Þjóðviljinn - 07.10.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.10.1986, Qupperneq 5
Sjónvarpsstöðvar hafa mikinn viðbúnað eins og við var að búast. CBS hefur lagt undir sig Félagss- tofnun stúdenta og hér er unnið að því að koma upp vinnuaðstöðu á þaki hússins. Mynd Sig. Þegar Þjóðviljamenn komu í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli voru starfsmenn CBS, NBC og ABC í óða önn að gera klárt fyrir útsendingar, koma upp jarðstöð og fleira og fleira. Mynd Sig. Fréttamenn Þeir bandarísku þurftafrekir Fréttamenn hvaðanæva úr heiminum eru nú að búa sig undir stórviðburðinn um helgina, fundi þeirra Reagans og Gorbat- sjofs og má víða um borgina sjá margt manna vinna að ýmis kon- ar undirbúningi fyrir fréttaflutn- ing til heimsbyggðarinnar. Bandarísku sjónvarpsstöðv- arnar ABC, NBC, CBS og CNN eru einna fyrirferðarmestar hvað þetta varðar og verða að teljast verulega þurftafrekar á pláss og aðstöðu. Þær þrjár fyrst töldu eru að koma sér upp aðstöðu í Flug- skýli eitt á Reykjavíkurflugvelli, þar sem komið hefur verið upp jarðstöð og öllum nauðsynlegum búnaði öðrum. CBS hefur lagt undir sig Fé- lagsstofnun stúdenta og Gamla garð og þar innanhúss er allt með öðru sniði en áður. Þegar Þjóð- viljinn kom þar í gær voru menn í óða önn að koma upp húsi ofan á þaki hússins þar sem blaðamanni var tjáð að ætti að vera stúdíó. í garðinum hefur verið komið fyrir jarðstöð. Þessir bandarísku risar voru fljótir til þegar tilkynnt var að fundað yrði á Höfða og í gær bár- ust fregnir af tilraunum þeirra til þess að tryggja sér aðstöðu í hús- um í nágrenni Höfða. Undirbúningsvinna í Haga- skóla og Melaskóla hófst um helgina, en þar verður miðstöð fréttamanna. í Melaskóla fá sjón- varpsmenn aðstöðu og verða starfsmenn íslenska sjónvarpsins þeim þar innan handar. í Haga- skóla fá aðrir fréttamenn inni. í báðum skólunum er verið að koma fyrir nauðsynlegum bún- aði. Skólarnir verða opnir allan sólarhringinn og er reiknað með að útsendingar frá Melaskóla geti hafist á fimmtudaginn. Þegar hafa 54 sjónvarpsstöðvar tilkynnt að þær muni notfæra sér aðstöðu- na í Melaskóla. -gg Gorbatsjof á Baltika? Reagan kemur á fimmtudaginn. Gorbatsjofogfrú á föstudaginn Leiðtogafrú Margtaðsýna Við erum rétt að byrja að setja saman hugmyndir að dagskrá fyrir heimsókn Raisu Gorbatsjofs hingað. Það er óneitanlega margt sem við höfum áhuga á að sýna henni, sagði Edda Guðmunds- dóttir eiginkona Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi, en það hefur komið í hennar hlut að hafa ofan af fyrir eiginkonu Gorbatsjofs. Sovéski sendiherranna til- kynnti forsætisráðherrahjónun- um um helgina að Raisa myndi koma til íslands með eiginmanni sínum, en enn er talið ólíklegt að Nancy Reagan komi. Lýst hefur verið yfir því að hún muni ekki koma og ekkert bendir enn til þess að þeirri ákvörðun verði haggað þrátt fyrir komu Raisu. Edda sagði í gær að hugmyndir að dagskrá yrðu lagðar fyrir Ra- isu og reiknað með að hún hefði einhverjar sérstakar óskir varð- andi dvölina hér. Það skýrist væntanlega alveg á næstunni hvað þær munu taka sér fyrir hendur um helgina, en telja verð- ur líklegt að farið verði m.a. á Gullfoss og Geysi, Þingvöll og fleiri merka staði. -gg Raisa kemur með manni sínum á föstudaginn, en ekki er enn vitað hvað hún og Edda munu hafa fyrir stafni þessa tvo daga sem Raisa dvelur hér á landi. Leigumarkaðurinn greiða himinháa leigu Gestir Eg er að vona að gistivandinn leysist að mestu með gistingu í heimahúsum. Það eru allar líkur á því, nema yfir okkur komi við- bótargusa af fólki, sagði Birgir Þorgilsson hjá Ferðamálaráði í samtali við Þjóðviljann í gær. Framboð