Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 5

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Page 5
Flóttamenn komnir í náðarfaðm krata. Guðmundur Einarsson og Stefán Ben. Fylgi BJ einsog það mældist í ýmsum skoðanakönnunum frá október 1983 fram til þessa mánaðar. Þegar fylgið var komið niður í 1,2 þrósent ákvað forysta BJ að skipta um flokk... Pólitískur sólmyriori Hvort mun hin gamlaforysta BJ muna eftir hinum fornu hugsjónum undir skálarœðunum í Hótel Ork íkvöld? f gær klukkan 17.58 varð sól: myrkvi á suðvesturhorninu. í sama bili var að hefjast flokks- þing krata í frægasta hóteli á ís- landi, Örk í Hveragerði. Jón Baldvin, sem hefur gjarnan þörf fyrir að tala opinberlega, notaði tækifærið og benti alþjóð á að himinfurður af þessu tæi tengdust ósjaldan stórviðburðum. Ber- sýnilega væri því skapari himins og jarðar með þessum jart- eiknum að vekja eftirtekt á flokksþinginu í Hveragerði. Nú er út af fyrir sig lítil ástæða til að draga þetta í efa hjá Jóni Baldvin, þó oft skjótist skýrum. Hjá honum var þó bara hálf sag- an sögð. Vestfirðingnum láðist að geta þess að þeir viðburðir sem sagan tengir sólmyrkvum og öðrum stórtíðindum af gangi himintungla eru gjarnan voveif- legir og oft hin verstu mál. Sirkus Fyrir Alþýðuflokkinn getur flokksþingið hins vegar tæpast talist mjög vond tíðindi. Pöpul- linn fær að sjá gamla fjandmenn úr forystu krata fallast í faðma, og sirkusinn í kringum sættir ætt- anna og handaband þeirra Gylfa Þ. og Hannibals mun ef Ámundi stendur sig jafn vel og endranær væntanlega slá út tívolíið sem Helgi Pór byggði við Hótel Örk. Jafnvel með illum vilja væri tæp- ast hægt að flokka þann partinn af leikriti Ámunda til þeirra vá- legu tíðinda, sem sumir kynnu að tengja hinum pólitíska sólmyrkva sem Jón Baldvin leit yfir Suður- landi í gær. Fyrir ýmsa mun þó flokksþing krata væntanlega skilja eftir súrt bragð í munni - verða eins konar endalok, uppgjöf, jafnvel póli- tískt skipbrot. Tæpast mun til dæmis hinum gamla forystumanni Bandalags jafnaðarmanna Guðmundi Ein- arsyni, verða mikil gleði í huga þegar hann fær fyrir náð Jóns Baldvins og Ámunda að flytja ávarp sitt til flokksþingsins, og kasta þar endanlega rekuna á BJ. Þegar honum verður litið til hægri handar með hann flytur ávarpið mun hann sjá glað- hlakkalegt brosið á ásjónu sonar Hannibals. Honum hlýtur þó að verða hugsað til hugsjónanna sem Bandalagið fæddist í kring- um, til félaganna vítt um landið sem skildir eru eftir vængbrotnir og fengu ekki einu sinni ráðrúm til að segja skoðun sína á sinna- skiptunum, - til sonar Gylfa, Vil- mundar. Söguleg sinnaskipti Væntanlega munu hinir gömlu samstarfsmenn Vilmundar eiga þess góðan kost á að halda þeim frama sem þátttakan í BJ fleytti þeim til. Og ekki þarf að efa að þeir munu sóma sér vel á þingi. En hugsjónirnar? - Var einhver að tala um hugsjónir? Viðbrögð fólks við hinum sögulegu sinnaskiptum forystu- manna BJ, sem heimullega á næt- urfundum sömdu sig inn í Alþýð- uflokkinn án þess að ráðfæra sig við fólkið em kaus þá til forystu, hafa mjög verið á eina lund. Menn eru hissa. Vægast sagt. Fólk man ennþá eftir hörðum árásum úr herbúðum BJ á það sem flokksmenn kölluðu fjór- flokkana. Fólk man eftir hvöss- um greinum, þrungnum af innri sannfæringu, sem forystumenn og leiðtogar BJ skrifuðu gegn spillingunni og samtryggingunni. Þeir skírðu sjálfa sig talsmenn hreinleikans í íslenskri pólitík, og vissulega tókst þeim um skeið að halda um sig undarlega púri- tanskri áru. Einmitt sökum þess er skipbrotið sorglegra, - einmitt þess vegna á vissan hátt flekk- aðra. Því flokkurinn var ekki lagður niður einsog aðrir flokkar sem ekki hafa lengur mikinn til- gang. Þess í stað hlupust forystu- menn í skjóli nætur undan merkj- um og yfir í herbúðir andstæð- ingsins, hins fyrrum hataða fjór- flokks. Sínu eigin fólki fullkom- lega að óvörum. Vafalaust munu þingsætin bíða. En hreinleikinn heyrir sög- unni til. Þeir eru því miður af margir sem líta á stjórnmál sem illan og soralegan leik, en þeir hljóta nú að fyllast dulinni þórð- argleði. Fyrir þeim hljóta hin sögulegu sinnaskipti BJ-aranna að vera kærkomin staðfesting á óhreinleika stjórnmálanna. Pólitískur skoðunarmaður, Haukur Helgason á DV, sem oft hefur tekið undir málflutning BJ tók forystu BJ til athugunar í rit- stjórnargrein í vikunni. Niður- staða hans var þessi: „Spurning er, hversu mjög menn geta treyst mönnum sem taka slíkum sinnaskiptum“. Hentistefna Þegar litið er til nýlegra um- mæla Guðmundar Einarssonar hljóta