Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 8
MENNING Byggingarlist Hugleiðingar út af Hallgrímskirkju Það er freistandi að líta á alla sköpunarviðleitni mannsins sem - í hinu smáa sem hinu stóra-sem tilraun hanstil þess að skilgreina sjálfan sig og stöðu sína í veröldinni. Að maðurinn leitist við að móta umhverfi sitt í sinni eigin mynd. Að dagblaðið sem hér er skrifað, fötin sem við klæð- umst, híbýli okkarog húsgögn endurspegli með nokkrum hætti sjálf okkur og afstöðu okkartil umhverfisinsekki síður en vísindin, trúarbrögðin og listirnar. Þegar við vöknum á morgnana lítum við í spegil, opnum dag- blaðið, setjumst á stólinn okkar, klæðumst og fáum okkur kaffi- sopa osfrv. Á meðan spegillinn sýnir okkur rétta mynd, dagblað- 'ið neldur sína hefðbundna formi, stóllinn fellur að líkamanum og kaffið rýkur úr bollanum finnum við til öryggiskenndar. En ef svo skyldi fara að við vöknuðum dag nokkurn og litum í spegilinn og sæjum þar mynd af ffl, ef dag- blaðið væri skyndilega skrifað á óskiljanlegu rúnaletri, stólsetan orðin að naglabretti, kaffibollinn loðinn að innan og tómt hænsna- garg heyrðist í morgunútvarpinu, þá segðum við sem svo: þessi heimur er ekki skapaður fyrir mig. Hann tilheyrir annarri dýr- ategund. Spegill umhverfisins Þessar vangaveltur komu mér í hug þegar ég vaknaði við það einn daginn að nú ætti að vígja Hallgrímskirkju. Ekki endilega vegna þess að mér þætti hún vera eins og loðinn kaffibolli, heldur öllu fremur vegna þess að hún vakti með mér þá spurningu hvað kirkjan segði mér um sjálfan mig og samfélagið í kringum mig. Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp með þessari kirkjubyggingu nánast frá fæðingu, og hef búið í næsta nágrenni hennar aila mína tíð. Ég var tveggja ára þegar fyrsta skóflustungan var tekin og mínar fyrstu bemskuminningar eru af þeim dýrlega leikvelli sem Skólavörðuholtið gat verið með hermannabragga sína og þennan undarlega helgidóm, sem kjallari kórsins var, en þar leiddi séra Jakob mig í allan skilning um hin kristnu fræði á fermingarárinu. Þessi kirkja var mér frá upphafi eins og óræður hluti af lands- laginu, húsgagn á þessu heimili sem borgin okkar hafði búið mér. Það var þó ekki fyrr en ég hafði lokið menntaskólanámi sem turninn tók að vaxa að ráði, en skyndilega vaknar maður upp við það að Skólavörðuholtið, þessi miðstöð bernskuleikja minna er jafnframt orðinn miðpunktur og viðmiðun allra hluta hér í borg- inni fyrir tilverknað þessa mikla mannvirkis. Turninn fékk okkur til að horfa til himins. Að vísu ekki beint, heldur var eins og sum sjónarhorn drægju í efa stefnulín- ur turnsins og reyndu að beina honum í aðra átt, þannig að í raun bar tuminn í sjálfum sér spurn- inguna um það hvert hann stefndi. Vængirnir undirstrikuðu hins vegar að hér skyldi stefnt til himins. Smám saman fékk kirkjuskipið á sig _ hefðbund- ið form, en þegar kúpullinn kom ofan á kórkjallarann vöknuðu margar spurningar. Hann líktist meira íbjúgu konubrjósti en hvolfþaki og er mér enn ráðgáta. Ruglað í stíl Ýmsir hafa orðið til þess að benda á stílfræðilegan rugling sem birtist í formum þessa húss. Þarna má s'já eftirlíkingu á form- um gotneskra kirkjubygginga í Evrópu, án þess þó að stfllinn sé útfærður til fulls með þeim burð- arþolslögmálum sem hann byggir á. Þarna má sjá þjóðlegar álfa- borgir úr stuðlabergi sem minna okkur á íslenska jörð. En saga byggingarlistar í heiminum á fjöl- mörg dæmi bygginga þar sem stfltegundum hefur verið ruglað saman með góðum árangri. Hér hlýtur samsvörun í formi og inni- haldi að skera úr um hvernig til hefur tekist. Hvert er þá innihald þessa verks? Annars staðar hér í blaðinu bendir Geirharður Þorsteinsson arkitekt á að í turninum, sem er meginhluti kirkjunnar, megi sjá merki þeirrar þjóðernisstefnu sem