Þjóðviljinn - 17.10.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.10.1986, Síða 16
1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA Fðstudagur 17. oklóber 1986 236. tðlublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Leðjuslagurinn Byggung Friðrik á blað Bessíí2. sœti. María hrapar. Ragnhildur neðst. Fyrstu verðlaun eru mynd í Þjóðviljanum á prófkjörsdag Auglýsingakeppni frambjóð- endanna í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins harðnar enn og gerist tvísýnni. Bessí Jóhannsdóttir sótti verulega í sig veðrið í gær og komst í annað sæti á Þjóðviljalist- anum, sem tekur til auglýsinga í Mogga og DV, en Albert Guð- mundsson heldur forystu sinni. Þá komst Friðrik Sophusson á blað með myndarlegri DV- auglýsingu. Ákveðið hefur verið að þeim sem sigrar í keppninni verði veitt þau verðlaun að fá af sér mynd í Þjóðviljanum á laugardaginn. Nokkur óánægja hefur komið upp meðal frambjóðenda um til- högun Þjóðviljakeppninnar. Stuðningsmenn Vilhjálms Egils- sonar benda til dæmis á að ekki séu reiknuð með stig af auglýs- ingum hans á Bylgjunni, og hafa fleiri tekið í sama streng. Þá hafa stuðningsmenn Bessíar bent á samtals 237 dálksentimetra af auglýsingum um Bessí í Helgar- póstinum, og djúpróma karlmað- ur hringdi og tjáði Þjóðviljanum með austrænum hreim að hann teldi að reikna ætti frambjóðand- anum til tekna lofsamleg ummæli í sovésku pressunni um Lödu- innflutning til íslands. Við sjáum okkur ekki unnt að verða við þessum tilmælum. Það væri órétt- látt gagnvart hinum keppendun- um, - til dæmis yrði þá að reikna Ásgeiri Hannesi stig fyrir stöðuga fjölmiðlaumræðu erlenda og inn- lenda um íslensk pulsugæði. Nét, tavaríts, reglur eru reglur. Auglýsingar keppenda í Mogga og DV frá 28. september að telja nema nú 62,4 dálkmetr- um og er viðbót gærdagsins 12,7 dálkmetrar. Samanlagður kostn- aður við þessar auglýsingar er orðinn 1,4 milljónir og er þá ekki reiknað með aukafé vegna lita- dýrðar. Prófkjörslisti Þjóðviljans er nú þannig (í sviga staðan í gær): 1(1) Albert 906 dsm 2 ( 4) Bessí 816 dsm 3 ( 2) Ásgeir H. 646 dsm 4 ( 3) Guðm. H. 640 dsm 5 ( 5) Sólveig 570 dsm 6 ( 8) María 435 dsm 7 ( 6) Jón H 434 dsm 8 ( 7) Birglr í. 401 dsm 9 ( 9) Eyjólfur K. 389 dsm 10 (11) Vllhjálmur 262 dsm Næst koma Esther, Geir og Rúnar. Friðrik skaust frammúr Ragnhildi sem nú er í neðsta sæti með aðeins 96 dsm. Þótt Albert sé gildastur hefur Guðmundur H. birt flestar aug- lýsingar í Mogga/DV eða 15, Ás- geir Hannes 14, Bessí 13. Fylgist með í Þjóðviljanum á morgun. Hvernig hefnir María sín? Nær Bessí efsta sæti af Al- bert? Kemst Friðrik frammúr Rúnari flugstjóra? Náu þau 100 dálkmetrum? -m Sigurvegarinn í leðjuslagnum fær mynd af sér í Þjóðviljann. Hver verður sá heppni? Hlegið að endurskoðandanum íbúarsem hafafengið bakreikningfrá Byggung upp áfleiri hundruð þúsund neita að borga. Hafa ráðið sér endurskoðanda. Mikil reiði á fundi með forsvarsmönnumfélagsins ígœr. Þóra Guðmundsdóttir:Hefur verið logið að okkur eða félagið klúðraðpeningamálunum Það var hiegið að löggiltum endurskoðanda Byggung þegar hann sagði að íbúar Byggung- blokkanna á Granda, sem fengið hafa bakreikninga upp á mörg hundruð þúsund krónur, geti verið fullvissir um að peningarnir rynnu eingöngu í vasa þeirra sjálfra. fbúarnir sem höfðu fengið þessa bakreikninga héldu fund með forráðamönnum Byggung í gær og var mikil reiði ríkjandi á fundinum og auðheyrt að íbúarn- ir ætla ekki að gefa sig. Hafa þeir ráðið endurskoðanda til að yfir- fara reikninga fyrirtækisins. Þóra Guðmundsdóttir fékk bakreikning upp á 645 þúsund krónur. Hún sagði við Þjóðvilj- ann að hún sæi engan möguleika á að borga þetta. „Við verðum líklega að selja og byrja upp á nýtt.