Þjóðviljinn - 23.09.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.09.1986, Síða 3
FRETTIR Höfðabakkaljósin Þing Bóka- þjóð á krossgötum Bókaþing haldið í dag Bókin hefur löngum verið bókaþjóðinni kær. Nú stendur þetta óskabarn okkar allra frammi fyrir mjög öflugri sam- keppni ýmissa áhrifamikilla miðla, og hefur Bókasamband ís- lands efnt til sérstaks bókaþings sem hefst í dag og verða þar ræddar helstu leiðir bókarinnar til að standa þetta stríð af sér og helst gott betur. Yfirskrift Bókaþings ’86 er Bókaþjóð á krossgötum og verð- ur fluttur fjöldi athyglisverðra ávarpa. Munu þar koma fram rit- höfundar, bókaútgefendur, bókaverðir, gagnrýnendur, bókagerðarmenn, tölvufræðing- ar og verkalýðsleiðtogar svo helstu stéttir séu nefndar. Fáein nöfn framsegjenda: Pétur Gunn- arsson, Árni Kr. Einarsson, Hörður Bergmann, Aðalsteinn Ingólfsson og Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Er ekki að efa að þarna mun margt athyglisverðra hugmynda koma fram og er ástæða til að hvetja alla bókavini til að fjölmenna á Hótel Loft- leiðum. -pv Er þettaekki einhver misskiln- ingur? Á blaðið ekki að heita Ljóðviljinn. ÚTBOÐ PRENTUN VISA-SÖLUNÓTNA Þessi gatnamót Höfðabakka og Vesturlandsvegar eru nú orðin ein mesta slysagildran í Reykjavík. Um helgina og í gær urðu þar fjölmargir árekstrar. Svo hefur einnig verið undanfarnar vikur. Mynd. Sig. Nicaragua Mikil slysagildra Fjölmörg umferðarhöpp urðu um helgina við umferðarljósin á mótum Höfðabakka og Vestur- landsvegar, slys tíð við þessigatnamótað undanförnu. Lögreglan: engar skýringar Miklar annir voru hjá umferð- arlögreglunni um helgina. Sér- staklega var mikið um árekstra við umferðarljósin á mótum Höfðabakka og Vesturlandsveg- ar. A laugardeginum skullu þar saman fjórir bílar á Vesturlands- veginum við umferðarljósin. Sama dag varð harður árekstur við þessi gatnamót þegar ekið var í veg fyrir fólksbíl sem var að beygja inn á Vesturlandsveginn. Kona og lítið barn voru í fólks- bílnum og sluppu þau að mestu ómeidd þar sem þau voru í örygg- isbeltum. í gærmorgun varð síðan enn eitt óhappið á þessum gatna- mótum þegar bifreið ók á Ijósa- staur. Ökumaðurinn var að reyna að forða árekstri við bifreið sem kom á móti honum þegar hann ætlaði að beygja af Höfðabakka inn á Vesturlandsveginn. Hann mun ekki hafa slasast að ráði. Innan lögreglunnar hafa menn rætt um þessa auknu slysatíðni undanfarna daga á þessum gatna- mótum og hafa þeir ekki getað fundið neina sérstaka skýringu þessu. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um breytingar á gatnamótunum til að koma í veg fyrir slys. Ástæða þykir til að vara fólk sérstaklega við miklum umferðarþunga í Reykjavík þessa dagana. Sætúnið er nú að- eins opið til austurs og hefur það beint umferð á nærliggjandi göt- ur og aukið umferðarþungann mikið. Friðrik Gunnarsson hjá Slysarannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík sagði að vegna lokunar Sætúnsins hefði umferð til dæmis stóraukist um Borgart- únið. Sagði hann að þar væri nú allt of mikil umferð. „Það er eins og fólk eigi nokkuð erfitt með að venjast því þegar umferð er beint af hefðbundnum leiðum“, sagði hann. -IH Stuðningur sjálfsagður Nicaragua-ályktun alkirkjuráðsins tekin upp í utanríkismálanefnd Afundi utanríkisinálanefndar alþingis í dag verður að frum- kvæði Hjörleifs Guttormssonar tekin til umræðu ályktun al- kirkjuráðsins í fyrri viku um Nic- aragua. - Ég vonast eftir sam- stöðu í nefndinni um að taka undir með alkirkjuráðinu í þessu máli, sagði Hjörleifur Þjóðviljan- um í gær. Margeir efstur Úrslit í 7. umferð Skákþingsins í Grundarflrði urðu þessi: Margeir vann Hannes Hlífar og Þröstur Árna- son vann Karl Þorsteinsson. Jafntefli gerðu Jón L. og Jóhann og Dan og Davíð Ólafsson. í bið fóru skákir þeirra Björgvins Jónssonar og Þrast- ar Þórhallssonar og þeirra Guðmund- ar og Sævars. Margeir er þá efstur með 5'/2 v., næstir honum koma Guðmundur og Þröstur Þórhalls með 4 og biðskák. - HHjv. Á síðasta fundardegi alkirkju- ráðsins í Reykjavík á föstudag var samþykkt ályktun þarsem Bandaríkjastjórn er hvött til að hætta íhlutunum sínum í Nicarag- ua, og ítrekuð samstaða ráðsins „með þjóð Nicaragua í tilraun hennar til þess að velja stjórnar- fyrirkomulag í samhengi við hennar eigin sögu og menningu, sjálfstætt og óháð, lýðræðislegt og með efnahagsstefnu sem kem- ur hinum fátæku til góða“. - Það er full ástæða til að kanna á vettvangi nefndarinnar hvort utanríkisráðherra er ekki tilbú- inn að beita sér fyrir því við Bandaríkjastjórn að hætta efna- hagslegri og hernaðarlegri íhlut- un gegn Nicaragua, sagði Hjör- leifur í gær. - Taki ríkisstjórnin ekki undir ályktun alkirkjuráðs- ins með jákvæðum hætti er nauðsynlegt að alþingi álykti um málið til að styðja stefnu al- kirkjuráðsins. -m Tilboð óskast í prentun VISA-sölunótna fyrir VISA ísland — Greiðslumiðlun hf., Um er að ræða prentun a.m.k. 5 milljóna sölunótna á ári, næstu þrjú árin. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu undirritaðs. Tilboð verða opnuð 10. nóv. n.k. kl. 14 á skrifstofu VISA íslands, Höfðabakka 9, Reykjavík. Gt IDNIIÓNSSON RÁÐGJÓF &RÁÐN1NCARMÓNUSTA TUNGÖTU 5. 101 REYKJAViK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Þriðjudagur 23. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.