Þjóðviljinn - 08.10.1986, Síða 9
iainv«ð(\i »iw 11 ly i iuaiur\u a i uiiiiiiin.
Fómin sýnd á Islandi
Guðrún Gísladóttir: Held að Tarkovskí muni þykja vænt um að myndin sé sýnd hér
á meðan á leiðtogafundinum stendur
Þessi kvikmynd þótti víst ekki
vænleg til þess aö skila kvik-
myndahúsaeigendum hérá
landi hagnaði og ég vissi að
það stóð ekki til að fá hana
hingað. En þegar leiðtoga-
fundurinn var ákveðinn hugs-
aði ég með mér að ef ein-
hvern tíma væri tækifæri til
þess að fá myndina sýnda
hér, þá væri það núna. Ég
hafði því samband við Frið-
bert Pálsson í Háskólabíói og
framleiðendur myndarinnar
úti í Svíþjóð og stakk upp á því
að þeir notuðu tækifærið til
þess að sýna og kynna mynd-
ina á meðan á leiðtogafundin-
umstæði.
Þetta sagði Guðrún Gísladóttir
leikkona í samtali við Þjóðviljann
um tilurð þess að kvikmyndin
„Fórnin" eftir Tarkovskí verður
sýnd hér seinnipartinn í vikunni,
en sem kunnugt .er fer Guðrún
með eitt aðalhlutverkanna í
myndinni. Myndin verður aðeins
sýnd hér í 2-3 daga.
Kvikmyndin Fórnin var frum-
sýnd á Kvikmyndahátíðinni í
Cannes síðastliðið vor og vakti
þar mesta athygli allra kvik-
mynda á hátíðinni.
Guðrún sagði að myndin gerð-
ist á 55 ára afmælisdegi leikara og
fyrirlesara sem væri búinn að
draga sig í hlé frá opinberu lífi og
helgaði sig einkaiífinu með konu
sinni og syni í afskekktu húsi.
Ýmsir gestir koma í afmælið,
meðal annars pósturinn Ottó,
sem er fyrrverandi kennari og
heimildasafnari um dulræn fyrir-
bæri. Sonurinn 5 ára, sem er eftir-
læti föður síns er tímabundið mál-
laus á afmælisdeginum vegna
hálsaðgerðar. Á heimilinu er
einnig vinnukonan Marta, og
þangað kemur einnig vikastúlkan
María í íhlaupum, en hún er frá
íslandi komin.
Þegar afmælisveislan stendur
sem hæst er tilkynnt um það í
sjónvarpinu að heimsendir sé á
næsta leyti þar sem alvarlegt
kjarnorkuslys hafi orðið á ótil-
teknum stað. Örvænting grípur
um sig meðal gesta og það kemur
nú yfir afmælisbarnið að hann
biður til Guðs í fyrsta skiptið og
býðst til þess að fórna því sem
honum sé kærast með því að yfir-
gefa hús sitt og fjölskyldu og
aldrei segja orð framar, megi
slysinu verða afstýrt. Leggst hann
síðan til sængur í örvængingu
sinni. Þá gerist það að sendiboð-
inn Ottó, sem kunni fyrir sér í
dulrænum fræðum, kemur til
hans og segir við hann að við
þessum hörmungum sé aðeins
eitt ráð hugsanlegt. Hann verði
að fara á fund vinnukonunnar
Maríu frá íslandi, hún ein búi yfir
þeim dulræna krafti er bægt gæti
voðanum frá. Án þess að vera
trúaður á árangurinn fer hann að
ráðum Ottós og þegar hann vakn-
ar morguninn eftir er allt eins og
ekkert hefði í skorist...
Guðrún sagðist ekki vilja segja
nánar frá lokaatriði myndarinn-
ar, sjón væri sögu ríkari.
Guðrún sagði um reynslu sína
af samvinnunni við Tarkovskí að
hún væri þakklát fyrir þá reynslu.
Hún vissi í rauninni ekki hvort
hún hefði verið valin í þetta
vegna leikarahæfileikanna eða
einfaldlega vegna þess að hún
væri íslensk. Hitt færi hins vegar
ekki á milli mála að Tarkovskí
væri í miklu sambandi og hefði
miklu að miðla. Tarkovskí hefur
sem kunnugt er átt við alvarleg
veikindi að stríða undanfarna
mánuði og vart hugað líf á tíma-
bili. Guðrún sagði að hann dveldi
nú á Ítalíu sér til hressingar og
heilsaðist framar bjartsýnustu
vonum.
Ég held að honum muni þykja
vænt um að við sýnum myndina
hérna núna meðan á leiðtoga-
fundinum stendur. Mín heitasta
von er að fundurinn leiði til friðar
og að Tarkovskí muni ná heilsu
sagði Guðrún að lokum.
Guðrún Gísladóttir leikkona í hlutverki vinnukonunnar Maríu bíður eftir að
upptaka hefjist.
Grafík í vanda
íslensk grafík að Kjarvalsstöðum
Nýlega er hafin sýning félags-
ins íslensk grafík í vestursal Kjar-
valsstaða. Á fjórða tug meðlima
sýna þar verk sín og fylgir ýegleg
sýningarskrá framtakinu. Eins og
segir í formála Ingunnar Eydal,
formanns félagsins, á íslensk
grafík nú 17 ára afmæli og er þessi
7. félagssýning því afmælissýning
hinna „ungu og blómlegu" sam-
taka.
