Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 9
Stjörnugjöf: ★ ★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg Löggulff í L.A. ÞJÓVILJINN 100 ÁRA Tímarit Barna- bók- menntir ræddar Þriðja hefti Tímarits Máls og menningar þessa árs er kom- ið út og er það einkum helgað íslenskum barnabókum. Fjöl- margir höfundar skrifa um enn fleiri barnabókahöfunda og yfirlitsgrein um barnabæk- ur áranna 1980-1985 skrifar ritstjóri Tímaritsins og barna- bókamenntapáfinn Silja Aðal- steinsdóttir. Þá má nefna viðtal við Guð- rúnu Helgadóttur rithöfund með meiru, og enn kennir fleiri grasa á vel grónum síðum þessa tímarits sem gefið hefur verið út í 47 ár. Smásögur eru eftir Einar Má Guðmundsson og franska rit- höfundinn Marcel Aymé. Ljóð birta Gyrðir Elíasson, Ólafur Sveinsson, Gunnar Sigursteins- son, Böðvar Bjarki og Kristján Árnason á tvær sonnettur, önnur fjallar um apa og menn og í henni segir: forfeður þjóðar sem bisar við björg sér að snapa og borgar af kappi vexti af erlendum lánum. Væri það annars úr háum söðli að hrapa ef héngjum við aftur og sveifluðum okkur á tánum... Sjón skrifar grein um texta Einars Arnar Benediktssonar og þá má nefna þegar fleyga ádrepu Guðbergs Bergssonar sem heitir „Sæta liðið sýnir stjórnmálaand- iit sitt.“ - pv ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Afmælisnefnd Þjóðviljans Dagskrá úr verkum Jóhannesar úr Kötlum í umsjón Bríetar Héðinsdóttir og Maríu Sigurðardóttur verður haldin í GERÐUBERGI sunnudaginn 21. september kl. 16.00 Flytjendur: Erlingur Gíslason Bríet Héðinsdóttir Jóhann Sigurðarson María Sigurðardóttir Háskólakórinn flytur Sóleyjarkvæði undirstjórn Árna Harðarsonar. Inga J. Backman syngur við undirleik Þórhildar 'Björnsdóttur. Jóhannes úr Kötlum er upphafskafli myndarinnar, sem virðist ekki í beinu samræmi við það sem á eftir kemur, og hreint fáránlegt upphafslag, sem vinnur á móti öllu því sem sést á tjaldinu. Það hvarflaði að mér að gleymst hefði að slökkva á hús- segulbandinu eftir að filman tók að rúlla, slíkar voru andstæðurn- ar. En hvað um það, Friedkin fann sér smám saman farveg og myndin batnaði að sama skapi með hverri mínútu. Styrkur „Á fullri ferð í L.A.“ felst í raunsæi sögunnar. Richard Chance (William L. Petersen) og Jim Hart eru einhvers konar leyniþjónustumenn sem taka að sér hættuleg verkefni sem krefj- ast (fífl)dirfsku, snerpu og vopnfimi. Á milli þeirra ríkir virðing og vinsemd, og þeir eru því eins konar tím (einhvers stað- ar rakst ég á orðið teymi) innan glæpalögreglunnar. Eftir að Hart hefur verið aflífaður, helst til rækilega, af slátrara peninga- falsarans Erics Masters (William Dafoe), einsetur Chance sér að ná fram blóðugum hefndum. Sér til aðstoðar fær hann John nokk- urn Vukovits (John Pankow), sem er frekar lítill fyrir mann að sjá. Og nú hefst afdrifarík rimma við frístundamálarann og kyn- tröllið Eric Masters, og inní hana dragast aðilar sem hafast ólíkt að, og hafa náð mishátt í metorða- stiganum, hvorumegin laga sem er. Frásögnin er taktföst og spenn- andi og að sjálfsögðu er boðið uppá bílahasar við erfiðar að- stæður. Þar er Friedkin reyndar í talsvert vondum málum, því hann stendur frammi fyrir því að þurfa að fara framúr sjálfum sér, hvað áhrifamátt rallísins varðar. Spyrnan fer fram á hafnarsvæði og hraðbrautum L.A. og að þessu sinni á engin kona með bamavagn leið yfir götuna. Segja má að Friedkin sleppi fyrir horn, hann kann þetta alla vega betur en flestir aðrir. Það vakir ekki fyrir Friedkin að upphefja lögregluna við skyldustörf (sem Chance lítur greinilega á sem teygjanlegt hug- tak). Það er í raun ekki mikill munur á löggum og bófum. Með- ulin sem þeir nota em svipuð. Báðir hóparnir múta, ræna og ruppla, báðir