Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Vinstra samstarf I hartnær fjögur ár hafa landsmenn búið við samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Einsog alla rekur minni til hóf sú stjórn feril sinn með því að efna til einnar stórfelldustu kjara- skerðingar í sögu lýðveldisins. Hún virðist nú einnig ætla að Ijúka lífi sínu með því að búa svo um hnúta, að einn stærsti happdrættisvinningur sem þjóðin hefur hlotið í formi margumrædds góðæris muni sigla rakleiðis framhjá pyngjum alls þorra almennings og hafna í vösum þeirra, sem þó höfðu ærin efni fyrir. Jafnframt bendir nú margt til þess, að tvíflokk- arnir hyggist deila ríkisstjórnarsænginni áfram að loknum kosningum. Ftaddir þeirra sem innan Sjálfstæðisflokksins mæltu gegn áframhald- andi samstarfi við Framsókn hafa hljóðnað. Innan Framsóknar hefur þeim svo einnig eflst ásmegin sem tala fyrir framlengingu á hjóna- bandinu við íhaldið. Ástæðan er einföld: Góðærið. Óstjórn tvíflokkanna var búin að koma meiri óreiðu á ríkisfjármálin og efnahagsstjórnunina í þjóðfélaginu en dæmi voru til um áður. Bú- hnykkir góðærisins hafa hins vegar fyrirvaralítið breytt öllum dæmum á þann veg, að þjóðin er að losna úr úlfakreppunni sem tvíflokkarnir höfðu komið efnahag hennar í. Einsog hagfræðingar hafa hvað eftir annað bent á er góðærið að engu leyti orðið til vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar heldur að öllu leyti sakir jákvæðra breytinga á ytri aðstæðum: er- lendum mörkuðum, viðskiptakjörum, aflasæld og olíuverði. Ríkisstjórnin keppist hins vegar við að þakka sér ástandið. Sömuleiðis er nú allt útlit fyrir að góðærið muni staðnæmast og leiða til enn meiri og já- kvæðari breytinga á efnahagslífi íslendinga. Þessvegna hafa nú forystumenn tvíflokkanna enn á ný læst saman klónum og ákveðið að framlengja líf núverandi ríkisstjórnar að loknum kosningum. Þannig ætla þeir auðvitað að eigna sér afleiðingar hins óvænta góðæris. Blessað góðærið hefur hins vegar ekki ratað rétta leið. Það hefur ekki náð að komast í pyngj- ur almennings. Og engum dylst, að ástandið mun ekkert breytast verði núverandi stjórnar- mynstur grunnur næstu ríkisstjórnar. Afrakstur batnandi árferðis mun þá fram streyma til þeirra sem ráða fjármagninu og atvinnutækjunum. En ekki til fólksins. En þó er til ein leið framhjá þessu - en aðeins ein: ný ríkisstjórn! Næstu kosningar verður fólk i að nota til að efla verkalýðsflokkana og önnur félagshyggjuöfl nógu sterklega til að þau geti óstudd myndað næstu ríkisstjórn, ríkisstjórn fólksins. Við verðum nefnilega að nota þá möguleika sem felast í góðærinu til að lyfta kjörunum aftur á (Dað stig sem þau voru fyrir kjararán núverandi ríkisstjórnar, - og helst miklu hærra. Og það er hægt. En aðeins með því að skipta um ríkis- stjórn, og setja í stað þeirrar gömlu nýja sam- stjórn félagshyggjuaflanna, sem hefur það markmið að sameiningartákni að nota góðærið til að bæta kjör fólksins en ekki fyrirtækjanna. Það þarf ekki nein kosningabandalög eða samruna til að koma þessu í kring. Einungis ótvíræða yfirlýsingu um að næðu þessi öfl til- skildu brautargengi í næstu kosningum myndu þau beita sér fyrir ríkisstjórn eða einsett sér að nota góðærið til að bæta kjör fólksins, - og fyrst og fremst þeirra lægst launuðu. Um það markmið hljóta flokkar einsog Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti að geta fylkt sér. Ekkert nema samstarf íhaldsandstæðinga getur komið í veg fyrir að frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins verði kjölfestan í næstu ríkisstjórnum. Lítum til hins breska dæmis: þar hefur fylgi íhaldsflokksins minnkað á milli kosn- inga en þingstyrkurinn aukist. Ástæðan er eilíf sundrung á meðal andstæðinga íhaldsins. Ein- mitt vegna hennar bendir margt til þess að