Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugaskóli Veríð að drepa skólann Steinþór Þráinsson skólastjóri: Ekkert rekstarfé til. Hefsagt upp störfum ímótmœlaskyni. Það á að drepa skólann eins og aðra héraðsskóla. Ósáttur við menntamálaráðuneyti. Fjölmennurfundurfyrirhugaður vegna málsins Ifyrsta lagi er ég að mótmæla því að þessir háu herrar í Reykja- vík ætlast til þess að ég reki þessa stofnun án þess að hafa rekstrarfé þetta árið, sagði Steinþór Þráins- son skólastjóri Laugaskóla í sam- tali við blaðið, þegar hann var spurður að ástæðum fyrir upp- sögn hans sem skólastjóri skólans frá l.febrúar. „Þegar ég tók við skólanum 1985 var hér feikileg skuld vegna þess að forveri minn hafði farið fulldjarflega í nauðsynlegar framkvæmdir, sem engir pening- ar voru til fyrir,“ sagði Steinþór. „Menntamálaráðuneytið lofaði að greiða skuldirnar með fé úr Ármann Snævarr, Einar Laxness og Gunnar Sveinsson með nýjustu útgáfur í réttar- og alþingissögu islendinga. Mynd Sögufélagið Merkileg iimsýn í landshagi Sögufélagið hefurgefið útsíðasta bindi af hœstaréttardómum og nœstsíðasta bindi Alþingisbóka. Ármann Snœvarr: Stór dagur íréttarsögu íslands Þetta er stór dagur í réttarsögu Islands, nú þegar svo til allir æðri dómar á íslenskum dóms- stigum hafa verið gefnir út, sagði Ármann Snævarr, fyrrum forseti Hæstaréttar þegar hann kynnti útgáfu 11. og síðasta bindis Landsyfirréttardóma árin 1802 til 1873 á vegum Sögufélagsins. Sögufélagið hefur einnig gefið út 16. og næst síðasta bindi af AI- þingisbókum íslands sem tekur yfir tímabilið 1781 til 1790. Gunnar Sveinsson hefur séð um þá útgáfu. í 11. bindi eru dómar Landsyf- irréttar (sem var arftaki Alþingis hins forna) fram til þess tíma að farið var að gefa þá út árlega árið 1874. Einar Laxness, formaður Sögufélagsins, sagði við kynn- ingu bókanna í gær að þessar bækur væru mjög aðgengilegar fyrir leikmenn, í þeim væri t.d. mjög rækilegt efnisyfirlit. Ár- mann Snævarr bætti því við að þessar bækur, Alþingisbækur og Landsyfirréttardómar, væru í raun merkilegar heimildir um sögu þjóðarinnar. „Þær gefa skýra og forvitnilega innsýn í landshagi og viðhorf á þessum tímum“, sagði Ármann. 16. bindi Alþingisbóka ís- lands, sem nær yfir tímabilið 1781 til 1790, er t.d. stórmerk frum- heimild um sögu íslands. Alþingisbækurnar eru gerðar- bækur hins forna Alþingis frá því á síðari hluta 16. aldar og þar til það var lagt niður árið 1800. Alþingisbækurnar segja sögu ís- lands á niðurlægingartímabili þjóðarinnar, tímabili Stóradóms, einokunarverslunar og galdraofs- ókna svo dæmi séu nefnd. t Landsyfirréttardómum má finna dóma í málum Nathans Ketilssonar, um Sjöundármálin og Kambsránið, svo dæmi séu nefnd. -IH Húsnæðislögin Byrjendur bíða lengur Afgreiðsla nýrra lánsumsókna samkvœmtnýju lögunum dregst jafnvel til áramóta. Þeirsem byggja ífyrsta sinn bíða Peir sem sóttu um lán í fyrsta sinn samkvæmt nýju húsnæð- islögunum í byrjun september mega eiga von á því að þurfa að bíða eftir lánsloforði fram til ára- móta og jafnvcl lengur. Sam- kvæmt lögunum skal veita láns- loforð innan 8 vikna frá því sótt er um, en sökum þess að tölvuforrit hafa ekki verið tilbúin fyrr en nú nýlega, frestast afgreiðslan að þessu sinni. