Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 16
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
Laugardagur 20. september 1986 213. tölublað 51. órgangur
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
Akureyri
Smygl í
Amarfelli
Tollgæslan á Akureyri fann
töluvet smygl í nótt um borð í
Arnarfellinu þegar fóður var los-
að úr skipinu.
Alls fundust um borð 30 kassar
af bjór, 170 kfló af skinku og 19
flöskur af sterku áfengi.
7 skipverjar af Arnarfellinu
hafa viðurkennt að eiga smygl-
varninginn. Skipið kom úr Evr-
ópuferð fyrir viku og var tollaf-
greitt í Reykjavík en Akureyri er
fyrsta viðkomuhöfnin á ferð
skipsins um landið.
Stuðmenn
Straxá
erlendan
markað
„Stuðmenn munu ekki gefa út
plötu á þessu ári, en hinsvegar er i
bígerð að hljómsveit nátengd
þeim gefi út plötu og þá mun sú
plata væntanlega koma út víðar
en á íslandi,“ sagði Egill Ólafs-
son, Stuðmaður, við Þjóðviljann.
Hljómsveit sú sem Egill á við er
hljómsveitin Strax, sem lagði
Kína að fótum sér í sumar sem
leið. Að sögn Egils hefur ekki
enn verið gengið frá samningum
við neina aðila erlendis, en hins-
vegar er verið að athuga ýmsa
kosti. Enn er óráðið í hvaða landi
eða löndum platan kemur út, en
Þýskaland og Bretland koma
sterklega til greina.
Á ferð sinni um Kínaveldi tóku
Stuðmenn upp heimildarkvik-
mynd og er nú verið að klippa
hana í Bretlandi undir verndar-
væng BBC. Verður kvikmyndin
væntanlega tilbúin seinna í haust
og bjóst Egill fastlega við að ís-
lenska sjónvarpið myndi kaupa
sýningarrétt á henni hérlendis.
Ætlunin er að dreifa kvikmynd-
inni víðar en ekkert fastákveðið
um það enn.
Sjá nánar um hljómplötuút-
gáfu á íslandi í Sunnudagsblað-
inu.
-Sáf
50 ár
París
Þjóðvilja-
bridds í
Gerðubergi
í dag klukkan eitt hefst afmæl-
ismót Þjóðviljans í bridds í Gerð-
ubergi í Breiðholti.
Ólafur Lárusson, hinn góð-
kunni briddsfréttamaður Þjóð-
viljans, stjórnar mótinu, sem
haldið er í tilefni hálfrar aldar af-
mælis blaðsins. Allirútreikningar
fara fram í tölvu og liggja fyrir
strax að spili loknu. Síðari um-
ferðin hefst 19.30 og verða úrslit
kunn í kvöld.
Fyrstu verðlaun eru ferð til
Kaupmannahafnar eða Salzburg
og keppa um þann vinning yfir
hundrað manns, þar á meðal
margir bestu briddsmenn lands-
ins. Áhorfendur eru velkomnir.
Erna Hlöðversdóttir nýkominfrá París: Léttir að koma heim
Aþeim fimm dögum sem við
dvöldum í París urðum við
vör við þrjú sprengjutilræði í
kringum okkur og það var líka
gerð sprengjuleit á hótelinu þar
sem við bjuggum, sagði Erna
Hlöðversdóttir í samtali við Þjóð-
viljann, en Erna er nýkomin frá
höfuðborg Frakklands þar sem
hvert sprengjutilræðið hefur rek-
ið annað. „Afleiðingarnar voru
sannast sagna hræðilegar, fólk lá
slasað og jafnvel dáið.
Við bjuggum á hóteli sem er
staðsett miðsvæðis í París og því í
kjarna borgarinnar þar sem mest
er um ferðamenn.
Á sunnudeginum vorum við
stödd við Sigurbogann er við
fengurn fyrstu reynslu okkar af
sprengjutilræðum. Skyndilega
heyrðum við ofboðsleg læti, lög-
reglubílar skutust á milli akreina
með háværum sírenum og þar í
grennd sprakk sprengja sem var í
kaffiteríu Renaultsafnsins.
