Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 14
HEIMURINN
Leiðtogafundur í Reykjavík
Bjartsýni um afvopnunaimál
Þó ekki sé búist við undirritun samkomulags á undirbúningsfundi leiðtoganna hér íReykjavík í vikunni,
er vonast eftir verulegum árangri íafvopnunarmálum
Það ríkir nokkur bjartsýni á að
fundur þcirra Gorbatsjofs og Re-
agans hér í Reykjavík um næstu
helgi (sem nú er nefndur fundur
til undirbúnings leiðtogafundi í
Bandaríkjunum síðar á þessu ári)
geti orðið árangursrikur, sér-
staklega hvað varðar meðaldræg-
ar kjarnorkuflaugar í Evrópu, þó
hann muni líkast til ekki leiða til
undiritunar samkomulags.
Bæði Bandaríkin og Sovétríkin
telja að umræður um fækkun
meðaldrægra kjarnorkuflauga í
Evrópu, flaugar sem draga 1000
til 1500 km., séu álitlegasta um-
ræðuefnið til að ná einhvers kon-
ar samkomulagi í afvopnunar-
málum.
Æðstu menn ríkjanna koma til
fundar í Reykjavík með sam-
komulag í vasanaum sem glæðir
FLÓAMARKAÐURINN
íbúð óskast
Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir
að taka á leigu 2-3 herb. íbúð sem
fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og
öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í
síma 28825.
Til sölu N
4 lítið slitin nagladekk. Stærð
135x13 passar t.d. undir Fiat Uno.
Uppl. í síma 35712.
Barnabaðborð
og tvær léttar innihurðir. Uppl. í
síma 14448.
Óska eftir
að kaupa tölvuleiki fyrir Spectrum
tölvu. Beach head 2 og School
daze 1. Uppl. í síma 84023.
Vantar þig röska
konu i fiskvinnslu?
Dönsk kona vill komast í vinnu á
Islandi gegn borgun fargjalds. Er
rösk og vill vinna í ca Vfc ár. Uppl. í
síma 79089 Helga eftir kl. 6.
Antik
Til sölu mjög falleg, útskorin eikar-
húsgögn í borðstofu, borð, 6 borðs-
tofustólar og einn stærri glerskápur
og skenkur. Einstakt tækifæri. Sími
18106.
Notuð hjól
Til sölu ýmis hjól þ.á m. Mountain
bike, 18 gíra tilvalið vetrarhjól, tví-
menningshjól (Tandem) 15 gíra og
ýmis önnur hjól, stór og smá. Uppl. í
síma 621083.
Leikfimi á myndböndum
Þrjú mismunandi erfið prógrömm.
Hvert um sig klukkustundarlangt.
Leiðbeinandi er Hanna Ólafsdóttir
Forrest íþróttakennari. Nánari uþþ-
lýsingar í síma 18054 eftir kl. 18 á
kvöldin og um helgar. Sendi í póst-
kröfu.
Píanó óskast
til kaups eða leigu fyrir skólanema
utan af landi. Allar nánari upplýs-
ingar í síma 72024 eftir kl. 18.
Tvíbreið regnhlífakerra
óskast. Sími 74237.
3 gamlir pottofnar
til sölu
Uppl. í síma 17807.
Til sölu
2 Brita barnabílstólar
Uppl. í síma 23410.
Óska eftir
ódýrum húsgögnum
af öllu tagi, einnig gluggatjöldum.
Einnig ódýrum traustum bíl á
kjörum. Sími 622373 eftir kl. 18.
Gamall borðlampi
til sölu
Einnig Clairol fótnuddtæki og gam-
all skrautblómapottur og m.fl. ga-
malt. Uppl. í síma 27214.
Ársgamalt Orion
myndbandstæki tii sölu
með fjarstýringu. Uppl. í síma
18054 í kvöld og næstu kvöld.
Óska eftir að kaupa
Trip-trap barnastól og barnal-
eikgrind úr tró. Einnig óskast til
kaups gamalt rennt stofuborð, má
vera sófaborð. Uppl. í síma 29545.
Rúm til sölu
Eitt rúm 90x200 frá IKEA með dýnu
til sölu. Gott rúm. Ennfremur hjón-
arúm stórt með áföstum náttborð-
um án dýna. Einnig svefnbekkur
með rúmfagageymslu. Sími 21465
eftir kl. 17.
Svefnbekkur með 5 skúffum
til sölu
Stór rúmfataskúffa og 4 minni
skúffur. Bekkurinner í góðu ásig-
komulagi en það þarf að klæða
dýnuna. Á sama stað er einnig til
sölu 3ja sæta sófi. Selst ódýrt. Sími
18054 eftir kl. 18.
