Þjóðviljinn - 07.10.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 07.10.1986, Síða 16
WE OFFER EXPERTISE FOREIGN EXCHANGE SERVICES Branch Offices in two major Reykjavík hotels Hotel Saga Branch Hotel Esja Branch ÍBÚNAÐARBANKI ÍSLANDS 'The Agricultural Bank of Iceland Head Office - Austurstræti 5 Sjálfstœðisflokkurinn Vilja ekki í prófkjör Stjórn kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi hef- ur ákveðið að leggja til að hætt verði við prófkjör flokksins í kjördæminu fyrir komandi al- þingiskosningar, vegna dræmra undirtekta flokksmanna. Aðeins 9 gáfu kost á sér í próf- kjörið og enginn Suðumesja- maður þrátt fyrir að fast hafi ver- ið þrýst á menn. í stað prófkjörs fer að öllum líkindum fram skoð- anakönnun meðal trúnaðar- manna flokksins í kjördæminu um skipun 6 efstu sætanna. Fjölmiðlafár hefur geysað í landinu síðustu daga en sumum þótti nóg um þegar þessi fólksbíll lagðist á hliðina fyrir utan ríkisútvarpið við Skúlagötu ffyrrakvöld. Engin slys urðu á fólki þrátt fyrir að bílstjórinn hefði ekki þótt fulifær í aksturinn. Mynd: Sig. nioowuiNN iirfmrtir t jw ara 1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA_Prlðjudagur 7. október 1986 227. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Stálvík Beðið eftir ríkinu Enn verkfall í Stálvík Óskað hefur verið eftir tryggingufrá ríkissjóðifyrir láni Sjónvarp Mistök að auglýsa að voru mistök að auglýsing- atími skyldi vera settur inn i dagskrárliðinn og slíkt gerist ekki aftur, hér er ekki um stefnubreyt- ingu að ræða varðandi auglýsing- atíma í Sjónvarpinu, sagði Hörð- ur Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins um auglýsingat- íma sem birtist inni í miðri dag- skrá um sögu Sjónvarpsins fyrir stuttu og sagt var frá í Þjóðviljan- um í síðustu viku. Hörður sagðist telja reglugerð um auglýsingar í útvarpi skýrar, „Þær kveða skýrt á um að auglýs- ingar eiga að vera á milli dag- skrárliða“, sagði Hörður. „Það eru til undantekningar á þessu sem benda má á, en þær eru að- eins reglunni til sönnunar“, sagði hann.. IH Starfsmenn skipasmíðastöðv- arinnar Stálvíkur hf. eru enn í verkfalli, en þeir efndu til verfalls á mánudaginn í síðustu viku vegna ógreiddra launa sem þeir eiga hjá fyrirtækinu. Eftir fund sem starfsmenn fyrirtækisins héldu í síðustu viku með Ásmundi Stefánssyni for- seta ASÍ, Guðjóni Jónssyni for- manni félags járniðnaðarmanna og Láru Júlíusdóttur lögfræðingi ASÍ, fékkst það í gegn að starfs- menn fengu hluta af launum sín- um greidd. Samkvæmt heimild- um Þjóðviljans fengu þeir sem eru á vikulaunum og áttu ógreiddar 3 vikur, 1 viku greidda, og þeir sem eru á mánaðar- launum og áttu 2 mánuði ó- greidda, 1 mánuð greiddan. Að sögn heimildarmanns er nú beðið eftir niðurstöðum viðræðna við fulltrúa stjómvalda, en óskað hefur verið eftir því að fyrirtækið fái tryggingu frá ríkissjóðí fyrir láni sem ætlað er að leysa fyrir- tækið úr lausafjárskuldum að meðtöldum ógreiddum launum starfsmanna. Niðurstöður úr þessum viðræðum er að vænta á morgunn. -K.ÓI. Alþýðuflokkur Rússnesk kosning hjá krötum Forystan endurkjörin. BJ-menn ístjórnir. Kynjakvóti samþykktur Flokksforystan var endurkjör- in nær einróma á Alþýðuflokks- þinginu í Hveragerði um helgina. Jón Baldvin Hannibalsson fékk 215 atkvæði af 219 í formanns- kjöri, og Jóhanna Sigurðardóttir öll nema eitt sem varaformaður. Árni Gunnarsson var kjörinn rit- ari, Geir Gunnlaugsson gjaldkeri og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir for- maður framkvæmdastjórnar. Fyrrverandi BJ-menn eru nú sestir í æðstu stjórn Alþýðuflok- ksins. Sigurjón Valdimarsson náði kjöri í framkvæmdastjórn og þeir Jón Bragi Bjarnason, Karl Th. Birgisson og Vilhjálmur Þor- steinsson sitja í 30 manna flokks- stjórn. Á þinginu var mótuð eða ítrek- uð flokksstefna um ýmis málefni. Þingið vill taka upp undanþágu- lausan virðisaukaskatt, stighækk- andi stóreignaskatt, skatt af vöx- tum og verðbréfasölu og stað- greiðslukerfi útsvara. Það lagði til að við þingkosningar yrði greitt þjóðaratkvæði um einn líf- eyrissjóð allra landsmanna sem taki til starfa 1991, og þingið ít- rekar stefnu flokksins um að bæta við þriðja stjórnsýslustiginu. Flokksþingið vísaði tiilögu um endurskoðun herstöðvasamn- ingsins til stjómar og hefur óbreytta afstöðu til hers og Nató- aðildar. Þá voru á þinginu samþykktar reglur um kynjakvóta, líkt og í Alþýðubandalaginu, þannig að í helstu apparöt flokksins hafi hvort kyn 40% svo framarlega sem nógu margt er í framboði. í stjórnmálaályktun sem sam- þykkt var einróma á þinginu er meðal annars fagnað inngöngu BJ-þingmanna og megináhersla lögð á að „sameina alla íslenska jafnaðarmenn undir merkjum Alþýðuflokksins". Þar segir einnig að launafólk hafi „bitra reynslu af stjórnarsamstarfi nú- verandi stjómarflokka.“ Margt bendi til að þeir hyggi á áfram- haldandi samstarf að kosningum loknum. Það verði að koma í veg fyrir „helmingaskiptastjórnir íhalds og framsóknar eru verstu ríkisstjórnir sem þjóðin getur fengið yfir sig.“ Sjá viðtal við Jón Baldvin bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.