íhaldsflokkurinn þar í landi kunni að verða við stjórnvöl langt fram á næsta áratug. Við verðum að læra af reynslunni heima og erlendis. Aðeins fjallgrimmur ásetningur stjórnmálasamtaka vinstri vængsins um sam- starf að loknum kosningum mun færa þeim nægilegt fylgi og traust til að geta myndað næstu ríkisstjórn. Straumurinn er að breytast. Meirihluti félags- hyggjuafla að loknum næstu kosningum er meira en möguleiki í fjarlægð. En til þess þurfa menn að vera bjartsýnir, bretta upp ermarnar - og vinna. Vinna sigur! -ÖS KUPPT OG SKORIÐ SVtlNN R. EYJOLFSSON Fr*H**f|í*'*' JON*S PALL STIFANSSON o. TÍm'.uTh. ’SBSú. -«W-. » ----------V Barið í brestina okkabmK Alþýöuflokkflinfl var hallelújBsamkoroa. ^rou LZ í Hveragerði til aö h»U. íbnnojron. Baldvin Hannibalaron. Hallelújaroudtorour hah. J óvenjulegro: I ««u Alþýðunokkflink “ “i ut hefur af klofningi. Nú var reynt að berja uJðSkktohnn var upphaflega rterkur fl°U“to ut klofnaði uro af.töðu til Sovétrikiann., etnfl og En■*Liofningurflokk* sero mefltu akipti. vro útganga yœuro. nuk.Uú^fltu tog. hana og .tofnun Saroeinrogarilokk. *jð; iah.taílokkflinfl. 1 Sð.íalifltaUokknuro vorujrh jafht ^SZr^rað.í.lderoðkmtar.Alþýðun.kkunnro ,ti roeginhluta ungu kynfllðítanniror. *«ð tt leiðtolegur kerfiflUokkur, Uokkur bitlroga. M ðeinnig afdrifarikur klofningur fynr Þt“”ur þegar Hroroibol V.ldima»»n og neinuðust Só.i.l.fltallokknum uro fllofnun Alþyðu- idalaesina Alþýöuflokkunnn bar ekki sitt barr. Enn varö afdhfaríkur klofningur fyrir þremur ánun, jar Vilmundur Gylfaaon stofnaöi Bandalag jafnaöar- ,nna‘ b»A varð einnig mjög ljóet á Þingið einkenndist af eindrægni og samstöðu -i—- sagðl Jón BakMn HaimlbaÍMon vtð þhgallt IQ*1. *«n vko hofum ittt hér UunMMfou tw ílvkhm rJrl.e _- . . . r "O*"* Um,m«t0ft»av«rður kjMMálm £-* Imp fyni o, (W lk--.-. Draumsýn eða kokhreysti? f*au ánægjulegu tíðindi hafa nú borist frá flokksþingi krata í Hveragerði, að formaðurinn hafi verið endurkjörinn með 215 at- kvæðum af 219, eða 98,2% at- kvæða. Næstir komu svo þeir Ámundi Ámundason og Skjöld- ur Stefánsson, sem hlutu eitt at- kvæði hvor. Þessi 215 atkvæði lýsa náttúru- lega miklum og einhuga stuðn- ingi við Jón Baldvin og stefnu hans, sem heitir „ísland fyrir alla“, og vísar vonandi frekar til stefnu Alþýðuflokksins í innan- ríkismálum en utanríkismálum. Með þessi 215 einhuga atkvæði á bakvið sig sér Jón Baldvin mun betur en ella þá sundrungu sem aðrir stjórnmálaflokkar mega búa við. Einkum og sér í lagi Al- þýðubandalagið, en þangað rennir Jón skyggnum augum og sér mikinn klofning milli „verka- lýðsleiðtoga“ og myrkraverka- hers sem hann kaliar „Þjóðvilja- gengið“. Þessi klofningur virðist vera orðin þráhyggja hjá Jóni og kemur fram í að hann klifar sífellt á því, að einhverjir ótilgreindir verkalýðsforingjar hljóti að vera á leiðinni til liðsinnis við Alþýð- uflokkinn og muni þeir skila sér einhverntímann í framtíðinni. Það er sitthvað draumsýn og póli- tískt raunsæi, og meira að segja leiðarahöfundur DV er orðinn svo leiður á draumarugli Jóns að hann segir: „Þá virðist það ein- ungis kokhreysti í formanni Al- þýðuflokksins, þegar hann segir sí og æ, að einhverjir úr verka- lýðsarmi Alþýðubandalagsins muni ganga í Alþýðuflokkinn. Menn skyldu ekki láta blekkjast af skrautsýningu. “ Með orðinu „skrautsýning“ á leiðarahöfundur DV við afmælis- þing Alþýðuflokksins, en það er ekki eina orðið sem honum finnst við hæfi að nota um samkomuna í Hveragerði. Hallelújasamkoma er annað nafn sem hann velur hátíðahöldunum. Leiðari DV segir: „Flokksþing Alþýðuflokksins var hallelújasamkoma. Menn komu saman í Hveragerði til að hylla foringjann, Jón Baldvin Hannibalsson. Hallelújasam- komur hafa verið óvenjulegar í sögu Alþýðuflokksins, sögu sem einkennst hefur af klofningi. Nú