Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 3
Lengist þá ekki góðærið líka?! Námsmenn Aðförað jafnrétti Námsmannahreyflngarnar Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Iðnnemasamband íslands, Samband íslenskra námsmanna erlendis og Stúdentaráð Háskóla Islands hafa sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem lýst er fullri and- stððu við hugmyndir fulltrúa stjórnarflokkanna um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenSkra námsmanna. í yfirlýsingunni segir meðal annars: Námsmannahreyfingarnar telja að í þeim sé í öllu vikið frá þeim grundvallarhugsjónum sem eiga að liggja að baki Lánasjóði íslenskra námsmanna, þ.e. að tryggja öllum jafnrétti til náms, burtséð frá efnahag og búsetu. Félagsfundur Félags Vinstri- manna í Háskóla íslands hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: „Til- lögur um vexti og lántökugjöld ganga þvert á hugmyndina um fé- lagslegan framfærslusjóð og gera það að verkum að margir náms- menn myndu verða að bera óbrúanlega greiðslubyrði að loknu Iangskólanámi.“ -vd. Loðnumiðin Sjómaður lést Skipverjinn á loðnuskipinu Þórði Jónassyni frá Akureyri sem féll útbyrðis aðfaranótt fimmtu- dagsins hét Sölvi Sölvason. Hann var 29 ára gamall og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Fatlaða konan sem lést á svip- legan hátt í íbúð sinni í Hátúni um síðustu helgi hét Kristín Halldórs- dóttir. Hún var 31 árs gömul. Kristín var virkur þátttakandi í félagsmálum fatlaðra og átti meðal annars sæti í æskulýðs- nefnd Sjálfsbjargar í Reykjavík. __________FRFTTIR__________________ Hafnarfjörður Deilt um dagvist Undirskriftasöfnun gegn byggingu dagvistarheimilis við Hamarinn. Framkvæmdum hefur verið frestað um sinn. Utifundur ídag Deilur hafa risið á milli bæjar- yfirvalda í Hafnarfirði og íbúa við Hamarinn þar í bæ vegna fyrirhugaðrar byggingar dagvist- arheimilis í grennd við Flensborg- arskóla. Undirskriftasöfnun er í gangi þar sem íbúarnir mótmæla byggingunni og í dag verður úti- fundur við Hamarinn og hefst hann kl 14.00. Bæjarráð Hafn- arfjarðar hefur hins vegar ákveð- ið að fresta frekari framkvæmd- um þar til áiit skipulagsnefndar liggur fyrir. Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari í Flensborg sagði í sam- tali við Þjóðviljann að þetta svæði í grennd við Hamarinn væri frátekið sem grænt svæði í aðal- skipulagi, með þó því skilyrði að þar mætti reisa opinberar bygg- ingar. „í mínum huga var sá skilningur alltaf á þessu ákvæði að þar væri átt við Flensborgar- skólann. Þess vegna mótmælti ég strax þessari ákvörðun að reisa dagvistarheimili á þessum stað og fræðsluráð Hafnarfjarðar tók undir það álit mitt. Ég óttast mjög að það verði girt fyrir fram- kvæmdamöguleika skólans og þess vegna er ég á móti því að reisa heimilið þarna. Auk þess finnst mér fyrirhuguð bygging spilla umhverfi Hamarsins sem er friðaður sem náttúruvætti,“ sagði Kristján Bersi. Ekki náðist í Guðmund Arna Stefánsson bæjarstjóra í gær en Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarritari sagði að á fundi bæjarráðs 15. september sl hefði málinu verið vísað til skipulags- nefndar. „Þar með opnást mögu- leikar fyrir alla aðila að koma at- hugasemdum á framfæri því deili- skipulag að svæðinu verður þá auglýst. Þangað til verður ekki hafist handa við bygginguna og tíminn verður síðan að leiða í ljós hver framvindan verður,“ sagði Gunnar Rafn að síðustu. Fundurinn við Hamarinn hefst kl 14.00 í dag eins og áður sagði og mun Kristján Bersi flytja þar ræðu. _v. Aase Bömler Olsen, Hjördis Hanusen, Johan Petersen og Rita Didriksen voru í bás færeysku ferðaskrifstofunnar Tora Tourist. Að sögn eigandans Samal Blahamar starfar hún mest yfir sumartímann og er eina ferðaskrifstofan í Færeyjum sem er með skipulagðar hópferðir. Ljósm. Sig. Laugardalshöll Ferðakaupstefna norðursins Um 200félög ogfyrirtæki á kaupstefnu Grænlendinga, Fœreyinga og íslendinga Pað var sannarlega kliður nor- rænna tungumála er Þjóð- viljamcnn lögðu leið sína niður í Höll í gær. Við hittum fyrir Jónas Hallgrímsson, formann ferða- málanefndar Vest-Norden, en hún starfar til að efla samstarf Færeyinga, Grænlendinga og ís- lendinga í ferðamálum. Þessi lönd sem liggja í norð- vestri