Þjóðviljinn - 17.10.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 17.10.1986, Page 4
LEIÐARI Raunalegur boðskapur Þau eru vægast sagt fremur undarleg sum plöggin sem ríkisstjórn lýðveldisins sendir frá sér í upphafi kosningavetrar. Eitt þeirra lagði forsætisráðherra fram fyrir hönd stjórnarinnar fyrr í þessari viku, - þjóð- hagsáætlun fyrir árið 1987. En samkvæmt venju er henni ætlað það hlutverk að skýra skilmerkilega frá þeirri efnahagsstefnu, sem ríkisstjórnin hyggst fylgja á næsta ári. Þjóðhagsáætlunin ber þess gjörla merki, að kosningar eru í nánd. Hún er loðin, opin í báða enda á framsóknarvísu og harla erfitt að sjá af henni hvað það er sem ríkisstjórnin hyggst í rauninni gera. Ekki bætir það skilning manna á stefnu ríkisstjórnarinnar að í veigamiklum at- riðum stangast þjóðhagsáætlunin á við annað viðlíka undarlegt plagg, sjálft fjárlagafrumvarp- ið. En bæði eiga það sammerkt, að innihalda atriði sem sum hver eru sveipuð ámóta dulúð og spádómar völvunnar í Delfí, - og álíka áreiðan- leg og þeir. Eitt er þó víst. Þó þjóðhagsáætlun forsætis- ráðherra sé loðin á köflum er samt Ijóst að hún skýtur í meginatriðum skökku við góðærið, sem ríkisstjórnin klifar sýknt og heilagt á að sé yfir og allt um kring. Það maétti ætla, eftir alla góðærisumræðuna sem forystumenn stjórnarflokkanna hafa eink- um haft uppi við, að í þjóðhagsáætlun væri að finna fyrirheit um bætt kjör þeirra, sem skarð- astan hlut hafa borið frá borði síðustu árin. En það er nú eitthvað annað. í stað þess að boða ærlegt átaktil að leiðrétta kjör þeirra sem hafa lægst launin er klifað á því aftur og aftur í áætluninni að nú sé ekkert brýnna en aðhald að þjóðarútgjöldunum. Á venjulegu máli þýðir þetta, að ríkisstjórnin ætlar að sporna við kauphækkunum af öllum mætti. Það er einmitt þetta sem er hinn raunverulegi boðskapur þjóðhagsáætlunar, og því tæpast nema von að ríkisstjórnin reyni að fela hann í loðmullu og orðhengilshætti. Kjarninn, sem snýr að launafólki í landinu, er nefnilega þessi: Ríkisstjórnin reiknar með því að kaup- máttur kauptaxta lækki á næsta ári frá því sem hann verður við lok þessa árs. Þetta er ruddalegur boðskapur til þeirra sem þurfa að lifa af venjulegum taxtalaunum, fólks- ins á lægstu tekjunum. Þrátt fyrir góðærið ætlar ríkisstjórnin enn á ný að draga úr hlut þeirra. Látum vera, þó hún ætli sér að sjá um að engar raunverulegar kauphækkanir verði á árinu. Við því býst fólk. Það kemur einfaldlega heim og saman við reynsluna af ríkisstjórninni. En að leyfa sér í miðjum góðærisdansinum að setja fram stefnu, sem getur ekki annað en leitt til kjaraskerðingar hinna lægst launuðu á næsta ári, miðað við kaupmátt kauptaxta í árslok, er villimennska. Verkalýðshreyfingin, raunar öll stjórnarand- staðan, mun að sjálfsögðu koma í veg fyrir að þetta verði að veruleika. Þau markmið sem helga stefnu ríkisstjórnar- innar eru bersýnilega tvenns konar. Annars vegar að verðbólgan verði komin niður í 2-3 prósent árshraða í árslok 1987. Hins vegar að eitthvað náist, sem kallað er „því sem næst jöfnuður í viðskiptum við útlönd". Þessi mark- mið eru í sjálfu sér góðra gjalda verð. En það er allsendis fráleitt að þau náist með því að bæta enn á byrðar þeirra