Er að leita
að gólfteppi
4 ferm. eða minna. Helst myn-
struðu. Sími 20158.
Til sölu
gamalt sófasett 4ra sæta sófi og
tveir stólar. Verð kr. 5 þús. Tveggja
manna svefnsófi getur fylgt í
kaupbæti. Uppl. í síma 35535 eftir
kl. 5.
Til sölu
kringlótt eldhúsborð
með stækkunarplötu. Verð 2.500
kr. Uppl. í sma 79936.
Mig vantar
helgarvinnu
Er 35 ára vön afgreiðslu, ræsti-
ngum o.fl. Sími 74110.
Óska eftir
að taka á leigu bás
fyrir hestinn minn í góðu hesthúsi.
Helst í Víðidal eða Hátúni. Aðrir
staðir nálægt Reykjavík koma einn-
ig til greina. Simi 75678.
Meiraprófsbílstjóri
sem vinnur vaktavinnu, vantar
aukavinnu. Uppl. í síma 45352 og
687030. Gjarnan leigubílaakstur.
Jóhann.
Tvíburakerra
óskast til kaups. Sími 672149.
Óska eftir að kaupa
lítinn hornsófa
gamla eldavél, ryksugu o.fl. helst
ódýrt. Uppl. í síma 77930. Kristín
eftir kl. 19.
Frystiskápur
Frystiskápur eða frystikista óskast.
Æskileg hæð ca 110 cm x 60 cm
breidd. Vinsamlegast hringið í síma
33966.
Viltu stærri frystikistu?
Eigum 300 I. frystikistu sem nú er
orðin of stór fyrir heimilið. Viljum
gjarnan skipta við einhvern sem á
litla kistu. Uppl. í síma 19937.
Úrvals kartöflur
Lífrænt ræktaðar og því án allra
eiturefna (s.s. arfaeyðis og þh). 4
tegundir. Seljast í 20 kg pokum, 50
kr pr. kg. Heimkeyrsla innifalin.
Uppl. í síma 10282, eftir kl. 17.
Nærandi samskipti
- nudd
Helgin 11. og 12. október verður
haldið námskeið sem gefur þér kost
á að læra nýjar samskiptaaðferðir
sem reynst geta gagnlegar jafnt í
starfi og einkalífi. Leiðbeinandi
John Witt. Kynningarkvöld föstu-
daginn 10. október. Nánari uppl. í
síma 18795 frá kl. 10-12 og 17.30-
19.30. Islenskur Gestaltskóli.
Frá síðasta leiðtogafundi, í Genf.
mjög vonir manna, þó lítið hafi
farið fyrir því samkomulagi að
undanförnu. Það var samningur
sem undirritaður var á „Ráð-
stefnu um gagnkvæmt traust, ör-
yggi og afvopnun í Evrópu“,
Conference on Confidence- and
Security- Building Measures and
Disarmament in Europe". Oftast
hefur þessi ráðstefna hins vegar
verið nefnd „Öryggismálaráð-
stefnan í Stokkhólmi". Þar var
gerður samningur með 35 þjóð-
um sem í aðalatriðum snerist um
gagnkvæmt eftirlit Evrópuþjóða
með hernaðarumsvifum til þess
að minnka hættuna á „slysi", þ.e.
átökum í Evrópu. Þessi samning-
ur er fyrsti hernaðarsamningur-
inn á þessum áratug milli austurs
og vesturs sem eitthvað kveður
að.
Það sem fyrst og fremst virðist
hins vegar standa í veginum fyrir
drögum að samkomulagi er SDI
áætlun Bandaríkjanna, áætlunin
um varnaskjöld í geimnum gegn
kjarnorkuáras á Bandaríkin, eða
„Stjörnustríðsáætlunin" eins og
hún er oft nefnd. Hingað til hefur
Reagan Bandaríkjaforseti ekki
viljað nota þessa áætlun við
samningaborðið. Hann hefur,
allt frá því hann kynnti þessa
áætlun, haldið því fram að hún
gæti gert hefðbundin kjarnorku-
vopn úrelt. Þeir eru hins vegar
ekki margir sem hafa trú á að
þessi áætlun geti' orðið nokkuð
annað en draumsýn í höfði Reag-
ans þó ýmis not megi hafa af þeim
rannsóknum sem verða í tengs-
lum við áætlunina.