eru n.k. útstaðir ef svo má segja og tilgangur með kaupstefnunni er að leiða saman aðila sem eiga þess ekki kost að hittast nema með ærnum til- kostnaði, fjarlægðanna vegna. Til sannindamerkis um áhuga á kaupstefnunni má nefna að við bjuggumst við að 60 - 70 aðilar tækju þátt í henni en þeir urðu tæplega 200 þegar allt kom til alls. Þetta er ekki einungis samstarf Færeyinga, Grænlendinga og ís- lendinga því hér eru einnig 12 söluaðilar frá Evrópu- og Amer- íkulöndum. Þetta Vest-Norden samstarf hófst 1980 og 1985 feng- um við fyrir tilstilli Norðurland- aráðs fastan starfsmann. Afrakst- ur starfs hans og nefndarinnar sést hér í Höllinni," sagði Jónas Hallgrímsson að lokum. Þess má geta að lokum að ferðakaup- stefnan verður opin um helgina. -GH Kjararannsóknarnefnd Vinnutíminn lengist Vinnutíminn áfyrsta ársfjórðungi 1986 mun lengri en á sama ársfjórð- ungil985. Mestlenginghjá verkamönnum, verkakonum ogkörlum við afgreiðslustörf. Helgi Tómasson: Varasamt að draga ályktanir af þessum tölum Vinnuálag virðist hafa aukist á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama ársfjórðung 1985. Þetta kemur fram í nýút- komnu Fréttabréfi Kjararann- sóknarnefndar. Mest er aukningin hjá verka- mönnum, verkakonum og körlum í afgreiðslustörfum, eða um0,8%. Verkamaðurvinnur nú að meðaltali 51,8 tíma á viku, verkakona 44,8 tíma og karlar í afgreiðslustörfum 47,9 tíma. Vinnutíminn er styttri hjá ein- um hópnum, en það er hjá kon- um við afgreiðslustörf, hafði hann styst um 0,2% og er nú 46,5 klst. Hjá öðrum hópum hafði vinn- utíminn lengst örlítið, um 0,5% hjá körlum við skrifstofustörf en bara um 0,1% hjá konum við sömu störf. Hjá iðnaðarmönnum hafði vinnutíminn lengst um 0,4%. Helgi Tómasson, starfsmaður Kjararannsóknarnefndar, sagði að hér væri um að ræða úrtak af um fjórðungi allra félaga í ASÍ. Hann taldi þó varasamt að draga ákveðna ályktun af þessum tölum þar sem vinnutíminn væri mjög miklum sveiflum háður, t.d. væri vinnutíminn á fyrsta ársfjórðungi 1986 styttri en á síðasta fjórðungi ársins 1985. Þannig hefði vinnu- vika verkamanns á höfuðborgar- svæðinu styst úr 51,2 stundum í 51,0 stund á milli síðasta ársfjórð- ungs 1985 og fyrsta ársfjórðungs 1986. Og verkamanns utan höf- uðborgarsvæðisins úr 53,9 í 52,4 klst. -Sáf ÖRFRÉTTIR Lánskjaravísitalan sem gildir fyrir október er 1.55% hærri en sú vísitala er gildir í þessum mánuöi. Hækkun láns- kjaravísitölunnar miöaö við heilt ár 20.2% en síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 13.2%. Óli Jakobsen formaður Fiskimannafélags Færeyja hefur tekið við sem for- maður Verkalýðshreyfingarinnar í N-Atlantshafi sem er samstarfs- vettvangur verkalýðshreyfingar- innar í Færeyjum, á Grænlandi og íslandi. Fráfarandi formaður var Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Flúormengun frá álverinu í Straumsvík mældist minni á sl. ári en áður samkvæmt mælingum Flúornefndar. Sýndu mælingar að dreifing flúors í um- hverfi álversins sé í jafnara og minna mæli en áður. Samvinnuskólinn viö Bifröst hefur breytt náms- skipulagi sínu þannig að skólinn starfar nú eingöngu á 3ja og 4. ári framhaldsskólastigsins og sam- vinnuskólapróf jafngildir nú stúd- entsprófi. Sólbað er nú í boði fyrir konur sem sækja Sundhöll Reykjavíkur en opnuð hefur verið sólbaðsstofa í Sund- höllinni. Hver tími kostar I40 kr. og 10 tímar II00 kr. Grænu línuna kallar Blómaklúburinn símatíma þar sem Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur mun svara fyrirspumum áhugafólks um blómarækt. Hafsteinn verður við símann á þriðjudögum frá kl. 18 - 20 og síminn er 688300. Færeyingar eru byrjaðir að kaupa steyptar byggingaeiningar frá Bygginga- iðjunni í Reykjavík. Búið að er flytja úr 2I8 tonn af steypueining- um og næsta pöntun er uppá 524 tonn. Útflutningsverðmæti er um 4 miljónir kr. Jarðvarmaveitur ríkisins eru nú komnar í eigu Landsvirkjunar sem greiddi veiturnar og jarðhitaréttinn í Bjarnarflagi I20 miljónir með I5 ára verðtryggðu skuldabréfi sem ber 3% vexti. Árekstur varð á hádegi í gær á horni Gullteigs og Laugateigs í Reykja- vík milli tveggja bfla. Farþegi úr öðrum bflnum var fluttur á slysa- deild. Laugardagur 20. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.