Þjóðviljinn - 04.10.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 04.10.1986, Side 14
MINNING ALÞYÐUBANDALAGHE) Vesturland Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður haldinn í Rein á Akranesi, sunnudaginn 5. október kl. 14.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Skipun í verkalýðsmálaráð Abl. 3) Umræður um þriðja stjórnsýslustigið. Framsaga Skúli Alexandersson. 4) önnur mál. - Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðsins á Norðurlandi vestra verður um næstu helgi á Siglufirði og hefst laugardaginn 4. október kl. 14.00 í Suðurgötu 10. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins verður á fundinum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnln. Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn laugar- daginn 4. október n.k. í Alþýðuhúsinu og hefst hann kl. 13.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum öll. stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 6. október. Dagskrá: 1) Bæjarstjórnarfundur 7. október. 2) Kjaramál bæjarstarfsmanna. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Almennur félagsfundur verður haldinn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 9. október klukkan 20.30. Fundarefni auglýst síðar. - Stjórnln. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til aðalfundar fimmtudaginn 9. októ- ber kl. 20.30 á Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Breytingar á reglum bæjarmálaráðs 3. Stjórnmálaviðhorfið, kosningar og þingsetning. Framsaga: Geir Gunn- i arsson 4. Önnur mál. Stjórnln Alþýðubandalagið Siglufirði Almennur fundur Almennur stjómmálafundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði nk. laugardag 4. október og hefst kl. 16.30. Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds verða á fundinum. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið Suðurland Aðalfundur Kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs AB á Suðurlandi verður haldinn í Ölfusborgum dagana 11 .-12. október. Aðalmál fundarins, aðalfundarstörf, forvalsreglur, forvalsdagar, önnur mál. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson. Matur og gisting á staðnum, svo tilkynna þarf þátttöku í tíma, vegna undir- búnings. Stjórn kjördæmisráðs ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Dagskrá landsþings ÆFAB 3. - 5. okt. 1986 í Olfusborgum Föstudagur 3. okt.: 20.00 Setning Kristín Ólafsdóttir. 20.20 Skýrslur fluttar, umræður: a) fram- kvæmdaráðs, b) gjaldkera, c) deilda, d) Utanríkismálanefndar, e) Verka- lýðsmálanefndar, f) Birtis. 23.00 Lagabreytingar og hópvinna kynnt. 23.30 Hlé. Laugardagur 4. okt.: 9.00 Lagabreytingar, fyrri umræða. 10.00 Hópavinna: a) unnið að þingmál- um, b) Almenn stjórnmálaályktun, c) lagabreytingar. 12.00 Matur. 13.00 Nýjar aðferðir í baráttunni gegn vígbúnaðarkapphlaupinu og efnahag- skreppunni í heiminum, framsaga: Olafur Ragnar Grímsson. 14.45 hlé. 15.00 Verkalýðshreyfingin og viðfangsefni hennar á komandi vetri, fram- saga: Ásmundur Stefánsson. 16.45 hlé. 17.00 Hópavinnu framhaldið. 20.00 matur. 21.30 kvöldbæn. Sunnudagur 5. okt.: 9.00 Lagabreytingar seinni umræða. 10.00 Hópavinna, niðurstöður. 12.00 Matur. 13.00 Kosningar framundan og Alþýðubandalagið, framsaga: Svavar Gestsson. 14.45 hlé. 15.00 Kosningar. 16.30 Þingslit. Þingið er opið öllum ÆF-fólögum. Þátttökugjald er 1.500 kr., innifalin ein heit máltíð á laugardagskvöldinu. Fólagar sem greiða þurfa háan ferða- kostnað utan af landi fá Vz fargjaldið greitt. Skráið ykkur sem allra fyrst, vegna takmarkaðs fjölda svefnplássa. Nánari upplýsingar færð þú hjá önnu á skrifstofunni í síma 17500. - Framkvæmd- aráö ÆFAB. Skúll Ami Sæmundsson hreppstjóri Stóru-Mörk fœddur 30. nóv. 1909 - dáinn 28. sept. 1986 Að lýsa sínum nánustu er erfitt og alltaf hlutdrægt, en getur gefið mynd, sem aðrir þekkja síður. Faðir okkar var hæglætismað- ur, sem ekki bar tilfinningar sínar á torg, en hlýjuna mátti samt skynja, þó ekki væru mörg orð þar um höfð. Þessi fáu orð sögðu oft mikið. Hann var bóndi og vann starf sitt sem siíkur. Ekki síður vann hann fyrir bændur, því hann trúði á félagslegt framtak, var enda ó- sínkur á tíma sinn og heilsu í þess þágu. Það var ekki ósjaidan að sest var við skriftir þegar aðrir tóku sér hvfld að dagsverki ioknu. Það voru oftast skriftir er snertu hans félagslegu embætti. Þau voru Iíka mörg dagsverkin, sem fóru í ferðir á aðra bæi varð- andi þetta félagsmálavafstur. Fundirnir