Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 3
T Þing Kratar í Örkinni Afmœlisþing Alþýðuflokksins hófst í Hveragerði ígœr Alþýðuflokksmenn komu í gær saman tU flokksþings í Hótel Örk í Hveragerði. Tvennt setur sér- stakan svip á þingið, 70 ára af- mæli flokksins og viðvera fyrr- verandi fory stumanna úr B J sem í vikunni gengu í flokkinn. Jóhanna Sigurðardóttir vara- formaður flokksins setti þingið í gær, og síðan fluttu ávörp heiðursgestirnir Hannibal Vald- imarsson og Gylfi Þ. Gíslason, BJ-arinn Guðmundur Einarsson, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, oddviti Alþýðuflokks- kvenna, Jóna Ósk Guðjónsdótt- ir, María Kjartansdóttir SUJ, og Björn Wall frá Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Einkunnarorð þingsins eru ís- land fyrir alla. Ekki er búist við neinum teljandi breytingum í stefnuáherslum eða flokksfor- ystu. “m Síldarsamningar Sovétmenn koma í næstu víku Síldarútvegsnefnd fundarstíft Síldarútvegsnefnd fundar nú stíft og undirbýr viðræður við So- vétmenn um saltsíldarkaup. So- vétmennirnir koma hingað til lands næsta fimmtudag og við- ræðumar munu hefjast að morgni föstudags 10. október. Að sögn Gunnars Flovenz, fram- kvæmdastjóra sfldarútvegs- nefndar seinkaði ferð Sovét- manna um einn dag þar sem þeir fengu ekki flug frá Moskvu vegna hinnar miklu umferðar í tengsl- um við fund þeirra Reagans og Gorbachovs hér á landi. -vd Þjóðviljinn Samstarf um blaðburð Um helgina verður tekin upp ný sameiginleg hverfaskipting á höfuðborgarsvæðinu við blaðaút- breiðslu hjá Þjóðviljanum, Al- þýðublaðinu og Tímanum. í til- efni þessa verður afgreiðsla Þjóð- viljans opin á laugardag frá kl. 9.00-14.00, en verður síðan fram- vegis opin á laugardögum frá 9- 12.00. Síminn á afgreiðslu er 681333 og 681663. FRÉTTIR R íkisspítalarnir Launafundur með ráðheira Davíð Á. Gunnarssonforstjóri Ríkisspítalanna: Munum skýra ráðherrafrá óánœgju starfsfólks vegna launamála Oánægja starfsfólks Ríkisspít- alanna með launakjör er meiri nú en ég hef fundið fyrir í langan tíma, sagði Davíð A. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítal- anna í samtali við blaðið í gær. Mikill skortur er nú á hjúkrun- arfólki á bamadeildum Landspit- alans og að sögn Davíðs hefur stjórnarnefnd Ríkisspítalanna ákveðið að formaður nefndarinn- ar og forstjóri Ríkisspítalanna gangi á fund fjármálaráðherra strax eftir helgi til þess að skýra fyrir honum þann vanda sem staf- ar af óánægju starfsfólks Ríkis- spítalanna með launakjör sín. Varðandi fólksekluna á barna- deildanum sagði Davíð að stjórn- arnefndin gerði sér ljósa grein fyrir þeim vanda og hefði því samþykkt að reka þar eina 5 daga deild til reynslu. „Sú skipulags- breyting er ekki slæm að öllu leyti, að mínu mati er skynsam- legt að hafa börnin eins stutt inn á sjúkrahúsi og mögulegt er,“ sagði Davíð. _vd. Flogið með bíl aðal- rit- arans Bíll Gorbatsjoffs aðalritara kom til landsins í flugi í gær, glæsikerraaf sovóskri „Síl“- gerð. Hérerverið að þvo af bifreið- inniferðarykiðíbíl- skúrsendiráðsins viðGarðastræti. Takið eftirglugg- atjöldunum á afturglugganum. (MyndSig.) Borgarfjörður