Daginn eftir fór ég að skoða
Louvre listasafnið og þá varð ég
aftur vör við sprengjutilræði. Það
reyndist vera lögreglustöð sem
sprengd var í loft upp. Þar slasað-
ist hópur fólks og svo var reyndar
einnig í fyrri sprengingunni. I
Það versta sem við sáum var á
þriðjudeginum. Þá vorum við að
búa okkur á tónleika í Notre
Dame er við sáum í sjónvarpi að
sprengja hafði sprungið í verslun
á vinstri bakka Signu. Sú
sprengja var mjög öflug og þar
létust a.m.k. fimm manns. í
versluninni voru mest konur og
börn og það var óhugnanlegt að
sjá þetta í sjónvarpinu, sært og
dáið fólk eins og hráviði út um
allt.
Eftir þessa stóru sprengingu
var mikill óhugur í okkur og ekki
bætti það úr skák er við komum
heim af tónleikunum að lögreglu-
bfll kom æðandi á hótelið sem við
bjuggum í og gerði leit. Maður
hefur ekki stórt hjarta þegar
svona stendur á, en sem betur fer
reyndist ekki vera um neitt til-
ræði að ræða,“ sagði Erna Hlöðv-
ersdóttir að lokum. -GH
Erna yfir Parísarkorti: Sprengjuleit á hótelinu og sprengingar í grennd. (Mynd: E.ÓI)
Heim úr sprengjufríi
Getnaðarvarnir
Ný og betri pilla
Prófanir á þessari nýju pillu
hófust 1973 og við teljum að
nú sé hún fullkomlega örugg og
hefur verulega færri aukaverkan-
ir, sagði Dr. Göran Gullberg dós-
ent við Kvinnokliniken í Gauta-
borg í samtali við blaðið í gær en
hann hefur unnið við rannsóknir
á nýrri gerð af getnaðarvarnap-
illu í samvinnu við finnska og hol-
lenska vísindamenn undanfarin
ár.
„Pillan var sett á markað í
Þýskalandi 1983 og hefur reynst
mjög vel samkvæmt rannsóknum
okkar,“ sagði dr. Gullberg. „Þær
rannsóknir sem hafa farið fram
áður en þessi pilla var markaðs-
sett eru þær langmestu í lyfjas-
ögunni og kostuðu 1800 milljónir
íslenskra króna. Leyndardómur-
inn sem veldur því að hún er
aukaverkanalaus er sá að í henni
er ekki hormónið gestagen, sem
veldur þyngdaraukningu,
óhreinni húð, blóðtappa og
hjarta- og æðasjúkdómum, held-
ur ný tegund af sama hormóni
sem vísindamenn hafa fundið
eftir 20 ára rannsóknir og er nefnt
desogestral.
Nýja pillan heitir Marvelon og
er framleidd af hollensku fyrir-
tæki. Hún var fyrst kynnt í nokkr-
um löndum Evrópu fyrir tveimur
árum og varð fljótlega mest selda
pillan í mörgum þeirra.
Auk þess sem Marvelon er
aukaverkanalítil, hefur hún einn-
ig jákvæð áhrif á fitusamsetningu
blóðs og dregur úr hættu á blóð-
tappa og þannig á hjarta- og æð-
asjúkdómum.
-vd.
RÚV
Sjónvarpið hefst fyrr
Samkeppnisviðhrögð á R ÚV. Sjónvarpsfréttir hálf átta. Rás tvö í
hádeginu.
Rfldsútvarpið lagar sig að sam-
keppni frá nýjum stöðvum.
Bráðlega hefst sjónvarpsdagskrá-
in fyrr, fréttum verður flýtt, og
útsendingartími rásar tvö
aukinn.
Breytingarnar voru samþykkt-
ar á fundi útvarpsráðs í gær og
kynntar á blaðamannafundi út-
varpsstjóra. Sjónvarp hefst nú
alla virka daga klukkan 17.55
með fréttum á táknmáli, síðan
verður samfelld dagskrá út
kvöldið. Fréttatími hefst hálf átta
í stað átta áður. Hér er verið að
mæta væntanlegri samkeppni frá
nýju sjónvarpsstöðinni. Miðað er
við að nýi stfllinn komist á í sjón-
varpinu 1. október. Dagskráin á
rás tvö verður nú samfelld, það er
sent út á milli 12 og 14 í hádeginu,
en rásir verða þó stilltar saman
kringum hádegisfréttir og veður.
Hádegishléið var að sögn helsti
Akkilesarhæll rásarinnar í sam-
keppni við Bylgjuna. Þessi ný-
skipan á rás tvö hefst strax á mán-
udag.
Aðrar breytingar eru ekki fyr-
irhugaðar í bili, en um ýmislegt
rætt meðal útvarpsmanna, til
dæmis að önnur hvor útvarpsrás-
in verði í gangi allan sólarhring-
inn.
-m