Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 8
íslenskir fjölmiðlar hafa á síð-
ustu dögum gert mikið veður út af
skilum á söfnunarfé Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar til bág-
staddra í okkar sveltandi heimi.
Ekki skal hér gerð tilraun til að
gera lítið úr þeirri umræðu enda
ávallt nauðsynlegt að velta vöng-
um yfir hjálparstarfinu og leita
leiða til að það nýtist sem best.
Hins vegar ættu íslenskir
stjórnmálamenn að líta í eigin
barm því þeir hafa skammarlega
staðið í skilum á því fjármagni
sem löggjafarsamkoma þjóðar-
innar hefur ákveðið að skuli
renna til þróunarhjálpar.
Áður en vikið verður að þess-
ari fullyrðingu er rétt að rifja í
nokkrum orðum upp sögu ís-
lenskrar hjálparstarfsemi við
þróunarlönd og aðgæta með
hvaða hætti sú hjálp hefur verið
veitt.
Herferð gegn hungri
Það er óhætt að fullyrða að allt
frá því umræður hófust hér á
landi um málefni þróunarland-
anna hafa stjórnvöld sýnt því
máli einstakt áhugaleysi. í þess-
um efnum sem og ýmsum öðrum
á alþjóðavettvangi stöndum við
íslendingar okkur mun verr en
aðrar vestrænar þjóðir. Verður
nánar vikið að því síðar. En fram-
an af var íslenskt hjálparstarf ein-
vörðungu rekið að frumkvæði fé-
lagasamtaka.
Það var árið 1965 sem Æsku-
lýðssamband íslands kom á fót
samtökunum Herferð gegn
hungri. Var strax hafin almenn
fjársöfnun í landinu og munu um
10 miljónir króna hafa safnast í
fyrstu lotu. Var því fé varið til
verkefna á vegum Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna, FAO. Meðan
Herferð gegn hungri starfaði
beitti það sér einkum og sér í lagi
fyrir fræðslu um þróunarlöndin
og vandamál þeirra jafnframt því
sem reynt var að fá stjórnvöld til
að rétta úr kútnum og taka þátt í
aðstoðinni við bágstadda. Má
segja með sanni að ætlunarverk
samtakanna hafi allvel tekist
nema ef vera skyldi síðastnefnda
markmiðið. Herferð gegn'hungri
beitti allnýstárlegum aðferðum
til að vekja almenning til vitund-
ar um hlutskipti hinna sveltandi
og muna eflaust margir eftir
hungurvökum um páska á 7. ára-
tugnum. Voru það einkum nem-
endur framhaldsskólanna sem
tóku þátt í þessu starfi og svo
auðvitað þær þúsundir manna
sem létu fé af hendi rakna til mál-
efnisins.
Kirkjan af stað
Kirkjunnar mönnum rann til
rifja hve stjórnvöld höfðu sig lítt í
frammi við aðstoðina og fljótlega
vaknaði risinn í líki miskunnsama
Þátttaka í alþjóðlegu hjálparstarfi:
ISLAND AFTAST
Á MERINNI
íár verjum við 0.063% þjóðartekna
til aðstoðar bágstöddum í heimin-
um. Afinnlendum aðilum standa
stjórnvöldsig verst. Raunhœfasta
aðstoðin við ríki3. heimsins er
sjálfstœð íslensk utanríkisstefna og
stuðningur við baráttuþeirra á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna
Samverjans. Hjálparstofnun
kirkjunnar er stofnuð árið 1969
og hóf hún þegar fjársafnanir af
myndarskap. Sú ágæta stofnun
hefur haldið sínu starfi áfram allt
til þessa dags, að vísu undir
allmikilli gagnrýni síðustu vik-
urnar.
Auk þessara aðila hefur Rauði
krossinn gengist fyrir hjálpar-
starfi og sama er að segja um ís-
lenska flóttamannaráðið sem
starfaði allnokkuð um skeið við
að aðstoða flóttamenn. Báðar
þessar síðar töldu stofnanir hafa
einbeitt sér að skyndihjálp en
Herferð gegn hungri fyrir hjálp til
sjálfshjálpar.