voru líka ófáir, sem sækja varð. Við krakkarnir ergðum okkur oft yfir þessu, þegar við vorum sett í verk, en hann farinn á fund eða bæi. Með aldrinum og aukinni lífsreynslu var okkur það ljóst, að hér var í reynd um fórn- fúst starf að ræða, sem sjaldnast gaf nokkuð í aðra hönd í mynd peninga. Honum var vel ljóst að við búum í samfélagi og það krefst fórna að viðhalda því og bæta. Það sannaðist hinsvegar á honum, að á slíka menn hlaðast oft fleiri félagsleg störf en góðu hófi gegnir og væri æskilegt að dreifa þeim á fleiri herðar. Okkur býður í grun, að hann hafi ekki endilega verið valinn í þessi störf af því að hinir hafi viljað losna við þau, heldur hafi honum verið treyst fyrir þeim. Hann gerði ör- ugglega sitt besta. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“, var sagt um gamlan nágranna okkar, Björn úr Mörk, og þótti tvírætt hrós. Hitt orkar ekki tvímælis að móðir okkar, Lilja Ólafsdóttir, tók oft að sér hlutverk húsbónd- ans, þegar hann var af bæ. Þetta var ekki alltaf auðvelt með mikla ómegð, því við systkinin erum níu. Fyrri hluta ævinnar vann hann á búi foreldra sinna í Stóru- Mörk, Sæmundar Einarssonar, hreppstjóra og konu hans Guð- bjargar Jónsdóttur, en stundaði auk þess sjóróðra eins og þá tíðk- aðist. Árið 1943 gerðist hann bóndi í Stóru-Mörk. Hin féiagslegu störf hans voru Ölfusborgir Fylkingin þingar Svavar, Ásmundur og Ólafur Ragnar tala hjá ÆF í gærkvöldi hófst í Ölfusborg- um landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins og flutti Kristín Á. Ólafsdóttir setningar- ræðuna. Auk venjulegra þingstarfa fá Fylkingarfélagar til sín þrjá gesti til erindisflutnings, þá Ólaf Ragnar Grímsson, sem ræðir um baráttu gegn vígbúnaðarkapp- hlaupi og efnahagskreppu, Ás- mund Stefánsson, sem ræðir um verkalýðshreyfinguna og við- fangsefni hennar á komandi vetri, og Svavar Gestsson, sem talar um AB og kosningamar. Þingið stendur frameftir sunnudegi. margþætt. Hreppstjóri í Vestur- Eyjafjallahreppi 1943-1984, í hreppsnefnd 1954-1962. Hann sat í stjórn Jarðræktarsambands Eyfeilinga og Mýrdælinga og síð- ar ræktunarsambandinu Hjörleifi 1950-1986. Formaður Búnað- arfélags Merkurbæja í Vestur-. Eyjafjallahreppi 1946-1984. Hann var í stjórn Skógræktarfé- lags Rangæinga frá 1946, hann var formaður skólanefndar 1967- 1986, endurskoðandi Kaupfélags Rangæinga 1976-1983, fulltrúi á aðalfundum Sláturfélags Suður- lands og Mjólkurbús Flóamanna frá 1943-1984. Eitt þeirra starfa, sem mikinn tíma tók, var starf í skattanefnd, mikið starf síðara hluta vetrar og ekki erum við viss um að þar hafí hann nokkuð nálgast laun þeirra sem í dag telja fram fyrir menn, ef þau vom þá nokkur. Auk þessara starfa var hann sláturhússtjóri í Djúpadal í meira en 40 ár. Þetta starf gaf nauðsynlegar aukatekj- ur til að halda svo stórri fjöl- skyldu uppi, enda var hér lagður dagur við nótt meðan á slátmn stóð. Það skipulags- og verk- stjómarstarf, sem hann vann þama, var ekki unnið með neinum hávaða eða bægslagangi, en það virtist þó ganga snurðu- laust, eins og af sjálfu sér. Sláturhúslífið minnti á heimil- islíf og þeir senv því lifðu voru eins og stór fjölskylda, að minnsta kosti áður fyrr, meðan búið var á staðnum. Hann var þarna eins og húsbóndi á stóm heimili, fyrstur á fætur og síðast- ur í rúmið, leit eftir öllu á sinn hægláta hátt og stýrði mönnum til verka að því er virtist fyrirhafnar- laust. Hitt má vera að þessi stjórnunaraðferð, sem er svo þægileg fyrir starfsmenn, reyni all nokkuð á stjórnandann og má vera að hluti af því magasári sem hrjáði hann í mörg ár hafi átt ræt- ur þar. Sem faðir og heimilisfaðir var hann rólyndur og hlýr og sýndi oft af sér hægláta kímni. Okkur börnunum verkstýrði hann þann- ig, að oft var frekar fylgt for- dæmi, en hlýtt fyrirmælum. Samvistir okkar með honum voru fyrst og fremst í starfi eins og títt er í sveitum. Hann veitti sér ekki mikinn munað utan þess að lesa bækur. Hann las mikið, þó oft væru stop- ular stundir til slíks, en líklega hefur hann ekki oft lagst til svefns án þess að Iíta í bók. Á fyrri árum las hann oft upphátt fyrir okkur. Á síðari árum hafði hann mest gaman af ævisögum og ræddi oft um efni þeirra, sérstaklega ef um samferðamenn var að ræða. Hann tók lífinu eins og það kom með æðruleysi og dauðanum líka. Blessuð sé minning hans. Börnin. A mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. ~\jCj vl' " tfUMFEROAR RÁÐ 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.