Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 2
P— SPURNINGIN— FRÉTTIR Háskóli Góðan ekki gagnlegan Þorsteinn Gylfason: Eigum að tífalda bókakaup, stofna 300 nýjarstöður. Betur búið að menntskælingum en háskólanemum. Naumast til vitlausara en að sníða háskólastarf að ímyndunumframkvœmdastjóranna Erlendir fréttamenn spurðir: Hvað finnst þér um valið á Reykjavík fyrir fundar- stað leiðtoganna? Roberto Montoya frá Span- ish International Network í Bandaríkjunum: Mér finnst valið gott því þetta er land sem á ekki í neinum átökum við stórveldin tvö. Marcella v.d. Wiel frá De T el- egraaf í Hollandi: Stórkostlegt. Það hlýtur að vera skemmtilegt fyrir fslendinga að vera nú miðja alheimsins. Svo er líka ör- yggið meira hór en nokkurs staðar annars staðar í heiminum, eða það vona ég alla veganna. Stephen Ferry frá U.S News and World Report: Mér finnst staðurinn góður til fund- arhaldanna. T.d. vegna þess að hér er auðvelt að koma við öryggisráð- stöfunum. En samt sem áður þá er þetta ekki hlutlaust svæði, eða er það? Daniel Bonmariage frá sjón- varpinu í Luxemborg: Mér finnst valið furðulegt. Það er gott sé túrismi hafður í huga, en sé aðstaðan fyrir þá sem koma hingað vegna fundarins höfð í huga þá lítur dæmið öðru vísi út. Það vantar alla aðstöðu. Eric Poret frá sjónvarpinu í Luxemborg: Kannski endurspeglar valið það að Gorbatjov er að stíga sitt fyrsta skref í áttina að Bandaríkjunum. Manni sýnist að það sé víða lít- iil áhugi á góðum háskóla; það sem menn vilja fá er gagn- legur háskóli. Þeir vilja háskóla í þágu atvinnulífsins... Það er naumast hægt að hugsa sér vit- lausari skipan á skólamálum en þá að sníða skólastarfið eftir í- myndunum einhverra fram- kvæmdastjóra austur í bæ. Þetta sagði Þorsteinn Gylfason heimspekidósent meðal annars í framsöguerindi sem hann flutti á háskólaráðstefnu BHM - óskabarn eða Öskubuska - á sunnudaginn. Þorsteinn sagði þar að gagnsemisumræða um háskóla- mál væri útí hött, - það væri alls (tilefni af auglýsingu Ríkisút- varpsins eftir 2 fréttamönnum sendi Birna Þórðardóttir út- varpsráði bréf þar sem hún skýrði frá því að hún ætlaði ekki að sækja um stöðu að þessu sinni, en Birna hefur áður sótt 20 sinn- um um starf hjá Ríkisútvarpinu og jafnoft verið synjað. Ibréfi sínu greinir Birna frá því að þrátt fyrir margra ára starfs- reynslu við blaðamennsku og út- gáfustörf, og það að hún hafi staðist próf það sem umsækjend- ekki hægt að segja fyrir um hvað í fræðum og vísindum kynni að koma að gagni, og nefndi til dæmis ýmsar „gagnslausar" fræðigreinar sem nú væru uppi- staða í tölvuiðnaði. Því væri góð- ur háskóli eina skynsamlega markmiðið. Háskóli íslands væri varla góð- ur háskóli, sagði Þorsteinn, - þar gæfist stúdentum ekki færi á leið- sögn til menntunar, sem fyrst og fremst fer fram með sjálfsnámi á háskólastigi, og er í raun það að kunna að lesa og skrifa á fræða- sviði sínu. Til dæmis væri meðal- stúdentum við HÍ gert að sækja um og yfir 30 kennslustundir á viku, eftir fráleitri stundatöflu - ur um fréttamannastarf Ríkisút- varpsins gangast undir, hafi neiin haldið áfram að berast til hennar “jafn ópersónuleg og kurteis og ævinlega“ . í bréfinu segir jafn-, framt: “Eftir nokkrar neitanir hélt ég að menntunarskorti væri um að kenna og hætti að sækja um störf á meðan ég lauk há- skólaprófi. í ljós kom að BA-próf í stjórnmálafræði var ekki hátt skrifað hjá útvarpsráði og mér hefði verið nær að ljúka Lög- regluskólanum". menntaskólakrakkar hefðu miklu meira næði til lesturs og skrifta en háskólanemar. í raun væri níðst á góðum stúdentum hér, það væru heldur þeir sem eggja urðu aðra til dáða og kveiktu líf í kringum sig en sjálfir starfsmenn háskólans. „Við erum umkringdir af ungu fólki“ sagði Þorsteinn „sem ætti að vera allt annarsstaðar", í góðum há- skólum í öðrum löndum. Hvað er til ráða? Jú, - að keppa að aðeins einu marki, - því að verða eins góður háskóli á al- þjóðlega vísu og hægt er. Til þess þarf meðal annars að tífalda upp- hæðina sem rennur til Háskóla- bókasafns, sagði Þorsteinn, og Að lokum segir í bréfinu: “Að vísu er niðurlægjandi að búa við sífellda höfnun, en fram til þessa hef ég í þvermóðsku ekki viljað gefast upp. Eftir síðustu manna- ráðningar á fréttastofum ríkis- fjölmiðlanna get ég hins vegar ekki, sjálfsvirðingar minnar vegna, sótt um