Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Kjördæmisfulltrúar Aðal- og varafulltrúar félagsins í kjördæmisráði eru boðaðir á fund á skrifstofu félagsins í Þinghóli á miðvikudaginn kl. 20 30 Fundarefni: Forval - ekki forval? Aðrir félagsmenn einnig velkomnir. Stjórnin. Vestfirðir Forval 2. nóvember Fyrri umferð forvals AB á Vestfjörðum vegna alþingiskosninganna, fer fram sunnu- daginn 2. nóvember n.k. Kosið verður hjá eftirtöldum trúnaðarmönnum: Anna B. Valgeirsdóttlr Hjallastræti 39, Bolungarvík. Tryggvi Guðmundsson, AB- húsinu Isafirði. Snorri Sturluson Hjallavegi 29, Suðureyri. Jón Guðjónsson Brim- nesvegi 8, Flateyri. Davíð H. Kristjánsson, Aðalstræti 39, Þingeyri. Halldór Jóns- son, Lönguhlíð 22, Bíldudal. Birna Benediktsdóttlr, Móatúni 3, Tálknafirði. Helgl Haraldsson, Urðargötu 2 , Patreksfirði. Torfi Steinsson, Birkimel, Barðaströnd. Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu, Reykhólasveit. Heiðar Skúlason, Ljótunnarstöð- um, Hrútafirði. Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, Hólmavík. Jóhanna Thorarensen, Gjögri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur frá 26. október hjá trúnaðarmönnum og auk þess hjá flokksskrifstofu AB að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Þar eru trúnaðar- menn Óttar Proppé, Margrét Tómasdóttir og Kristján Valdimarsson. Flokksmönnum er bent á að kynna sér forvalsreglur hjá stjórn og trúnaðarmönnum á sínu svæði, og láta það berast að nú er stuðningsmönnum AB á Vestfjörðum gefinn kostur á þátttöku undirriti þeir stuðningsyfirlýsingu. Fyrir hönd uppstillingarnefndar Tryggvi Guðmundsson Isafirði sími heima 3702 og vinnusími 3940 Alþýðubandalagið í Kjósasýslu Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20 30 í kaffisal Hlégarðs. Fundarstjóri Jón Gunnar Ottósson. Dagskrá: 1) Venjulegaðalfundarstörf2) Kosning starfsnefndar 3) Kosning ritnefndar Sveitunga ásamt útgáfustjórn 4) Kosning 8 fulltrúa félagsins í kjördæmisráö 5) Ávarp Geirs Gunnarssonar alþingismanns 6) Önnur mál. Mætum öll vel og stundvíslega, takið þátt í opinskárri umræðu um stjórnmálin og framboðsmálin. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir vel- komnir. Stjórnin AB Borgarnesi og nærsveitum Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Röðli n.k. fimmtudag 30. okt kl. 20.30. Fundarefni 1) Tilnefning fulltrúa í forval vegna komandi kosninga. 2) Félagsstarf á komandi vetri. 3) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnln AB Reykjavík Viðtalstími borgarfulltrúa Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins verður til viðtals á Hverfisgötu 105, laugar- daginn I. nóvember frá kl. 13.00 - 14.00. Borgarmálaráð ABR Sigurjón. Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur ATH:! Breyttur fundartími. Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember kL 20 oo að Kirkjuvegi 7. Fluttar verða fréttir af aðalfundi kjordæmisráðs og Svavar Gestsson formaður AB kemur og ræðir um helstu áherslur i kosn- ingastarfinu framundan. ....... Nýir félgar sérstaklega boðnir velkommr. Fjolmennið. Stjórnln. Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Aðalfundinum sem var frestað þann 12. sl. verður haldinn laugardaginn 1. nóvember n.k. í Rein kl. I4.00. „ Annnr Dagskrá. 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Tilnefnmgar i forval. 