Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA október 1986 föstu- dagur 236. tölublað 51. örgangur MP ÁTVR ÞJÓÐMÁL GLÆTAN ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Kagkaup stjómar Þorstemi Hœtt við allar framkvœmdir Á TVR í Mjóddinni eftir að KR ON hófþar verslunarrekstur. Hœtt við útboð, sökklarnir seldir. Stjórnarformaður KRON: Hagsmunir Hagkaups liggja til grundvallar Ofstækið í þessu máli er svo yf- irgengilegt að mönnum verð- ur orðfátt. Það er Ijóst að hags- munir Hagkaups liggja til grund- vallar þeirri ákvörðun ÁTVR að hætta við byggingu áfengisversi- unar i Mjóddinni. í staðinn er haldið áfram fjáraustri í stórhýs- ið í Kringlunni. Hér er því verið að koma höggi á Kaupstað og ekkert hirt um hagsmuni 25 þús- und Breiðhyltinga, sem verða þvingaðir til að gera áfengiskaup sín í Hagkaupshúsinu í Kringlu, sagði Þröstur Ólafsson stjórnar- formaður KRON, sem rekur verslunina Kaupstað í Mjódd. „Ríkissjóður var búinn að bjóða út byggingu áfengisversl- unaríMjódd. Það vareinnigbúið að ákveða að setja 55 miljónir króna í verkið. En þegar við KRON menn keyptum verslun- arhús Víðis, ákvað fjármálaráð- herra einhliða að hætta öllum framkvæmdum. Maður skilur auðvitað þá ráðstöfun eftir að hafa lesið leiðara Morgunblaðs- Þúsund manns tóku í gær þátt í samhæfðri leit á Bláfjallasvæðinu að manni leitar erfið. Hann fannst aðeins nokkur hundruð metrum frá bíl sínum við sem týnst hafði á rjúpnaveiðum. Maðurinn fannst látinn ( hlíðum Vífilfells um skálann Arnarsetur. (Mynd: Sig). fjögurleytið, við þriðju leit á svæðinu. Maðurinn var dökkklæddur og skilyrði til SRIJBHWs ÁLBERT ins í gær þar sem varað er við sókn samvinnuverslunar á höfuðborg- arsvæðinu," sagði Þröstur Ólafs- son. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR sagði í gær í samtali að hætt yrði við byggingu áfengis- verslunar í Mjódd og sökklarnir seldir. Ákveðið hafði verið að verja 55 miljónum króna á fjár- lögum til byggingarinnar en sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi er búið að strika þá upphæð út en ákveð- ið að verja 40 miljónum til versl- unar í Kringlunni. „Það eru 9 ár síðan ákveðið var að setja upp áfengisútsölu í Mjódd. Lítið varð um fram- kvæmdir en skömmu áður en Víðisbræður seidu okkur verslun sína þar, fengu þeir loforð um að framkvæmdum yrði haldið áfram. Þegar við tókum við rekstrinum lá þetta loforð fyrir, en nú er það skyndilega svikið. Við lítum hins vegar svo á að þessu máli sé engan veginn lokið og munum ganga fast eftir því að menn standi við gefin loforð,“ sagði Þröstur ennfremur. Þegar er búið að verja 70 milj- ónum króna til byggingar áfeng- isverslunar í Kringlunni og eins og áður sagði er ætlunin að verja 40 miljónum þangað úr ríkissjóði á næsta ári. Höskuldur Jónsson sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ekki yrðu opnaðar áfeng- isverslanir í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði á næstunni. Hin nýja verslun ÁTVR opnar 13. ágúst á næsta ári í Hag- kaupshúsinu í Kringlu. -v. Nóbel Menning Afríku heiðmð Wole Soyinka, rithöf- undurfrá Nígeríu, hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels íár Sænska akademían tilkynnti í gær að Wole Soyinka, rithöfund- ur