Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 12
DvEGURMAL ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagid í Börgarnesi Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 23. september í Röðli klukkan 20.30. Gestir fundarins verða Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson. Allir félagar velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandaiagið Akranesi Félagsfundi frestað Félagsfundinum sem átti að vera mánudaginn 22. sept. er frestað um óákveðinn tíma vegna bæjarmálaráðsfundar. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Abl. Vestfjörðum Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldin á Suðureyri við Súgandafjörð dagana 27. og 28. september. Nánar auglýst síðar. Stjórn kjördæmisráðs Abl. á Vestfjörðum. Alþýðubandalagið Grundarfirði Félags- fundur Félagsfundur verður haldinn miðvik- udaginn 24. september í húsi félags- ins Borgarbraut 1 og hefst kl. 20.30. Gestir fundarins verða þeir Svavar Gestsson formaður AB, og Skúli Al- exandersson alþingismaður. Allir félagar velkomnir. Stjórnin. Svavar Skúli Alþýðubandalag Héraðsmanna Aðalfundur Alþýðubandalagsfélag Héraðsmanna boðar til aðal- fundar mánudaginn 29. sept. n.k. kl. 20.30 í Vala- skjálf. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmis- ráðs. 3) Önnur mál. Helgi Seljan alþingismaður heimsækir fundinn. Kaffiveitingar á vegum félagsins. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Helgi Seljan. Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsfundur ABK boðar til félagsfundar mánudaginn 22. september í Þinghóli kl. 20.30. Heimir Pálsson bæjarfulltrúi mætir og ræðir um viðhorfin í bæjarmálunum og Geir Gunnarsson alþingismaður ræðir um viðhorfin fyrir kom- andi kosningar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Heimir Geir Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Félagsfundir Fundir verða haldnir hjá Alþýðubandalaginu á Raufarhöfn mánudaginn 22. sept. kl. 20.30 og hjá Alþýðubandalagsfélagi Þórshafnar og nágrennis í kaffistofu frystihússins kl. 20.30. Rætt um starfið framundan og kosning- aundirbúning. Steingrímur Sigfússon alþingismaður mætir á fundina. Allt stuðningsfólk og nýir félagar sérstaklega velkomnir. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 25. sept. kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur Félagar fjölmennið. Stjórnln. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 22. september í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: 1) Bæjarstjórnarfundur þriðjudaginn 23. september. 2) Starfið framundan. 3) Önnur mál. Allir félagar og stuðningsmenn hvattir til að mæta. - Stjórnin. Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu Skrifstofur félagsmálaráðuneytisins verða lokað- ar mánudaginn 22. september næstkomandi vegna flutnings úr Arnarhvoli í Hafnarhúsið í Reykjavík. Skrifstofur ráðuneytisins eru frá og með 23. sept- ember á 4. hæð í Hafnarhúsinu. Símanúmer ráðuneytisins 25000 er óbreytt. Félagsmálaráðuneytið, 19. sept. 1986 Bubbi með óþekktum aðdáanda í afmæli Reykjavíkur á Arnarhóli. Ljósm. E.ÖI. Ritskoðað rabb við Bubba Morlhens Bubbi Morthens og hljóm- sveit hans MX21 urðu að gera hlé um óákveðinn tíma á hljómleikaferð sinni um landið vegna lasleika söngvarans í hálsi. En þrátt fyrir ráðlegg- ingar vísra manna um annað ann Bubbi sér ekki langrar hvíldar, né raddböndunum, og ætlar að halda veglegan konsert í Austurbæjarbíói laugardaginn 4. október, meira að segja tvo sama dag- inn kl. 19og 22!Slegiðvará þráðinn til Bubba og spurt ör- lítið um nútíð og framtíð. Það væri synd að segja að lognmolla væri í kringum mann- inn. Auk hugsjónastarfs hér heima, sem enn er ekki allt kom- ið á daginn, er líka málum að sinna á erlendri grund. En undir- rituð lofaði að þegja yfir þessum spennandi fréttum, þótt erfitt sé. En hvernig viðtökur hefur MX21 fengið? - Mjög góðar. Meira að segja svo góðar að mér hefði aldrei dottið slíkt í hug. Ég vil helst líkja þessu við fyrri part Egó- tímabilsins. Annars erum við lík- ari Utangarðsmönnum, músík- lega séð. Hins vegar er nýja efnið ekkert líkt því sem ég hef gefið út áður - ég hef alltaf verið þannig að afgreiða eitt tímabil og byrja svo á einhverju nýju. Það er leiði- gjarnt að vera alltaf að spila það sama, en maður verður samt að leyfa einhverju af því gamla að fljóta með. Af því líkar mér