Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 15
Myricvun í
myrkvanum
Sólmyrkvinn á föstudag
myrkvaði fleira en flokksþing
krata; í Þjóðviljanum myrkvaðist
myndatexti og hvarf í buska, og
skal reynd leiðrétting. Myndirnar
tvær á forsíðunni tók Ari af
Öskjuhlíð, í gegnum svarta
filmu, og er sú til hægri af þeim
atburði að hálfmyrkvuð sól hníg-
ur til viðar. í laugardagsblaðinu
voru sólmyrkvamyndirnar kenn-
dar öðrum ljósmyndara, sagðar
teknar á öðrum stað, og ekkert
getið um filmuna, - að auki til-
tekinn rangur tími á myrkvann, -
og var þetta allt saman raunar í
rökréttu framhaldi af myrkva-
frétt blaðsins á föstudag þarsem
saman hrönnuðust prentvillur og
ranghugsun í dæmigerðum myrk-
um stíl. Lesendur eru beðnir að
halda ró sinni, næsti myrkvi er
ekki fyrr en árið 2006. Mynd:
Ari.
Síðustu
fræðingar
frá
Hjúkrunar-
skólanum
Nýi hjúkrunarskólinn
útskrifar
hjúkrunarfrœðinga með
ýmiss konarsérnám
Síðustu hjúkrunarfræðingarn-
ir voru brautskráðir frá Hjúkr-
unarskóla fyrr í suinar. Alls luku
þá 62 nemendur hefðbundnu
hjúkrunarnámi og 30 hjúkrunar-
fræðingar luku þriggja anna
námi í hjúkrunarstjórnun.
Hjúkrunarskóli Islands hefur
starfað í 55 ár og útskrifað yfir
tvöþúsund hjúkrunarfræðinga.
Héðan í frá verður allt grunnnám
í hjúkrunarfræði kennt við Há-
skóla íslands. Kennsla náms-
brautar í hjúkrunarfræði sem
fram hefur farið í húsnæði
skólans undanfarin ár verður þar
áfram.
6 hjúkrunarfræðingar luku
námi í skurðhjúkrun við Nýja
hjúkrunarskólann á dögunum en
7 eru enn í námi í svæfingahjúkr-
un. Fyrirhugað sérnám við Nýja
hjúkrunarskólann á næsta ári er í
hand- og lyflækningahjúkrun,
gjörgæsluhjúkrun, geðhjúkrun
og heilsugæsluhjúkrun.
SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA
SAUÐÁRKRÓKI
óskar eftir að ráða eftirtaiið starfsfólk.
1. Hjúkrunarfræðing nú þegar á nýja hjúkrunar-
og ellideild.
2. Hjúkrunarfræðinga - 2 stöður - á sjúkradeild
frá 1. jan. 1987.
3. Sjúkraliða nú þegar og frá 1. jan. 1987.
4. Röntgentækni í 50% stöðu á nýja og vel út-
búna röntgendeild, frá 1. des. 1986.
Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri á
staðnum í síma 95-5270.
PÓST- OG
SfMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
VERKAMENN
við jarðsímalagnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Nánari upplýsingar veita verkstjórar jarðsíma-
deildar, Suðurlandsbraut 28 og í síma 26000.
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án
frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð
ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu
auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Söluskatti fyrir apríl, maí og júní 1986, svo og
söluskattshækkunum álögðum 22. maí 1986 -
30. sept. 1986; vörugjaldi af innlendri framleiðslu
fyrir apríl, maí og júní 1986; mælagjaldi af dísil-
bifreiðum, gjaldföllnu 11. júní svo og
skemmtanaskatti fyrir jan., febr., mars, apríl maí
og júní 1986.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
1. okt. 1986
Hjúkrunarfræðingarnir 62 sem voru þeir síðustu er luku því námi við Hjúkrunarskólann, en alls hafa rúmlega 2000
hjúkrunarfræðingar verið útskrifaðir.
Þessir 6 hjúkrunarfræðingar luku á dögunum sérnámi í skurðhjúkrun við Nýja
hjúkrunarskólann. Þær heita talið frá vinstri: Klara Gunnarsdóttir, Elin Yrr
Halldórsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, AldaGuðrún Jörundsdóttir, Þórunn Kjart-
ansdóttir og Arna Sigríður Brynjólfsdóttir. Fyrir framan sitja þær María Péturs-
dóttir skólastjóri og Laura Sch. Thorsteinsson námsstjóri.
Vilja kvöld-
matariilé
Uppeldismálaþing Kennara-
sambandsins hefur gert sam-
■þykkt þar sem vakin er athygli
forráðamanna ríkisútvarpsins/
sjónvarps og íslenska sjónvarps-
félagsins á því að kvöldverðart-
íminn er oft eina stund dagsins
sem íslenskar fjölskyldur hafa til
að vera saman.
Kennurum er ljóst hversu
mikilvæg þessi samverustund er
foreldrum og börnum og vilja því
leggja til að hlé verði gert á út-
sendingu frá kl. 18.30-19.30.
Jafnframt fagnar þingið því að
barnaefni sjónvarpsins hefst nú
fyrr að deginum en verið hefur.
DJÚÐVILJINN
0 68 18 66
Tíiniim
0 68 63 00
Blaðburður e
Tunguvegur19 - út
Skógargerði
Austurgerði
Sogavegur214 - út
Litlagerði
Bjarkargata
Hringbraut 22-34
Skothúsvegur
Tjarnargata
Suðurgata að hringtorgi
Hafðu samband við okkur
DJÚÐVIIJINN
Síðumúla 6
0 68 13 33