Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARl
Vinstri valkostur
Stjórnmálaflokkarnir eru nú í óöaönn aö
ganga frá innanflokksmálum sínum með próf-
kjörum, forvali og skoðanakönnunum, og
gengur svo mikið á sumstaðar að alþingi er nær
óstarfhæft vegna þess hve þingmenn eru upp-
teknir í símanum, - enda fátt um að vera í þing-
sölum þarsem stjórnarflokkarnir virðast enn
einu sinni ætla að láta afgreiða öll stærstu mál
þær nætur sem jólasveinarnir koma til byggða.
Enginn veit því enn um hverja verður kosið,
jafnvel ekki þótt prófkjör hafi þegar farið fram,
einsog í Sjálfstæðisflokknum í höfuðborginni
þarsem uppi eru raddir um að hefna þess í
fulltrúaráði sem tapaðist við kjörborðið og nota
flokksvélina til að gera að engu glæsilegan en
tvíeggjaðan sigur Hafkipsráðherrans í leðjuslag
Reykjavíkuríhaldsins fyrir hálfum mánuði.
Enginn veit heldur hvenær ráðamönnum
þóknast að kalla þjóðina að kjörborðinu. í bak-
sölum stjórnarflokkanna er tekist á um kjördag-
inn meðan sá sem hefur ákvörðunarvald spáss-
érar á kínverska múrnum og mátar á sér andlitið
við hlutverk alþjóðlegs leiðtoga í viðræðum við
bisnessmenn í Hong Kong og arftaka Maós
formanns.
En þótt enginn viti hvenær hver kýs hvern eru
línurnar óðum að skýrast um meginpólana í
átökunum framundan, og það hefur komið í I jós
að ef rétt er á haldið gætu þessar kosningar
orðið gagnmerkar.
Hvort sem kosið verður í mars eða júní eru
kostirnirtveir. Annarsvegargeta menn kosiðyfir
sig íhaldsstjórn þarsem Sjálfstæðisflokkurinn
heldur um taumana, annaðhvort einn og sjálfur
eða með aðstoð meðreiðarsveina úr Fram-
sóknarflokki eða Alþýðuflokki. Hinsvegar gætu
kosningarnar í vor valdið straumhvörfum í ís-
lenskum stjórnmálum með því að skapafélags-
hyggjuöflunum nýjan meirihluta með Alþýðu-
bandalagi, Alþýðuflokki og Kvennalista.
Þessa kosti tvo má kalla hægri og vinstri ef
menn vilja. Það má líka kenna þá til fortíðar og
framtíðar. Svo langt sem elstu menn muna hafa
valdahlutföll á þingi gert ókleift að mynda
landinu ríkisstjórn án þess að annar kerfisflokk-
anna væri leiddur til forystu í stjórnarráðinu,
Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur. Og
svo sterkar eru hinar sögulegu viðjar að menn
hafa átt erfitt með að koma auga á aðra mögu-
leika.
Það þarf hinsvegar ekki annað en líta á tölur
úr kosningum og skoðanakönnunum til að sjá
að hér er ekki talað í pólitísku óráði. Bæði Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur geta auðveld-
lega náð um tuttugu prósent kjörfylgi í góðu ári,
og reynslan sýnir að séu þessir flokkar samstíga
tekst þeim báðum vel sóknin. Kvennalisti nýtur
síðan stuðnings umtalsverðs hluta kjósenda,
þótt stuðningshópur hans sé að sönnu minni.
Það þarf þess vegna ekkert kraftaverk til að
þessi öfl nái meirihlutastuðningi kjósenda.
Það þarf hinsvegar eitt til. Það þarf viljann.
Ætli félagshyggjuöflin í landinu sér aðra
stöðu en gagnrýnandans, öryggisnetsins eða
hækjunnar verða pólitískir fulltrúar þeirra í
stjórnmálaflokkunum að sanna almenningi að
þeir vilji vinna saman og að þeir geti unnið
saman.