“ Forsvarsmenn Byggung höfðu lagt áherslu á að íbúðaverðið yrði mjög lágt vegna hagkvæmni í hönnun og byggingu en íbúða- verðið mun nú svipað og kaupverð íbúða á almennum markaði. Þá hefur biðtíminn eftir íbúðunum verið mun lengri en talað var um. „Annaðhvort hefur verið logið að okkur allan tímann eða þá hafa forsvarsmenn Byggung klúðrað peningamálunum algjör- lega,“ sagði Þóra. -Sáf/K.Ól. Endurskoðandi Byggung í pontu á fundinum I gærkvöldi. ibúarnir fylgjast með' málflutningi hans þungir á brún. Mynd E.ÓI. Dagvistunarmál Niðurskurður blessaður Meirihluti borgarstjórnarfelldi tillögu um að mótmœla niðurskurði ríkisvaldsins á fé til dagvistunarstofnana um helming. Vilja að sveitarfélög hafi algertforrœði um málefni dagvistunarstofnana Sjálfstæðismenn I borgarstjórn felldu f gær tillögu Kvennalista, Alþýðubandalags og Framsóknar um að mótmæla harðlega því að framlag til bygginga dagvistar- heimila skuli skuli skorið niður um helming í fjárlagafrumvarp- inu. Bent var á að nái þessi niður- skurður fram að ganga hefur það í för með sér að ríkið veltir lög- boðnum skyldum sínum yfír á sveitarfélögin, án þess að ætla þeim nýjan tekjustofn til að mæta ú tgj aldaaukningunni. Langar og harðar umræður urðu á borgarstjórnarfundi í gær um þetta mál og var sérstaklega deilt um bókun Sjálfstæðismanna í borgarráði þar sem þeir töldu eðlilegt að uppbygging dagvist- arrýma væri alfarið verkefni sveitarfélaga. Telja Sjálfstæðis- menn að forsendur fyrir slíkri breytingu væru bættur tekjumiss- ir og að sveitarfélögin hafi algert forræði um rekstur og skipan innri málefna dagvistunarstofn- ana. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins og Kvennalistans bentu á að þama væri um algera stefnubreytingu að ræða, m.a. með tilvísun í samþykktir borgar- stjómar síðastliðin 2 ár um sama mál, þ.e. um mótmæli gegn nið- urskurði á framlag ríkisins. Meiriljlutinn samþykkti tillögu Bjama P. Magnússonar, borgar- fulltrúa Alþýðuflokks um að fela borgarstjóra að hefja viðræður við fjár- og menntamálaráðherra um með hvaða hætti ríkisvaldið tryggi Reykjavík stofnfjárfram- lag vegna dagvistunarheimila. vd Bensín Líbinn upp um 5-8 krónur Jónas Bjarnason hjá FÍB: Aðeins fjórðungur tekna ríkisins afbifreiðum rennur til Allt bendir til að bensínlítrinn muni hækka um 5-8 krónur á næstunni. Er þetta afleiðing þeirrar stefnu sem fjármálaráð- herra kynnti á Alþingi að afla 600 mifjón króna tekna með auknum sköttum á innflutta orkugjafa. Jónas Bjarnason fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda sagði í gær að þessi skattheimta af notendum bifreiða væri fráleit. Skattheimta af bifreiðum hefði um árabil ver- umferðarinnar aftur ið hörð, en eftir að heimsmark- aðsverð á bensíni fór lækkandi hefði aðeins rofað til. „Hins veg- ar er fyrsta tækifærið notað til að hrifsa þennan ávinning til baka,“ sagði Jónas. Hann minnti á að undanfarin ár hefði aðeins um fjórðungur tekna ríkisins af bifr- eiðum og rekstrarvörum þeirra runnið til baka, þ.e. í vegi og þess háttar. „Samkvæmt tölum frá Noregi lætur ríkið meira til umferðarinn- ar á ári hverju en það hefur af bifreiðum. Hér á landi er hlutfall- ið eins og ég rakti áðan þrátt fyrir að 95% samgangna á Islandi sé með bifreiðum og aðeins 8% veg- anna lagðir bundnu slitlagi. Við þessar aðstæður búa íslenskir bifreiðaeigendur og það er óþol- andi að nú skuli eiga að auka skattheimtuna enn frá því sem áður var,“ sagði Jónas Bjamason hjá FÍB að lokum. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.