Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVIUINH
Bókmenntir
Þjóðfélagsrýni,
Pátl
Valsson
karímennska
upp í senn dæmigeröa og ýkta mynd
af sérstæðu mannfélagi frumskógar-
lögmálsins.
Önnur ljóð bókarinnar eru hljóð-
látari og sýna hæfileika skáldsins til
að draga saman langt mál í knöppu
formi, til dæmis einni líkingu. Hér
má nefna ljóð sem heitir Oli Jóns-
minning sem felur í sér knappa en
djúpa mannlýsingu:
Böðvar Guðmunds-
son - „Sýnir nýja pó-
etíska vídd í Ijóðlist
sinni“
Tvíeitt streymir fljótið
tœrt og djúpt og lygnt
þar sem áradalsheiðin
er yfirskyggð
en brýtur leirugt
úr lágum eyrum
í byggð.
Vatnaskil er ljóðabók full af tog
streitu, átökum og innri spennu
Hún er ort af tilfinningu fyrir ljóð
máli og af þeirri gömlu þörf, ser
sýnir sig í því að menn hafa eitthvai
fram að færa. Böðvar Guðmundssoi
hefur sent frá sér prýðilega ljóðabó'
sem hann fylgir vonandi fastar efti
en þeim fyrri.
09 lýrík
Böðvar Guðmundsson
Vatnaskil
Mál og mennlng 1986.
Flestir unnendur skáldskapar
þekkja skáldið Böðvar Guðmunds-
son. Fram að þeim vatnaskilum sem
þessi ljóðabók er í hans yrkingum,
hafði hann gefið út þrjár ljóðabæk-
ur, smásagnasafn, hljómplötu og
margar vísur hans verið prentaðar
hér og þar auk varðveislu í munn-
legri geymd.
Menn vissu þvf af hagmælsku
Böðvars Guðmundssonar. En hitt
hefur mönnum kannski ekki verið
jafnljóst að hann ætti þá viðkvæmu
lýrísku taug sem kemur fram í þess-
ari ljóðabók. Hér eru nefnilega ein-
læg, kraftmikil og tilfinninganæm
ljóð, þrungin innri átökum í hugar-
heimi skáldsins. Allt gert af þekk-
ingu manns sem kann til verka. Með
öðrum orðum: Dálítið öðruvísi ljóð
en Böðvar hefur áður sent frá sér.
Að því leyti er þessi bók vatnaskil.
Hins vegar ber að hafa í huga að
Böðvar hefur ekki sent frá sér ljóða-
bók síðan 1971 og á þessum fimmtán
árum hefur kveðskapur hans
mestmegnis verið baráttuljóð eða
gamanvísur, hvorutveggja greinar
skáldskapar sem hann kann feikna
vel og flestum núlifendum betur. En
nú bætist ný vídd í póetíska rödd
Böðvars Guðmundssonar. Og mað-
ur hefur á tilfinningunni að flest
þessara ljóða séu tiltölulega mjög
nýlega ort.
Pað er líka mikill styrkur bókar-
innar hversu fjölbreytt yrkisefni
Böðvars eru. En um leið er þó ríkj-
andi ákveðið sjónarhorn sem gerir
hana mjög heildstæða. Mörg ljóðin
eru ort frá sjónarhóli miðaldra
manns sem íhugar líf sitt, hin göfugu
markmið og allt það sem til stóð, en
skoðar nú hvernig þau fóru. Og í
viðbrögðum ljóðanna vegast á von-
brigði og nostalgía. Einkum er áber-
andi söknuður skálds yfir sinni
heimasveit, og í bókinni fer mikið
fyrir náttúrudýrkandanum Böðvari
Guðmundssyni og minnir hann
stundum á ekki ómerkara skáld en
Snorra Hjartarson í afstöðu sinni og
ég fæ ekki betur séð en a.m.k. eitt
ljóð sé beinlínis til Snorra ort.
Hér er sumsé einkum ort um hrær-
ingar innra með mönnum, þann ótta
og ugg sem í mannshuganum býr. En
PÁLL
VALSSON
það er ekki bara litið um öxl. Böðvar
lítur til framtíðar og sýnist sem öðr-
um skáldum að ekki sé bjart yfir. Það
er dregið í efa að mannsgangan hafi
verið til góðs, en Böðvar bendir um
leið á þau verðmæti sem byggjandi er
á og nemur þar einkum staðar úti i
náttúrunni.
Bókin leiðir líka í ljós, sem þó vai
vitað, að Böðvar er skarpur þjóðfé-
lagsrýnir og yrkingar hans í þessari
bók um helsi og fjötra hins vinnandi
manns, fordóma og fasisma eru
smekklega gerðar. í ágætu ljóði sem
heitir Maradona tengir hann fótbolt-
ann þjóðfélaginu og beitir jafnframt
endurtekningum sem er mjög áber-
andi stílbragð í Vatnaskil:
Hefann
œpti hann lítill og dökkur
og eldfljótur að hlaupa
eftirlœti allra
og kominn þessa óraleið
frá landi frumskóganna
heimkynnum letidýra og krókódíla
og Indíána
með hvítan boltann á fimum tánum
og þessa líka litlu fjölskyldu
óltesa á hœlunum.
Pvílíkur undramaður og draumaprins.