Tvær leiðir til
Helgarpósturinn hefur að und-
anförnu fjallað allnokkuð um
Hjálparstofnun kirkjunnar og
skal ekki farið nánar út í þá sálma
fslendingar hafa yfir að ráða þekkingu á sviði sjávarútvegs og jarðhitarannsókna sem við eigum að miðla í auknum mæli.
væli, lyf eða fatnað með skipum
eða flugvélum frá fjarlægum
löndum og að mun ódýrara sé að
senda einfaldlega peninga til al-
þjóðastofnana. Þær hafi á sínum
vegum þrautskipulagt kerfi og
Valþór Hlöðversson skrifar
Úttekt Þjóðviljans
hér. Sú umræða öll hlýtur að vera
af hinu góða ef sannmælis er gætt
en vegna þess hve slíkt hjálpar-
starf er viðkvæmt og auðvelt að
vekja upp fordóma er órökvís
gagnrýni háskaleg og getur kost-
að tugi manna lífið á þeim svæð-
um sem hjálpar er vant.
í alþjóðlegu hjálparstarfi
munu einkum tvær leiðir vera
farnar. Annars vegar sú leið sem
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur
valið, þ.e. að senda aðstoðina
beint frá hjálparlandinu. Hins
vegar að koma aðstoðinni til skila
í gegnum alþjóðastofnanir, eink-
um stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna. Hafa sérfræðingar um
hjálparstarf deilt um ágæti þess-
ara tveggja meginleiða um langt
árabil og má vel skoða
gagnrýnina á Hjálparstofnun
kirkjunnar í því ljósi.
Þeir sem hafa gagnrýnt beinu
aðstoðina benda á að allt of mikill
hluti hennar fari í kostnað. Það
kosti gífurlegt fé að senda mat-
mannskap til að útdeila fjár-
magninu á sem bestan hátt. Þær
geti einnig í krafti stærðar og pó-
litískra áhrifa náð niður verði á
matvælum og lyfjum; fengið
magnafslátt eins og það er kallað.
Talsmenn beinu aðstoðarinn-
arj t.d. þeir hjá Hjálparstofnun
kirkjunnar, hafa uppi ýmiss kon-
ar rök fyrir sínu máli. Þeir benda
á að stóru alþjóðlegu stofnanirn-
ar séu illa skipulagðar, þar sé allt
eftirlit í molum og erfitt að fylgj-
ast með því að hjálpin komist á
leiðarenda. Þá er bent á að al-
menningi hugnist betur að láta fé
af hendi rakna í einhvers konar
fslensk verkefni heldur en í al-
þjóðlegan pott þar sem framlag
Islands hverfi innan um stóru
upphæðirnar.
Samnorrænu
verkefnin
Aðstoð íslands við þróunar-
löndin, sem áður var sagt frá, lifði
í áratug. Árið 1981 var nafni
stofnunarinnar breytt í Þróunar-
samvinnustofnun íslands. Það
má segja, að með nafnbreyting-
unni hafi menn viljað ítreka raun-
verulegan tilgang starfsins. Strax
hóf stofnunin þátttöku í samnorr-
ænum verkefnum og hefur það
hingað til verið annar meginþátt-
urinn í starfinu.
Fyrstu skrefin voru stigin í
Kenya og Tansaniu, en þar hafa
íslendingar haft samráð um þró-
unarsamviunnu við aðrar nor-
rænar þjóðir. Nokkru síðar, eða
1978 var fyrir forgöngu Ólafs R.