einkenndi íslensku aldamót- akynslóðina og heimtaði íslend- ingum sjálfsforræði. Turnin sem tákn valds og myndugleika. En hann bætir því við að þýðing hússins eigi ekki síður eftir að ráðast af þeirri starfsemi sem þar eigi eftir að fara fram. Trúarlegt tákn Aðrir kynnu að sjá í formi hennar trúarlega merkingu eins og bent er á annars staðar hér á síðunni. Gömul hefð er fyrir því að turn hafi táknræna merkingu sem einskonar brúarsmíð á milli himins og jarðar. í honum felist sú viðleitni mannsins og trúarinn- ar að binda þau bönd á milli him- ins og jarðar sem rofin voru með erfðasyndinni. Þessi trúarlega táknfræði um lóðrétta brúarsmíð varð til löngu fyrir byltingu þeirra Kóperníkusar og Galilei. Við getum hins vegar átt erfitt með að hugsa okkur heiminn í lóðréttu formi á meðan gervihnettir sveima um himinhvolfið um- hverfis jörðina og eldflaugarnar og geimskipin stefna út í ómæl- isvíddir geimsins og birtaokkur myndir reikistjarnanna á sjón- varpsskerminum. Sú trúaríega táknfræði miðaldanna sem birtist í turnforminu er líklega tíma- skekkja í dag. Þjóðernis- rómantík Það má einnig segja um þá þjóðernisrómantík sem blómstr- aði í ungmennfélögum alda- mótakynslóðarinnar. Hún hefur ekki lengur hljómgrunn nema meðal fárra íslendinga. Ekki frekar en sú rómantík sem sjá mátti í tumbyggingum Stalíns í Moskvu eftirstríðsáranna og í mónúmentalbyggingum þeim sem Mussolíní lét reisa á Ítalíu á millistríðsárunum. En á sama hátt og turnbyggingar Stalíns og mónúmentalbyggingar Mussolíní em merk heimild um ráðvillta þjóð á umbrotatímum, þá getum við sagt slíkt hið sama um Hall- grímskirkju. Hún er ekki bara minnisvarði um sálmaskáldið Hallgrím. Hún er líka minnis- varði heillar kynslóðar um sjálfa sig. Hún segir okkur sögu ráð- villtrar þjóðar á tímum stríðs-i gróða og þjóðernishyggju, þjóðar sem ekki hefur enn fundið sjálfa sig og sögu sína. Hallgrímskirkja er framandlegt húsgagn á borgar- heimilinu, en það er undir heimil- isfólkinu komið, hvort takast megi að gæða það lífi og gera það allra eign. ólg. Spurt um Hallgrímskirkju í tilefni þess að Hallgrímskirkja var vígð um síðustu helgi leituðum við til nokkurra valinkunnra manna og spurðum þá álits á menningarsögulegu gildi þessa atburðar. Jafn- framt spurðum við hvort menn hefðu séð einhverja táknræna merkingu í formum hennar. Svo virðist sem Einar Þorsteinn, hönnuður: mörgum Sé það feimnismál að segja álit sitt á þessu mannvirki, sem engu að síður setur svo mikinn svip á borgina. Ýmsir báru við önnum, aðrir heyktust á svarinu, en engu að síður fengum við þessi ágætu svör: Hingað til lands kom víðsýnn er- lendur arkitekt fyrir nokkrum árum. Hann lét í Ijós þá skoðun sína við undirritaðan, að stór- kostlega hefði tekist til með form- ið á Hallgrímskirkjuturni, eða öllu heldurtoppnumáhonum. Hér væri greinilega á ferðinni sá sæ- farahjálmur, sem ertil í menningu allrasiglingaþjóðajarðarinnar. Er undirritaður efaðist um þetta, var hann snarlega dreginn inn ( bókaverslun og honum fengin þar í hendur bók um norræna vík- inga á enskri tungu. Og sjá, á forsíðunni var nákvæmlega sama formið á höfði sæfarenda, fornminjum frá umræddum tíma. Enginn vafi er á að hér eru bein tengsl á milli, ef ekki meðvitað þá úrundirmeðvitund Guðjóns, húsameistara, sem afkomanda siglingaþjóðar að fornu og nýju. Óneitanlega lítur undirritaður bygginguna öðrum augum frá því erþetta barvið. Nokkuð ber á því að umræðu- arfur módernistanna tengist enn byggingunni. Gagnrýni þeirra á henni átti áreiðanlega rétt á sér á þeim tíma, en nú eru viðhorfin önnur: Miðað við isma kemur Guðjón húsameistari í dag út sem framúrstefnumaður og „post mo- dernisti“. Gott hjá honum. - Vonandi blanda menn formum enn um hríð sem mest saman og leyfi sér þannig frelsi andans. En aðalatriðið í