drepa ef nauðsyn krefur ; ergo: báðir brjóta það sem við köllum lög. Það var ágætlega til fundið hjá Friedkin að fá tökumanninn Robby Muller til liðs við sig. Robby er Þjóðverji og hefur unn- ið með mörgum af bestu leik- stjórum Þýskalands, en þekktast- ur er hann fyrir samstarf sitt við Wim Wenders, t.d. í París, Tex- as. Myndrammar hans eru að vanda eyðilegar og hafa vissa „road“ áferð sem hentar Friedkin vel og eiga stóran þátt í að skapa trúverðugt andrúmsloft myndar- innar. Ekki er ég vel að mér um aldur og fyrri störf aðalleikara þessarar ágætu myndar, en allir eru þeir hlutverkum sínum vaxnir. Wil- liam L. Petersen og John Pankov eru prýðispar og Willem Dafoe er kúl gæi, eins og þeir gerast sval- astir. Það er kannski ljótt að bera „Á fullri ferð í L.A.“ saman við meistaraverk Friedkins „Franska sambandið“, enda líður nýja myndin fyrir þann samanburð. Hana má þó hiklaust telja til betri verka skapara síns, því honum hafa verið nokkuð mislagðar hendur. Mér geðjaðist t.d. lítt að „Særingarmanninum" (The Ex- orcist) enda fékkst Friedkin ekki til að endurtaka það ævintýri fremur en „Franska sambandið", og lét það öðrum eftir. -H.O. undirheimanna, spilling innan lögreglunnar og mannlegir brest- ir ýmissa hörkutóla, sem sumir hverjir hafa lögin bak við sig. Vígvöllurinn hefur færst frá New York til Los Angeles og einnig þar er barist uppá líf og dauða. Það hefur verið heldur hljótt um Friedkin undanfarin ár, og því var ekki laust við að nýja sköpunarverkið vekti vissa eftir- væntingu. í fljótu bragði má segja að meginmunur átakanna í L.Á. nú og þeirra í Brooklyn um árið felist í þeirri þróun sem orðið hef- ur í gerð spennumynda á undan- förnum árum. Hér er klippt hraðar og meira lagt uppúr hljóð- effektum og dynjandi rokktón- list. (Einnig hér er verið að hugsa um tónlistarmyndböndin). Eitthvað virtist mér Friedkin ráðvilltur til að byrja með, eins og hann hefði ekki lagt niður fyrir sig stíl myndarinnar og væri að þreifa sig áfram. Dæmi um þetta Löggulíf í L.A. ★★★ Á fullri ferð í L.A. (hallærisleg þýð- Ing) (To Live and Die in L.A.). Bíóhúsið. Bandarísk 1985. Leikstjórl :Vf\\\iam Friedkin. Handrlt: William Friedkin og Gerald Petiavich. Framleiðandi: Irving H. Levin. Kvikmyndataka: Robby Muller. Tónlist:Wang Chung. Helstu leikarar. VIMam L. Peter- sen, Willem Dafoe, John Pankow og Dean Stockwell. Hver man ekki eftir „Franska sambandinu" (French Connecti- on I), löggumyndinni mögnuðu sem dró upp raunsæja og kald- ranalega mynd af högum New York lögreglunnar og baráttu hennar við franskættaða eiturlyfjasmyglara í Brooklyn? Hver man ekki eftir bflaeltinga- leiknum æsilega sem gekk svo aftur í ótal spennumyndum, mis- vel framreiddur, og hver man ekki eftir óborganlegum leik þeirra Genes Hackman og Roys Scheider? Nú, maðurinn sem átti heiðurinn að öllu þessu heitir William Friedkin og hann er nú mættur til leiks á ný, eldhress og sprækur. Enn á n,y er við- fangsefnið fremur vonlaus bar- átta lögregiunnar við drottna HILMAR ODDSSON Tónleikar Sinfónía æskunnar Ungt og efnilegt tónlistarfólk mun halda mikinn konsert í sal Menntaskólans við Hamrahlíð á sunnudaginn klukkan sautján. Einleikari á fiðlu verður Gerð- ur Gunnarsdóttir, en hún tók þátt í mörgum Zukofsky náms- keiðum, fyrirrennara SÆ, og er hún núna við framhaldsnám í Bandaríkjunum en hefur verið leiðbeinandi strengja á þessu námskeiði. Stjórnandi er Mark Reedman, og er þetta í annað sinn sem hann stjórnar SÆ. Tónleikarnir eru afrakstur námskeiða sem 85 ungmenni víða af landinu hafa sótt og spilað undanfarna tíu daga. Kjörið tæk- ifæri til að ná forskoti og hlýða á Sinfóníuhljómsveit framtíðarinn- ar. - Pv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.