Þjóðviljinn - 10.09.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 10.09.1986, Side 4
LEIÐARI Utrýmum fátæktinni! . Einn er sá hlutur sem allir eru ævinlega sam- mála um að þurfi að lagfæra, en það eru kjör hinna lægst launuðu. En þrátt fyrir gífurlega samstöðu og skilning og fögur orö og fyrirheit gerist harla lítið, sem léttir þeim lífið sem erfiðast eiga með að bjarga sér. Kannski er þetta sumpart vegna þess að þeg- ar kökunni er skipt vill góður ásetningur gleymast ásamt með jafnréttistalinu þegar lyst- argott fólk er loksins komið að borðinu og er að reyna að krækja í sæmilega sneið á eigin disk. Þá fer lítið fyrir þeim í samkvæminu sem eru uppburðarlitlir og kunna ekki að láta Ijós sitt skína. Og röðin kemur ekki að þeim fyrr en síðast, þegar allir aðrir hafa fengið sitt, og að- eins molarnir eftir á veisluborðinu. í besta falli segir þá húsfreyjan, að í næstu veislu verði séð til þess að allir fái eitthvað. En það gleymist líka. Nú hefur það verið kunngert bæði vel og vandlega í fjölmiðlum að góðæri ríkir í landinu og hagur þjóðarbúsins hinn sæmilegasti. Þetta eru gleðitíðindi fyrir vinnusama þjóð, sem leggur hart að sér í alls konar árferði, og stritar áfram í svita síns andlits, hvernig svo sem hús- bændurnir á búinu hegða sér. Það má svo sem til sanns vegar færa að húsbændurnir á búinu þurfi ekki að hafa þungar áhyggjur af því hvernig vinnulaunum er skipt, ef hægt er að komast hjá meiriháttar illindum. Og þá er kannski freistandi að kippa sér ekki upp við það þótt sumir fái minna en aðrir, ef þessi minnihlutahópur gerir ekki uppsteyt fremur en endranær. Það má altént segja enn einu sinni sem svo, að fólk sé einfaldlega misduglegt að bjarga sér. En það er nú svo, að við sem búum í þessu landi erum ein þjóð og getum ekki án hvers annars verið. Innbyrðis tengsl í fjölbreyttu þjóðfélagi eru slík, að segja má að við lifum hvert á annars starfi. Hver og einn lifir sjálfum sér, en ekki aðeins sjálfum sér, heldur einnig öðrum. Þessu síðarnefnda, hafa ýmsir viljað vísa á bug, svo að eftir standa tvær spurningar. Sú fyrri hljóðar svo: Úr því að reynslan sýnir að sumireruekkijafnduglegirog aðrirviðaðbjarga sjálfum sér - eigum við þá einfaldlega að yppta öxlum yfir kjörum þeirra og segja þeim að éta það sem úti frýs? Síðari spurningin kemur í beinu framhaldi af þessu: Eigum við að sýna samábyrgð, samhjálp og náungakærleika? Þeir sem svara síðari spurningunni játandi eru nú á dögum kallaðir félagshyggjumenn (hafa áður verið kallaðir mannvinir, „húmanist- ar“, siðaðir eða jafnvel kristnir menn) og eru sem betur fer í miklum meirihluta, þrátt fyrir að sjónarmið þeirra fái ekki að njóta sín í réttu hlutfalli við fylgi. Og það er fyrsta krafa félagshyggjumanna, að fátæktarsmáninni verði útrýmt úr íslensku þjóðfélagi, jafnvel þótt það komi við kaunin á hinum harðsnúnustu „frjálshyggjumönnum". Það er útséð um að hinir lægstlaunuðu geti rétt hlut sinn með kjarasamningum. Það sýriir reynsla. Þeir hafa ævinlega setið eftir. Þess vegna eru þeir lægst launaðir. Þessu fólki þarf að hjálpa. Það kann að vera duglegt á ýmsum sviðum, en hefur ekki lært þá list að skara eld að eigin köku. Þessu fólki þarf að hjálpa, til dæmis með því að tryggja mun hærri fjölskyldubætur til lág- tekjufólks, til dæmis með því að greiða húsnæð- isstyrk til þeirra sem lægstar hafa ráðstöfunar- tekjur og til dæmis með því að koma á lág- markstekjutryggingu í þjóðfélaginu (slíkt mundi á stofnanamáli heita neikvæður tekjuskattur). Til þess að þetta sé framkvæmanlegt, þarf að gera þetta að forgangsmáli og taka til hendinni við að koma á skattkerfi, sem gefur raunveru- legar upplýsingar um rauntekjur þjóðfélags- þegnanna. Við fögnum góðærinu. Notum það til að út- rýma fátæktinni! - Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Háskinn og tvískinnung- urinn Það var um það skrifað i leiðara hér í blaðinu um síðustu helgi, að þótt slys í kjarnorkuver- um væru stór víti að varast, þá væri samt verulegur munur á af- leiðingum þeirra og afleiðingum hugsanlegra slysa í vígbúnaðar- kerfum sem byggja á kjarnorku. Tilefni þessara skrifa voru staðhæfingar Morgunblaðsins um það að Finnar og Svíar sýndu tvöfeldni í því að vilja kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndum, en væru ekki tilbúnir til að loka strax kjarnorkuverum sem framleiða orku í þeirra löndum. Morgunblaðið hefur eins og kunnugt er, ekki verið sérlega málgefið um kjarnorkuháska - hvort sem hann stafaði af friðsamlegri