Alþýðubandalagsmenn hafa undanfarnar
vikur sýnt svart á hvítu að þeir stefna að sam-
stjórn félagshyggjumanna gegn markaðs-
hyggju og afturhaldi. Forystumenn flokksins
hafa fjallað um þennan vilja til straumhvarfa í
ræðum, greinum og viðtölum, og bæði verka-
lýðsmálaráð flokksins og æskulýðssamtök
hans hafa sent frá sér ályktanir þar sem stjórn-
arandstöðuflokkarnir allir eru hvattir til að hefj-
ast strax handa um undirbúning að þessari
sókn.
Alþýðubandalagið er reiðubúið að taka hönd-
um saman við önnur félagshyggjuöfl um ný
tímamót í hérlendum stjórnmálum, um að gera
næstu kosningar að pólitískum vatnaskilum.
Þess er nú beðið hvort forystumenn annarra
stjórnmálasamtaka skilja sinn vitjunartíma -
hvort þeir vilja festa fortíðina í sessi með enn
einni íhaldsstjórninni eða hefja framtíðina til
vegs með nýrri alþýðustjórn.
- m
KUPPT OG SKORHD
Fjölmiðlar og
framboðsraunir
Stundum eru lesendur blaðsins
að hringja - og þá ekki síst á próf-
kjörstímum eins og þeim sem nú
ganga yfir - og kvarta yfir því, að
fjölmiðlar snúist allt of mikið í
kringum framboðsraunir, fram-
boðsmöguleika, samsæri, leik-
fléttur og annað þessháttar.
Ástæðan fyrir því að fólkið er
að kvarta, er fyrst og fremst sú,
að með þessum hamagangi og
þessari fyrirferð sé verið að per-
sónugera stjórnmálin á leiðin-
legan og háskalegan hátt. Færa
þau líka í amrískt horf. Og verði
niðurstaðan ekki önnur en sú, að
allt sem heitir pólitísk stefnu-
mótun, heildarlínur, munur á
vinstri og hægri og þar fram eftir
götum fari forgörðum í vitund
manna. Eftir standi almenningur
sem búið er að „afpólitíséra“,
svipta pólitísku ráði og rænu, og
veðji á misjafnlega vel eða illa
æfðar fjölmiðlafígúrur.
Með öðrum orðum: ímyndin er
allt, pólitík ekkert.
Leiðinleg
þróun
Nú er það ekki nema hægur
vandi að útskýra hvernig á þess-
ari þróun stendur. Ein ástæðan er
sú, að.blöð (öll með pólitískum lit
eins og menn vita) hafa lúmska
ánægju af því að hræra í vandræð-
asúpu grannans, draga fram
ýfingar þær, sem verða með
mönnum þegar líður að kosning-
um og margir eru kallaðir en fáir
útvaldir. í annan stað eru fjöl-
miðlarnir orðnir blaðsíðumargir
eða auðugir að útsendingartíma-
það þarf mikið til að seðja alla þá
gráðugu hít. Og þá er handhægt
að grípa til „gægjuáráttu" í hátt-
virtum kjósanda, halda auga
hans upp að skráargati hins pólit-
íska heimilisböls. Og enn gætu
menn hugsað sér það, að afar
slóttugir vitundarhönnuðir ýttu
undir þróunina eftir bestu getu -
m.a. til þess að „afpólitísera"
mannskapinn.
En eitt er að skilja hvernig á
fyrirbærum stendur, allt annað
að sætta sig við þróunina.
Þessi klippari hér vill taka það
fram að honum stendur stuggur
af þessum mikla fjölmiðlablæstri
út af pólitískum persónum. Jafn
hvimleitt er það, hvernig hinar
pólitísku persónur spila á fjöl-
miðla (leikurinn er gagnkvæmur
náttúrlega). Og lítur sá hinn sami
klippari með nokkrum söknuði
til þess tíma, þegar menn tókust á
vitanlega eins og alltaf - en báru
sínar pólitísku grunsemdir og
harmaíhljóði. Og sýndu þar með
ekki aðeins nokkurn hetjuskap
heldur fyrst og síðast smekkvísi.
