Þjóðviljinn - 10.09.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1986, Síða 5
Haskoli Islands ■75 ára rannsóknir Arnþór Garðarsson dýrafræðingur: Rannsóknir sem þessar þarf að stunda mjög lengi til þess að fá marktækar niðurstöður. Kúnstin er bara að halda út...“ Mynd E.OI. Líffræðistofnun Kúnstin er að halda út Rætt við Arnþór Garðarsson dýrafræðing um rannsóknir hans á fuglalífi við Mývatn Arnþór Garðarsson dýrafræð- ingur starfar hjá Líffræðistofnun og hefur fengist við ýmsar rann- sóknir á vegum hennar ásamt starfsbræðrum sínum þar. Til þess að fræðast um þessar rann- sóknir heimsóttum við Arnþór á skrifstofu hans við Grensásveg og báðum hann fyrst að segja okkur frá athugunum sínum á fuglalífi við Mývatn. „Þessar athuganir hófust fvrir 13 árum. Ég var þá í náttúruvemd- arráði og við vorum að gera út- tekt á votlendissvæðum á Islandi og sérstaklega við Mývatn sem er mjög merkilegt í þessu tilliti. Petta var frekar gróf athugun og við notuðum við hana., Öugvél. Við hana varð ég : þess þó áþreifanlega var að það' h'afði orðið mikil breyting á ýmsum andastofnum á Mývatni. Þetta gerðist þegar bæði fugl og fiskur í Mývatni voru í mikilli lægð og menn höfðu miklar áhyggjur af þessu vandamáli. Endurnar eru langlífar Ég fór að hugleiða hvað gæti valdið þessu, hvort við gætum eitthvað gert til þess að bæta ást- andið, og hvort þetta stafaði af mannavöldum. Endur á Mývatni eru ákaflega langlífir fuglar og þess vegna breytast stofnarnir til- tölulega hægt á milli ára og í raun og veru vissu menn ekki hvað það var sem olli breytingunum. Með því að telja bæði fullorðna fugla og unga á hverju einasta ári samviskusamlega og afla okkur einfaldra upplýsinga getum við kannað fjölda tegunda og hvern- ig afkoman hefur verið á hverju sumri. Þetta er mikil vinna því það eru um 20.000 fuglar sem við teljum árlega og þarna eru 24 teg- undir anda. Síðan reynum við að afla okkur upplýsinga um fæðu- framboðið á Mývatnssvæðinu. Þetta eru tiltölulega einfaldar mælingar sem við framkvæmum á hverju ári en aðalkúnstin er að hafa úthaldið til að halda þessu áfram á hverju ári. Þurfum áratug til rannsókna Þessar mælingar segja okkur ekki mjög mikið á hverju ári þannig að það þýðir lítið að stunda svona athugun í tvö eða þrjú ár, við höfum þurft heilan áratug til þess að segja okkur það sem við vitum núna um hve mikið er af hverri andategund og reyndar af mýflugum líka síðustu tíu tólf árin. Með því að bera þetta saman getum við gert okkur grein fyrir því hvað það er sem, ákvarðar stærð og fjölda stofn- anna og það er takmark þessarra rannsókna. Þetta hefur þó miklu víðtækari merkingu að því leyti að þetta gefur okkur betri hug- mynd um hvernig svona stofnar takmarkast almennt. Breið takmörk fyrir dýrastofna er fæða í langflestum tilvikum og svo er um stofnana við Mývatn. Þetta þýðir að fjöldi hverrar andategundar ræðst af fæðuskil- yrðunum. Það er tiltölulega flók- ið að mæla allar þessar fæðuteg- undir sem að um er að ræða en við höfum mælt mýflugur með sér- stökum mýfluguveiðiútbúnaði. Þannig fáum við ákveðna vísitölu sem við getum borið saman á hverju ári og séð þannig hvort um aukningu eða fækkun á mýflug- um er að ræða, á milli ára. Mý- flugustofnarnir eru að koma út úr tölvunum hjá okkur núna og það er geysilega mikil vinna að flokka þetta niður í tegundir. En það hefur komið í ljós að þessir mý- flugustofnar eru mjög breytilegir á milli ára og við vitum það núna að bitmýið sem elst upp í Laxá, sem fellur úr Mývatni, er örugg- lega takmarkað af