notkun kjarnork- unnar, eins og það heitir, eða af vígvélum. En nú bregðursvo við, að Staksteinar taka málið upp í gær og vilja nú telja, að seint muni menn gera of mikið úr háska af kjarnorkuverum. Og nú er komið að því að ásaka leiðara- höfund Þjóðviljans fyrir villur margar og stórar: „Peirsem leitast við aðgera lítið úr slysum af þessu tagi og telja öllu borgið með yfirlýsirtgum um kjarnorkuvopnalaus svœði, þar sem engin kjarnorkuvopn eru, gerast sekir um háskalegan tví- skinnung og eru auk þess að reyna að drepa alvarlegum úrlausnur- efnum á dreif‘. Verður nú hér ys og þys út af engu: Þjóðviljinn hefur hvorki fyrr né síðar mælt með kjarnorkuvígbúnaði né heldur GríÍnrtskórár taka tilstarfa kjarnorkuverum. Og margítrek- að að það sé háskaleg afstaða að telja að slys eins og það sem varð í Tsjernobyl hljóti að vera eins- dæmi. Óþarft að fjasa mikið um það. Aftur á móti er rétt að benda á sérstæða klemmu sem Morgun- blaðið hefur komið sér í. Rök- semdafærslan hjá þeim leiðar- ahöfundi og Staksteinamanni er nefnilega eitthvað á þessa leið: Úr því háski stafar af kjarnorku- verum, þá er réttast að loka þeim sem fyrst. En um leið gerir þessi slysahætta það að verkum að það er út í hött að berjast gegn háskanum stærsta, kjarnorkuvíg- búnaði, - til dæmis með því að semjaum aðtilteknir heimshlut- ar séulausirviðþannófögnuð! Var einhver að reyna „að drepa alvarlegum úrlausnarefn- um á dreif“? Moggafriður í skólum Nú ætlum við að feta í fótspor Tímamanna, sem í gær tóku svo- fellda klausu upp úr leiðara sem Morgunblaðið birti á laugardag- inn var, um þau tíðindi að „Grunnskólar taka til starfa". En í honum segir: „Pað ermikil nauðsyn aðfriður ríki í skólunum þótl sjálfsagt sé að skiptast opinberlega á skoðunum um markmið og leiðir skólastarfs- ins. Friður í skólum felst fyrst og fremst íþví, að starfið þar sé ekki truflað af deilum sem varða ekki nemendurna sjálfa. Hér er átt við kjaradeilur kennara og ríkisvalds- ins, sem því miður hafa nokkrum sinnum raskað starfi skólanna á undanförnum árum. Um það er ekki ágreiningur, að kennarar eru ekki öfundsverðir af launum sín- um og margir hœfileikamenn hafa< horfið frá kennslu vegna lágra launa. En þessar deilur verður að leysa án þess að nemendur gjaldi\ fyrir og það er ámœlisvert, ef reynt er að nota þá kjarabaráttu til framdráttar. Ef hið ríkisrekna skólakerfi stendur sig ekki íþessu efni hljóta foreldrar skólabarna að velta fyrir sér í ríkara mæli en áður leiðum einkaframtaks í menntun. Stofnun einkaskóla hefur aukið fjölbreytni í skólalíf- inu og ef til vill er fjölgun þeirra eina leiðin til að tryggja truflunar- laust skólastarf. Aðþessu atriði er vert að hyggja og láta um það rœða af fordómaleysi. “ Makalaus samsetningur reyndar. Fjölmiðlar eru fullir með fréttir um að kennara vanti um allt land og meira að segja á höfuðborgarsvæðinu verður að senda börn heim sem ekki fá neina kennslu. Út af þessu á- standi leggur Morgunblaðið á þann veg, að kennarar séu að vísu ekki ofsælir af laununum, en þeir megi ekki fara í kjarabaráttu „sér til framdráttar". Ekki verður annað séð að með fylgi einskonar hótun til kennara jafnt sem ann- arra sem málið varðar, að ef ekki verði „friður" í skólunum, þá muni Sjálfstæðismenn fyrir sitt leyti fjölga einkaskólum sem mest þeir mega. Og vegna þess að einkaskólar byggja m.a. á því að geta valið úr kennurum (með því að borga þeim hærri laun) og nemendum (m.ö.o. nemendum sem eiga foreldra sem geta borg- að þann aukakostnað sem af einkaskólahaldi hlýst) - þá verð- ur ekki betur séð en að hér sé með enn ákveðnari hætti en stundum fyrr boðuð mismunun skólabarna eftir efnahag foreldra. í stað þess að flokkur, sem ræður bæði menntamálaráðherra og fjármálaráðherra, horfist í augu við þann vanda sem hvert mannsbarn þekkir og mestu varðar um þær truflanir á skóla- starfi sem nú síðast kom fram í kennaraskorti: Það fólk sem kennaramenntun hefur, leitar annað, vegna lágra launa. Morgunblaðið vísar frá sér óþægilegum spurningum um kjaramál kennara. Og virðist um þau ekki eiga önnur svör en þau, að auka megi tekjur sumra kenn- ara - þeirra sem vinna í einka- skólum og geta sótt launauppbót í vasa þeirra sem betur mega sín. Allt í anda hins gamalkunna mórals: hver er sjálfum sér næst- ur og anskotinn hirði þann aft- asta. - ÁB. DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéc son. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í iausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.