sem erfiðast eiga fyrir. Því miður tekur ekki betra við í fjárlagafrum- varpinu fyrir næsta ár. Það virðist í ýmsum efn- um ganga freklega gegn markmiði þjóðhagsá- ætlunar um enn frekari hjöðnun verðbólgu með aðhaldi að (Djóðarútgjöldum. Þannig má benda á, að 600 miljón króna olíuskattur ríkisstjórnar- innarfer beinustu leið inn í framfærsluvísitöluna og getur því ekki annað en aukið í snúnings- hraða verðbólguhjólsins. Það er því alveg Ijóst að mikla fyrirvara verður að setja við bæði þjóðhagsáætlun og fjárlaga- frumvarpið. Þessi plögg er lítið annað en sam- ansafn af því sem forystumenn stjórnarflokk- anna vilja hampa í komandi kosningum. Þar er hins vegar fátt sem má heimfæra undir skynsamlega stefnumörkun þegar kemur að erfiðum kjarasamningum um næstu áramót. Til að mynda munu launamenn heimta sinn hlut af góðærinu. Að láta sér detta annað í hug eftir þrengingar láglaunafólks síðustu árin er ekki aðeins draumórar - heldur hrein og klár fíflska. Sér í lagi á kosningavetri. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Enn snýst kvörnin Enn er skrifað og skrafað um leiðtogafundinn og mun svo lengi enn. Viðskiptakálfur Morgun- blaðsins ætlar að nota tækifærið til að selja íslenskt hugvit til Sov- étríkjanna. Margreyndur Fram- sóknarmaður í næsta kjördæmi vildi heldur kjósa Gorbatsjof en sjálfan Steingrím. Það kemur á daginn í gær í Morgunblaðinu að Schulz utanríkisráðherra Reag- ans hefur skotist milli blaða- mannafundar og flugferðar á sunnudagskvöldið var í Árna- garði að líta á handrit. Og passað upp á það náttúrlega að Ijósm- yndari frá Morgunblaðinu værí nærstaddur. Menn þurfa að leggja ýmislegt á sig ef þeir vilja skáka Ieiðtogafrúnni sovésku, sem kom við á sama stað. Menn halda svo ekki síst áfram að fjalla um „fjölmiðlafárið" sem skall yfir landið - fyrirbæri sem mönnum stóð í fyrstu nokkur stuggur af, vegna þess að ýmsir erlendir fréttamenn skrifuðu um draugatrú íslendinga og okur- hneigðir við leigu gistirýmis. Þessi ótti hefur nú snúist upp í samstillta hrifningu landans yfir því hve hrifin heimspressan sýnist vera af þeim sama landa. Og það er sest á rökstóla og rætt um það hvernig selja eigi ísland í kjölfar viðburðarins sem ferðaland og ráðstefnuland. Og með því að það lögmál gildir hér á landi, að þegar ein kýrin pissar er annarri mál, þá megum við nú búast við feiknalegu uppgosi í hótelbygg- ingum, sem var þó af stað farið áður. Eftir á að hyggja: það er reyndar ekki að furða þótt er- lendir blaðamenn hafi reynt að skrifa um ísland meðan þeir stóðu hér við. Eitt helsta mis- ræmið sem maður varð var við á þessum fróðlegu októberdögum var það, hve lítið menn vissu (um leiðtogafundinn) og hve óendan- lega mikið pláss og mikinn út- sendingartíma menn höfðu til að fjalla um þetta smáræði sem þeir vissu - og allir aðrir um leið. Og þá bregða menn náttúrlega á það ráð að skrifa um ísland - eða hver um aðra. Frétta- verksmiðja í Tímanum í gær var aðstoðar- ritstjórinn einmitt að fjalla um hinar sjálfhverfu áráttur í fjöl- miðlun. Hann segir m.a.: „Fréttir um fjölmiðla og frétta- menn eru farnar að taka umtal- svert rúm í íslenskum upplýsing- amiðlum. Það má varla stelpa eða strákur sem vinnur við blað eða