Einarssonar hafist handa um
norrænt verkefni í Mósambík og
taka íslendingar enn þátt í þeirri
uppbyggingu. Auk þessara
þriggja landa hefur Þróunarsam-
vinnustofnunin látið Grænhöfða-
eyjar til sín taka og hefur lang-
mestur hluti aðstoðarinnar runn-
ið þangað á síðustu árum. Má t.d.
nefna að 13 miljónir króna runnu
til reksturs þróunaraðstoðar á
Grænhöfðaeyjum árið 1984 en
3.5 miljónir til Kenya, Tansaníu
og Mósambík.
Marghliða aðstoð
Mestur hluti aðstoðar Þróun-
arsamvinnustofnunar íslands er
tvíhliða, þ.e. við hjálpum ein-
hverju ákveðnu landi til sjálfs-
hjálpar. Hins vegar er langmest-
ur hluti framlaga íslands til al-
þjóðlegrar hjálparstarfsemi í
formi marghliða aðstoðar, þ.e.
fjármagn er sent til alþjóða stofn-
ana og þær verja því til ákveðinna
verkefna.
Á fjárlögum ársins í ár eru
heildarframlög til þróunarað-
stoðar og alþjóðlegrar hjálpar-
starfsemi rúmlega 85 miljónir
króna. Af þessari upphæð fara
aðeins 24 miljónir til Þróunar-
samvinnustofnunarinnar. En í
hverju er þá aðstoðin að öðru
leyti fólgin?
Langmestur hluti þessa fjár-
magns eða tæpar 40 miljónir
króna renna til Álþjóðabankans.
íslendingar eru skuldbundnir í
starfi hans sem einkum liggur í
fjárframlögum til landa sem
standa illa fjárhagslega. Ýmsar
stofnanir Sameinuðu þjóðanna
skipta á milli sín afganginum. Má
þar nefna Þróunaraðstoð SÞ og
jarðhitadeild Háskóla SÞ, en það
er dæmi um afar vel heppnað
hj álparstarf. Flóttamannastofnun
SÞ fær allnokkurt fé, Alþjóða-
nefnd Rauða krossins sömuleiðis
og sérstök matvælaaðstoð vegna
hungursneyðar, sem fær um 5
miljónir króna af fjárlögum í ár.
ísland sér á báti
Þegar borið er saman opinbert
framlag Norðurlandanna til þró-
unarsamvinnu í hlutfalli af þjóð-
arframleiðslu, kemur f ljós að ís-
land er aftast á merinni. Fyrir
allmörgum árum samþykktu
Sameinuðu þjóðirnar að betur
megandi lönd skyldu verja 1%
þjóðartekna til þróunaraðstoðar.
Var þá gert ráð fyrir að 0.7%
skyldu vera opinber framlög. ís-
land tók þátt í þessari samþykkt
en við höfum aldrei nálgast það
að standa við hana í reynd. Al-
þingi hefur margsinnis samþykkt
tillögur um að þessu marki skyldi
náð og á þinginu 1984-85 var sam-
þykkt þingsályktunartillaga þar
sem segir að á næstu sjö árum
skuli því marki náð að opinber
framlög til uppbyggingar í þróun-
arríkjum verði 0.7% af þjóðar-
framleiðslu.
Eins og áður sagði er framlag
íslands í ár 85 miljónir króna, eða
aðeins 0.063% af þjóðarfram-
leiðslu. Lætur nærri að þessi upp-
hæð þurfi að vera um 250 miljónir
á ári miðað við verðlag í dag. Það
er því ljóst að við eigum langt í
land með að ná settu marki og
þurfa stjórnmálamenn að slá
verulega undir nára ef þeir ætla
að standa við samþykkt alþingis.
_____________________ Noregur stendur sig best
Verkefni Þróunarsamvinnustofnunar íslands í Kenya, Tansaníu, Mósambík og á Grænhöfðaeyjum Norðurlandanna í aðstoð við þró-
hafa tekist vel. unarlöndin en Svíþjóð og Dan-
Raunhæfasta aðstoðin er sjálfstæð utanrikisstefna og stuðningur við baráttu undirokaðra þjóða gegn nýlendukúgurunum.