frá Nígeríu, hefði hlotið bók- menntaverðlaun Nóbels í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem rithöf- undur frá Áfríku hlýtur þessa eft- irsóttu viðurkenningu. „Soyinka lýsir drama tilver- unnar í breiðu menningarlegu samhengi og með sterkum ljóð- rænum hljómi," segir í forsend- um akademíunnar. Soyinka var staddur í París er hann frétti af úthlutuninni. Hann sagði að menning og hefðir Afr- íku hefði nú hlotið viðurkenn- ingu, sem evrópsk menning hefði lengi látið standa á. Sjánánarum Soyinkaábls. 13. -Sáf Stefnurœðan Rjómi með vellingnum Gottástand í Garðabœnum. Steingrímur Hermannsson: Kaupmáttur heimilanna sá mesti í sögu þjóðarinnar. Svavar Gestsson: Ósvífnar talnablekkingar sem meta þrœldóm sem kauphœkkun Kosningabaráttan hófst í gær- kvöldi á Alþingi i umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Voru ræðumenn greinilega í kosningaham. Annars var megin- umræðuefni þingmannanna góð- ærið til fólksins eða til atvinnu- rekenda, eða hvort kjörin væru of góð. Steingrímur Hermannsson sagði að um leið og góður byr væri notaður til að ná jafnvægi í efnahagsmálum yrði að nota góð- ærið til að bæta afkomu þeirra atvinnugreina sem enn eiga í rekstrarerfiðleikum eftir verð- bólgu undanfarinna ára. Um stöðu heimilanna sagði ráðher- rann hins vegar að kaupmáttur tekna heimilanna yrði á þessu ári sá mesti í sögu þjóðarinnar! Ef takast mætti að halda kauphækk- unum innan við 2% markið á næsta ári mætti verja „þann kaupmátt og þau góðu lífskjör sem náðst hafa á árinu 1986.“ Fari þær hins vegar yfir 2,5% sagði ráðherrann hættu á verð- bólguskriðu og erlendri skulda- söfnun. Svavar Gestsson lagði hins veg- ar áherslu á að skila yrði góðær- inu til fólksins; góðærið væri af- rakstur vinnu þess ásamt hag- stæðum ytri skilyrðum. Svavar benti á að inni í tölum ráðherrans um „aukinn“ kaupmátt heimil- anna væri síaukinn þrældómur og gegndarlaus yfirvinna. Þessa ósvífnu talnablekkingu stjórnar- herranna um „hin dásamlegu og fullkomnu lífskjör“ í landinu yrði að afhjúpa. Svavar sagði að ekki kæmi til greina að kaupmáttur kauptaxta lækkaði á næsta ári þrátt fyrir góðærið. Því yrði að skila til fólksins, lægstu taxtarnir yrðu að hverfa og vinnutímann yrði að stytta kerfisbundið - fyrir sömu laun. Sjá bls. 9. -ÁI Samningar Engin sfld til Sovét Sovétmenn vilja mikla verðlœkkun, segjasthafa lág tilboðfrá Norðmönnum og Hollendingum. Ekkertframhald ákveðið Saltsíldarviðræðunum við So- vétmenn er lokið án samkomulags og hefur ekkert verið ákveðið um framhald. So- vétmenn neita að kaupa á hærra verði en frá Kanada sem í dollur- um er 46% lægra en verðið frá íslandi í fyrra, og í raun enn lægra vegna gengisþróunar. Viðræðunum lauk í fyrradag eftir að Sovétmenn þvertóku fyrir að greiða hærra verð en Kanadasamningarnir kveða á um. Sovétmenn sögðust hafa skjalfest norskt verðtilboð um 30% lægra verð en okkar frá í fyrra. Þá tilkynntu þeir að enn væri þeim óheimilt að kaupa meira en 40 þúsund tunnur, en keyptu í fyrra 200 þúsund. Þessar fréttir setja verulegt strik í reikning nýhafinnar síldar- vertíðar, og er allt óvíst um veiðamar framundan, hvað þá sölu til Sovét.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.