100 odda hugmyndin
Samningamenn risaveldanna
tveggja hafa rætt þessa Stjörnu-
stríðsáætlun í Genf frá því í mars
á síðasta ári, ásamt geimvopnum
og meðaldrægum kjarnorku-
flaugum. Hvað varðar meðal-
drægar kjarnorkuflaugar er nú
rædd hugmynd að samkomulagi
sem felur í sér að hvort risaveldið
um sig hafi yfir að ráða ekki fleiri
en lOOkjarnaoddum (Evrópu. Ef
slíkt samkomulag yrði að veru-
leika myndi það þýða fækkun úr
572 kjamaoddum í Pershing-2 og
Cruise flaugum Bandaríkjanna í
Vestur-Evrópu. Sovétríkin yrðu
að fækka í sínu 800 kjarnaodda
vopnabúri SS-20 flauga sinna.
Sovétríkin hafa hins vegar fallið
frá kröfu sinni um að kjarnorku-
vopn Breta og Frakka verði inni-
.falin í slíku samkomulagi.
Þá eru risaveldin ekki ásátt um
stöðu mála í Asíu. Þar vilja
Bandaríkjamenn fækkun sové-
skra meðaldrægra flauga úr rúm-
lega 500 í 100 kjarnaodda.
NATO vill einnig takmarkanir á
fjölda skammdrægra flauga í Evr-
ópu en Sovétmenn vilja slíkt ekki
inn í samninga að sinni.
Deilt um
„Stjörnustríö“
Eins og fyrr sagði, snýst deilan
fyrst og fremst um „Stjörnu-
stríðsáætlunina“ og þar virðist
vera langt í samkomulag. Gor-
batsjof lýsti því yfir á föstudaginn
að SDI væri skref í átt til stríðs og
hann kæmi til fundar við Reagan í
Reykjavík til að draga úr þessari
hættu á átökum. Reagan heldur
því fram að þetta varnarkerfi
geti, ef bæði stórveldin notast við
það, forðað heiminum frá þeirri
ógn sem stafar af kjarnorkuflaug-
um. Sovétríkin halda þvi hins
vegar fram að það ríki sem hafi
yfir þessu varnarkerfi að ráða geti
ráðist að öðrum án þess að hægt
væri að svara þeirri árás.
í ræðu á þingi Sameinuðu
Þjóðanna í síðasta mánuði bauð
hann seinkun á uppsetningu SDI
kerfisins um 7 1/2 ár. Á þeim tíma
myndu Bandarikin fylgja ABM
samningnum svonefnda frá 1972.
í þeim samningi er einmitt, að
áliti Sovétmanna, komið inn á
kerfi á borð við SDI. Það liggur
hins vegar ljóst fyrir að engin leið
verður að koma SDI kerfinu upp
fyrir þann tíma þannig að frestun
um 7 1/2 ár hljómar nokkuð ein-
kennilega. Og Reagan lagði í
ræðu sinni áherslu á að hvort sem
samningur hefði verið gerður
fyrir lok þessa rúmlega 7 ára
tímabils, myndu Bandaríkja-
menn telja sig frjálsa að því að
halda áfram SDI áætluninni, ef
hún reyndist fýsileg. Þrátt fyrir
þessa stöðu mála með SDI, eru
nú taldar líkur á að möguleiki
verði á einhvers konar málamiðl-
un, þá í átt að því tilboði sem
Gorbatsjof hefur lagt fram, um
að ABM samningnum verði fylgt
í 15-20 ár.
Tilraunabannið
Þá má ekki gleyma tilrauna-
banni Sovétmanna með spreng-
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. október 1986
ingu kjarnorkusprengja. Þeir
hafa stöðugt þrýst á Bandaríkja-
menn um að taka þátt í þessu til-
raunabanni. Bandaríkjamenn
hafa hins vegar þverskallast við,
hingað til. Þeir segja að erfitt
verði að koma við eftirliti með
þvf að slíkt bann yrði haldið.
Bandarískir vísindamenn sýndu
hins vegar fram á það í sumar
þegar þeir fóru til Sovétríkjanna
að slíkt eftirlit er vel mögulegt.
Gorbatsjof kemur með þetta
tromp í hendinni til fundar við
Reagan. Hjá Reagan eru hins
vegar heimaslóðir ofarlega í huga
þegar hann kemur til fundar við
Gorbatsjof. í næsta mánuði
verða þingkosningar í Bandaríkj-
unum og það verður bónus fyrir
hans flokk, að hann skuli hafa
fallist á leiðtogafund nú. Þá er og
sagt að Reagan sé einnig að velta
því fyrir sér að hans verði ekki
aðeins minnst í alþjóðastjórn-
málum sem vígbúnaðarsinna eftir
að hann hefur látið af embætti
forseta, innan tveggja ára. Hon-
um veitir ekki af andlitslyftingu
heima fyrir eftir niðurlægjandi
ósigur í atkvæðagreiðslu Öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings um
refsiaðgerðir gagnvart S-Afríku.
-IH
grammj
Laugavegi 17 101Reykjavik
Simi 91 -1 20 40 / 1 98 73