Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 8
MENNING Leiklist Nemar í leik Nemendaleikhúsið tekið til starfa Svo undarlega sem þaö hljómar í eyrum leikhúsunn- enda, þá gleymdist í leikhús- forspjalli helgarblaðsfyrir stuttu aö geta þess leikhúss sem í gegnum tíðina hefur verið hvað öflugastur hvati nýbreytni í íslensku leikhús. Hér er að sjálfsögðu átt við Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands, en það skólaleikhús er nú að hefja sitt tíunda ár. At- vinnuleikaraefnin munu þann 23ja október frumsýna leikrit ít- alska háðfuglsins Carlo Goldoni sem gegnir vinnuheitinu „Leiks- lok í Smyrnu": gamanleik skrif- aðan árið 1759 en er hér í nýlegri leikgerð Horst Laube. Kristín Jó- hannesdóttir stýrir, Árni Berg- mann þýðir en Guðrún Sigríður Haraldsdóttir leikmyndar og sér um búninga. Hið forvitnilegasta verk verður flutt, sé að marka véfréttarleg svör aðstandenda við ósvífnum ög ótímabærum spurningum blaðamanns. Pað fjallar um raun- ir óperufólks og listamanna á gamansaman hátt, en eins og í öllum vitverkum er undirtónninn alvarlegur; spurt um listina, hvað sé góð list og hverra; hvort lista- menn séu í raun aðeins strengja- brúður auðvaldsins. Og allt felur þetta í sér þær nútímaþrautir sem ómissandi eru í hvert það skáld- verk sem taka ber alvarlega: ein- manaleikann, firringuna, tilgang lífsins, svo fáeinar séu nefndar. Peirri spurningu var einnig slengt á leikaraefnin hvort Nem- endaleikhúsið væri ekki sérstakt draumaleikhús, óskabarn hvers leikara. Þau sögðu svo vera að mörgu leyti, til að mynda því að leikhúsið væri eins konar „synt- esa“ skólans og vinnunnar sem þeirra biði. Þau fengju tiltölulega frjálsar hendur, en skólinn hefði samt ekki sleppt alveg af þeim takinu; enn nytu þau verndar hans breiðu vqngja og þyrftu til dæmis ekki að taka neina fjár- hagslega áhættu. Þannig skapað- ist friður til starfa; kærkomið næði til þess að setja upp þrjár sýningar á níu mánuðum sem ekkert sköruðust, þannig að þau gætu gefið hverri sýningu allt sitt. Að mörgu leyti fyrirmyndarfyr- irkomulag sem ekki væri til stað- ar í atvinnuleikhúsunum af ýms- um ástæðum. Þau vildu líka meina að það nýjabrum sem oft hefur þótt fylgja Nemendaleikhúsinu væri fyrst og fremst fólgið í því að þarna bættust átta ný andlit við þá stétt sem vinnur uppá sviði fyrir augum fólks. Hógværð? Ég heid að meira valdi; einhver stemmning sem myndaðist meðal fólks sem vel þekkir hvert á ann- að og getur miðlað leikgleðinni áfram til áhorfenda, þar sem þau eru full af þrótti sem loks fær fram að ganga. Látum vera með fleiri slíkar kenningar. Nemendaleikhúsið ætlar sem fyrr segir að frumsýna þann 23. október. En þau hafa- líka ákveðið hin tvö verkefni vetrarins. Sjálfur meistarinn, William Shakespeare skrifaði annað verkefni Nemendaleik- hússins - Þrettándakvöld. Það verður frumsýnt 16da janúar í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og verður í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Síðasta verkefnið verður frum- Leikhús Haldið af stað Á þessari mynd Einars Ólasonar getur að líta að- standendur sýn- ingar Nemenda- leikhússins á leikriti Carlo Gold- ini: Kristínu Jó- hannesdóttur, Guðrúnu S. Har- aldsdóttur, Ólaf örn Thoroddsen og svo leiknem- ana Halldór, Hjálmar, Ingrid, Valgeir, Þórdísi, Ólafíu, Þórarinn og Stefán Sturlu. Myndinni má velta við til þess að virða