fæðu og út frá því reiknum við með því að svo sé einnig um annað mý og það séu einhverjar breytingar í þeirri fæðu í vatninu sem valda fækkun eða fjölgun mýsins. Þetta eiga menn hér eftir að skoða betur og það verk endist þeim eflaust næstu tíu árin. Fuglarnir ákveða staðinn Það má skipta þessum rann- sóknum niður á ýmis stig og núna erum við komnir á það stig að við höfum þokkalega góða hugmynd um hvað það er sem veldur breytingunum, í þessu tilviki fæð- an. Þá getum við farið að gera tilraunir og meta það miklu ná- kvæmar hvernig fæðan takmark- ar stofnstærðina. Við vitum að á svæði einsog Mývatni þar sem um farfugla er að ræða þá ræðst þéttleiki fugl- anna á flatareiningu af ákvörðun fuglanna sjálfra. Þeir meta þá hvort staðurinn sé góður til bú- setu og hvort fæði sé nóg og ef svo er ekki dreifa þeir sér öðruvísi og fara annað. Þetta ákvarðar hve mörg pör eru á svæðinu og hvað er hægt að framleiða marga unga. Afkoma ungviðisins er mjög mismunandi milli ára og ef for- eldrarnir gera þau mistök að velja fæðulausan stað þá deyja ungarnir einfaldlega. Það varð vart við mikinn ungadauða, sem stafaði af hungri þegar við vorum að byrja rannsóknir okkar 1975 og síðan aftur 1983. Fjöldinn sem kemur inn á svæðið ræðst sem sagt af ákvarð- anatöku fuglanna en hins vegar er ekki svo um sjálfan farfugla- stofninn sem kemur saman í Vestur-Evrópu á vetrum frá ís- landi og austur frá Síberíu. Sá stofn er kannski miklu stöðugri Og takmarkast jafnvel af allt öðr- um skilyrðum en þeim sem ráða á hverri varpstöð." - Eru þetta hagnýtar rann- sóknir? „Það eru hagnýtar hliðar á þessu, ef svo má segja. f tilvikinu með Mývatn þá er það mjög fróð- legt og einstakt vatn og menn vilja hafa sem mest líf í því. Og til þess að halda slíkri keðju gang- andi þá þurfa men að hafa ákaf- lega miklar upplýsingar til þess að vita hvað þeir eiga að gera. Það tekur gríðarlega mikinn tíma að afla slíkra upplýsinga og svo erum við með rannsóknir á öllum hryggdýrastofnum. “ Vantar fé og fólk - Nú eru stundaðar mjög margbreytilegar og víðtækar rannsóknir á vegum Líffræði- stofnunar, hvað er það sem helst stendur þessari starfsemi fyrir þrifum, Arnþór? „í fyrsta lagi er húsnæðisástand Líffræðistofnunar á mjög hættu- legu stigi. Stofnunin er dreifð á þrjá staði í borginni og við erum auk þess alveg einangraðir frá Háskólanum sjálfum. Og með sama framkvæmdahraða og er nú þá sjáum við ekki fram á að þetta lagist á næstu sjö árum. í öðru lagi erum við að burðast með láglaunakerfi hér sem passar ekki almennilega saman við há- tæknina. í svona vísindastörfum er ekki hægt að búast við því að menn eyði mjög miklum tíma í eftirvinnu því það er ekki greitt fyrir hana. Menn leiðast oft út úr rannsóknum vegna þess að lífs- baráttan er hörð og þetta er ein af leiðunum sem eru notaðar til þess að drepa niður rannsóknir. Þegar verkefni byggjast mikið á rannsóknarstofuvinnu þá þýðir það mikinn stofnkostnað í tækj- um og til þess að halda stofunni síðan gangandi þarf fólk. Þar er stór veikleiki hjá okkur og reyndar í öllu rannsóknarkerfinu. Við erum illa settir vegna þessa við Háskólann. Það vantar stöður fyrir fólk með tækniþekkingu sem getur rekið rannsóknarstofu, vegna þess að vísindamennimir eru oft drekk- hlaðnir kennslu og ýmsum stjórnsýslustörfum. Þar er enn einn veikleikinn, það vantar fólk í stjórnunarstörf líka svo að við þurfum ekki að vera að hlaða slíkri vinnu á vísindafólkið. Og þetta kostar allt peninga...“ Miðvikudagur 10. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.