menn enn frekar að taka undir orð leiðarahöfundar DV. Fyrr í vikunni rifjuðum við nefni- lega upp mánaðargamalt viðtal sem við hann var tekið í HP. En þar ásakaði hann meðal annarra Alþýðuflokkinn fyrir að taka þátt í samtryggingunni í þjóðfélaginu, kvaðst fyrir hönd BJ hafna sam- starfi við gömlu flokkana og þarmeð auðvitað Alþýðuflokk- inn, enda væri engin samleið með BJ og þeim. Síðan bætti lífeðlisfræðingur- inn og þingmaðurinn Guðmund- ur Einarsson við þessari fleygu setningu: „... mig langar alls ekki í framboð fyrir slíka flokka“. Tæpum mánuði síðar er hann búinn að leggja sinn laup og BJ, kominn í himinsæng krata, og íhugar meira að segja framboð fyrir þá. Hvað gerðist í millitíðinni? Hvers vegna tók ekki nema mán- uð að fá Guðmund Einarsson, talsmann flekkleysisins í íslenskri pólitík til að skipta um skoðun og éta ofan í sig allt það sem hann lét út úr sér fjórum vikum fyrr? Það kom skoðanakönnun og hún hieypti sannarlega meirihátt- ar titringi í taugakerfi BJ- forystunnar. Því hún sýndi svo ekki varð um villst, að BJ og for- ysta þess var gersamlega rúin trausti meðal fólksins. Aðeins 1,2 prósent kjósenda voru líkleg til að gjalda þeim atkvæði sitt. Jón Baldvin nýtti sér uppnámið til hins ýtrasta, veifaði lítilli gulrót í gervi prófkjörsstuðnings og þing- stóla fyrir framan þinglið BJ. Og það var nóg. íslandsmet í hentistefnu segja sumir. Svik, segja bálreiðir BJ- arar sem ekki fengu að segja neitt um málið. Aðrir yppta öxlum, saddir af kratískum hrossa- kaupum. Þverstæður Ef til vill skilja menn þó gleggst tækifærismennskuna sem birtist í breytni þingliðs BJ, þegar stefna Alþýðuflokksins í ýmsum hinna stærstu mála er borin saman við þá stefnu sem BJ hefur barist fyrir frá stofnun. Eitt þeirra mála sem Vilmund- ur heitinn lagði af stað með voru vinnustaðasamningar. Af fyrri skrifum þeirra sem nýskroppnir eru yfir í hinn kratíska náðarfaðm má ráða, að einnig fyrir þeim var þetta mikið og einlægt hjartans mál. Alþýðuflokkurinn er hins vegar alfarið gegn vinnustaða- samningum. Því gelyma nú ofur- hugarnir úr BJ. Bandalag jafnaðarmanna barðist einnig mjög harkalega gegn afskiptum ríkisins af kjara- samningum. Þetta kom glöggt fram þegar ríkisstjórnin afnam verðbætur á laun árið 1983. Tals- menn BJ lögðust harkalega gegn þessari ósvinnu, hinni eiginlegu kjaraskerðingu, sem enn í dag er við lýði. En Jón Baldvin Hanni- balsson, sem nú hefur brugðið sér í sírenugervi og seitt til sín BJ- forystuna var hins vegar einn þeirra sem mæltu fyrir því að verðtrygging á launum yrði af- numin. Gamla liðið úr BJ er greinilega búið að gleyma því. Kjarasamningarnir fyrr á þessu ári voru sannarlega umdeildir. En livað sem menn annars segja um þá er tvennt ljóst: Þeir voru lofaðir og prísaðir hátt og í hljóði af forystu Alþýðuflokksins. For- ysta BJ lagðist á hinn bóginn harkalega gegn þeim. Stefán Benediktsson og Guðmundur Einarsson skrifuðu tilfinninga- þrungnar greinar þar sem lensum var Iyft af grimmúð gegn forvígis- mönnum kjarasamninganna. En einsog hjá Þormóði Kolbrúnar- skáldi forðum mun það væntan- lega horfið úr huga þeirra yngisp- iltannaþegar söngurinn byrjar að Hótel Ork í kvöld. Að síðustu mætti svo ef til vill minna kurteislega á að Vilmund- ur heitinn Gylfason var einkar fcmdsnúinn nánum tengslum á milli verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Og einmitt það var á meðal þeirra úrslita- þátta sem vissulega leiddu til þess að hann lét af stuðningi við Al- þýðuflokkinn og ákvað að koma hjörð sinni í bithaga annars stað- ar. BJ varð til, meðal annars út af þessu, og ekki bar á öðru en fé- lagar hans væru honum hjartan- lega sammála. Innan Alþýðu- flokksins hefur þróunin hins veg- ar verið á hinn veginn í tíð Jóns Baldvins, - að efla tengslin með verkalýðsforystunni og flokkn- um. En kannski það renni líka ljúflega niður með veigunum að Hótel Örk, þegar skálaræður verða haldnar yfir hinum hólpnu, flóttamönnunum sem sneru aftur og bættu þannig úr „mistökum" Vilmundar Gylfasonar, einsog Jón Baldvin hefur orðað það. Það brýtur víða með BJ og Al- þýðuflokknum. í sumum efnum er reginmunur á flokkunum. Og Alþýðuflokkurinn er yfirlýstur hluti þess fjórflokkakerfis sem BJ hefur barist af hörku gegn, allt fram á þennan dag einsog marg- frægt viðtal við Guðmund Ein- arsson vottar. Aftur komu þeir samt. Þing- sætin heilla. Útí móa geta svo hugsjónirnar orpist í moldu og ryki. Þær skipta ekki lengur máli. Össur Skarphéðinsson Laugardagur 4. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.