fyrir sér and- litin öll. Á hana vantar þó þýðand- ann Árna Berg- mann, en lesend- urvita væntanlega allt um hans útlit. sýnt í apríl. Það verður sérstak- lega fyrir hópinn skrifað af.Kjart- ani Ragnarssyni og í hans leik- stjórn. Og það er ekki seinna vænna en að kynna leikarana nýju: Halldór Björnsson, Hjálm- ar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdótt- ur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Stefán Sturlu Sigurjónsson, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arnljótsdóttir. -pv Myndlist Atvinnuleikhúsin hefja starfsemi sína Kjartan Bjargmundsson leikur Skúla Thoroddsen. Leikárið er hafið. Menn, konur og börn geta nú tekið sér stöðu við miðasölulúgur leikhúsanna og tekið til við þar sem síðast var frá horfið, að halda við því heimsmeti sem íslenska þjóðin á í leikhúsað- sókn. í gær frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur leikritið Upp með teppið, Sólmundur eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur þar sem fjallað er um það þegar nokkrir leiklistar- hneigðir borgarar stofnuðu félag um það áhugamál sitt og leigðu til þess hús Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur við tjarnarbakkann. Leikritið er flétta skáldaðra atvika sem byggja þó á sagnfræði- legum grunni ýmissa heimilda um þessi fýrstu ár. Leiktjöld Gerlu eru þýðingarmikill þáttur í sýn- ingunni og hefur verið endurgert það fræga fortjald (teppi) sem Bertelsen húsamálari málaði eftir því sem hann minnti að fortjaldið í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn hefði litið út. Fyrir- ferðarmestu persónur í þessu gamansama afmælisverki eru Sólmundur sá sem dregur teppið upp og niður og Guðrún frá Súlu- nesi sem lendir í saumaskap og hvísli hjá Leikfélaginu fyrir mis- skilning. Þau eru leikin af Guð- mundi Ólafssyni og Bríeti Héð- insdóttur. Eilítið ofar í bænum nálgast stór stund. Þjóðleikhúsið frum- sýnir eftir viku Uppreisn á ísa- firði eftir þann mann er eitt sinn stýrði fjármálum ríkisins af rögg- semi, Ragnar Arnalds. Það fjall- ar sem kunnugt er um „Skúlamál- in“ á ísafirði um aldamótin og er Skúli sjálfur leikinn af Kjartani Bjargmundssyni. Hann sagði í spjalli við blaðið að þetta hefði verið ákaflega skemmtileg vinna og það væri alltaf gaman að leika mikla og framsýna baráttumenn. Hlutverkið væri ólíkt því sem hann hefði fengist við áður, kærkomin tilbreyting frá gaman- hlutverkunum. Hér væri líka byggt á sögulegum atburðum og því margar heimildir til um þá persónu sem hann léki. Kjartan sagði að það mætti skipta þessu í þrennt: Sagnfræðina sem til væri um Skúla, leikrit Ragnars um Skúlamálin og svo sýninguna. Allt félli þetta skemmtilega sam- an og hann sagðist vera mjög hrif- inn af því leikhúsformi sem Brynja Benediktsdóttir leikstjóri setti verkið undir. Það er sumsé margháttuð skemmtan sem leikhúsgestir eiga í vændum á komandi vikum og mánuðum. Og það jafnast fátt á við það að fara í leikhús á góða sýningu og skiptir þá engu hvort menn eiga val um tvær eða tutt- ugu sjónvarps- og útvarpsrásir. — pv* Ulfur í Svíagæru Ulf Trotzig í Norræna „Einn fremsti myndlistarmað- ur Svía sýnir í Norræna húsinu." Segir í höfði fréttatilkynningar vegna þessarar sýningar og hlýtur slík setning að vekja með mönnum forvitni, þó lengi hafi sú íþrótt verið stunduð hér að kasta rýrð á þessa jafnlyndu frændþjóð okkar. Maðurinn sem