OPINBERT FRAMLAG TIL ÞRÓUNARSAMVINNU
i HLUTFALLI AF 'ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLU.
Tölur tyrir 1986 eru aætlaðar.
Heimildir: OECD, SIDA, DANIDA, NORAD, PSSl.
ísland kemst ekki ofarlega á blað hvað varðar opinber framlög til þróunarsam-
vinnu í samanburði við nágrannalöndin.
mörk fylgja fast á eftir. Þessi ríki
eru með 0.9-1.0% sinna þjóðar-
tekna í þróunaraðstoð. Raunar
eru þessi norrænu lönd ásamt
Hollandi í fararbroddi í þessum
efnum. Við íslendingar skipum
okkur hins vegar á bekk með
þeim sem verst standa sig og
erum langt að baki nokkru vest-
rænu velferðarríki.
Flytjum út þekkingu
Það er ljóst af þessum tölum að
stormurinn í kringum hina ágætu
aðstoð Hjálparstofnunar kirkj-
unnar er í vatnsglasi. Þar er um
smáupphæðir að ræða í saman-
burði við þó opinberu aðstoð sem
við eigum að veita. Þar þurfa ís-
lenskir stjórnmálamenn að taka á
sig rögg og þvo af okkur það
slyðruorð sem af fer í þessum efn-
um.
Ef við náum einhvern tíma því
markmiði að verja um 250 milj-
ónum króna árlega af opinberu fé
til alþjóðlegs hjálparstarfs kemur
upp sá vandi hvernig best sé að
verja því mikla fé. Eins og áður
sagði fer mestur hluti framlaga
okkar í dag til ýmissa stofnana SÞ
og annarra alþjóðlegra stofnana.
Eru sumar þeirra með vafasamt
orð á sér. Án efa er fýsilegasti
kosturinn að efla Þróunarsam-
vinnustofnun Islands og stórefla
bæði séríslensk verkefni og ekki
síður hin samnorrænu. Þó verða
menn að standa vel að málum og
læra af mistökum eins og þeim
sem gerð voru þegar verkefninu á
Grænhöfðaeyjum var hrundið af
stað. Við höfum yfir að ráða
mikilli sérþekkingu sem íslend-
ingarhafam.a. aflað sérísambýl-
inu við harðbýla náttúru og óblíð
náttúruöfl. Þekking okkar varð-
andi sjávarútveg getur reynst
vanþróuðum þjóðum dýrmæt og
sama er að segja um reynslu ís-
lenskra vísindamanna á sviði
eldfjallarannsókna og jarðhita.
Raunhæfasta
aðstoðin
Hitt er svo annað mál að raun-
hæfasta aðstoð íslendinga við
þjóðir 3. heimsins er að þeir láti
af stuðningi við þau ríki sem
halda þeim í heljargreipum. Á al-
þjóðavettvangi höfum við íslend-
ingar einatt skipað okkur í raðir
nýlendudrottnaranna og heima
fyrir höfum við látið kné fylgja
kviði með því að skera við nögl
aðstoð okkar. Þessu þarf að
breyta en til þess þarf pólitískan
vilja. Við eigurn að gerast
veitendur en ekki þiggjendur
þess fjár sem alþjóðlegar stofn-
anir láta renna til þróunarstarfs.
Við eigum að reka sjálfstæða ís-
lenska utanríkisstefnu og hætta
taglhnýtingshætti við risann í
vestri, sem ríkja mest hefur lagt
lóð á vogarskálar hungurs og á-
nauðar í henni veröld.
Þróunaraðstoð íslands og
utanríkisstefna okkar eru samof-
in. Á hvoru sviðinu um sig þurf-
um við að taka okkur á og hefj a til
vegs og virðingar nýja stefnu og
ný verk, sem ein eru sjálfstæðri
þjóð sæmandi.
-v.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. október 1986
1
Þriðjudagur 7. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13