var reynt að berja í brestina með ýmsu móti. “ Happafengur? Ekki er leiðarahöfundur DV bjartsýnn á að þingmennirnir þrír sem hættu í Bandalagi jafnaðar- manna og leituðu ásjár hjá Al- þýðuflokknum reynist mikill happafengur: „Við komu þingmanna Banda- lags jafnaðarmanna fjölgar þing- mönnum Alþýðuflokksins úrsex í níu. En þessir þrír nýju þingmenn eru fylgislausir. Flokkur þeirra fékk eitt prósent í síðustu skoð- anakönnun DV. Eftirsitja menn í landsnefnd Bandalags jafnaðar- manna, sem heimta að þingmenn flokksins segi af sér og víki fyrir varamönnum. Eftirlegukindurn- ar í Bandalagi jafnaðarmanna hafa auðvitað ekki heldur neitt fy‘gí- “ Samt er auðvitað fyllsta ástæða til að óska Jóni til hamingju með þessa þrjá þingmenn, sem nú hafa bundið trúss sitt við ham- ingjusól Alþýðuflokksins, og enda gott til þess að vita að ein- hvers staðar skuli vera til afdrep fyrir þingmenn sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að verða við- skila við kjósendur sína, en mikil reynsla á því sviði og skilningur er fyrir hendi í Alþýðuflokknum. Ekki síst frá þeirri eyðimerkurg- öngu, sem flokkurinn lenti í hér á árum áður, þegar hann tók að sér um nokkurt árabil að vera blóra- böggull fyrir íhaldið. En þetta hefur nú Gylfi Þ. sennilega getað rifjað upp fyrir Jóni í afmælishófinu, ef Jón hefur þá ekki verið of upptekinn við að lýsa fyrir honum draumsýn sinni um verkalýðsleiðtogana, sem munu birtast Alþýðuflokknum í fyllingu tímans. Og ef hallelújahrópin hafa ekki algerlega fyllt hlustir for- mannsins kann vel að vera, að orð Ásmundar Stefánssonar for- seta A.S.Í. hafi náð eyrum hans og jafnvel vakið hann til umhug- sunar um, hvort fyrirhuguð skemmtiferð út í eyðimörkina undir leiðsögn íhaldsins sé akkúr- at það sem felst í orðunum „ís- land fyrir alla“. En Ásmundur sagði: „Ef vel er á haldið geta A- flokkarnir jafnvel gert betur en vorið 1978 og náð hreinum meiri- hluta. Sá árangur á að vera mark- miðið í komandi kosningum. Jafnvel þótt eitthvað vantaði á hreinan meirihluta vœru flokk- arnir saman í aðstöðu til þess að mynda stjórn undir eigin forrœði, velja sér samstarfsaðila og tryggja árangur stjórnarsamstarfsins. Þannig mœtti ná öflugri atvinnu- uppbyggingu, bœttum kjörum launafólks og auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Með nánu samstarfi geta þessir tveir flokkar ráðið því, hvað geríst og komist þannig hjá því hœkjuhlutverki, sem þeim gœti verið búið hvorum fyrir sig í samstarfi við aðra. “ Það væri nú ekki vitlaust af Jóni að hugleiða þessi orð Ás- mundar litla stund, því að þótt margt virðist benda til þess að Al- þýðuflokkurinn ekki síður en Al- þýðubandalagið komi vel út úr næstu kosningum er hæpið fyrir formanninn að búast við að fá 98,2% í alþingiskosningunum eins og hann fékk á „hallelúja- samkomunni" svo að maður bregði nú fyrir sig orðalagi DV. Tertuspaði frá íhaldinu Það er nefnilega rétt að geta þess að mikill fjöldi fólks í landinu hefur horft löngunar- augum á góðærið, sem hefur farið fyrir ofan garð og neðan hiá flest- um alþýðuheimilum á Islandi. Þetta fólk gerir réttmæta kröfu um breytta stjórnarhætti eftir næstu kosningar. Og það er mikil einfeldni ef formaður Alþýðu- flokksins heldur að íhaldið hafi hugsað sér að gera hann að þjóð- ardýrlingi eftir næstu kosningar með því að setja tertuspaða í lúk- una á honum og biðja hann fyrir sína hönd að skipta kökunni rétt- látlega milli almennings. - Þráinn DJÓÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins- son. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. . Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Arnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Siqríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 7. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.