eystri Samkomulag náðist í gær í deilu þeirri sem staðið hefur á milli verkalýðsfélagsins á Borgar- firði eystri og Kaupfélags Héraðs- búa sem rekur fiskvinnsluna þar. Vom samningar undirritaðir fýrir tilstuðlan Verkamannasam- bandsins og Vinnumálasam- bands Samvinnufélaganna er skuldbinda Fiskvinnsluna á Borgarfirði eystra til þess að fast- ráða starfsfólk í samræmi við kjarasamning MSÍ og VSf í end- Italía er þriðji stærsti pelsa- kaupandi í heimi. Þetta kom fram á fundi Sambands íslenskra loðdýraræktenda sem haldinn var á Hótel Sögu i gær. Ennfrem- ur var sagt að sala loðskinna á Spáni mundi aukast jafnt og þétt og ekki er nú hægt að segja að þar sé kalt. Á fundinum var staddur Flemming Larsen, aðstoðarfor- stjóri norræna sölufyrirtækisins, aðan febrúar, en sá samningur hafði einnig verið undirritaður af Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna. Að sögn Ástu Steingerðar Geirsdóttur verkakonu á Borgar- firði eystra hafði Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri á Eg- ilsstöðum neitað að virða fast- ráðningarsamninginn, sem átti að taka gildi 1. september. Hafði hann látið þau orð falla að samn- ingur þessi hentaði ekki Borg- „Saga furs of Scandinavia", sem hefur umsjón með sölu u.þ.b. helmings allra skinna í heimin- um. Aðalhlutverk þess er að koma loðskinnum norrænna bænda á markað út um allan heim. Fyrirtækið heldur reglu- lega kynningarfundi fyrir fjöl- miðla og fagmenn. Að mati þess eru verslunarhættir pelsseljenda orðnir úreltir, og finnst mönnum breytingar þurfi við. firðingum. Um þriðjungur starfsfólks í fiskvinnslunni á Borgarfirði eystra hafði lagt niður vinnu í tvo daga til þess að knýja það fram að samningurinn yrði virtur. Atvinna í fisíci er að jafnaði lítil á Borgarfirði eystra fyrripart vetrar og fram yfir áramót. Hinn nýi samningur ætti því að tryggja Iausráðnu starfsfólki á Borgar- firði eystra öruggari afkomu. Að sögn Úlfars Sveinssonar bónda í Skagafirði, sem var staddur á fundinum, hefur verð á skinnum batnað í haust, og er verðhækkunin 18%, miðað við september sl. í fundarlok sló Flemming Lars- en því föstu að verð á skinnum muni halda áfram að hækka, en varaði bændur hinsvegar við of mikilli litablöndun á refa- skinnum. -pav Seltjarnarnes Sjálf- stæöismenn segja af sér Búist við umfjöllun um mál Arnþórs Helgasonar á bœjarstjórnarfundi í nœstu viku Tveir af fjórum fulltrúum Sjálfstæðismanna í félagsmála- ráði Seltjarnarness hafa sagt af sér eftir að flokksbræður þeirra í bæjarstjórn ákváðu að hækka dagvistargjöld um 20%. Fulltrú- arnir eru þeir Guðjón Margeirs- son, formaður félagsmálaráðs og Gfsli Jóhannesson. Á næsta fundi bæjarstjórnar Seltjarnamess á miðvikudag er búist við því að lögð verði fram bókun frá minnihlutanum varð- andi brottvísunarmál Arnþórs Helgasonar. Þá er einnig líklegt að félagsmálaráðherra hafi svar- að bréfi Amþórs þar sem hann fer fram á að forseti bæjarstjórn- ar verði áminntur og biðji Arn- þór opinberlega afsökunar. -ólg Loðdýrarœkt Úreltir verslunarhættir Atján prósent verðhœkkun á skinnum Laugardagur 4. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.