Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
október
1986
þriðju-
dagur
227. tölublað 51. örgangur
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
Keflavíkurherstöðin
Aðmírállinn
í rannsókn
Anderson aðmíráll grunaður um að hafa notað her-
þoturnar á Vellinum til einkaþarfa. Látinn hœttafyrir
tímann
Um þessar mundir stendur yfir
rannsókn á vegum bandaríska
flotans á stjórnunarstörfum
Edwin K. Anderson aðmíráls á
Keflavíkurflugvelli, sem meðal
annars beinist að því hvort hann
hafi notað herflugvélakostinn í
Keflavík til einkaþarfa. Jafn-
framt hefur verið tilkynnt að
Anderson muni láta af störfum
þann 10. þessa mánaðar eftir að-
eins 19 mánaða þjónustu, en venj-
an er að yfirmenn herliðsins á
Keflavíkurflugvelii séu hér í að
minnsta kosti 2 ár.
Þetta kom fram í frétt í banda-
ríska dagblaðinu The Washing-
ton Post þann 27. september sl.,
þar sem haft er eftir starfsmönn-
um í varnarmálaráðuneytinu í
Pentagon að rannsókin beinist að
meintu misferli í starfi er varði
einkaafnot af herþotum.
Friðþjófur Eydal blaðafulltrúi
hersins sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að hann vissi til þess
að sérstök rannsókn stæði yfir á
störfum Andersons, en sér væri
ekki kunnugt um út á hvað hún
gengi. Friðþjófur taldi að ekki
þyrfti nauðsynlega að vera sam-
band á milli rannsóknarinnar og
þess að Anderson væri nú að
hætta störfum, en vissulega væri
hefð fyrir því að aðmírálar störf-
uðu hér í um það bil 2 ár.
Eftirmaður Andersons hér á
landi verður Eric A. McVadon,
en hann starfaði áður hjá banda-
ríska hernum í Keflavík á árunum
1982-84.
Þess er skemmst að minnast að
fyrirrennari Andersons í aðmír-
álsstarfi á Keflavíkurflugvelli var
látinn hætta störfum eftir að hon-
um hafði orðið laus höndin við
aðstoðarstúlku á tannlæknastofu
herstöðvarinnar.
ólg.
Kafbátaslysið
Óttast ekki
sprengingu
Sovéski kafbáturinn Yankee-
Class sem sprenging og eldur
varð í á föstudaginn, norðaustur
af Bermuda eyjum, sökk í gær-
morgun.
Allir áhafnameðlimir, utan
þeir þrír sem fórust við spren-
ginguna, björguðust úr bátnum
um borð í flutningaskip sem hafði
verið með kafbátinn í togi síð-
astliðna nótt. Kafbáturinn er
knúinn raforku og gat borið 16
kjarnorkueldflaugar. Sérfræð-
ingur við breska flotamálaráðu-
neytið í London sagði í gær að
ekki þyrfti að óttast að sprenging
gæti orðið í kjamaoddum þeim
sem eru um borð í kafbátnum.
Ef slíkt hefði orðið hefði
geislavirkni líkast til borið suður í
höf en ekki með Golfstraumnum
í átt til íslands. Sjá nánar
Heimur, bls. 17. - IH
Kasparoff
heldur
titlinum
Tuttugustu og þriðju skákinni í
heimsmeistaraeinvíginu lauk
með jafntefli í 32. leik. Þar með
hafði Kasparoff hlotið tólf vinn-
inga gegn ellefu Karpoffs en það
dugir honum til að halda
heimsmeistaratitlinum. Þegar
skákmeistararnir stóðu upp frá
borðinu og tókust í hendur að
leik loknum brutust út mikil fagn-
aðarlæti og áhorfendaskarinn
hyllti heimsmeistarann unga með
langvinnu lófaklappi. -jt.
Sjá nánar bls. 2
Fréttahaukurinn sem hér kemur stormandi inn i miðstöð fréttamanna í Melaskóia er enginn annar en Egill Ólafsson Stuðmaður, sem var ( gær ásamt
félögum sínum við upptökur á myndskreytingu við lag sem samið hefur verið í tilefni leiðtogaheimsóknar og fréttamannamergðar á islandi. Egill er þarna í
hlutverki bandarísks fréttamanns, en Valgeir félagi hans Guðjónsson kaus sér gervi þess sovéska. Valgeir varðist allra frétta af tiltækinu, en við fáum að heyra
meira um það innan tíðar. Sjá fréttir af leiðtogafundi á síðu 5 og 6. -gg/Sig
Háskólahátíð
Tuttugu heiðursdoktorar
Þrjár miljónir í Rannsóknasjóð. Nýr fáni, heiðursdoktorar
Meðal viðburða á háskóiahá-
tíð í Háskólabíó á laugardag
var að Sverrir Hermannsson til-
kynnti að ríkisstjórnin helði
ákveðið að efla Rannsóknarsjóð
Háskólans með þremur miljón-
um, þannig að fjárveiting til
sjóðsins í ár verður alis átta mil-
jónir. Þá er gert ráð fyrir því að
fjárveiting til sjóðsins tvöfaldist á
næsta ári.
Á afmælissamkomunni í Há-
skólabíói fluttu ávörp, forseti,
menntamálaráðhera og rektor,
Sinfóníuhljómsveitin, Mótettu-
kórinn og Háskólakórinn léku og
sungu. Á hátíðinni var dreginn að
húni nýr fáni háskólans, bláhvít-
ur krossfáni með mynd Pallas
Aþenu í miðjuhring. Þar voru
einnig útnendir tuttugu heiðurs-
doktorar, þar á meðal Margrét
Danadrottning, sem því miður
komst ekki sjálf á hátíðina, og
Snorri Hjartarson, ljóðskáld.
Háskólamenn halda upp á 75
ára afmæli skólans með ýmsum
hætti áfram, og ljúka afmælishá-
tíðinni með „opnu húsi“ í skólan-
um um þarnæstu helgi. - m
Úttekt
ísland og
Þróunarlöndin
Hvernig er Þróunaraðstoð fs-
lands háttað? Allt um það í
úttekt Þjóðviljans á málinu.
Sjá bls 8 og 13