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar sagði í samtali við Þjóðviljann, að þetta ætti aðeins við þá sem sóttu um í fyrsta sinn. „Við ákváðum að láta þá ganga varasjóði ráðuneytisins en það var ekki staðið við það og í stað- inn tóku þeir rekstrarfjárveitingu þessa árs upp í hana. í öðru lagi þá er ég orðinn mjög þreyttur á að horfa upp á það að þeir ætla sér að drepa niður þenn- an skóla einsog aðra héraðsskóla, og virðast halda að við séum að kenna hér á einhverju skólastigi sem sé ekki til. Það sem er enn alvarlegra er að ég hef margsinnis farið fram á að nefnd verði sett á laggirnar til þess að ræða fram- haldsskólamálin í sýslunni, en aldrei fengið nein viðbrögð fyrr en ég fékk staðfestan grun þess efnis að verið sé að ræða fjöl- brautaskóla við Húsvíkinga. Sé Laugaskóli ekki inni í því dæmi er hann dauður. í þriðja lagi er ég að mótmæla ýmsum ófagmannlegum og óhreinum vinnubrögðum ráðu- neytisins sem ég get ekki sætt mig við og get nefnt mörg dæmi um,“ sagði Steinþór Þráinsson að síð- ustu. Skólanefnd Laugaskóla hefur boðað fund vegna þessa máls eftir viku og á hann eru boðaðir meðal annarra þingmenn kjör- dæmisins, sveitar- og bæjar- stjórnarmenn og skólastjórar á svæðinu. íbúar í sýslunni, nemendur og kennarar skólans hafa skorað á Steinþór að draga uppsögnina til baka og segjast nemendur ganga út ef hann neyðist til að hætta. -vd. ABIReykjanesi Beðið eftir kjörnefnd Á aðalfundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi um sl. helgi var ekki tekin endanleg afstaða til þess hvort for- val verður viðhaft við uppröðun á lista fyrir komandi þingkosningar. Tillögum um forval og uppstill- ingarnefnd sem lagðar voru fram á fundinum var vísað til kjörnefndar. Á hún að skila sínum tillögum innan hálfs mánaðar en þá verður kallaður saman nýr fundur. - Ig. ABR/Forval Askorendur Ásmundar Tilkynningu Ásmundar Stef- ánssonar til kjörnefndar ABR um þátttöku í forvali fylgdu undir- skriftir 31 manns- Undir rituðu: Magnús Stephensen, Guðmundur Magnússon, Þorbjörn Guðmundsson, Halldór Jónasson, Arnór Pétursson, Guðmundur Þ. Jónsson, Einar Gunnarsson, Jóhann- es Gunnarsson, Sjöfn Ingólfsdóttir, Pálmar Halldórsson, Böðvar Péturs- son, Guðni Jónsson, Hallgrímur G. Arngrímsson, Ásmundur Hilmars- son, Grétar Þorsteinsson, Monika Karlsdóttir, Haraldur Steinþórsson, Ragna Ólafsdóttir, Hulda S. Ólafs- dóttir, Esther Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Bjarney Guðmunds- dóttir, Tryggvi Emilsson, Snorri Jónsson, Guðjón Jónsson, Helgi Arnlaugsson, Svava Jakobsdóttir, Ólöf Ríkarðsdóttir, Stella Stefáns- dóttir, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir og Kristinn H. Einarsson. - m Virðið tilmælin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík samþykkti í gær ályktun þar sem minnt er á nýgerða sam- þykkt félagsfundar um að þátttak- endur i forvali félagsins lýsi því ekki yfir að þeir stefni að tilteknu sæti á lista. fyrir núna sem eru í miðjum klíð- um,“ sagði Sigurður. Unnið var að gerð tölvuforrits fyrir nýju húsnæðislögin í allt sumar en það var ekki tilbúið fyrr en fyrir 2-3 dögum, og því seinkar afgreiðslu umsókna þeirra sem ekki hafa sótt um lán áður. -gg í Tjamargötu 10 eni 27208 27291 24530 17117 1 UAPDHiDinTR flAi ■ UlfnL111 DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA Geymið auglýsinguna. Miðvikudagur 29. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.