 15.00 (3.00).
Dagskrá:
FÖNDUR: Herdís Egilsdóttir sér um þann þátt hátíðarinnar.
UPPLESTUR: Guðrún Helgadóttir les úr nýrri bók sinni og Guðmundur
Ólafsson les úr verðlaunabók sinni.
GOS OG POPP.
BRÚÐULEIKHÚS: Hallveig Thorlacius sér um og stýrir.
ALLI <DG HEIÐA SPRELLA.
BINGÓ. Vegleg verðlaun.
DISKÓ.
Kær kveðja. - Afmælisnefnd Þjóðviljans.
Barnaheimili
Engar launaúrbætur
Sjálfstæðisflokkurinn gegn úrbótatillögu vegna
starfsmannaskorts á barnaheimilunum. 10-20% starfsliðs
vantar á heimilin