best við Utangarðsmannaefnið, jú, og örfá Egó-lög. - Þú ert ekki hættur að trúba- dorast, einsog þú hótaðir... - Nei, ekki alveg. Ég komst bara ekki upp með það. Ég verð t.d. einn með gítarinn þarna í Austurbæjarbíói, áður en ég sameinast MX21... ég er svona eins og Dylan, laumast úr kassan- um í rafmagnið. Annars koma Bjarni Tryggva og Langi Seli og stutti Kommi líka fram á þessum hljómleikum. - Eru þeir haldnir af einhverju sérstöku tilefni? - Já, við erum að kynna plöt- una mína sem ég gerði í Svíþjóð með Christian bassaleikara í Imperiet. Hún kemur líklega út seint í nóvember... og þá gætu ýmsar dyr opnast... Og hér er sem sagt ritskoðunin skollin á og best að vinda sér í þekktari málefni, stuðning Bubba við Kvennaathvarfið. - Það er algjör skömm hvað borgarstjórn er nánasarleg við kvennaathvarfið. Það er eins og þetta fólk sé blint. Ég vil að minnsta kosti ekki trúa að þetta sé af mannvonsku, frekar að það sé heimska. En ofbeldi á heimil- um er ekki síður algengt hér en erlendis, og ekki síður gagnvart börnum en konum. Við Viðar Arnarson erum búnir að plana nokkra konserta til styrktar Kvennaathvarfinu. Þetta verða fjölskylduhátíðir með fjöl- breyttum skemmtiatriðum. Með- al annarra koma fram Edda Þór- arinsdóttir og fleiri leikkonur, Karl Ágúst Úlfsson, söngvararnir Kristinn Sigmundsson, Ragnar Bjarnason og Diddú, Gunni Þórðar og fleira fólk, auk mín. Þessir konsertar verða á Akur- eyri þann 10. október, hér í Háskólabíói þann 11. og á Sel- fossi, en dagurinn hefur ekki ver- ið ákveðinn þar. - Ertu vongóður um árangur? - Mér finnst sjálfsagt að not- færa mér þá aðstöðu sem ég hef til að vekja fólk til umhugsunar og reyna að fá það til að taka jákvæða afstöðu til mikilvægra mála, eins og t.d. Kvennaat- hvarfsins. En þetta er ekkert auðvelt, maður verður að leggja sig allan fram, því að eins og sagt er þá þýðir ekki að reyna að kveikja eld í sálum annarra, ef það bara rétt rýkur úr þinni. A Vinsœldarlistar 18. - 24. september Rás 2 Bylgjan 1. ( 1) 2. ( 3) 3. ( 2) 4. (10) 5. ( 7) 6. ( 6) 7. ( 8) 8. ( -) 9. ( 5) 10. ( 4) 11. ( 9) 12. (14) 13. (27) 14. (11) 15. (16) 16. (15) 17. (13) 18. (12) 19. ( -) 20. (23) La Isla Bonlta Madonna ( 6) Ég vll fá hana strax (Korter i þrjú) Greifarnir ( 9) Braggablús Bubbi Morthens ( 6) Thorn In my slde Eurythmics ( 2) Stuck wlth you Huey Lewis and the News ( 3) I wanna wake up with you Boris Gardiner ( 5) Ladyinred ChrisdeBurgh ( 8) Hollday rap M.C. Miker and DJ Sven ( 1) Dreamtlme Daryl Hall ( 5) Hesturinn Skriðjöklarnir ( 9) Take my breath away Glory of love Touch me (I want your body) Thls is the time Dancing on the celllng Where dld our heart go Human Rage Hard (I just) died in your arms Somacho Berlin ( 3) Peter Cetera ( 9) Samantha Fox ( 2) Dennis DeYoung ( 4) Lionel Richie ( 8) Wham! ( 4) Human League ( 3) Frankie goes to Hollywood ( 3) Cutting Crew ( 1) Sinitta ( 2) 1. La Isla Bonlta - Madonna 2. Holiday Rap - MC Miker G & Deejay Sven 3. Dancing on the Celling - Lionel Richie 4. Braggablús - Bbbi Mortens 5. Með vaxandi þrá - Geirmundur og Erna 6. Human - Human League 7. The Lady In Red - Chris de Burgh 8. So Macho -Sinitta 9. Venus - Bananarama 10. Papa don't preach - Madonna 11. Hesturinn - Skriðjöklar 12. Don't leave me this way - Communards 13. We don’t have to - Jermaine Stewart 14. Dreamtime - Daryl Hall 15. I want to wake up with you - Boris Gardener 16. Ástaróður - Pétur og Bjartmar 17. Ég vll fá hana strax - Greifarnir 18. Sweet Freedom - Michael McDonald 19. Shout - Lulu 20. True Blue - Madonna 21. (21) Dangerzone 22. ( -) The final countdown 23. (17) Götustelpan 24. (30) NiceinNlce 25. (25) Find the time 26. (18) Sólsklnssöngurinn 27. ( -j You can call me Al 28. (20) Með vaxandi þrá 29. ( -) We don't have to take our 30. (22) Hunting high and low Kenny Loggins ( 2) 21. Europe ( 1) 22. Gunnar Óskarsson (10) 23. Stranglers ( 2) 24. Five Star ( 4) 25. Greifarnir ( 5) 26. PauiSimon ( 1) 27. Geirmundur og Erna ( 8) 28. off Jermaine Stewart ( 1) 29. A-ha (12) 30. Flnd the Time - Five Star Glory of Love - Peter Cetera Dance wlth me - Alphaville Man Size Love - Clymaxx Huntlng high and low - A-Ha Flght for ourselves - Spandau Ballet If you leave - OMD Easy Lady - Spagna Rage Hard - Frankie goes to Hollywood Edge of Heaven - Whaml 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.