svo er kynntur heitir Ulf Trotzig og hef- ur um þrjátíu ára feril að baki sér og þar af tók hann fyrri helming- inn á sig í París á þeim árum þegar hún bar nafn sitt betur en á okkar dögum, eða á árunum 1955-69. Nú býr Úlfur í Lundi, en hefur sýnt víðsvegar um heiminn. Úlfur er einn af hinum svoköll- uðu fígúratívu abstrakt-mönnum og þokkalega villtur í vinnu- brögðum sínum með mjög ák- veðinn persónulegan stíl sem lík- lega hefur mótast á Parísar-árum hans þegar franski abstrakt- expressjónisminn var og hét en hefur e.t.v. tekið aukakipp þegar nýja málverkið kom fram. Hann tekur hraustlega til litar síns, sem er merkilega sænskur og sveiflar sínum sterkbyggðu penslum við undirleik heillar sinfóníuhljóm- sveitar að sögn kunnugra. Þetta eru því einskonar tilfinninga- vímu-myndir og meira fyrir fólk með sveigjanlega sál í teygjan- legum líkama en gráspengda speki-búka. Það er því ekki vitlaust að skoða þessa sýningu með vasa- diskó fyrir eyrunum, en taki mað- ur það af sér hangir hávaðinn í sumum myndunum aðeins hljóð- ur á veggjunum í formi fyrrver- andi handahreyfinga. Því svona hröð vinnubrögð byggjast mikið á heppni sem stundum getur orð- ið óheppni ef hraðinn er of mikill. Þess sjáum við dæmi í nokkrum málverkum Úlfs eins og þeim nr. 12 (Stúlkan og hafið) nr. 14 (Dómkirkja 1985). Málarinn er HALLGRÍMUR HELGASON hvorki ákveðinn í því hvað hann ætlar sér né nægilega óviss og hættir í miðju kafi í stað þess að ganga enn lengra og gera mynd- ina þéttari og sterkari. Það gerir hann hinsvegar í mynd nr. 17 (Fugl og foss) sem er helvíti góð mynd og reyndar sú eina á þessari sýningu með eigin rými og gerir hana um leið dýpri en hinar. Minni myndirnar eru einnig merkilega misjafnar miðað við þennan sterka stfl sem á þeim öllum her. T.d. er myndin nr. 8 (Borgin og stóra fljótið) heppnuð á meðan svipað mótív í verki nr. 16 (Dómkirkja við fljót II) er bæði stíf og flöt. Grafík Úlfs Trotzigs hangir í anddyri og einnig uppi en er mun síðri málverkunum því þar er ekki litkrafti olíunnar til að dreifa og myndimar oft ekki annað en eintómt andlaust og óákveðið krafs. Hann er alltaf að reyna að gefa eitthvað til kynna, eitthvað annað fyrir utan línuna sem hann dregur, sættir sig ekki við hana eins og hún er. En sú vantrú er einmitt eitt leiðinlegasta ein- kennið á lélegum grafíklista- mönnum. Þrátt fyrir allt er þó þessi sýn- ing mun betri en það sem hefur áður komið hingað úr þessari átt og minnist ég þá með hrolli hinn- ar ömurlegu samsýningar nokk- urra Grautaborgar-málara á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Og þegar haft er í huga að þessi málverk eru dæmi um hina opinberu og viðurkenndu list okkar tíma sem vandlega er styrkt af vel lesnum listfræðing- um og komin hingað til okkar á vegum samnorrænna samvinnu- samskota megum við nokkuð vel við una. Norræna húsið hverfur ekki alveg í hið menningarlega mistur sem alltaf myndast í kring- um slíkar stofnanir. En þó þessi maður sé kallaður einn mesti myndlistarmaður Svía þarf það þó ekki að þýða neina lægð yfir því landi. Því margir gera því skóna um þessar mundir að fram sé að koma úrval nýrra Skandínava sem vekja muni at- hygli listheimsins á næstu árum. E.t.v. líkt og í lok síðustu aldar þegar list Norðurlanda reis hvað hæst. Sýningu Úlfs lýkur á sunnu- dagskvöld. 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.