En mestu skiptir þetta, sem
sumir ágætir lesendur hafa kvart-
að yfir: að þessi gauragangur er
ekki til neins fremur falinn en að
rota þann póhtíska áhuga, sem
við megum illa án vera ef að lýð-
ræði í þessu landi á að vera mark-
tækt.
ísland
hið undarlega
íslendingar hafa fylgst af
drjúgum áhuga með því, hvað
skrifað hefur verið í erlend blöð í
tilefni leiðtogafundarins á dögun-
um. Sumt af því kemur mönnum
nokkuð spánskt fyrir sjónir eins
og gengur. Til að mynda mátti
lesa það í sovéska blaðinu ízvest-
ía um það leyti sem fundurinn
hófst, að fréttamaður blaðsins í
Reykjavík hafi verið á göngu í
miðbænum og rekist þar á ís-
lenskt tónskáld, Ragnar Jónsson
að nafni. Tónskáldið lét í ljós
mikla hamingju sína yfir leiðtog-
afundinum og kvaðst nú þegar
hafa saman skrifað hljómkviðu í
hans tilefni, og væri þar saman
blandað rússneskum, amrískum
og íslenskum stefjum.
Og væri óneitanlega gaman að
heyra fleiri fréttir af þessum tón-
asmið!
Holger Thorgrimsson heitir og
sérstæður fréttaritari sem stund-
um lætur ljós sitt skína í vestur-
þýska blaðinu Tagesspiegel.
Hann lét móðan mása í tilefni
leiðtogafundarins. í grein sem
hann nefnir „Leiðtogafundur yfir
þunnum bjór og límonaði“ rekur
hann þá kenningu sína, að ísland
hafi verið valið sem fundarstaður
vegna þess að íslendingar kunni
þá list manna best að brosa fram-
an í tvö risaveldi í einu. Láta Am-
ríkana hafa herstöð en vera um
leið sovésk herskipahöfn, versla
mikið við báða, fá sæg af úrvals
listafólki og skemmtikröftum
fyrir lítinn pening og þar fram
eftir götum. Grein sinni lýkur
fréttamaður Tagesspiegel á þessa
leið hér:
tyAuk furðunáttúru sinnar með
eldgígalandslagi getur íslandboð-
ið gestum sínum upp á hina frœgu
íslensku smáhesta, fleiri kindur en
íbúa, ásamt með þorski og lýsi.
Sovéski flokksleiðtoginn Gorbat-
sjofsem berst gegn alkóhólisma í
sínu landi, mun sér til gleði taka
eftir því, að ísland fer að ströng-
um bannlögum (sem margir
bruggarar utan við lög og réttfara
í kringum á lœvísan hátt). Og Re-
agan forseti mun í Reykjavík geta
heilsað upp á tvöfalda starfssystur
- Vigdís Finnbogadóttir, 56 ára
gömul, sem er mjög langt til
vinstri ípólitík, erforseti landsins
og þar að auki lœrð leikkona (og
fyrrum leikhússtjóri). Peir blaða-
menn sem elta Reagan og Gorbat-
sjof til íslands munu verða dug-
legri en nokkru sinni fyrr og valda
þar með ritstjórum sínum heima-
fyrir óblandinni gleði: þcer knœp-
ur sem skenkja mönnum límon-
aði og þunnan bjór í Reykjavík
eru búnar að loka um níuleytið.
Og aðeins eitt er heillandi við nœt-
urlífið: miðnœtursólin skín“.
Oþarft reyndar að gera athuga-
semdir við pistil þennan, nema
hvað það ber vott um sjaldgæfa
hugkvæmni að láta miðnætursól-
ina skína í Reykjavík í október.
ÁB.
DJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðina
son.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. A
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristin Olafs-
dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafur Gíslason.
Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri)
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garöar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Ciausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnfjörð.
Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðsiustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð Mausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð ó mánuöi: 500 kr.
4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 29. október 1986