Á áhorfendapöllum iðnríkjanna
bíðum við mikilla afreka
og þegar boltinn flaug í hornið á markinu
œtlaði allt um koll að keyra
og fólk lenti í illdeilum
um fyrirkomulag neyðarhjálpar
til bágstaddra
og kaþólska kirkjan klofnaði
í afstöðu sinni til frelsunarguðfræðinnar
margir féllu í yfirlið
og safnarinn
barðist um á hœl og hnakka
til að fá eiginhandaráritun.
En í landi frumskóganna
þar sem frumskógarlögmálið ríkir
gapti krókódíllinn gráðugum kjafti
og letidýrið svaf.
Indíánar gripu til vopna.
Fyrir utan að votta um knatt-
spyrnulegt innsæi Böðvars, því ljóð-
ið var ort fyrir heimsmeistarakenp-
nina þar sem nafn Maradona v, c á
hvers manns vörum, þá reynir Póðv-
ar í þessu ljóði að skoða suðuiamer-
ískt þjóðfélag þar sem knattspyrnan
er stór og þýðingarmikill þáttur í lífi
fólksins. Böðvar blandar þessu öllu
saman og nær fyrir vikið að draga
Myndlist
Flott en pottþétt
Ásta Ólafsdóttir er ein þeirra
mörgu íslendinga sem numið
hafa við Jan Van Eyck Akademí-
una í Maastricht í Hollandi og
virðist síður en svo lát á því að
myndlistarnemar leiti þangað til
framhaldsnáms. En nú er Ásta
sem sagt hér heima með „fjöl-
miðla“ (multi-media) sýningu á
öllum hæðum Nýlistasafnsins.
Því hun „ríður ekki við einteym-
ing í listsköpun sinni“ og stillir
upp verkum af mörgum stærðum
og gerðum unnum af ýmislegri
tækni. Hér eru málverk, hér eru
teikningar, hér er skúlptúr, hér er
instailasjón, hér er vídeó, hér er
hljóðverk og hér eru líka tvær
bækur. En þrátt fyrir þessa upp-
talningu er sterkur heildarsvipur
yfir sýningunni og kannski full
sterkur í smekk sínum.
Málverkin eru byggð af horn-
uðum formum sem eru þó fígúr-
atíf í raun og minna mig á
skemmtilegt verk sem ég sá einu
sinni eftir Ástu, þar sem hún
teiknaði hinar ýmsu tilfinningar
sem abstrakt form. En nú fær
áhorfandinn sjálfur að ráða í
þessar myndagátur sem hún á
snjallan hátt kallar stökur í stóru
„uppstillingunni," þar sem ór-
HALLGRlMUR
HELGASON
egluleg formin eru hvert um sig
inní öðru, sem lögun strigans er,
og mynda síðan saman stóra
formið á veggnum eins og vísur
heila rímu. En þó hugmyndin sé
ágæt er útfærslan of kaldranalega
dauf til þess að þetta verði
skemmtilegt, sem og í hinum
„venjulegu“ myndunum þar sem
vinnubrögðin eru allt of kraftlaus
til þess að útkoman verði annað
en smekkleg veggskreyting.
Þetta er alltof „seif“.
Hins vegar gengur þetta vel
upp í þeim eina skúlptúr sem á
þessari sýningu er. Par gengur
Ásta lengra á vit hins „óvænta“
og úr verður ögrandi innantóm
„Gersemi" sem er algjör ger-
semi, frábærlega fyndið og fallegt
verk. Fallegur er líka hljóðskúlp-
túrinn á efri hæðinni en einhvern
veginn allt of saklaus og smekk-
legur, allt að því væminn. Fín-
unnin formin halla sér hvort upp
að öðru í kringum ljósið sem
drýpur með japönskum hljóðum
niður úr hátalaranum.
„Af tímans rás“ heitir mynd-
bandið sem sýnt er á sýningunni
og er einskonar fjölskyldumynd
með þremur persónum af þremur
kynslóðum. Þær benda hver í sína
áttina og fyrir þeim snýst veröld-
in, eins og klukka, hvort sem er
um „gamla húsið“ eða í tívolí nú-
tímans. Þetta er fallega unnið í
skemmtilega grófum litatónum
sem minna á gamiar fjölskyldual-
búmsmyndir, en er of tilgerðar-
legt á köflum, eins og þegar
„konan" og „drengurinn" leggj-
ast í urðina. Þá vekur þessi mynd
einnig upp gamla spurningu um
það hvers vegna verk vídeólista-
manna þurfi svo oft að vera
leiðinleg. Og hvernig manni geti
leiðst meira við að horfa á „lif-
andi mynd“ á skermi en
„steindautt málverk“ á vegg.
í heildina séð er þessi sýning,
eins og áður sagði, full listræn, of
pottþétt til þess að maður finni í
henni óvæntar upplifanir. Það er
eins og „pælingin" beri „kýling-
una“ ofurliði.
Að lokum vil ég þó benda fólki
á þær tvær bækur eftir Ástu sem
liggja frammi ásamt nokkrum
hljóðverkum á kassettum. En
þessar bækur eru með skemmti-
legri lesningum og leyfi ég mér að
vitna í aðra þeirra ef ég þýði rétt:
„Við kæmust örugglega öll sam-
an fyrir á þessari trjágrein ef við
tækjum af okkur skóna.“
Sýningu Ástu Ólafsdóttur lýk-
ur á sunnudagskvöld.
Laugardagur 20. september 1986 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 7