„Ungt og blómlegt" eru orð
formannsins og væri betur ef svo
væri. Staðreyndin er hins vegar
sú að einhver óskiljanlegur kyrk-
ingur er kominn í starfsemi fé-
lagsins og stendur í vegi fyrir eðli-
legri endurnýjun. Hér er ekki átt
við meðlimatöluna. Hún hefur
svo sannarlega vaxið og er orðin
einnar blaðsíðu löng, þótt letrið
sé smátt. Það sem verið er að
segja er hitt, að „unga blóðinu"
hefur ekki tekist að pumpa lífi í
íslenska grafík, hvorki þá sem er
með stórum staf né hina sem er
með litlum.
Þrátt fyrir það er margt gott um
nýliðana að segja og einnig þá
sem eldri eru í hettunni. En gall-
inn er sá að „rjómanurrí' tekst
ekki að drífa heildina upp af doð-
anum þannig að sýningin verði
jafnþykk. Hann hangir í kekkj-
um hingað og þangað innan um
yfirþyrmandi, en því miður lap-
þunna undanrennu, sem ber sýn-
inguna ofurliði.
En leitum ástæðna fyrir dep-
urðinni. Það er greinilegt að obb-
inn af félagsmönnunt hefur ekki
velt fyrir sér hvað hann vill með
list sinni. „Lifa af henni til að geta
framleitt meira“, hrópa veggirnir
á Kjarvalsstöðum. En svo
lágkúrulegu svari vill maður ekki
trúa, því það er ekki samboðið
listamönnum þótt fullsæmandi sé
handverksmönnum. Það þarf að
fara aftur fyrir daga Michelange-
los til að finna réttlætingu þess
háttar fflósófíu.
Samt er það svo að þótt leitað
sé með logandi ljósi, reynist erfitt
að finna önnur svör. Stór hluti
sýnenda er svo ofurseldur tækni-
nni að sýningin ininnir á kappleik
í brellum: „Sjáið hvað þetta er
vandað hjá mér. Getið hvernig ég
fór að þessu. Hér er nú enginn
hrákafrágangur. Ég er sko ekki
að svindla á tilvonandi kúnnum.
Ónei; ekkert minna en japanskur
pappír og ekta álrammi..."
Og satt er það. Frágangurinn
er ekki verri en hjá fínustu aug-
lýsingastofum og innihaldið er
síst lakara en gengur og gerist hjá
hinum bestu í þeim bransa. í viss-
um skilningi hefur allstórum
hluta félagsmanna teki$t að
mægja líf oglist, í fullkomnu sam-
ræmi við drauma fyrrverandi
menntamálaráðherra um hlut-
verk íslenskra lista í framtíðinni.
Þar með hlýtur björninn að
vera unninn. En hvers vegna er
þá verið að tromma með pró-
dúktið á sýningu? Það er spurn-
ing, því yfirleitt hafa menn vanist
því að sýningum fylgi ákveðinn
boðskapur um nýtt innihald, el-
legar staðfesting og þróun á innra
gildi þess sem áður hefur verið
sýnt. En endurnýjun á þessari 7.
sýningu íslenskrar grafíkur er í
lágmarki og meðlimirnir sem
hafa uppi þess háttar tilburði,
kafna einfaldlega í hinni yfirgnæ-
fandi ládeyðu. Slík útþynning er
nánast orðin regla á íslenskum
samsýningum í seinni tíð.
Það er augljóst að ekki er á
dagskrá félagsins að hrista upp í
áhorfendum. Hitt virðist fremur
takmarkið að koma þeim sem
allra minnst á óvart. Reynt er að
læða því að gestum að þrátt fyrir
ólgu og umbrot í listum síðustu
ára, megi þeir bóka að ein sé kjöl-
festan sem aldrei gefi. sig og sú
heiti íslensk grafík.
En þótt ýmislegt hafi breyst í
hinu menningarlega ölduróti, eru
fertug ummæli hins skelegga
gagnrýnanda, Clements Green-
bergs, enn í fullu gildi. Hann
sagði að sýningar sem ekki kæmu
á óvart væru svik við áhorfendur.
Og þessu hélt hann fram í Banda-
ríkjunum, landi sem Marshall
Blonsky nefnir „land gleym-
skunnar"; því þar geri fólk sér að
góðu sömu tugguna ár eftir ár,
með því hún fer inn um annað
eyrað og jafnharðan, ómelt út um
hitt.
Hvað segðu þeir um okkur,
kumpánarnir Greenberg og
Blonsky, ef þeir hefðu haft tæki-
færi til að fylgjast með starfsemi
íslenskrar grafíkur gegnum tíð-
ina? Það er néfnilega eitthvað svo
kauðalegt þegar listamenn van-
meta gáfnafar gesta sinna. Und-
antekningarlaust daprast þeim
flugið og þeir fara að vinna undir
getu. Það er einmitt það sem
hrjáir íslenska grafík og ekki er
mér örgrannt um að meðlimirnir
skynji það sjálfir.
Nú er svo komið að þeir eiga
erfitt með að venja sig af vélræn-
urn vinnubrögðum, sem þóttu fín
þegar félagið var ungt. En það er
eitt af einkennum okkar síð-
móderníska tíma að gera nokk-
urn greinarmun á manni og vél.
Betur væri ef fleiri félagar ís-
ienskrar grafíkur gerðu sér þetta
ljóst. Þá og um leið mundi þeim
farnast vel. HBR.
Miðvikudagur 8. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9