Ijósvakaútsendingar, skipta um starf, jafnvel sœkja um vinnu, án þess að það sé orðið fréttaefni. Tæknimenn margs konar og að- stoðarfólk er einnig drjúgt frá-- sagnarefni ef starf þeirra tengist fjölmiðlum". Það eru margar fleiri hliðar á þessu máli. Fjölmiðlafólk skrifar hvað um annað, um stöðuframa, tilfærslur, um starfstíl og metnað, um ástæður fyrir því að menn hoppa á milli fjölmiðla - vill, manneskjan meira kaup? vil hún fá að ráða meiru? er hún í frelsis- baráttu? (Það er sérstaklega vin- sælt að láta sem svo sé). í annan stað búa blöð og útvarpsstöðvar til fréttir hvert fyrir annað: fyrst kemur einhver af stað kenningu til dæmis um þróun mála í ein- hverjum stjórnmálaflokki eða kjördæmisráði, síðan þurfa allir hinir að spyrja þá sem málið varðar hvort rétt sé með farið (venjulegasta svarið er að sjálf- sögðu að „allt er þetta úr lausu lofti gripið“). Og að lokum þarf sá sem orðrómi eða túlkun kom af stað að taka við sínum snjó- bolta eftir að hann hefur veltst í hring og segja sitt álit á vinnu- brögðunum. Þetta kemur oftar fyrir en margur heldur - eða muna menn kannski ekki, að þegar prentaraverkföll hafa ver- ið, þá hefur útvarpið ekki frá neinu að segja, vegna þess að mikill hluti fréttaverksmiðjunnar er úr leik. Og þá er eftir að minnast á enn einn þátt málsins: fjölmiðlar framleiða stjórnmálamenn. Hver og einn man eftir slatta af þing- mönnum sem starf á fjölmiðlum gerði að þekktum nöfnum og þar með heppilegum frambjóðend- um - þá þurfti ekki að auglýsa upp í prófkjörum sem farsæla for- ystumenn, hjálparhellur smæ- lingja eða bara „okkar mann“. Fjölmiðlafrægðin ein dugir lengur en allir þeir verðleikar, sannir eða lognir. Nú síðast var einhver í lesendabréfi svo hrifinn af Ingva Hrafni eftir maraþonút- sendingu frá leiðtogafundinum, að hann grátbiður fréttastjórann um að koma á þing og bjarga landsins málum. Kosningatöfrar Prófkjörstöfrar halda áfram í Morgunblaðinu og DV af fullum krafti. Ásgeir Hannes Eiríksson og Friðrik Sophusson smala mönnum í Sjálfstæðisflokkinn eins og þeir best geta. Lofgreinar um Albert Guðmundsson fara að nálgast hættulegt stig (fyrir hann sjálfan) - samanber þessa klausu úr Morgunblaðinu í gær: „Síst hefur Albert Guðmunds- syni verið hlíft. Hann hefur gengið heill hildi frá, œtíð látið hagsmuni lands og þjóðar sitja í fyrirrúmi, en eigin málefni mœta afgangi". Er það háð en eigi lof, segir Snorri. Perlu dagsins á svo Ásgeir Hannes Eiríksson og lítur hún svona út: „Því það er aflið í Sjálfstœðis- flokknum sem hefur fest kjölinn á þjóðfélaginu hin síðari ár“. Spyrja má: ef kjölurinn er fast- ur, kemst þjóðfélagsskútan þá nokkuð áfram? ÁB PJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéöins> son. Frétta8tjórl: Lúövík Geirsson. . . Blaðamenn: Garðar Guöjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristin Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór HlÖðversson, Vilborg Daviðsdóttir; Vfoir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórí: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Ciausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Olga Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Föstudagur 17. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.