á gistingu í heima- húsum hefur verið gífurlegt síðan ljóst varð að hótelin myndu ekki geta tekið við öllum þeim fjölda sem hingað kemur vegna leiðtog- afundarins. í gær voru á skrá hjá ferðaskrifstofunni 600 rúm í heimahúsum sem enn hefur ekki verið ráðstafað. Ýmsir hafa notfært sér þetta ástand og leigt húsnæði sitt fyrir offjár og eru tölurnar sem ganga á þeim markaði hreint ótrúlegar. Dæmi eru um að fjögurra her- bergja íbúð hafi verið leigð í tíu daga fyrir 220 þúsund krónur og þriggja herbergja fyrir 170 þús- und krónur. Þetta er lygi líkast og víst að þeir eru ekki öfundsverðir sem eru að leita sér að húsnæði þessa dagana og geta ekki snarað út slíkum upphæðum upp í leigu í fáeina daga. En viðskipti sem þessi fara ekki fram fyrir milligöngu Ferða- skrifstofu ríkisins. Þeir sem leigja húsnæði fyrir milligöngu hennar fá 1600 krónur fyrir eins manns herbergi og 2400 fyrir tveggja manna. í báðum tilvikum verður morgunverður að fylgja. Birgir sagði í gær að enn hefðu engar áreiðanlegur upplýsingar Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti kemur til íslands á fimmtudagskvöldið, iíklega um kl. 19.00. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Matthías Mathiesen utanrikis- ráðherra og fáeinir embættis- menn munu taka á móti forsetan- borist um fjölda þeirra sem koma til landsins í fylgd með leiðtogun- um. „Þeir lofa að segja okkur þetta um leið og þeir geta, en þetta er ekki komið á hreint enn. Viðkvæðið er alltaf að þetta skýrist á morgun," sagði Birgir í gær. -gg um á flugvellinum, en síðan held- ur hann rakleitt til bústaðar bandaríska sendiherrans. Að sögn Magnúsar Torfa Ól- afssonar blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar er síðan búist við að flugvél Gorbatsjofs lendi á Kefla- víkurflugvelli á föstudagskvöld- ið, en ekki er enn vitað með vissu um komutímann. Reagan fer í stutta kurteisis- heimsókn að Bessastöðum milli nóns og miðaftans á föstudaginn. Mögulegt er að Gorbatsjof heilsi einnig upp á Vigdísi á föstudag- inn, en það ræðst af því hvenær hann kemur til landsins. Komi hann seint, má búast við að hann komi að Bessastöðum að morgni laugardags. Þá tekur alvaran við. Magnús sagði í gær að leiðtogarnir myndu hittast fyrst fyrir hádegi á laugar- daginn og síðar þann sama dag halda þeir annan fund. Þriðji og síðasti fundur þeirra verður svo á sunnudaginn og lýkur heimsókn- inni þar með. Ekki er vitað hve- nær þeir fara af landi brott. Eins og komið hefur fram mun bandaríkjaforseti búa í bústað bandaríska sendiherrans við Laufásveg. Síðdegis í gær var ekki ljóst hvar sovéski leiðtoginn mun búa, en hugmyndir eru uppi um að hann muni áamt konu sinni halda til um borð í sovéska skipinu Baltika, sem nú er á leið til landsins. Einnig hefur verið rætt um að þau muni búa á Hótel Sögu, en það skýrist væntanlega í dag eða á morgun. -gg Alkirkjuráðið Vér minnumst yðar Afundi Framkvæmdanefndar Alkirkjuráðsins í Reykjavík var lýst djúpum áhyggjum yfir vígbúnaðarkapphlaupinu. Lífsnauðsyn ber til að endi verði bundinn á allar frekari tilraunir með kjarnorkuvopn. Vér vonum að fundur leiðtoganna leiði oss nær því marki að kjarnorku- vopnum verði eytt, segir m.a. í bréfi Emilio Castro fram- kvæmdastjóra Alkirkjuráðsins, sem hann hefur sent þjóðkirkj- unni. Castro leggur í bréfi sínu áherslu á að vígbúnaðarkapp- hlaupinu linni og segir: Vér minnumst yðar er þér biðjið fyrir fundi Reagans forseta og Gorbat- sjofs aðalritara, sem halda á í landi yðar í næstu viku...Vér tökum þátt í bænum yðar um að guð megi leiða leiðtogana í störf- um þeirra. “88 Þriðjudagur 7. oktober 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.