þær stöður frétta- manna sem nú eru auglýstar". Birna var spurð að því hvort hún væri, í niðurlagi bréfs síns, að vísa í ákveðnar mannaráðningar, og svaraði Birna að hún væri m.a. bæta við að minnsta kosti 300 stöðum (nú starfa við skólann um 270 fastir kennarar og um 90 sér- fræðingar og styrkþegar). Þeim sem finnst þetta fráleitt benti Þorsteinn á að í sögu há- skólans hefur þegar farið fram ein slík bylting, - fyrir og eftir 1970 tvöfaldaðist tala fastra kennara við háskólann og tala stundakennara þrefaldaðist. „Nógir eru helvítis peningarnir" hafði Þorsteinn eftir Konráð gamla Gíslasyni og minnti á að á fjárlögum í ár stendur upphæðin 500 milljónir við Háskóla ís- lands, 600 milljónir við útflutn- ingsbætur í landbúnaði. að vísa í það, að ólæsi væri í auknum mæli einkenni á þeim sem væru ráðnir til starfa “ og ef- það er mælikvarðinn vil ég ekki lenda í þeim hópi“. Þá sagði Birna að jafnframt mætti líta á bréfið sem mótmæli gegn þeirri hefð að í auknum mæli væri fólk ráðið til ríkisfjölmiðlanna án aug- lýsinga og þrátt fyrir auglýsingar endrum og eins þá væru það yfir- leitt þeir sem hefðu verið laus- ráðnir án auglýsinga sem hlytu stöðuna. K.Ól. Jóhann J.E. KúM láfinn Einn kunnasti dálkahöfundur Þjóðviljans um langt árabil, Jó- hann J. E. Kúld lést í gær, 83 ára gamall. Jóhann var fæddur á gamlárs- dag árið 1902 að Ökrum í Hraunhreppi á Mýrum. Foreldr- ar hans voru Eiríkur Kúld Jóns- son og Sigríður Jóhannsdóttir. Hann vann ýmis störf framan af æfi, einkum sjómennsku og bjó m.a. í Noregi um 3ja ára skeið. Hann varð fiskmatsmaður árið 1950 og starfaði lengi við fiskmat og lét málefni þess sig miklu skipta. Eftir Jóhann liggur fjöldi bóka og rita og er þar um að ræða ljóð, endurminningar og fræðslu- rit um sjávarútvegsmál. Jóhann J.E. Kúld gerðist snemma mikill félagsmálamaður. Hann var stofnandi og fyrsti for- maður Sjómannafélags Norður- lands, síðar Sjómannafélags Ak- ureyrar. Hann vann að stofnun SÍBS meðan hann dvaldist á Biöm Þorsteins- son mm látinn Kristneshæli 1936-38. Formaður var hann í deildarstjórnum KRON á árunum 1946-80. Hann var framkvæmdastjóri Frjálsrar þjóðar 1968-69. Einn stofnenda Alþýðubandalagsins og sat í mið- stjórn þess um árabil. Jóhann kvæntist Halldóru Þor- steinsdóttur árið 1927 en hún lést árið 1934. Árið 1941 kvæntist hann Geirþrúði Jóhönnu Ás- geirsdóttur og lifir hún mann sinn. Þjóðviljinn vottar aðstandend- um Jóhanns J.E. Kúlds samúð sína og þakkar honum að leiðar- lokum samfylgdina. Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur lést síðdegis í fyrradag á Borgarspítalanum, 68 árs að aldri. Hann hefur um nokkurt skeið átt við erfiðan hjartasjúk- dóm að stríða. Björn fæddist 20. mars 1918 að Þjótanda í Viilingaholtshreppi, Árnessýslu. Hann varð cand. mag. í íslenskum fræðum við há- skólann 1947 og var við fram- haldsnám í sagnfræði í Lundún- um næstu vetur. Hann var kenn- ari við gagnfræðaskóla og menntaskóla þartil hann varð lektor við háskólann 1971 og síð- ar prófessor. Björn hefur staðið í fremstu víglínu sagnfræðinga frammá síð- ustu ár og hafa rannsóknir hans og kenningar markað djúp spor í íslenskri sagnfræði. Fyrsta bók hans var Islenska þjóðveldið (1953) og af öðrum merkum rit- um skulu nefnd Ævintýri Marc- ellusar Skálholtsbiskups (1965), Ný íslandssaga (1966), Enska öldin f sögu Islands (1970), Tíu þorskastríð 1415-1976 (1976), og Island, saga fslands á dönsku, síðasta verk Björns, sem kom út hjá Poiitiken í fyrra. Hann hefur séð um fjölda útgáfna, ritað kennslubækur, skrifað greinar í blöð og tímarit. Hann hefur veitt forstöðu Sagnfræðistofnun há- skólans og verið formaður Félags íslenskra fræða. Björns verður einnig minnst fyrir störf að ferðamálum og far- arstjórn. Hann var einn af stofn- endum Tékknesk-íslenska félags- ins og fyrsti formaður þess. Björn hefur og komið við sögu sósíalí- skrar hreyfingar, var meðal ann- ars í framboði fyrir Sósíalista- flokkinn á árum áður. Kona Björns er Guðrún Guð- mundsdóttir og eiga þau eina dóttur. Þjóðviljinn vottar þeim og öðrum aðstandendum samúð sína og virðingu. Ríkisútvarpið Bima sækir ekki um stöðu Birna Þórðardóttir hefur sent útvarpsráði bréfþar sem hún segir að hún sæki ekki um fréttamannastöðu að þessu sinni. Hefurfengið synjun 20 sinnum •2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.