sambandi við bygginguna eru áreiðanlega ekki hin ytri form hennar eingöngu heldur huglæg áhrif hennar, þeg- ar maður gengur inní hana fullgerða. Hér skarar Hallgríms- kirkja svo sannarlega fram úr öllum öðrum íslenskum kirkju- byggingum. Meistarar gotneska tímabilsins vissu hvað þeir sungu: Og því skyldum við ekki Iíka fá að njóta þeirra, þótt seint sé, rétt eins og við fáum að njóta tónlist- ar Bach, Mozart og þeirra eldri tónlistarsnillinga? Geirharður Þorsteinsson arkitekt: Bygging Hallgrímskirkju kann að hafa trúarsögulega þýðingu, sem ég hef ekki aðstöðu til að meta. Byggingarsögulega, hygg ég að sé þegar búið að skilgreina henn- ar sess. Nú þegar menn fagna unnu afreki sé óg ekki ástæðu til aðtíundaþað nánar. Þann tíma, sem Hallgríms- kirkja hefur verið í byggingu, hefur umræðan nærri eingöngu snúist um stærð hennar og útlit. Nú þegar þetta hús hefur verið vígt og afhent til afnota og um- önnunar presta og safnaðar, opn- ast mönnum ný hlið þess, innri gerðin þ.e. það rými sem mótað hefur verið með byggingunni. Þýðing þessa húss, mun vænt- anlega tengjast þeirri starfsemi sem þróast í því. Verður Hall- grímskirkja í framtíðinni heilagt hús, minnisvarði, með takmark- aðri skírskotun til daglegs lífs í sókninni eða verður hún opið hús fyrir nýbreytni í messugjörð og framsækið trúarlíf? Ég hygg að þýðing Hallgríms- kirkju geti orðið umtalsverð fyrir tónlistarmenningu í þessu landi, ef stjórnendur bera gæfu til að laða til sín vaxtabroddinn á þeim sviðum, sem njóta sín í kirkjunni. Form Hallgrímskirkju er að sjálfsögðu táknrænt, kirkjan er skilgetið afkvæmi síns tíma á ís- landi. Hún er hönnuð undir stjörnu þjóðernisvakningar í byrjun aldarinnar. Uppistaða formsins er turninn, skipið og vængirnir eru til stuðnings. Turn er tákn veldis, þess að mega sín einhvers. Því hallast ég að því að sterkur en e.t.v. dulinn hvati að baki smíði Hallgrímskirkju hafi verið undirstrikun þess að hluti af for- ræði þjóðarinnar hafði verið tekið í eigin hendur. Guðrún Helgadóttir alþingismaður: Hvaða afstöðu sem menn kunna að hafa til kristinnar trúar, verður því ekki mótmælt að kristin menning hefur haft mikilsverð áhrif á íslenska menningu og list- sköpun. Miðaldabókmenntir ís- lendinga munu lenguren nokkuð annað halda nafni þjóðar okkar á lofti.og þærurðu tilfyrir sköpunarmátt sem leystist úr læðingi þegar heiðin norræn menning og kristin Evrópumenn- ing mættust hér á hjara veraldar. Erlendir menn reistu glæsileg hús guði sínum til dýrðar og fræg- ustu snillingar voru fengnir til að gera þau að listaverkum sem veitt hafa gleði og fegurð um aldir. fs- lendingar áttu ekki fé til slíks, en þeir áttu það efni, sem ekkert fær grandað, hugsun og orð, og úr því unnu þeir list sem varðveitt verð- ur meðan einhver kann íslensku. Einn þeirra var Hallgrímur Pét- ursson og er erfitt að hugsa sér íslenskan veruleika án verka hans, sem nú hafa varpað birtu í hugi manna í þrjár aldir í gleði og sorg. Kirkja séra Hallgríms er nú ris- in fyrir þrotlausa elju safnaðar- ins, verðugur minnisvarði hins mikla skálds. Hún er líka minnis- merki hins mikla húsameistara, Guðjóns Samúelssonar, vitni um djarfa hugsun og mikið verksvit. Eftir er aðeins að prýða hana verkum íslenskra listamanna sem er mikið verk og vandasamt, en heillandi verkefni fyrir listamenn hinna ýmsu listgreina. Þar verða allir að taka höndum saman, ai- menningur og ríkisvald, og koma söfnuðinum til aðstoðar við það átak. Alþingi hefur samþykkt að veita því verki fulltingi og er það vel. Kirkjumálaráðherra mun innan tíðar skipa nefnd til að leggja grunn að því. Lánist það vel mun Hallgrímskirkja verða musteri listar og fegurðar í hjarta höfuðborgarinnar, þar sem menn mega um aldir eiga griðastað til 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.