3) Onnur mál. Kaffi og kökur. Félagar fjölmenmð. SVÆÐAMEÐFERÐ Þjáist þú af migrene, stressi eða vöðvabóigu? Þá gæti ég ef til vill hjálpað. Lausir tímar. Uppl. í síma 72072. El Salvadornefndin Margir styðja baráttu okkar Hólmfríður Garðarsdóttir: Samúð íslendinga með baráttu alþýðunnar í Mið-Ameríku er þó mun minni en í nágrannalöndunum Fjölmennur og kröftugur fundur okkar við bandaríska sendiráðið meðan á leiðtogafundinum stóð er mikil hvatning fyrir vetrarstarfið. Ljósm.: E.Ol. Á meðan á leiðtogafundi stór- veldanna stóð gekkst E1 Salvador nefndin á íslandi fyrir fundi við víggirðingu lögreglumanna við bandaríska sendiráðið þar sem íhlutun Bandaríkjanna í Nicar- agua var harðlega mótmælt. Fundurinn, sem haldinn var í framhaldi af friðarfundinum á Lækjartorgi, var mjög vel sóttur og stemmningin var svo rífandi kröftug að mörgum kom á óvart. Fundurinn virðist hafa vakið meiri athygli erlendis en hér á landi, því margar erlendar sjón- varpsstöðvar gerðu honum skil i fréttatímum sínum sem og dag- blöð á síðum sínum á meðan ís- lenskir fjölmiðlar hafa verið fremur afskiptir gagnvart þessum mótmælum. Þjóðviljinn hafði í framhaldi af þessum fundi sam- band við formann El Salvador nefndarinnar, Hólmfríði Garð- arsdóttur, og spurðist fyrir um starf nefndarinnar. Hvort t.d. samtökin væru búin að ræða hvernig hægt væri að fylgja þeirri stemmningu eftir sem var á fund- inum. “Við erum nú að byrja að ræða aðgerðir vetrarins og það verður að segjast að þessi fundur virkar mjög hvetjandi fyrir starfið. Maður fann t.d. á þessum fundi hversu margir það eru sem styðja baráttu okkar þótt fólk sé ekki virkt. Venjulegt vetrarstarf hjá okk- ur hefur verið m.a. jólasöfnun, en þá er safnað í eitthvert ákveð- ið verkefni hverju sinni. Við eigum eftir að ræða endanlega hvert jólasöfnunin í ár rennur, en það er líklegt að það verði til frelsuðu svæðanna í E1 Salvador vegna jarðskjálftanna sem hafa verið þar í landi. Samkvæmt ör- uggum heimildum þá hafa um 20 þúsund heimilislauss fólks leitað inná þessi svæði í von um hjálp. Við vitum að fólki hefur verið mismunað í björgunarstarfinu í E1 Salvador þannig að íbúar fá- tækrahverfanna hafa verð látnir mæta afgangi. Það er aðallega þetta fólk sem hefur leitað inná frelsuðu svæðin. E.t.v. er það sama að gerast í E1 Salvador og í jarðskjálftunum í Nicaragua á tímum Somosastjórnarinnar þeg- ar björgunargögnin sem þangað voru send voru seld þeim sem gátu borgað." Hvernig hefur jólasöfnunin hjá ykkur gengið undanfarin ár? Yfirleitt mjög vel. Við höfum bæði safnað á götum úti og leitað til verkalýðs- og félagasamtaka og oftast fengið einhverja styrki þaðan. í fyrra fengum við sér- staka viðurkenningu frá miðstöð samstöðuhreyfinga E1 Salvador í Stokkhólmi vegna öflugs söfnun- arstarfs. Hafið þið mikið samstarf við sambærilegar hreyfingar í ná- grannalöndunum? Já mjög mikið. Mest er það þó í tengslum við upplýsingasöfnun. Það er athyglisvert að sambæri- legar hreyfingar í nágrannalönd- unum hafa miklu meiri og breiðari stuðning en við hér. Hreyfingin í Noregi starfar t.d. í nánum tengslum við kirkju- deildir þar. Á fslandi virðist bara vera svo lítil samúð með baráttu alþýðunnar í Mið-Ameríku. Þið gefið út blað? Já, það er eitt af okkar föstu verkefnum. Blaðið heitir Mið- Ameríka og í því eru mest greinar um landssvæði Mið-Ameríku en líka um önnur lönd latnesku Am- eríku. Hvert getur fólk snúið sér ef það hefur áhuga á starfi El Salva- dor nefndarinnar? Við erum með skrifstofu að Mjölnisholti 14 sem er opin á þriðjudögum og fimmtudögum á milli klukkan 5 og 7. Þar höldum við líka okkar reglulegu fundi sem eru u.þ.b. einu sinni í mán- uði. Nú, ef einhver hefði áhuga á því að styðja okkur fjárhagslega, eða byrja að leggja í jólasöfnun- ina, þá er gírónúmer okkar 59957 í Búnaðarbankanum við Hlemm. -K.Ól. Utför Þorbjargar Sigurðardóttur frá Borgarfirði eystri verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu Sigurður Bragi Stefánsson LJÓSASKOÐUN SKAMMDEGIÐ FER í HÖND. Viö aukum öryggi i umferóinni með því aö nota ökuljósin allan sólarhringinn. rétt stillt og í góöu lagi. Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma. og Ijósaperur dofna smám saman við notkun Þannig getur Ijósmagn þeirra rýrnað um allt að því helming. 31. OKTÓBER á Ijósaskoöun aö vera lokið um allt land. |JUMFERÐAR 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.