Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kratablíða í meira en fjóra áratugi hefur vera erlends her liðs á íslandi verið sem fleinn í holdi íslenskrar þjóðar, sem meira að segja hefur kveinkað sér við að ræða þetta vandamál á opinskáan hátt. Og sú umræða sem hefur átt sér stað hefur einkennst af sterkum tilfinningum og miklum sárindum. Umfram allt skulum við ekki gleyma því að þessum her var á sínum tíma þröngvað upp á þjóðina. Jafnvel þegar heimurinn lá í sárum eftir blóðuga styrjöld í sögu alls mannkyns ríkti engin þjóðarsamstaða um nauðsyn þess að ísland tæki þátt í hernaðarbrölti, jafnvel ekki með þeim þjóðum sem forðuðu heimsbyggðinni frá því að lenda undir hæl nasismans. Þessi herseta hefur sundrað þjóðinni. íslenskir andófsmenn hafa unnið ómetanlegt starf með því að láta okkur ekki gleyma því eitt andartak að vera erlends herliðs á íslandi er ekki sjálfsagður hlutur. Þegar gengið var frá herstöðvasamningnum á sínum tíma má ætla að það hafi sumpart verið gert til að tryggja framtíðaröryggi ófæddra kyn- slóða. Margir telja nú með fullum rétti að það öryggi sé heldur ótryggt, þrátt fyrir hersetuna - og hefði verið betur tryggt án hennar. En hvað sem því líður eru nú komnar nýjar kynslóðir sem verða sjálfar að taka sér ákvörðunarrétt í sínum öryggismálum og arfa sinna. Sú ábyrgð hvílir nú á herðum íslendinga að skoöa stöðuna af alvöru og raunsæi. Sem stendur erum við í varnarsamstarfi við Banda- ríkjamenn. Það samstarf þurfum við að hafa í stöðugri endurskoðun: Hvers konar samstarf skapar íslendingum mest öryggi? Hvernig getum við starfað náið með þúsund sinnum stærri þjóð án þess að stefna íslensku þjóðerni í hættu? Hvernig förum við að því að verja íslenskt efnahagslíf gegn erlendri ásælni? Við þurfum að rannsaka ofan í kjölinn hverjir það eru sem hafa frá fyrstu tíð gert sér varnir og öryggi landsins að féþúfu. Og við þurfum að koma í veg fyrir að gróðahyggjan fái nokkurn tímann að hafa áhrif á það hvernig við höldum utan um öryggishagsmuni okkar. Framsóknarflokkur og Kvennaframboð virð- ast hafa skynjað alvöru þessa máls, eða alténd kröfu almennings um að eitthvað verði aðhafst. Alþýðuflokkurinn er hins vegar gæfulítill að vanda. Þar kemst engin skynsamleg hugsun að. Óbreytt ástand, segir Alþýðuflokkurinn, nema hvað athuga þarf hvort ekki sé hægt að græða meira á hernum! Eða eins og varafor- maður Alþýðuflokksins sagði í viðtali við Þjóð- viljann fyrir fáeinum dögum: „Mín skoðun er sú að við eigum að endur- skoða fyrirkomulag flutninga frá og til hernum, framkvæmd verktakastarfsemi í tengslum við hann og þá á ég við að afnema eigi einokun íslenskra aðalverktaka á því sviði og loks þarf að endurskoða tollfrjáls aðföng til hersins". Eftir meira en fjögurra áratuga hersetu, eftir móðganir og ósvífin afskipti Bandaríkjanna af íslenskum innanríkismálum, eftir að þjóðin hef- ur verið sundruð í hermálinu í nær hálfa öld, sér Alþýðuflokkurinn ekki annað athugavert heldur en hvernig hugsanlegt sé að græða pínulítið meira á hernum! Þetta er dapurleg afstaða. En þó skiptir það ekki meginmáli þótt Alþýðuflokkinn dagi uppi. Það sem skiptir máli er að tillögur Alþýðubanda- lagsins eiga sér sterkan hljómgrunn meðal þjóðarinnar: Endurskoðum varnarsamninginn. Tryggjum öryggi þjóðarinnar. Tryggjum sjálfstæði ís- lensks efnahagslífs fyrir erlendum áhrifum. Sameinum þjóðina um þá hagsmuni sem öllum íslendingum eru sameiginlegir. Og lítum fram til þess dags, þegar íslensk þjóð getur búið ein og óháð í landi sínu. Þetta eru þau hagsmunamál sem íslenskir vinstri menn munu vinna að, meðan Alþýðu- flokkurinn reikar um og býður hernum blíðu sína í von um fáeina silfurdali. -Þráinn LJÖSOPIÐ Mynd: Einar Ól. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins- son. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Bla&amenn: Garðar Guðjonsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Simvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.